Dagblaðið - 02.04.1976, Page 10

Dagblaðið - 02.04.1976, Page 10
DACJBLAÐIÐ. KÖSTUDAGUR 2. APRÍL 1976. WBIAÐIB frfálst, nháð dagblað Ctgefandi: Dagblaðið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulitrúi: Haukur Helgason Aðstoðarfréttastjóri: Atli Steinarsson Iþróttir: Hallur Símonarson Hönnun: Jóhannes Reykdai Biaðamenn: Anna Bjarnason. Asgeir Tómasson, Bolli Héðinsson, Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir, Gissur Sigurðsson, Hallur Ilallsson, Helgi Pétursson, Katrín Pálsdóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson, Ragnar Th. Sigurðsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson Askriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Ritstjórn Síðumúia 12, sími 83322, augiýsingar, áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022. Setning og umbrot: Dagbiaðið hf. og Steindórsprent hf., Armúia 5. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf„ Síðumúla 12. Prentun: Arvakur hf„ Skeifunni 19. Útlendingum allt? Fulltrúar stjórnarflokkanna ganga nú skipulega fram til að reyna að skapa „samningaandrúmsloft”. Þeir eru kald- rifjaðir í áróðri sínum og slá því meðal annars fram, að lítið yrði úr sumum andstæðingum samninga, ef manntjón yrði í landhelgisstríðinu. En einfalt reikningsdæmi sýnir, að ekki verður samningastefnan er röng. Ef aðrar þjóðir veiða hér það, sem um hefur verið samið og Bretar það, sem þeir ætla sér, verður bókstaf- lega ekkert eftir handa fsiendingum. Nú er komið í ljós, að talsmenn samninga hafa beitt blekkingum í ríkum mæli. Lítum á tölurnar. Þar sem um „sjálfsafgreiðslu” er að ræða hjá öðrum þjóðum og við getum lítið eftirlit haft með því, að þær fari ekki fram úr þeim kvóta, sem um er samið, má ætla að afli þeirra verði þannig: Vestur-Þjóðverjar veiði 60-7(3 þúsund tonn, sem samsvarar ársveiði 15-18 af okkar skipum; Belgíumenn afli 7-9 þúsund tonn, sem samsvarar ársafla 3 skipa. Þá veiða Færeyingar 17-20 þús. tonn, sem svarar til ársveiði 6-8 skipa; og Bretar veiði 85 þúsund tonn, eins og þeir ælta að gera, sem samsvarar veiði um 30 skipa á ári. Þá er ekki allt talið, en hér er átt við togarafisk. Niðurstöður þessara talna eru 54-59 skip og 169-184 þúsund tonn. Með þessari stefnu hefði útlendingum verið „skammtaður” að heita má allur togarafiskur á Islands- miðum. Ef við eigum ekki að eyðileggja framtíðina í fisk- veiðum, má aflinn ekki verða teljandi meiri. Svo háskalegt er ástandið. Svo háskaleg er sú stefna að afsala okkur svo miklum afla með samningum. Afli íslenzkra skipa er í vaxandi mæli smáfiskur. Algengt er, að helmingi þess sem veiðist eða meira sé flevgt þegar í stað af skipinu. Það væri þjóðarógæfa, ef við styngjum höfðinu í sandinn. Það hljómar vel í eyrum margra að tala um, að Islendingar vilji semja við aðrar þjóðir í stað þess að standa í illdeilum. En við erum ekki svo litlir karlar, eða viljum ekki vera, að við verjum ekki okkar hlut, þegar framtíð þjóðarinnar er í veði. Því miður er komið í ljós, að miklu minna gagn hefur verið að athöfnum varð- skipanna en við höfðum vonað. Bretar hafa veitt því sem næst það, sem þeir ætluðu sér, miðað við að þeir fái 85 þúsund tonn af þorski í ár. Þetta hefúr gerzt, þótt Landhelgisgæzlan hafi mikinn hluta tímans sagzt hafa hindrað veiðar Brctanna. Það liggur fyrir, að veiðarnar voru ekki hindraðar eins og sagt var. Samningastefnan leiðir lil glötunar. Menn verða að varast að lála pólitískar refjár fulllrúa stjórnarflokk- anna lejða sig á villigötur. Engino eli,ei; upr niðurstöður landþelgisreikningsins. Frjálst kynlíf fanga í dönsku fangelsi leysir allan vanda: Tilraunir með að hafa karla og konur í sama fangelsi virðast œtla að gefa góða raun Tiiraunir með mjög frjálslegt kynferðislíf og miklar lýðræðis- legar breytingar í nýtizku- legasta „blandaða” fangelsi Danmerkur, ríkisfangelsinu í Ringe á Fjóni, virðast ætla að hafa mjög jákvæðar afleiðingar. Þar hafa fangarnir eigin lykla að klefum sínum, þeir kaupa sér sinn mat í kjörbúð fangelsins, vinna vió tágakörfu- framleiðslu hefur verið hætt en í staðinn kemur þýðingarmeiri og innihaldsríkari framleiðsla eins og húsgögn fyrir opinberar