Dagblaðið - 02.04.1976, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. APRIL 1976.
S<«?ur Menntaskólans við Hamrahlíð er hinn ákjósaniegasti hljómleikasaiur fyrir hljómsveit af sömu stærð og Sinfóniuhljómsveitin í Reykjavík. Ljósm.: jkc
V.
Tónlíst
maí, 1921
marz, 1 1950
marz, 1 1976
JÓN KRISTINN
CORTES
trompetkonsert Haydns, þá
kom sjálfstraustið og örygg-
ið. Virtist sem hann , inn-
spíreraði” hljóðfæraleikar-
ana með stórgóðum og öruggum
leik sínum, því flutningur
hliójnsveitarinnar varð aii..-
annar.~Nakvæmm mun meiri,
óhittni betri og innkomurnar
öruggar.
Góður hljómur
Finale for concert eftir Bush
er skemmtilegt verk og var vel
leikið, sömuleiðis Little suite
(skmdí
for orchestra eftir Arnold Þar
hins vegar var hljomsveitin
hikandi í tveim fyrstu
köflunum, en sá siðasti mjög
góður. Pomp and Circumstance
Elgarstókst vel, dálltið þung-
lamalega leikið á köflum, en
hljómurinn var góður.
Allir 49 félagar sveitarinnar
stóðu sig yel, heildarsvipur
tónleikanna var skemmtilegur,
og það má mikils vænta af
Sinfónfuhljómsveitinni I
Reykjavík f framtíðinni. Nægur
mannskapur er í öllum
hljóðfæraflokkum, nema það
vantar fleiri fiðlur og lágfiðlur.
Stjórnandi
hljómsveitarinnar er Garðar
Cortes, og fórst honum sá starfi
vel úr hendi.
Fjölskyldutónleikar S.Í.:
UNGUR EINLEIKARI
Á morgun, laugardaginn 3.
apríl, verða sfðustu fjölskyldu-
tónleikar Sinfóníuhljómsveitar
Hún er ekki nema tóif ára hún
Bryndfs Pálsdóttir, sem leikur
einleik í fiðlukonsert Bach.
ljósm.:jkc.
Islands i Háskólabíói á þessu
starfsári. Á efnisskránni eru
fjögur verk. „Tobbi túba”
verður endurfluttur en hann
var á fyrstu tónleikunum og
vakti mikla hrifningu yngr.i
sem eldri. „Bugles hollyday”
eftir Bandaríkjamanninn
Leroy Anderson, sem var hér á
stríðsárunum. Þá er fjörug
syrpa úr „Kardimommubæn-
um” f skemmtilegri útsetningu
þúsundþjalasmiðsins Magnús-
ar Ingimarssonar og síðast en
ekki sfzt fyrsti þáttur úr fiðlu-
konsert í E-dúr eftir Bach. Þar
leikur einleik 12 ára gömul
stúlka, Bryndfs Pálsdóttir. Hún
er í 6. bekk Hvassaleitisskóla.
Bryndís byrjaði átta ára
gömul að læra á fiðlu, þá hjá
Katrfnu Árnadóttur. Seinna
var hún um stund f Tónlistar-
skólanum hjá Birni Ölafssyni,
'en er þar nemandi Guðnýjar
Guðmundsdóttur, Konsert-
meistara. Einleiksstykk-
ið byrjaði hún að æfa um
jólin, og segist ekkert vera
kvíðin þótt hún eigi að vera
einleikari með Sinfónfuhljóm-
sveit Islands á morgun.
Tónleikarnir hefjast kl. 14.00.
Tímamót í sögu tónlislar ó
28. marz 1976 urðu tímamót f
sögu tónlistar á íslandi. Þann
dag hélt nýstofnuð Sinfóníu-
hljómsveit í Reykjavík sína
fyrstu sjálfstæðu tónleika, og
tókst vel. Er sá dagur álfka
merkilegur og er Sinfónfu-
hljómsveit íslands varð til, eða
jafnvel þegar Hljómsveit
Reykjavfkur sté fyrstu sporin
21.5.1921, undir stjórn Þórarins
Guðmundssonar, fiðluleikara,
en hann var einmitt á þessum
fyrstu tónleikum Sinfóniu-
hljómsveitarinnar f Reykjavfk,
þá rétt orðinn áttræður.
Leikur og hljómur Sin-
fóníuhljómsveitarinnar f
Reykjavík var slíkur, að for-
ráðamenn hennar þurfa tæpast
að kvfða framtíð hennar.
Auðvitað voru smágallar hér og
þar, sem er ekki hægt að kenna
neinu öðru um en reynsluleysi
flestra liðsmanna hennar, því
eins og oft hefur komið fram,
þá er um að ræða áhugasamt
fólk, sem einhverntíma hefur
lært á hljóðfæri og aldrei haft
tækifæri til að nýta þann
lærdóm, eða hafa lagt
hljóðfærið á hilluna eftir hljóð-
færaleik, að viðbættum
nokkrum námsmönnum, sem
eiga eftir að láta að sér kveða
að námi loknu.
Taugaveiklun
Einna verst átti hljómsveitin
með Bach og Karl O. Runólfs-
son. Hljómsveitin náði ekki
alveg saman, töluverð tauga-
veiklun virtist há hljóðfæra-
leikurunum og þá sérstaklega
strengjunum, tónmyndunin var
ekki alltaf sem bezt. og inn-
komur dálítið á reiki. Verk
Karls Ö. Runólfssonar var
hikandi og vantaði sjálfstraust í
leikinn. En um leið og Lárus
Sveinsson, trompetleikari
Sinfóniuhljómsveitar Islands,
en hann lék sem gestur
Sinfóníuhljómsveitarinnar f
Reykjavík, hóf leik sinn í
Sinfóníuhljómsveitin í
Reykjavík, 1. tónleikar á sal
Menntaskólans við Hamrahlið
28.3. ’76.
