Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 02.04.1976, Qupperneq 4

Dagblaðið - 02.04.1976, Qupperneq 4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. APRlL 1976. 4 Einar - Ekki gott meðan við stöndum í landhelgisstríði Sigurður - Virðum ekki sjálfir eigin fiskveiðitakmörk. Karl - Þeir hafa nóg af öðrum svæðum til að veiða á. Landhelgisbrotin fordœmd: Marteinn - Bretar skammaðir Sigtryggur - Sízt til að bæta fyrir að veiða á friðuðum málstað okkar i deilunni. svæðum. DB- myndir R. Th. Sig. ÞETTA ER SVIVIRÐILEGT ## — „Þeir eru alltaf fyrstir til að skamma Bretana í tilefni af því að átta bátar voru teknir innan landhelginn- ar suður af landinu fóru Dag- blaðsmenn á stúfana, tóku tali nokkra menn úr sjómannastétt og heyrðu álit þeirra á brot- unum. Einar Guðmundsson, sjómað- ur á Helgu II, tjáði okkur að þarna væri um erfitt mál að ræða. „Hvað eiga þeir að gera, netabátarnir eru alls staðar svo þeir eiga fá veiðisvæði eftir. En eðlilega er þetta ekki gott á meðan við stöndum í land- helgisstríði og varla mannsæm- andi.” Sigurður Bernódusson á sama bát tók í sama streng; „Það er búið að fylla öll önnur veiðisvæði svo þeir geta lítið annað gert en leggja bátunum og eins og maður veit eru þeir þarna yfirleitt en þetta er afar slæmt til afspurnar útávið að við skulum ekki einu sinni sjálfir virða okkar eigin veiðitakmarkanir.” Karl Örvarsson á Stjörnunni sagði; „Þetta er mjög alvarlegt því bátasjómenn eru að setja út á brezku togarana en hafa sjálfir nóg af svæðum til að veiða á.” „Þetta er alveg svívirðiiegt því þeir eru svo alltaf fyrstir til að skamma Bretana fyrir það að veiða á svæðum sem við erum að friða” sagði Marteinn Guðmundsson háseti okkur. Sigtryggur Benedikz, skip- stjóri á Stjörnunni, sagðist telja það sízt til að bæta málstað okkar í landhelgisdeilunni „auk þess sem ástand fiski- stofnanna er nú ekki beysið, það verður að bæta erfiða stöðu sjávarútvegs eftir öðrum leið- um en að láta bátana veiða inn- an landhelgi. Þetta er að vísu búið að tíðkast þarna í áraraðir en leiðinlegt er til þess að vita að svona lagað gerist á meðan við stöndum í landhelgisstríði við aðrar þjóðir.” Þetta var álit nokkurra sjó- manna sem við hittum við Reykjavíkurhöfn. Að það séu svipaðar skoðanir sem eru ríkj- andi yfirleitt er ekki ólíklegt, þá ekki aðeins meðal sjómanna heldur og meðal þjóðarinnar allrar að lögbrot sem þessi megi allra sízt koma fyrir hjá okkur á meðan við . stöndum í land- helgisdeilu við Breta. —BH ✓ Urvallð af tækjum til bruggunar, svo og lesefni til þeirra hluta, er mjög fjölbreytt. Hér má sjá lítið sýnishorn af því. DB-mynd: Ragnar Th. Sigurðsson. Kreppa í bruggun heimo- gerðs öls — eins og á öðrum sviðum í þjóðfélaginu „Ég held að okkur öllum, sem flytjum inn efni til heima- bruggunar öls, beri saman um að þar sé komin upp kreppa eins og a öðrum sviðum þjóð- félagsins,” sagði Guttormur Einarsson hjá fyrirtækinu Haf- plast í samtali við DB. „Það kom iðulega fyrir hér áður fyrr eftir að áfengisverzlunin hækkaði varning sinn, að salan hjá okkur jókst, en það virðist nú vera liðin tíð.” Skýringuna fyrir þessum mikla samdrætti telja inn- flytjendur vera þá, að fólk hafi mikið til hætt að kaupa þessi dýru efni til að gera sér drykkjarföng, heldur snúið sér að öðru ódyrara, svo sem hVítöli, tropicana og öðrum tegundum ávaxtasafa, sem ekki innihalda rotvarnarefni. Fólk hafi einfaldlega ekki þolin- mæði til að bíða eftir því að bjórinn nái að þroskast og verða ljúffengur, en það tekur sex vikur til tvo mánuði. „Nú orðið búa menn einungis til bjór sem tómstundagaman," sagði Guttormur. Fyrst eftir að innflutningur á efnum til bjórgerðar og tækjum til framleiðslunnar hófst, var geysilega góð sala í kútum, slöngum og þess háttar. Nú virðist markaðurinn vera orðinn mettaður og