byggingar, og konur og karlar búa hlið við hlið. Við það hafa þau möguleika að umgangast frjálslega í herbergjum sínum sem eru svipuð á að llta og herbergi á vel útbúinni heima- vist. Engir rimlar Fangelsið, sem er ekki með neina rimla, er að vísu umlukið múrum sem gætt er með sjón- varpsmyndavélum, var vígt í desember og í janúar i ár komu fyrstu fangarnir til þess að af- plána refsingu sína. Nú eru fimm af sex deildum teknar í notkun og þar eru nú 60 karlar og tíu konur. Búa þær I klefum sem dreift er innan um klefa karlfanganna, en ekki í sérdeildum eins og tíðkazt hefur. Rólegt andrúmsloft „Enn sem komið er er reynslan af blönduðu deild- unum góð og ekki hafa orðið nein teljandi vandræði,” segir fangelsisstjórinn, Erik Anders- sen. „öfugt við það, sem búizt var við, er andrúmsloftið á blönd- uðu deildunum allt annað en það sem maður á að venjast í fangelsi. Hér er allt mjög rólegt og við skiptum okkur ekki af því hvort fangarnir umgangast kynferðislega á herbergjum sínum.” „Það hlýtur að vera einkamál Jivers og eins og við höfum gengið út frá því sem vísu að ábyrgðartilfinning allra tryggi að ekki skapist vandræði af þessum sökum. Starfsfólkið heldur ekki uppi neinu eftirliti með náinni umgengni fang- anna. Hér er ekki legið á gægjum um skráargöt og fang- arnir geta sjálfir læst sig inni á herbergjunum og átt sitt einka- líf eins og gerist utan múranna. Tilraunin gengur fyrst og fremst út á það að rækta ábyrgðartilfinningu fanganna,” segir Erik Anderssen ennfrem- ur. Fangarnir elda matinn sjálfir á deildum sínum. Þeir fá 17 krónur á dag til matarkaupa í kjörbúð fangelsisins og ennþá hafa ekki skapazt vandamál við það að fá þá til þess að halda þessari reglu. I Fangarnir hafa eigin lykla að klefum sínum sem Hta út eins og efri myndin sýnir. Þar er ekki legið á gægjum, en innanhúss sjónvarpskerfi gerir fiótta yfir múrana ill- mögulegan. VERKFALLSRÉTTUR Ég er andvígur því, að opinberir starfsmenn hljóti verkfallsrétt. Þetta kann mönnum að þykja einstrengingsleg fullyrðing, en fyrir henni vil ég færa nokkur rök. Þróun launa undanfarin ár bendir ekki til, að opinberir starfsmenn hafi dregizt aftur úr öðrum stéttum í launa- málum. Ber í því sambandi að nefna, að til eru vísitölur kauptaxta, sem Þjóðhagstofnun tekur saman, en séú þær allar settar sem 100 þ. 1.1. 1967, þá stendur visitalan þ. 1.12.sl. í 590 fyrir verkafólk og iðnaðarmenn, í 575 fyrir opinbera starfsmenn og í 590 f.vrir verzlunar- og skrifstofufólk. Síðustu kjarasamningar gefa ekki tilefni til að ætla, að þessi hlut- föll breytist mikið, þegar nú- verandi umgangi samninga við opinbera starfsmenn er lokið. Benda ber á, að á V ofangreindu níu ára tímabili hefur vinnutími opinberra starfsmanna stytzt og orlof lengzt, sem ekki er tekið með í vísitölunni yfir þá, en hins vegar eru samskonar breytingar reiknaðar inn í visitöluna fyrir verkafólk og iðnaðarmenn en aftur ekki fyrir verzlunarmenn og skrif- stofufólk. Hygg ég, að verði þessar breytingar teknar með hjá öllum, jjannig að allar vísitölurnar verði sambæri- legar, komi opinberir starfs- menn út með pálmann í höndunum og sýni mestu hækkunina. Starfsmat eða hnefaréttur? Þróun í kjaramálum opinberra starfsmanna hefur hneigzt í þá átt að byggja launa- ákvörðun á starfsmati. Á árunum 1971-72 fór fram slíkt gagngert starfsmat, sem leiddi til þess, að innbyrðis launahlut- föll opinberra starfsmanna breyttust til muna. Olli þetta óánægju, einkum hjá þeim, er ekki töldu sig metna að verð- leikum. Þrátt fyrir þetta er erfitt að benda á betra kerfi, sem í raun gæti skapað meira réttlæti. Víst er, að verkfallsrétturinn fyrir opinbera starfsmenn mundi þegar I stað henda öllu starfsmati út um gluggann, en í staðinn kæmu innbyrðis átök meðal opinberra starfsmanna, þar sem hver starfshópurinn um sig mundi reyna að hnoða sér upp fyrir aðra i launa- stiganum. Þeir, sem bera munu sigur úr býtum, yrðu hópar, sem bezta kverkatakinu gætu náð á daglegu lífi landsmanna og stöðvað það með mestum skaða. T.d. gætu póstmenn, starfs- Onenn skatt- og tollheimtu, starfsmenn stjórnarráðs og

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.