Dagblaðið - 19.05.1976, Side 23

Dagblaðið - 19.05.1976, Side 23
23 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1976. Útvarp Útvarpkl. 19,15 íkvöld: Sjónvarp LANDSLEIKUR í KNATTSPYRNU TtvTuí: Þessa mynd tók ljósmyndarinn okkar hann Bjarnleifur í Bergen í síðasta landsleik okkar við Norðmenn. Nú er bara spurningin hvernig strákunum tekst upp i kvöld. — ión Ásgeirsson lýsir f ró Oslé Það verða eflaust margir við itvarpstækin sín í kvöld kl. 19.15, en þá lýsir Jón Ásgeirs- son, eins og honum einum er lagið, landsleik íslendinga og Norðmanna á Ullevall- leikvanginum í Osló. Síðastliðið sumar léku þessar þjóðir tvo leiki, annan á Laugardalsvelli 7. júlí og svo 17. júlí í Bergen. Fyrri leiknum lauk með jafntefli 1 mark gegn 1 og það var Arni Sveinsson frá Akranesi sem skoraði það. Þegar til Noregs kom gekk skkur ekki nógu vel, töpuðum leiknum með þrem mörkum gegn tveim. Þessir leikir voru í undankeppni ólympíuleikanna, en leikurinn að þessu sinni er vináttuleikur. Það er Arni Stefánsson Fram 3g Sigurður Dagsson úr Val sem gæta íslenzka marksins. Þeir Jóhannes Eðvaldsson, Asgeir Sigurvinssonog Guðgeir Leifsson koma frá sínum er- lendu félögum og styrkja liðið mikið. Við skulum svo bara vona að Jrengirnir verði á skotskónum í kvöld. — KP J Sjónvarp íkvöld kl. 20.40: NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI Við fáum að sjá fjórar nýjar bandarískar myndir á sjón- varpsskerminum í kvöld kl. 20.40 í þættinum Nýjasta tækni og vísindi. Fyrsta myndin nefnist hita- geislunarmyndataka. Er í henni greint frá þvi, að öll lfffæri manna og dýra geisla út frá sér hita, þegar hin ýmsu efnaskipti fara þar fram, mis- jafnlega mikið þó. Þessa geisla er hægt að festa á filmu og mynda þeir ákveðið mynztur, en breytingar á mynztrinu gefa til kynna ýmsa sjúkdóma, svo sem brjóstkrabba, æðasjúk- dóma o.fl. Næst er síðan sýnd mynd um hina öru þróun sem orðið hefur á út- og uppskipunartækni síðustu 10—15 árin. Er næsta lítið hægt að greina frá henni i fáum orðum svo myndin verður bara að tala sínu máli um það. Þá verður sýnd mynd um verndun höfrunga. Höfrungar halda sig mikið í nánd við tún- fisktorfur og síðan hringnót var tekin í notkun við veiðar á tún- fiski hefur stöðugt aukizt að höfrungarnir festi sig í nótun- urri. Þar eð þetta eru spendýr, sem þurfa að koma upp á yfir- borðið til að anda, drukkna þeir mjög fljótt. Greint verður frá rannsóknum um úrbætur á þessu sviði, þar sem höfrunga- stofninum er talin stafa mikil hætta af. Síðasta myndin fjallar um fjarskynjun úr gervihnöttum. Er þar greint frá Landsat- gervihnöttunum, sem Banda- ríkjamenn hafa sett á braut umhverfis jörðu síðan árið 1970. Skýrt verður frá gagn- semi þeirra, m.a. við kortagerð, rannsóknir á uppskeru.gróður- breytingum, og vatnsstreymi. Umsjónarmaður þáttarins er Sigurður H. Richter. JB Sigurður H. Richter er umsjón- armaður þáttarins Nýjasta tækni og vísindi, sem er á dag- skrá sjónvarpsins kl. 20.40. Gegn samábyrgð fjAk jfanna Miðvikudagur 19. maí 12.00 Dajískráin. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.15 Til umhugsunar. Þáttur um áfengismál I umsjá Arna Gunnars- sonar. 13.30 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: ..Gestur í blind- götu" eftir Jane Blackmore. Valdls Halldórsdóttir les þýðingu sína (8). 15.00 Miðdegistónleikar. Godelieve Monden gitarleikari leikur Svitu eítir Lodewijk de Vocht. Benny Goodman <»g Sinfóníuhljómsveit Chicagoborgar leika Klarinettukonsert i Es-dúrop. 74 nr. 2 eftir Carl Maria von Weber. Sinfóniuhljómsveit Berlinar leikur Sinfóníu i C-dúr op. 46 eftir Hans I’fit/ner: Ferdinand Leitner stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðiirfregnir). 