Dagblaðið - 13.05.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 13.05.1976, Blaðsíða 10
10 DACBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. MAl 1976. MMBIAÐW fijálsi, úháð dagblað Útju'fandi: Daubladið hf. Fiainkvæindastjóri: Svuinn H. KyjólfssorKÍÍitstjón: Jónas Kristjánsson. Frúttastjóri: Jón Birj>ir Pótursson. Kitstjórnarfulltrúi: Haukur Holjjason. Aóstoóarfrótla- stjóri: Atli Stcinarsson. íþróttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jóhannos Rovkdal. Ilandril: Asyrímur Pálsson. Blaóamenn Anna Bjarnason. Asseir Tómasson. Bolli Hóðinsson. Braj>i Siguróss'ön. Krna V. Intíolfsdottir. (íissur Siuurðsson. Hallur Hallsson, Helui Pótnrv^on, Kat'rin Pálsdóttir. Olafur Jónsson. Ómar Valdimarsson. Ljósm.vndir: Bjarnleifur Bjamieifs.son. Björjjvin Pálsson. Rajjnar Th. Sigurðsson. (Ijaldkeri: Þráinn Þorleifsson. DreifinjjarstjórL Míir K.M. Halldórsson. Askriftarjíjald 1000 kr. á mánuði innanlan'ds. í lausasölu 50 kr. eintakið. Ritstjórn Síðumúla 12. sími 83322. au<jlýsin«ar. áskriftirojj afjíreiðsla Þverholti 2. sími 27022. Setninj’ ojj umhrot: Dajjhlaðið hf ojj .SiidndórsprenJ Armúla 5. Mynda-tiy plötu«eró: Hilmir lif.. Siðumúla 12.1’n .-.tun: Arvakur hf.. Skeifunni 10. „Sérstaða" Einars Einar Ágústsson, utanríkis- ráðherra, hefur að ýmsu leyti reynt aó skapa sér sérstöðu í ríkis- stjórninni. Hann hefur látió í þaö skína, aö hann vilji ganga rösklegar til verks í landhelgis- málinu en ríkisstjórnin í heild, sem jafnan dregur lappirnar. Hvað eftir annað hefur utanríkisráðherra lýst yfir efasemdum um, að við eigum að hafa hér varnarlió frá Atlantshafsbandalaginu við þær aðstæður sem skapazt hafa. Vissulega eru það engin smáræðis tíðindi, þegar ráðherrann sagði á „beinni línu” í útvarpi síðastliðinn sunnudag, að hann væri vel til meó aó ganga Keflavíkurgöngu, ef hún væri aðeins gegn her- stöðvunum, en hann væri ekki tilbúinn að mótmæla NATO. Utanríkisráðherra var í vetur fljótur til að segja þá skoóun sína, að tafarlaust ætti að slíta stjórnmálasambandi vió Breta, þegar hann daginn eftir varð að beygja sig fyrir vilja forsætisráðherra og samþykkja frestun á þeirri ákvöróun. Þrátt fyrir ýmsa tilburði af þessu tagi hefur afstaða utanríkisráðherra haft yfir sér ,,já, já, nei, nei”-yfirbragð. Yfirlýsing utanríkisráðherra í beinni línu gaf til kynna, aó hann stæði enn við þá afstöðu sína frá dögum vinstri stjórnarinnar að vilja herinn burt. Sú afstaða hefði átt að styrkjast við atferli Bretlands, eins NATO-ríkisins, við ísland. Varla er um annað að ræða en að sá, sem var andvígur dvöl varnarliðsins fyrir landhelgis- deiluna, væri enn andvígari henni eftir að deilan hófst. En hver trúir því, að utanríkisráðherra í núverandi stjórn, maðurinn, sem samdi við Bandaríkjamenn um áframhaldandi dvöl þeirra hér og festingu hennar með byggingu íbúðarhúsa á vellinum og öðrum fram- kvæmdum til langs tíma, sé í reyndinni að reyna að koma hernum burt? Ef marka mætti yfirlýsingar ráðherrans fyrr og síðar, yrði niðurstaðan sú, að hann hafi verið andvígur varnarliðinu, þegar hann sem fulltrúi vinstri stjórnarinnar sótti bandarísk stjórnvöld heim og afhenti þeim kröfur um að varnarliðið