Dagblaðið - 02.04.1976, Side 14
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 1976.
Stevie Wonder heldur
áfram nœstu tvö árín
Fyrir nokkrum árum gaf
söngvarinn, hljómborðaleikar-
inn og tónskáldið Stevie
Wonder út þá yfirlýsingu að á
árinu 1976 hygðist hann hætta
öilum tónlistarafskiptum og
halda til Afríku með peningana
sina. Þar ætlaði hann að stofna
skóia fyrir blind afrísk börn.
Skólastofnunina ætlaði hann
aðaiiega að borga með
peningum sem hann hefur náð
inn fyrir gífurlegan fjölda
eftirlíkinga af iagi sinu „You
Are The Sunshine Of My Life.
Nú eru hins vegar allar
horfur á að blessaðir svörtu
blindingjarnir verði að biða
eftir Stevie í að minnsta kosti
tvö ár í viðbót.
„Það þýðir bara það,” sagði
Stevie Wonder, „ aó þegar ég
fer tii Afríku hef ég enn meira
af peningum tii stofnunar
skólans.”
—AT.
Klúbbastarfsemin í fullum blóma:
SAM-klúbburinn og Klúbbur 32
með skemmtanir í nœstu viku
SAM-klúbburinn og Klúbbur
12 ráðgera báðir að halda
kemmtikvöld i næstu viku.
Þórarinn Jón Magnússon tjáði
iagblaðinu að SAM-koman yrði
(aldin í Klúbbnum næsta þriðju-
lagskvöld að öllu forfallalausu.
"nn er ekki búið að ráða
.kemmtikrafta en nokkrir eru í
igti svo sem Diabolis In Musica,
iextett úr Menntaskólanum við
íjörnina og nokkrir einstakl-
hgar.
SAM-koman á að verða haldin á
yrstu hæð Klúbbsins og í kjallar-
mum þar sem fólk getur setzt
niður og rabbað saman yfir glasi.
Tónlistin á að verða sem minnst
rafmögnuð.
Klúbbur 32 hefur enn ekki
ákveðið daginn fyrir sína
skemmtun. Hún verður haldin í
Tónabæ og þar koma fram ýmsir
hljómlistarmenn og leika af fingr-
um fram, — svipað og nú tíðkast í
Sesar. Enn er ekki fullákveðið
hverjir koma fram, en Konráð
Eyjólfsson, einn af stjórnarmönn-
um Klúbbs 32, bjóst við að Pálmi
Gunnarsson yrði þarna ásamt
nokkrum mönnum, sem hann
veldi sjálfur og einnig verða ein-
hverjir aðrir fengnir til að leiða
svipaðar hljómsveitir.
Fleira er á döfinni hjá KLúbbi32
á næstunni. Á Hellissandi á að
halda dansleik 10. apríl, þar sem
Cabaret og Olga Guðrún Árna-
dóttir koma fram. Þá stefnir
klúbburinn að því að hafa fyrstu
utanlandsferðina á árinu 15.—20.
maí.
Asgeir Long kvikmyndagerðar-
maður vinnur nú að nýrri
auglýsingakvikmynd fyrir Klúbb
32. Er hún verður tilbúin, á að
sýna hana á skemmtunum klúbbs-
ins. —ÁT—
Paul McCarfney og Wings í Kaupmannahöfn:
„Beatles koma ekki saman
á ný vegna peninganna„
„Við höfum fengið tilboð frá,
Bill Sargent í Ameríku en enginn
veit hvort hann hefur peninga
milli handanna eða hvort einhver
alvara liggur að baki tilboðinu.
Fyrir rúmri viku töluðum við
John saman í rúman klukkutíma
en við gleymdum báðir að
minnast á þetta mál. Það sýnir
víst hvað við höfum mikinn áhuga
á þessu.”
Paul McCartney brosir sinu
bliðasta brosi og segir sannfær-
andi að enginn þeirra myndi gera
þetta fyrir peningana eingöngu,
þó að það séu 25 milljónir dollara.
Til þess að af hljómleikum þeirra
megi verða þarf að vera vilji fyrir
hendi.
„Okkur kemur ágætlega saman
en það er erfitt að segja hvort allt
myndi ganga hjá okkur eftir öll
þessi ár. Við höfum þróazt sinn í
hvora áttina, ef svo mætti segja,”
segir Paul McCartney. Nú um
helgina hélt hann tvo konserta í
Falkonerhöliinni í Kaupmanna-
höfn. Fjögur þúsund manns komu
á þessa tvo konserta og klöppuðu í
takt við létta tónlist McCartney og
Wings sem hlotió hefur misjafnt
lof gagnrýnenda. Sumir telja
hann allt of bundinn í sölutónlist
en aðrir segja manninn alltaf
hafa verið svona, svo það sé
ekkert nýtt.
„Við byrjuðum hér í Kaup-
mannahöfn,” sagði Paul við
fréttamenn. „Héðan förum við f
tveggja mánaða ferðalag um
Bandaríkin og ég held að við-
brögð áhorfenda hér lofi góðu.”
A Beatles-tímabilið lítur Paul 1
rólegheitum. Hann myndi gera
allt saman aftur ef hann fengi
tækifæri til þess. En hann dreg-
’ur enga dul á að það hafi ekki
verið Beatles, sem komu skrið-
unni af stað. Þeir hermdu eftir
öðrum en urðu forsvarsmenn
fyrir þessari tónlist fyrir tilviljun.
„Þetta var góður tími en við
gerðum í rauninni bara það sem
okkur var fullkomlega eðlilegt,”
segir Paul McCartney sem ásamt
hljómsveit sinni Wings sendir frá
sér nýja plötu, „The Spéed of
Sound”, nú á næstunni.
—HP.
‘-Aalgeir var mjög hress og kom
Íð nokkrar glósur um kennara-
skólans, sem fengu
;4»eyrendur til að veltast um af
ílátri.
Diddú söng af miklu öryggi og
notaði fyiltlega það tónsvið sem
henni hefur verið gefið.
Spilverkið
a
heima-
velli
I Menntaskólanum við Hamra-
hlíð voru nýlegar haldnir tón-
loikar Spilverks þjóðanna. á
el'nisskránni \oru bæði lög af
Spilverksplötunni og lög, sem
Spilverkið hyggst gefa út á plötu
á næstunni. Mikið magn af hljóð-
nemum var á sviðinu sem voru
notaðir til upptöku og mögnunar.
Skapaði þetta góða skreytingu,
ásamt sviðsmynd úr „Þingkonun-
um”. Strax í byrjun hljómleik-
anna sýndi Spilverkið mikla
þróun 1 flutningi og sviðsfram-
komu, en þegar þau höfðu hitað
sig upp var flutt útvarpsleikrit
S.þ. af tónbandi, sem Lárus
nokkur stjórnaði með geysilegum
gauragangi. Tónlistin á þessum
hljómleikum var framreidd af
öryggi, æfingu og góðum spilur-
um, sem sýndu frábæra frammi-
stöðu á heimavelli.
Bjólan framleiddi rásaðan gitar-
hljóm sem passaði mjög vel inn f
hin órafmögnuðu hljóðfæri.
Egill söng af mikilli innlifun og
virtist njóta sin vel á fornum slóð-
um.
—BP