Efnisskrá: Bach: Forleikur aö kantötu nr.
142. Karl O. Runólfsson: Adagio funebre.
Joseph Haydn: Trompetkonsert í Es-
Geoffrey Bush: Finale for concert. Malcolm
Arnold: Little suite for orchestra. Edward
Elgar: Pomp and Circumstance nr. 4 Einleik-
ari: Lárus Sveinsscn. trompet Stjórnandi:
Garöar Cortes.
Lárus Svelnsson, trompetleikari Sinfóniuhljómsveitar Islands,
lék einleik með hljóm sveitinni.
•í
'
■)
OPINBERRA STARFSMANNA
fleiri hópar gjörlamað landið á
fáum dögum og gert ríkið gjald-
þrota innan fárra vikna. Banka-
starfsmenn í verkfalli gætu
valdið gjaldþroti fjölda
fyrirtækja innan viku og
stuðlað að stórkostlegu flóði
gúmmítékka, meðan tékka-
viðskipti væru ekki bókuð á
reikninga. Fleiri slík dæmi má
nefna.
Þá má ætla, að verkfall
kennara yrði látið dragast á
langinn, þar sem það veldur
ekki beinum efnahagslegum
skaða til skamms tfma. Hins
vegar kemur það þegpr i stað
niður á saklausum aðila, sem
yrði þolandinn í verkfallinu.
þ.e. nemendurnir, sem missa
mundi af þeirri fræðslu. er
annars færi fram.
Verkfallsrcttur opinberra
starfsmanna er ekki einu sinni
líklegur til að auka raunveru-
leg laun þessarar stéttar i0eild,
þegar til lengdar lætur. Takist
opinberum starfsmönnum að
ná sér í hækkun, sem er
umfram hækkanir annarra
stétta, mundu þær undir eins
fara á stúfana og ná sömu
hækkun, þannig að allir stæðu
áfram í sömu hlutfallslegu
sporum.
Réttur tii œviróðningar
Alveg sérslaklega ber að vara
við að ganga.st ihn a þá kröfu að
opinberir starfsmenn haldi
rétti til æviráðningar, en fái um
leið verkfallsrétt. 1 at-
kvæðagreiðslum þeim, sem
haldnar hafa verið innan félaga
opinberra starfsmanna, hefur
það dæmi lítt verið lagt upp
fyrir félagsmönnum, hvaða af-
stöðu þeir mundu taka, ef rfkið
byði niðurfellingu ævi-
ráðningar á móti verkfalls-
rétti. I raun hafa þessar at-
kvæðagreiðslur aldrei verið
annað en skripaleikur. Þær
hafa gengið út á það að spyrja
félagsmenn, hvort þeir vilji fá
sama rétt og aðrar stéttir i verk-
fallsmálum, en ekkert félag
opinberra starfsmanna hefur
haft fyrir því að kynna starfs-
mönnum sfnum kosti og galla
slíks fyrirkomulags á breiðum
grundvelli. Með meiri þátttöku
í þessum atkvæðagreiðslum og
breiðari fræðslu um allar hliðar
málsins h.vgg ég, að afstaða
opinberra starfsmanna yrði
önnur.
Áhrif „olíusamninganna”
Hins vegar hala opinberir
starfsmcnn nokkuð til sfns
máls, þegar þeir gagnrýna
Kjaradóm fyrir að hafa ekki
veitt þeim hækkanir til jafns
við aðra. Má þar, sérstaklega
nefna svokallaða „oliu-
samninga”, sem gerðir voru
kringum aramótin 1973/74.
Siðar fengu ASt-aðilarnir meiri
hækkanir i mairsamningunum
1974, .M ui upmoein .Niarfsmenn
unnu ekki upp fyrir Kjaradómi.
Þótt Kjaradómur beri þarna
ábyrgð, er þar fyrst og fremst
afglöpum forráðamanna BSRB
um að kenna. Þeim bar engin
skylda til að semja á undan ASl
til að gefa gott fordæmi fyrir
tímana framundan. Því geta
félagsmenn BSRB sjálfum sér
um kennt að svona sk.vldi fara
þar sem þeir völdu sér óhyggna
forráðamenn.
Hins vegar hafa nú þessir
sömu forráðamenn reynt að
nota sér óánægjuna, sem af
þessu hlauzt, verkfallskröfunni
til framdráttar. Má kalla það
frábæra lagni að snúa þannig
eigin mistökum sér til fram-
dráttar, þannig að þeim er ekki
alls varnað.
Þjóðarhagur
Loks bið ég menn að íhuga
þjóðhagslegar afleiðingar þess,
að enn einn hagsmunahópurinn
í þjöðfélaginu fái kverkataks-
rétt til að fylgja fram kröfum
sfnum. Itök sérhagsmunahópa
Kjallarinn
Björn Matthíasson
eru þegar orðin það sterk, að
sameiginlegir hagsmunir allra
þegnanna. s.s. að draga úr
verðbólgu. auka hagvöxt, bæta
heildarllfskjör, virðast vera að
falla fyrir róða og gleymast í
öllum hildarleiknum.
Er miður. að enn verði eitt
skref stigið i þessa óheillaátt.
Björn Matthiasson.
hagfra'ðingur.
J V