Dagblaðið - 02.04.1976, Page 13

Dagblaðið - 02.04.1976, Page 13
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 1976. —4— i: Iþróttir Bþróttir Iþróttir Iþróttir I Einn spánskur á vellinum hitt Bandarikjamenn, þegar Varese Mobilgirgi sigraði Real Madrid og varð Evrópumeistari í körfubolta Mobilgirgi Varese, Italiu, sigraði Real Madrid, Spáni, 81—74 í úrslitaleiknum í Eyrópubikarkeppni meistaraliða í Genf í gær. Annað árið í röð sem Varese verður Evrópumeistari - en liðin, Mobilgirgi og Real, hafa sigrað níu sinnum síðustu 12 árin. Urslitaleikurinn, 'sem 6000 áhorfendur sáu, var ákaflega spennandi og lengstum tvísýnn. ítalska liðið hafði eitt stig yfir í hálfleik 42—41. Bandarískir leik- menn í báðum liðum voru aðal- menn og um tíma rétt fyrir leik- hléið var aðeins einn Spánverji á vellinum hjá Real. Hinir voru Walter Szczerbiak og John Coughran, Bandarikjunum, og Wayne Brabender og Clifford Luyk, sem hafa gerzt spánskir rikisborgarar Hjá Mobilgirgi voru banda- rísku leikmennirnir, Bill Campion og Robert Morse, inn á allan leikinn. Flest stig i leiknum skoraði Morse eða 28 - en hjá Real var Szczerbiak stigahæstur með 24 stig. Leikmenn Varese sýndu mikla hæfni - einkum Morse og Meneghin, sem skoraði 25 stig, og Marino Zanatta studdi þá vel. Stigamunurinn var aldrei meiri en fjögur stig, þar til á lokamínútunni að italska liðið jók muninn i sjö stig. Þegar 10 minútur voru eftir af leik- timanum stóð 63—61 fyrir það en þá fór að bera mjög á taugaóstyrk í liði Real. Á lokaminútunni fékk Morse villu og varð að vikja af velli. Þá komst Mobilgirgi Varese fimm stigum yfir og stuðnings- fólk liðsins á áhorfendasvæðun- um fór að hringja sigurbjöllum, sem það hafði komið með - og munurinn varð um tíma níu stig, sem leikmenn Real löguðu svo aðeins í Iokin. „Stóra bíkor- keppnin" hjá litlu liðunum Fimm knattspyrnufélög — þrjú af Faxaflóasvæðinu og tvö af Suðurlandi — hafa sameinazt um knattspyrnumót sem þau kalla „Stóra bikarkeppnin í knatt- spyrnu 1976” — og er þetta gert til að brúa vortímann fram að íslandsmóti. Þátttökuliðin fimm eru Grótta, Seltjarnarnesi, Selfoss, Stjarnan, Garðabæ, Viðir, Garði og Þór, Þorlákshöfn — allt lið úr 3. deild nema Selfoss. Keppnisreglur eru hinar al- mennu reglur KSÍ um knatt- spyrnumöt. Leikin einföld umferð. Vélsmiðjan Boði í Þor- lákshöfn gaf bikar til keppninnar. Fyrstu leikirnir verða á morgun. Þá leika Grótta og Stjarnan á Sel- tjarnarnesi. og Þór og Selfoss í Þorlákshöfn, en Víðir situr yfir. Leikirnir hefjast kl. 15.00. Skíðaskólinn í Kerlingarfjöllum Bókanir hjá Zoéga. Sími: 25544 ÍSLAND - NOREGUR í FYRSTA LEIK Fyrsti leikurinn í Norðurlanda- móti pilta í handknattleik verður milli íslands og Noregs — cn Norðurlandamótið, sem öðru sinni er háð á íslandi. verður sett kl. 20.00 í kvöld í Laugardalshöll- inni. Þátttökuliðin fimm, ísland Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð, ganga fylktu liði inn á völlinn undir þjóðfánum. Síðan verða þjóðsöngvarnir leiknir — og á eftir hefst fyrsti leikurinn. Þar má strax búast við mikilli keppni. íslenzku strákarnir hafa æft vel undir stjórn landsliðs- þjálfarans, Viðars Símonarsonar, og hafa mikinn hug á að standa sig vel i mótinu. Nokkrir ísl. leikmannanna hafa leikið marga unglingalandsleiki — fyrirliðinn Jón Arni Rúnarsson, Fram, og Bjarni Guðmundsson, Val, flesta, eða átta hvor — auk þess, sem Bjarni hefur leikið í aðallandsliði. Síðari leikurinn í kvöld verður milli Svíþjóðar og Danmerkur, en Finnar sitja yfir. I fyrramálið heldur keppnin áfram og þá hefst mótið kl. 10.00 með leik Noregs og Finnlands. Síðan leika ísland og Sviþjóð. Kl. þrjú verða enn tveii leikir — fyrst Danmörk-Noregur síðan Ísland-Finnland. Mótinu lýkur á sunnudag. Um morguninn verða tveir leikir Danmörk-Finnland og Svíþjóð Noregur, en kl.15,00 leikí Finnland-Svíþjóð, og siðan verðui lokaleikur mótsins milli Íslandí og Danmerkur. LEÐURHUSG0GN Leðurdeildin er á 3. hœð og þangað bjóðum við öllum þeim að koma — sem eru að leita að vandaðri og góðri vöru Þér getið valið ór 10 gerðum og mörgum litum af sófasettum, og stakir leðurstólar eru fyrirliggjandi í miklu úrvali, íslenzkir, danskir, norskir eða belgískir Opið á föstudögum til ki 7. Lokað á laugardögum Húsgagnadeild HRINGBRAUT 121 - SÍMI28-601

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.