hefur salan dottið töluvert niður á slíkum tækjabúnaði. Sú spurning hefur oft leitað á fólk, hvort ekki sé ólöglegt að flytja inn bjórbruggunarefnin, sem fast í apótekum og er stillt þar út á áberandi hatt. Við lögum þá spurningu fyrir Gutt- orm. „Nei, alls ekki," svaraði hann. „Við erum háðir sömu skilyrðum og framleiðendur hvítöls, og innflytejndur tropicana og annarra ávaxta- safa. Það er alveg eins hægt að koma upp gerjun i þeim vökvum og efnunum okkar. Ef fólk vill brjóta lögin með því að brugga vín og áfengt öl, þa eru engin vandkvæði á að verða sér úti um öll efni til þess, án þess að skipta við okkur. Keynslan virðist benda til þess, að menn noti þessi innfluttu bjórefni í eitt eða tvö skipti til að brugga ramm- áfengan bjór. Þeir komast siðan að því, að drykkurinn verður allt annað en ljúffengur og gefasl þvi fijótlega upp. Þeir. sem halda áfram. hafa þetta aðeins að tómstundagamni og kappkosta öðru fremur að búa til ljúffengt og milt öl. Auk Hafplasts eru það Kristjan Skagfjörð og nokkrir smærri aðilar, sem flytja inn efni til bjórgerðar. -AT- Landsvirkjun í stöðugu stríði við sandinn Búrfellsvirkjun var fyrsta virkjun sinnar tegundar hér á landi þar sem virkjuð var jökulá í stað bergvatnsár. Hefur þetta í för með sér að meiri framburður berst með ánni inn í inntaks- mannvirki virkjunarinnar og inn í túrbínurnar heldur en i berg- vatnsám. Því var það, er túrbínur- nar voru keyptar frá Toshiba verksmiðjunum í Japan, að pantað var eitt aukavatnshjól með, til viðbótar við þau sem eru í túrbínunum sex. Vatnshjólin eru sá hluti túrbínananna sem vatnið leikur um og snýr. Núna, sex árum eftir að virkjunin við Búr- fell var tekin í notkun, er það ætlun forráðamanna Lands- virkjunar að taka upp eitt vatns- hjólanna af þeim þrem túr- bínum, er fyrst voru teknar í notkun, setja aukavatnshjólið í og taka það sem verið hefur til endurbyggingar. Síðan á næsta ári er ætlunin að láta hið endur- byggóa hjól í aðra túrbínu. Túr- bínurnar eru sex samtals og er því ætlunin að hver túrbína verði endurnýjuð að þessu leyti á sex ára fresti. Þykir þetta slit eðlilegt vegna hins mikla magns sands er berst inn með vatninu. Framburður Þjórsár af sandi kemur fyrst niður á inntaks- mannvirkjunum ofan við stöðvar- húsið og var Bjarnalækjarlón, uppistöðulónið, komið með tals- vert af fínum sandi á botninn. Til að koma í veg fyrir áframhald- andi gr.vnnkun var keyptur dælu- prammi á árinu 1974 og tekinn í notkun í fyrra. Dældi hann þá upp sandinum sem setzt hefur og meiru til, en í framtíðinni er ætlunin að hann verði staðsettur á lóninu og dæli upp árlega því magni er sezt hefur þar á botninn. —BH Fimmtíu jarðir aðilar að veiðif élagi „Stjórn félagsins hefur ekki komið saman til fundar ennþá og því getum við ekki greint nákvæmlega frá hugmyndunum," sagði Leifur Auðunsson á Leifs- stöðum sem sæti á í stjórn nýstofnaðs veiðifélags Markar fljóts. . „Þó er aóalhugmyndin auðvitað silungsrækt en við gælum við hugmynd um laxa- rækt.” Um 50 jarðir i þremur hrepp- um eiga land að félagssvæðinu sem tekur til Markarfljóts sjálfs frá ósi í sjó og svo langt upp sem fiskur gengur svo og til allra fisk- gengra áa og lækja, sem í svæðið falla. Á félagssvæðinu eru m.a. árnar í Þórsmörk. „Hér áður fýrr gekk fiskur allar götur þangað, en hin síðari ár, sérstaklega eftir að ánum var bre.vtt þegar fljótið var brúað, hefur veiði verið lítil,” sagði Leifur Auðunsson ennfremur. Á stofnfundi veiðifélagsins var samþykkt að kanna möguleikana á fiskirækt og veiði á svæðinu og jafnvel að bjóða hluta þess út gegn því skilyrði að leigutaki annist þar fiskirækt. —HP. í þessari Viku: Rolf iohansen og fjölskyldo — Else Mia i sjálfsmynd — Kúnstin að muna stórstjarnan í Hollywood — Vikan prófar Volvo

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.