færi. Þá yrði niðurstaðan sú, að skömmu seinna, í núverandi stjórn, hafi ráðherrann verið fylgjandi varnarliðinu, þegar hann samdi um áframhaldandi dvöl þess og beitti sér fyrir henni í opinberri umræðu. Þá yrði niðurstaðan, að nú sé ráðherrann aftur orðinn andvígur varnarliðinu, þegar hann segist í útvarpi standa með þeim, sem krefjast brottfarar liósins. Er nokkur önnur lausn? Fáir munu telja, aö í þessu felist nægileg skýring á afstöðu utanríkisráðherra okkar til varnarliðsins, enda skortir augljóslega samhengi í slíka afstöðu. Vel væri, ef utanríkisráóherra berðist fyrir skeleggari afstöðu í landhelgismálum. Ekki veitir af. En samkvæmt því hefði utanríkisráðherra átt aó neita aó setjast meó Bretum á utanríkis- ráðherrafund Atlantshafsbandalagsins, sem stendur fyrir dyrum. Þjóöin á heimtingu á, að utanríkisráðherra hennar geri grein fyrir, hvað hann er eiginlega að fara. Hann hefur samband víð aðra heima Viótal APN vió Rúdólf Peshek, meðlim tékknesku vísindaaka- demíunnar og formann alþjóð- legrar nefndar sem stefnir aö samskiptum við aðra hnetti.Hann er í fararbroddi hreyfingar sem kölluð er CETI, en það er í fyrsta lagi skammstöfun á „Communication with Extra- terrestrial Intelligence” og í öðru lagi þýðir ceti á latínu „hvalur”. Ein af stjörnum samstirnisins sem kennt er við hvalinn, stjarnan Taú, vekur sérstaka athygli vísindamannanna. Þeir álíta að á henni séu skilyrði fyrir hendi til þess að líf þróist. Fjar- lægð Taú frá okkar jörð er „aðeins” 12,2 ljósár. APN — Megum við álíta, að draumurinn um að hitta viti gæddar verur úti í geimnum sé hættur að tilheyra draumórum og orðinn að vísindalegu rann- sóknarefni? RP — Já. Nefndin starfar á vegum Alþjóðlegu stjörnufræði- akademíunnar, sem er alvarleg stofnun og fæst ekki við draumóra. Það var árið 1961, sem nokkrir vísindamenn komu saman til að íhuga þessi mál en þorðu ekki að segja frá því, enda þótt meðal þeirra væru tveir nóbelsverðlaunahafar. Þeir voru hræddir um að fólk mundi líta á þetta sem hvert annað andakukl. En 1965 tók ég á mig rögg og talaði upphátt um þetta á fundi í sjörnufræðiakademíunni. Þá var ákveðið að senda öllum mestu vísindamönnum heims spurninga- lista til þess að kanna afstöðu þeirra. Yfirgnæfandi meirihluti hafði áhuga á að niálið yrði rannsakað nánar. Uppúr þessu komst á laggirnar starfshópur, síðan bráðabirgðanefnd og loks var sett fastanefnd CETI árið 1971. Var ég kosinn formaður nefndarinnar. APN — Hvernig stóð á því að þér ákváðuð að gefa yður að þessum rannsóknum, sem margir vísinda- menn líta þó tortryggnisaugum? RP — Þar býst ég við að ráði mestu þróun mín sem vísinda- manns. Eg er flugvélaverk- fræðingur að mennt. í fyrstu vann ég við að hanna flugvélar, síðan tóku geimskip við af flug- vélum, og loks fór ég að fást við tæki, er notuð eru til að reyna að ná sambandi við verur á öðrum hnöttum. Á meðan við höfum ekki nóga tæknimöguleika til að fljúga milli stjarnanna er CETI eina rökræna framhaldið á geim- rannsóknunum. Stundum er sagt, að við séum að reyna að ná sambandi við ein- hvern eða eitthvað, án þess að vita hvort „það” er til. Að við tölum um afleiðingar, sem slíkt samband gæti