16.20 Popphorn. J 7.00 Lagið mitt. Berglind Bjarnadóttir sér um óskalagaþátt fyrir börn yngri en tólf ára. 17.30 Mannlif í mótun. Sæmundur G. .lóhannesson ritstjóri á Akureyri rifj- ar upp minningar sínar (5). IS.00 Tónleikar. Tilkvnningar. 15.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 10.00 Fróttir. 10.15 Landsleikur i knattspyrnu: Noregur — Island. .lón Asgeirsson lýsir síðasta hálftima leiksins frá Ulleváll- leikvanginum i Ósló. 10.45 Tilkynningar. 1ÍI.5Ó Kvöldvaka. a. Einsöngur. Snæbjörg SmehjarnardöUir s.vngur lög eftir fs- lenzk tónskáld. Fritz Weisshappel leikur á pianó. b. Átti maðurinn eða dýrið aö ráða? Bjarni Jónsson flytur frásöguþátt. c. Kvœöa- lög. Þorbjörn Kristinsson kveður lausavísur og ljóðmæli eftir ísleif Gíslason á Sauðárkróki. Gísla Ólafsson frá Eiríksstöðum o.fl. d. Endurminnnig nm tíu króna seðil. Torfi Þorsteinsson bóndi í Haga í Hornafirði segir frá. e. Um islenzka þjóöhœtti. Arni Björns- son cand. mag. flytur þáttinn. f. Kór- söngur. Karlakór Akureyrar syngur. Söngstjóri: Jón Hj. Jónsson. 21.30 Útvarpssagan: „Síðasta freistingin" eftir Nikos Kazantzakis. Sigurður A. Magnússon les þýðingu Kristins Björnssonar (29). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Sá svarti senuþjófur", œvisaga Haralds Bjömssonar. Höfundurinn, Njörður P. Njarðvík. les (22). 22.40 Nútímatónlist. Þorkell Sigurbjörns- son kynnir. 23.25 Dagskrárlok. Fimmtudagur 20. maí 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl 7.00. U.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30. 8.15 (og forustugr. dagbl.). 9.00 og 10.00. Morgunbœn kl. 7.55. Morgunstund bamanna kl. 8.45: Sigrún Sigurðar- dóttir les söguna „Þegar Friðbjörn Brandsson minnkaði” eftir Inger Sandberg (2). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefáns- son ræðir við Guðmund Hallvarðsson um rnálefni aldraðra siómanna. Tón- leikar. Morguntónleikar kl. 11.00 Koeckert-kvartetttinn leikur Strengjakvartett nr. 77 í C-dúr. ..Keis- arakvartettinn”. op. 76 eftir Ha.vdn. Isaac Stern og Fíladelfíuhljómsveitin leika Fiðlukonsert nr. 22 í a-moll eftir Viotti: Eugene Ormandv stjórnar. ^ Sjónvarp Miðvikudagur 19. maí 18.00 Bjöminn Jóai. Bandarisk teikmmynuasyrpa. Þýðanui Jón Skaptason. 18.25 Demantaþjófamir. flnns,k fram- haldsmynd. 2. þáttur. Efni fyrsta þáttar: Strákarnir Pertsa og Kilu eru komnir í sumarleyfi og vita ekki hvað þeir eiea að taka sér fyrir hendur Þeir gera alræmdum glæpamanm greiða, og lögreglan fær grun um. að strákarnir seu a einhvern hátt tengdir flokki demantaþjófa. Þýðandi Borg- þór Kjærnested. (Nord- vision—Finnska sjónvarpið). 18.45 Gluggar. Breskur fræðslumynda- flokkur. Glergerö. Risaflugvolar. Olíu- borpallar. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. Hló. 20.00 Fróttir og veður. 20.30 Auglýainati’pg daqskró. 20.40 Nýjaata tssttm og visindi. Myndataka af hitageislum líkamans. Nýjungar i upp- skipunartaakni. Vamdun héfrunga. Fylgst mað jörðinni úr garvihnöttum. Umsjónarmaður Sigurður H. Richter. 21.05 Bilalaigan. Þýskur myndaflokkur Páskavatn. Þýðandi Bríet Héðins- dóttir. 21.30 I kjallaranum. Hljómsveitin Cabaret flytur frumsamin log. Hijóm- sveitina skipa Tryggvi J. Hiibner. Val- geir Skagfjörð, Ingólfur Sigurðsson. Finnur Jóhannsson og Jón ólafsson. Stjórn upptöku Egill Eðvarðsson. 21.50 Kvennastörf — kvennalaun. Dönsk fræðslum.vnd um konur á vinnu- markaðnum, launamisrétti og ýrais önnur vandamál. Þýðandi og þulur Gvlfi Pálsson. (Nordvision—Danska sjónvarpið). 22.30 Dagskrárlok.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.