Dagblaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 4
4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. MAt 1976.
— um 6 þúsund
cr unni uu vinnu uiUTur~ tonnum af
If w W | ■ grásleppu
lim ur grasleppuhveljum? hent í sjóinn árlega
Svo kann að fara að hægt
verði að nýta þá grásleppu, sem
veidd er til að hirða hrognin úr,
en henni er hent aftur fyrir
borð. Talið er að saltað verði í
15 til 20 þúsund tunnur af grá-
sleppuhrognum í ár, eða 1500
til 2000 tonn. Þar sem hrognin
eru áð meðaltali um 25% af
grásleppunni lætur nærri að
um sex þúsund' tonnum af grá-
sleppu sé hent I sjóinn og er Þá
miðað við lægra markið, eða 15
þúsund tunnur.
Rannsóknastofnun fisk-
iðnaðarins hóf í vetur tilraunir
með að vinna matarlím úr
hvelju grásleppunnar og að
sögn dr. Björns Dagbjartssonar,
forstjóra stofnunarinnar, hefur
þegar tekizt að gera límið
þokkalega glært og eru lfm-
eiginleikar þegar nokkrir þótt
þeir séu ekki nógu góðir enn.
Fyrir mörgum árum var þó
nokkuð flutt út af steinbftsroði
til límgerðar en eiginleikar
þess og grásleppuhveljunnar
eru mjög svipaðir. Vegna
óvenju mikils vatnsinnihalds
og Iélegra mjölgæða svarar
ekki kostnaði að vinna mjöl úr
grásleppunni.
Að sögn dr. Björns kemur
hráefni til matarlímsgerðar
aðallega úr kjötúrgangi, en
honum virtist sem auðveldara
yrði að vinna það úr grá-
sleppuskrápnum ef sambærileg
gæði næðust. Rannsóknir
þessar eru enn á frumstigi og
þvf óljóst um niðurstöður, en
verði þær jákvæðar er hér um
umtalsverða verðmætasköpun
að ræða.
-G.S.
Grundarfjörður:
AÐALATVINNUTÆKISTAÐARINS
FÆR EKKIVIÐUNANDIAÐSTÖÐU
— Rothögg fyrir staðinn, segir sveitarstjórinn um leigu
skuttogarans Runólfs SH til Haf rannsóknastof nunarinnar
„Hraðfrystihús Grundarfjarðar
hefur ekki enn fengizt til að gera
við mig öruggan samning, en þar
sem það er eini aðilinn hér á
Grundarfirði, sem getur sinnt
okkar þörfum hvað viðvfkur
þjónustu, skortir mig traustan
grundvöll til að gera togara minn
út héðan,“ sagði Guðmundur Run-
ólfsson útgerðarmaður f Grundar-
firði 1 viðtali við DB í gær, en
hann hefur nú leigt Hafrann-
sóknastofnuninni nýjan skut-
togara sinn, Runólf SH, um óá-
kveðinn tíma.
Runólfur, sem smíðaður var f
Stálvfk fyrir tæpum tveim árum,
er eini skuttogarinn sem gerður
er út frá Grundarfirði oghefur að
sögn staðarmanna verið mikil
lyftistöng fyrir atvinnuiífið þar.
Hann er f hópi aflahæstu skut-
togara á landinu og hefur reynzt
mjög vel f alla staði, að sögn Guð-
mundar.
Guðmundur sagði að
hraðfrystihósinu hefði staðið til
boða að fá allan afla Runólfs til
vinnslu og það áður en smfði
skipsins var lokið, til að hafa
góðan fyrirvara á samningsgerð.
Nú tekur hraðfrystihúsið við 60%
aflans og tveir aðrir fisk-
verkendur á staðnum við 20%
hvor en hvorugur þeirra hefur
bolmagn til að veita útgerð
Runólfs nægilega þjónustu.
Samband fslenzkra samvinnu-
félaga á hreinan meirihluta f
hraðfrystihúsinu, aðra hluti á
hreppurinn og nokkrir ein-
staklingar.
