Dagblaðið - 19.05.1976, Síða 1
2. ÁRÍi. — MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1976 — 109. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12, SlMI 83322, AUGLYSINGAR OG AFGRÉIÐSLA ÞVERHOLTI 2, SÍMÍ 27022.
Geirfinnsmálið:
HVENÆR FÆR JÓN 0DDSS0N HRL.
ÁHEYRN DÓMSMÁLARÁÐHERRA?
„Ný tilhögun í þessu máli
verður ekki metin öðruvísi en
að leggja hana undir dóm
reynslunnar", sagði Jón Odds-
son hæstaréttarlögmaður í
viðtali við Dagblaóið í gær. Jón
kvaðst hafa beðið um viðtal við
dómsmálaráðherra, Ölaf
Jóhannesson, til þess að leggja
fyrir hann niðurstöður af
víðtækum rannsóknum, sem
gerðar hafa verið í hinu
svokallaða Geirfinnsmáli.
Vegna þagnarskyldu, sem
Jón kvaðst bundinn, vegna
stöðu sinnar sem réttar-
gæzlumanns Sævars Marínós
Ciecielskis, gat hann ekki tjáð
sig um þau atriði, sem hann
hyggst skýra dómsmála-
ráðherra frá. „Eftir að hafa
ráðfært mig við fullkomlega
trausta og sérfróða-samstarfs-
menn tel ég það skyldu mína að
skýra dómsmálaráðherra frá
vissum atriðum,- sagði Jón
Oddsson. „Vegna sérstakra
anna ráðherra vegna starfa
Alþingis átti ég þess ekki kost
að hitta hann að málií gær, en
það er aðeins spurning um,
hvenær ég næ fundi hans.”
Sem fyrr segir gat Jón ekki
skýrt neitt frá þeirri athugun
sem hann hefur gert á málinu,
en kvaðst hafa skýrt Hallvarði
Einvarðssyni vararíkissak-
sóknara frá henni og Halldóri
Þorbjörnssyni yfirsakadómara,
sem og rannsóknarlögreglu-
mönnum málsins og rann-
sóknardómara, Erni Höskulds-
syni, er hann kom heim úr
stuttri ferð erlendis.
Eins og fram hefur komið í
Dagblaðinu hefur Jón Oddsson
látið uppi þá skoðun sína, að
hann telji, að ekki hafi
nægilega verið rannsökuð
atriði fjárhagslegsog viðskipta-
legs eðlis, og kunna að vera
tengd málinu og geta varpað á
það nýju ljósi.
Þess má geta, að Erla Bolla-
dóttir starfaði skamman tíma á
skrifstofu Jóns, en varð að
hverfa úr því starfiJ framhaldi
af þvl vakti Jón athygli dóms-
málaráðuneytisins á því, að
kanna þyrfti rannsóknar-
aðferðir varðandi fíkniefnamál
hjá embætti lögreglustjórans I
Reykjavík. Að fengnu áliti
Asgeirs Friðjónssonar
fíkniefnadómara, taldi
ráðuneytið ekki þörf sérstakra
aðgerða vegna erindis Jóns
Oddssonar.
Þá má og geta þess, að Jón
Oddsson var lögfræðingur hins
jórdanska manns, sem fór
ásamt Hauki Guðmundssyni og
konu Geirfinns Einarssonar til
fundar við „sjáanda” I
Jórdaníu á slnum tíma.
Hinn 11. desember sl. var Jón
skipaður réttargæzlumaður
Erlu Bolladóttur og Sævars
Marínós Ciecielskis, sem veriö
hefur I algerri einangrun síðan.
Er Erla Bolladóttir var úr-
skurðuð I varðhald aftur, var
Guðmundur Ingvi Sigurðsson
skipaður vérjandi hennar.
Jón hefur m.a. vegna sér-
staks kunnugleika af þessu
máli, lagt mjög mikla vinnu I
starf sitt, að öllum öðrum
ólöstuðum. Nú er það
spurningin, hvenær dómsmála-
ráðherra gefst timi til að veita
Jóni Oddssyni hrl. áheyrn.
-BS-
Hrein borg# —
fögur torg!
ÞAÐER
K0MIÐV0R
- NÚ ÞARF
AÐTAKATIL
HENDINNI
— sóðaskapurinn er
allt of víða
-bls.4
— skrúfan fór ó Óðni, en veltiuggarnir trúlega ó Gúrku
Bretarnir á Gurku, stríðs-
skipinu sem Öli Tynes gerði
heimsfrægt á dögunum, hafa
bar I skipi sínu, og til þess að
vært sé á barnum er sagt að
veltiuggar séu hafðir utan á
byrðingnum. Fimmtudaginn 6.
maí reyndi gúrkan 21 sinni að
sigla á Öðin og hitti þrívegis,
alltaf á bakborðshornið. Daginn
eftir keyrði gúrkan enn á Öðin,
lenti nú á brúarvæng bakborðs-
megin. Skipsmenn vestur I
slipp töldu I gær að skrúfan
hefði orðið fyrir hinum dýru
veltiuggum, sem þeir segja að
kosti tugmilljónir króna.mun
dýrari útbúnaður en
skrúfublöðin. Ef svo sé, þá hafi
veltiuggar gúrkunnar skemmzt
og gleðin af að vera á barnum
að sjálfsögðu líka.
ER ORÐIÐ ÓVÆRT Á BARNUM Á GÚRKUNNI?
Vœringar innan varnarbandalags
— en aðalmálið verður „samskipti austurs og vesturs"
NATO-fundurinn í Osló:
Luns frsmkvæmdsstjóri NATO í kaffi é blafla-
mannafundi, er hann kom hingefl í haust. Á
myndinni mé einnig sjé Tómas Tómasson,
sendiherra islands hjé bandalaginu.
DB-mynd: Bjarnleifur.
Af fréttaskeytum má ráða, að
landhelgismál Islendinga og
Breta er ekki eitt af aðalmálum
sem fjallað verður um á fundi
Natoráðherra I Osló á morgun.
Utanríkisráðherrarnir munu
ræða stefnu Sovétríkjanna I
heimsmálum og I Afríku, áhrif
þau sem þau sækjast eftir I Mið-
austurlöndum og Miðjarðarhafs-
löndum.
Kissinger utanríkisráðherra
Bandaríkjanna og 14 aðrir utan-
ríkisráðherrar, þar á meðal Einar
Ágústsson, munu þar ræða sín á
milli stefnu þá, sem mál þessi eru
að taka og hver „þíðan” i mál-
unum raunverulega er. Þá er
búizt við því, að þróun mála I
stjórnmálum Italiu eigi eftir að
valda umræðum og eins má gera
því skóna, að einhver hiti verði I
mönnum vegna landhelgisdeilu
tslendinga og Breta, þó það verði
ekki ráðið af fréttaskeytum, enda
hafa samtökin ekki látið málið til
sín taka, svo einhverju nemi. Var
helzt búizt við því, að reynt yrði
að miðla málum bak við tjöldin og
eru Norðmenn taldir líklegastir
til þess að reyna að skerast I leik-
inn, enda eiga þeir hagsmuna að
gæta.
Stórverzlunin fyrir
Selfoss:
Lendir hún í
Hraungerðis-
hreppi?
— bls. 9
Raf magnoð óstand í
Sigöldu:
Energoproject
vill nokkra
tugi milljóna
í viðbót
— baksíðo
•
„Ég var að
veslast upp
af drykkju-
skap og
sjúkleika"
- rœtt við söngvarann
frœga Wannebo,
sem hér er í stuttri
heimsókn
- bls.8