Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 02.04.1976, Qupperneq 23

Dagblaðið - 02.04.1976, Qupperneq 23
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 1976. Útvarp Sjónvarp Sjónvarpið kl. 22,10: MYNDIN VAR GEYMD í TVÖ ÁR Biómyndin sem er á dagskrá sjónvarpsins i kvöid kl. 22.10 heitir Sundmaðurinn, The swimmer, bandarísk biómynd frá árinu 1968. Með aðalhlut- verkið fer Burt Lancaster en leikstjóri er Frank Perry. Þessi mynd fær þrjár og hálfa stjörnu ■ í kvikmynda- handbókinni okkar og þar segir að þegar myndin hafi verið fullgerð hafi hún ekki fengið náð fyrir sjálfu kvikmynda- fyrirtækinu, Columbia Pictures. Forráðamenn fyrir- tækisins vissu hreiniega ekki hvað þeir áttu að gera við myndina og hún lá óhreyfð i tvö ár án þess að koma fyrir almenningssjónir. Þá voru gerðar á henni breytingar og sett í hana ný ariði sem Sidney Pollack stjórnaði. Er þetta talið mjög áberandi í lokaatriðinu þegar Burt Lancaster hittir Janice Ruie. Burt Lancaster fær mjög góða dóma fyrir frammistöðu sína, en segja má að hann syndi sig í gegnum myndina. Höfundur kvikmyndahand- ritsins, Eleanor Perry, var talin sýna mikla snilli við gerð þess. Henni var mikill vandi á höndum sem var að gera hálfs annars tíma kvikmynd úr mjög Burt Lancaster í hlutverki sinu í kvikm.vndinni. stuttri smásögu eftir John Þýðandi myndarinnar er Cheever. Kristmann Eiðsson. —A.Bj. Sjónvarpið kl. 21,40: SKÁKEINVÍGI f SJÓNVARPSSAL Fyrsta skák stórmeistaranna Friðriks Ólafssonar og Guð- mundar Sigúrjónssonar af sex skáka einvígi er í sjónvarpinu í kvöld kl. 21.40 að loknu kast- Ijósi. Guðmundur Arnlaugsson rektor flytur skýringar en stjórn upptökunnar var í hönd- um Tage Ammendrup. Stórmeistararnir eru búnir að teflá allar skákirnar og verður sýnd ein skák i hverjum þætti. Guðmundur Arnlaugsson flytur sjónvarpsáhorfendum skýringar jafnóðum en eftir að hverri skák lýkur ræðir hann við skákmennina um hinar ýmsu stöður sem upp komu og hvernig skákin hefði getað farið ef þessi eða hinn leikur- inn hefði verð leikinn. Verður fróðlegt að fylgjast með þessum skákum. —A.BJ. I ^ Sjónvarp i FÖSTUDAGUR 2. apríl 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Kastljós Umsjónarmað- ur Guðjón Einarsson. 21.40 Skákeinvígi i sjónvarps- sal I Stórmeistararnir Friðrik Ölafsson og Guð- mundur Sigurjónsson heyja sex skáka einvígi. Skýringar annast Guðmundur Arn- laugsson. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 22.10 Sundmaðurinn (The Swimmer) Bandarísk bíó- mynd frá árinu 1968. Leik- stjóri er Frank Perry, en aðalhlutverk leika Burt Lancaster, Janice Rule og Kim Hunter. Maður nokkur er á leiö heim til sin eftir nokkra fjarveru. Hann ákveður að ganga siðasta spölinn og þræða allar sund- laugar, sem eru á leiðinni, en þær eru margar. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 23.40 Dagskrárlok 15.00 Miðdegistónleikar. Jórunn Viðar leikur eigin tónsmíðar á pianó. Hug- leiðingu um fimm gamlar stemmur, Fjórtán tilbrigði um íslenzkt þjóðlag og dans. Barry Tuckwell og Vladimír Ashkenazý leika Sónötu í Es-dúr fyrir horn og píanó op. 28 eftir Franz Danzi. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.10 Utvarpssaga barnanna: Spjall um Indíána. Bryndís Víglundsdóttir heldur áfram frásögn sinni (13). 17.30 Tónleikar. Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kyrini’ngar. 19.25 Daglegt mál. Guðni Kol- beinsson flytur þáttinn. 19.40 Þingsjá. Kari Jónasson sér um tímann. 20.00 Frá flæmsku tónlistar- hátíðinni í september: Bar- okktónlist. Flytjendur: Kammersveit belgíska útvarpsins. Stjórn.: Fern- and Terby. Einleikari: Rudolf Werthen.. a. ,,La Clemenza di Scipione,” forleikur eftir Johann Christian Bach. b. Fiðlukonsert nr. 12 í D-dúr eftir Pierre Louis Jarnovic. c. Sinfónía í D-dúr op. 20 eftir Christian Ernst Graaf. 20.50 Frá Korintuborg. Séra Árelíus Níelsson flytur erindi. 21.15 Sænski kammerkórinn syngur. Eric Ericson stjórnar. 21.30 Utvarpssagan: „Síðasta freistingin” eftir Nikos Kazantzakis. Sigurður A. Magnússon les þýðingu Kristins Björnssonar (12). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (39). 22.25 Leiklistarþáttur. Umsjón: Sigurður Pálsson. 22.55 Afangar. Tónlistar- þáttur i umsjón Asmundar Jönssonar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.45 Fréttlr. Dagskrárlok. LAUGARDAGUR 3. apríl 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barn- anna kl. 8.45: Eyvindur Eiríksson les framhald sög- unnar „Safnaranna” eftir Mary Norton (10). Tilkynn- ingar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Óskalög sjúklinga kl. 10.25: Kristín Sveinbjörns- dóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Íþróttir Umsjón: Jón Ásgeirsson. 14.00 Tónskáldakvnning Atla Heimis Sveinssonar 15.00 Vikan framundan Björn Baldursson kynnir dagskrá útvarps og sjónvarps. 16.00 Fréttir 1615 Veðurfregnir 16.40 Íslenzkt mál Gunn- laugur Ingólfsson cand. mag. flytúr þáttirin. 16.45 Popp á laugardegi BJÖRNÍIMM Smurbrauðstofan 1

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.