haft, án þess að vita hvort það er yfirhöfuð fram- kvæmanlegt. En mikilvægi þessa vandamáls er slíkt, að vísindin verða að fást við það. Það er útí hött að spyrja hvaða gagn sé af slíkri þekkingu. í marz 1974 var samþykkt í sovésku vísindaakademíunni áætlun um rannsóknir á hljóð- merkjum utan úr geimnum. t Sovétríkjunum er lokið smíði rat- sjár, sem nefnd hefur verið RATAN-600 og er 600 metrar að þvermáli. Stærsta ratsjá í heimi, áður en hún kom til sögunnar var bandarísk, staðsett á Puerto Rico, og var hún 300 m í þvermál. Gert er ráð fyrir að ratsjám verði ekki aðeins komið fyrir á okkar plánetu, heldur einnig á hnatt- braut hennar. Sovéska áætlunin nær langt fram í tímann. Eg vona líka að bandarísku „víkingarnir” komi til með að svara spurningunni um líf á Mars, en þeim er einmitt ætlað að leita lífrænna verksummerkja þar. APN — En vísindin hafa enn ekki fundið neinar sannanir fyrir því að vitsmunalífi sé lifað annars staóar en á jörðinni okkar. Margir vísindamenn staðhæfa að svo sé ekki... RP — Þeir eru ekki svo margir, og þeim fækkar stöðugt. Það eru aðallega lfffræðingar, sem telja að lífið á jörðinni sé einstakt fyrirbæri, það byggist á svo mörgum lögmálum og tilviljunum að útilokað sé að slíkt gerist annars staðar. En slíkar kenningar vekja andmæli þeirra sem ekki vilja sætta sig við þessa einveru okkar í geimnum, og svo stríða þær gegn vísindalegum staðreyndum. APN — Hvaða staðreyndum? RP — Til dæmis hefur komið í ljós, að mólekúlin, sem eru grund- völlur lífsins, fyrirfinnast alls staðar í geimnum. Og þar sem ævi þeirra er stutt, á stjarnfræðilegan mælikvarða, hafa þau ekki getað verið þarna frá fornu fari, þau hljóta að endurfæðast. Árið 1969 féll loftsteinn til jarðar skammt frá Melbourne í Astralíu. í honum fundust leifar af 18 sýrutegundum, þar af 12, sem ekki þekkjast á jörðinni. Þarna er um að ræða efni, sem hefur fæðst annars staðar í geimnum, þ.e.a.s. einhvers staðar hafaöll þessi lög- mál og tilviljanir verið fyrir hendi til þess að líf gæti kviknað, og því skyldi þá ekki vitsmunalíf geta kviknað? APN — Látum svo vera. Sýrutegundirnar sanna að líf finnst í geimnum. En hefur ykkur nokkuð miðað áfram í leitinni að vitsmunalífi? RP — Enn sem komið er hefur ekkert af þeim hljóðmerkjum, sem borist hafa utan úr geimnum, verið sent af vitsmunaverum. Stundum hefur mönnum skjátlast og þeir haldið sig hafa heyrt merki sem síðar kom í ljós að voru stjörnumerki eins og t.d. þegar breskir vísindamenn uppgötvuðu það sem þeir kölluðu „litlu grænu mennina.” Þvi miður voru það ekki litlir grænir menn, heldur stjörnur, sem gefa frá sér hljóðmerki með jöfnu millibili — sem er útaf fyrir sig mjög merk uppgötvun. Við höfum reynt að ná merkjum frá stjörnum eins og Epsilon og Taú, en árangurslaust. APN — Hvers vegna einmitt þaðan? PR — Vegna þess, að þessar stjörnur eru tiltölulega nálægar og uppfylla skilyrðin, sem nauðsynleg eru til þess að líf geti kviknað: Þessi skilyrði eru: Stjarnan má ekki vera of ung (þá hefur lífið ekki haft tíma til að þróast frá frumstæðum formum í ÍSLAND ÚR NAT0, HERSTODVARNAR BURT v Enn er blásið til Keflavíkur- göngu undir kjörorðinu ísland úr Nato, herinn