„Þetta skip hefur haft
geysilega þýðingu fyrir staðinn og
aldrei meiri en nú, þegar afli
bátanna fer rýrnandi, og ef ekki
reynist unnt að gera skipið héðan
út er það svo mikið rothögg fyrir
staðinn að ég vil ekki hugsa það
dæmi til enda,” sagði Árni Emils-
son, sveitarstjóri Eyrarsveitar, í
viðtali við DB í gær.
Arni sagði að miðað við þá frá-
bæru hagsýni, sem rfkti í útgerð
skipsins, væri fullljóst að ekki
væri grundvöllur til útgerðar
skuttogara á landinu, nema út-
gerðin ætti hlut í fiskverkun eða
aðild að henni, og væri sú furðu-
lega staðreynd reyndar orðin
viðurkennd. Hann sagði að
sveitarstjórnin hefði reynt að
mióla málum, en það hefði greini-
lega ekki borið tilætlaðan
árangur enn.
-G.S.
Landað úr Runólfi, aðalatvinnutæki Grundfirðinga. Nú hverfur þessi
sjón og heimamenn eru að vonum sárir. (DB-mynd Gissur).
UTANLANDSFERÐIR KLÚBBS
32 HEFJAST í MAÍL0K
Ferðaklúbbur unga fólksins,
Klúbbur 32, er nú að vakna til
Iffsins á nýjan leik eftir nokkra
þögn. Fyrsta sðlarlandaferð
féiagsins er ákveðin 30. mai næst-
komandi. Eins og f fyrra verður
farið til Mallorka og gist á Hóteli
33.
Hljómsveitin Cabaret verður
með f förinni að þessu sinni og
mun skemmta á hótelinu þrjú
kvöld f viku. I fyrrasumar fór
hijómsveitin Júdas f svipaða för
til Mallorka
Búið er að ákveða þrjár ferðir I
viðbót á vegum Klúbbs 32. Þær
verða 13. júni, 5. september og 19.
september. 1 öll skipin verður gist
á Hóteli 33. Enda þótt einungis
þessar fjórar ferðir séu ákveðnar
á Hóteli 33, geta farþegar með
Ferðaskrifstofunni Sunnu fengið
þar inni, ef þeir vilja. Eina
skilyrðið, sem þeir verða að
uppfylla er það, að þeir séu á
aldrinum 18-33 ára gamlir. Dvöl á
hótelinu verður þó að panta f
tfma, þar eðgffurleg aðsókn er.
-AT-
Háteigskirkja cr glæsileg
bygging. Því er skömm að því
að ekkert skuli hafa verið gert
ennþá fyrir lóð hennar. DB-
mynd Björgvin Pálsson.
Víð Háteigskirkju:
Lóðin í litlu
samrœmi
við kirkjuna
Grásleppan hefur verið illa nýtt til þessa og hefur mikið til farlð
í sjóinn, kannski lausn finnist á vandanum?—
Hljómsveitin Cabaret verður með I fyrstu ferðinni til Mallorka
á vegum Klúbbs 32. DB-mynd: Björgvin.
Lóðir f kringum kirkjur
borgarinnar eru yfirleitt snyrti-
legar og vel til hafðar. Strax
eftir að byggingu þeirra lýkur
er yfirleitt ráðizt i að ganga frá
lóðum. Undantekning er þó um
Háteigskirkju. Byggingu
kirkjunnar lauk fyrir um ára-
tug og enn er svæðið f kringum
hana eins og holótt bílastæði.
Þegar Björgvin Pálsson ljós-
myndari átti leið fram hjá Há-
■teigskirkju fyrir nokkrum
dögum var einnig spýtnabrak
dreift um lóðina. Þar lá það og
stóð eins og skakkir krossar í
illa hirtum kirkjugarði.
Nokkrum dögum seinna var
sem betur fer búið að hirða allt
brakið og fjarlægja það.
Ekki ætti að vera erfitt að fá
sjálfboðaliða úr Háteigssókn til
að gera lóð kirkjunnar
aðlaðandi. Kirkjan er ein sú
fallegasta í borginni og það er
skömm að umhverfi hennar
skuli vera í vanhirðu.
-AT-