burt. Síðast var slík ganga 1968. Þá sömu daga var í Háskóla Islands boðaður ráðherrafundur NATO-ríkja. Um það bil sem Keflavíkur- gangan var komin miðja vega til Reykjavíkur lenti á Reykja- víkurflugvelli þota Pimpinellis, eins helsta foringja grísku her- foringjastjórnarinnar, sem þá sat við völd. Út á flugvöll skunduðu ís- lenskir valdamenn og aðrir Nato-forkólfar með fleðulátum til að taka á móti þessum blóð- hundi og baráttumanni fyrir hagsmunum Nato frá Grikk- landi. En á flugvellinum voru einnig mættir nokkrir flótta- menn frá Grikklandi. Þeir ætluðu að hafa í frammi mót- mælaaðgerðir gegn herfor- ingjastjórninni. Þeir vonuðust til, að slíkar mótmælaaðgerðir við þetta tækifæri mundu ber- ast með fjölmiðlum víða um heim, og verða þannig a.m.k. siðferðilegur stuðningur við þá alþjóðlegu baráttu, sem þá fór fram í Grikklandi og utan þess gegn ógnarstjórn herforingj- anna. Þeir vildu sýna heimin- um, að jafnvel hér á þessu af- skekkta eylandi væri herfor- ingjastjórnin ekki látin í friði. Flóttamennirnir voru fljótlega umkringdir af fslenskum lög- reglumönnum. Foringi lögregl- unnar tilkynnti flóttamönnun- um, að ef þeir ekki hefðu sig hæga yrði þeim umsvifalaust vlsað úr landi og sendir til Grikklands, í hendur herfor- ingjastjórnarinnar. Menn geta giskað á, hvaða örlög hefðu beðið þeirra þar. Að þessari móttökuathöfn lokinni fóru grísku andspyrnu- mennirnir til móts við Kefla- víkurgönguna, með merki sln og fána, fylktu liði með íslenzk- um herstöðvaandstæðingum, meðal þeirra fundu þeir sína bandaménn. Þessir bandamenn lögðu svo vaxandi áherslu og tóku upp á sína arma baráttu hérlendis til stuðnings frelsis- baráttunni á Grikklandi. Bar- átta þeirra ásamt baráttu á svipuðum grundvelli um allan heim varð svo sá stuðningur við baráttuna í Grikklandi sjálfu, sem leiddi til þess áfangá, sem fall herforingjastjórnarinnar var. Segi menn svo, að barátta herstöðvaandstæðinga hafi verið árangurslaus. Og þetta er ekki eini árangurinn. Víetnam- starfið hér á íslandi reis vissu- lega upp í kjölfar almennrar andheimsvaldasinnaðrar bar- áttu um allan heim á þeim tíma, en mergurinn í þeirri baráttu- fylkingu, sem þá reis upp hér á landi hafði hlotið eldskírn slna I baráttuhreyfingunni gegn herstöðvunum og Nato. Almennt má fullyrða, að bar- átta herstöðvaandstæðinga hafi haft mikil áhrif til eflingar þeirrar andheimsvaldasinnuðu vitundar, sem nú er svo ríkj- andi, einkum meðal ungs fólks á islandi. í þessari baráttu hafa slíkar fjöldaaðgerðir sem Keflavíkurgöngur reynst þýðirigarmikið vopn, við ákveðnar kringumstæður. Það er mat herstöðvaandstæðinga, að nú sé réttur tlmi til að grlpa til þessa vopns, en héðan I frá sem hingað til verður þetta aðeins ein af fjölmörgum bar- áttuaðferðum. Það eru slikar fjöldaaðgerðir, ásamt stöðugri upplýsingastarfsemi fjöl- margra baráttumanna, sem tengst hafa baráttunni I slíkum fjöldaaðgerðum, sem orðið hefur öflugt mótvægi vinstri- hreyfingarinnar á íslandi gegn næstum samhljóma kór auð- valdsáróðurs og auðvaldslitaðra frétta I flestum þýðingarmestu fjölmiðlum landsins. Mikil samstaða Barátta herstöðvaand-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.