Dagblaðið - 26.05.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 26.05.1976, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1976. 3 LÖGREGLAN í FELULEIK! — lögreglumenn spruttu út úr strœtisvagnaskýlum þegar ökuþórar voru staðnir að verki Breiðholtsbúi hringdi: „Víða erlendis hafa starfs- aðferðir lögreglu verið í brennidepli og að sjálfsögðu hefur hverjum sýnzt sitt. Lögregluyfirvöld hafa verið staðin að ótrúlegustu óþokka- brögðum, með eða án vitundar æðstu handhafa framkvæmda- valds í hverju landi. Nú er ekki svo að verið sé að gefa í skyn að lögregian hér á landi beiti aðferðum sem ekki þola dagsins ljós. Síður en svo, ég held að margt ágætra manna starfi innan íslenzku lögreglunnar, menn sem leggja metnað sinn í að vinna starf sitt vel. Því er ef til vill enn frekar á- stæða til að vera á varðbergi ef mönnum finnst löggæzlumenn okkar ekki beita heiðarlegum aðferðum og sannast sagna finnst mér ekki svo hafa verið nýlega. Lögreglan hefur verið með radarmælingar á Breiðholts- braut niður við Blesugróf og í sjálfu sér er alls ekkert út á það að setja. Eðlilegt að löggæzlu sé haldið uppi. Lögreglan var með radarmælingar á milli klukkan sjö- og átta að morgninum. Það sem mér fannst þó ekki rétt var að 2-3 lögregiumenn földu sig í biðskýli Strætis- vagna Reykjavíkur. Ef bíll ók á yfir 60 kílómetra hraða þá hlupu þeir fram úr skýlinu og stöðvuðu viðkomandi ökumann. Lögreglan á alls ekki að beita slíkum aðferðum, og alveg sér- staklega þar sem fólk beið í rigningunni fyrir utan skýlið þar sem lögreglumennirnir voru inni. Tveir til þrlr fílefldir lögreglumenn I feluleik og kona með barnavagn varð að standa utan skýlisins. Huggu- leg sjón eða hitt þó heldur og algjör óþarfi." HVÍ ÞESSIJAFNRÉTTISKÖNNUN? Norðfirðingur, sem er fylgjandi jafnrétti, skrifar: „Hér á Norðfirði er í gangi spurningalisti. Þar er spurt fjölda spurninga, sem eiga að vera tengdar jafnrétti kynjanna. Margs er þó spurt er út fyrir þann ramma fer. Hvaða dagblöð fólk lesi.launamismuní þjóðfélaginu, sjónvarpsgláp, hvernig fólk verji tómstundum Raddir lesenda sínum, þettaeru aðeins fáar af þeim spurningum, sem fólk er spurt um. Nefnd er kallar sig jafnréttisnefnd Neskaupstaðar stendur fyrir þessu. Fólk hér fyrir austan spyr gjarnan hvað þetta eigi að þýða. Hvort þetta sé svipuð könnun og fór fram fyrir vestan og Bragi Jósepsson stóð n iMlj fwjk ij 'i m ' iöl 9 |; II m 1f M SEU fyrir. Eftir það var Bragi kallaður Njósna-Bragi. Sú könnun var vart komin í gang þegar Þjóðviljinn kom til skjalanna og fordæmdi hana. Hann átti ekki nógu sterk lýsingarorð til að lýsa óánægju sinni með þá könnun. Var talið að með þeirri könnun væri verið að njósna fyrir Banda- ríkjamenn. Talið var að öll gögn yrðu send Bandartkja- mönnum. Nú spyr ég, hverjir fá þau gögn er jafnréttisnefnd Nes- kaupstaðar stendur fyrir? Af hverju eru þær spurningar góðar nú er áður voru harðlega fordæmdar? Skyldi eitthvað búa undir annað en eintóm jafnréttisnefndarhjartagæzka? Spyr sá sem ekki veit. En mig langaði til að senda stutta vísu með: Könnunin hún kemur því að gagni, að konur svari öllu, rétt og vel. Sjálfsagt er að leysa allt með lagni, líkurnar á því ég góðar tel.“ Hlutoskiptaregkm dragbítur ó starfsemi Rikisútvarpsins Utvarpsnotandi í fjörutíu ár skrifar: „Sem eðlilegt er, þá er Ríkisútvarpið einatt mikið undir smásjá fólks og sýnir raunar aðeins, að fólki er alls ekki sama hvernig þvi reiðir af. Bæði lof og last falla í garð útvarpsins. Því get ég ekki stillt mig um að láta nokkur orð falla í garð Ríkisútvarpsins. Ég hef fylgzt með þróun stofnunarinnar í fjörutíu ár. Margt hefur verið til mikilla framfara og eins ýmislegt skref aftur á bak. Ríkisútvarpið varð, að ég tel, fyrir alvarlegu áfalli þegar útvarpsráð var aftur kosið sam- kvæmt flokkspólitískri hluta- skiptareglu. Raunar er það ill- skiljanlegt, þar sem Ríklsút- varpið á og er raunar talið „hlutlaus menningarstofnun.“ Þessi kosning útvarpsráðs hefur haft margvíslegar afleiðingar I för með sér. Til að mynda lestur forystugreina. Aðeins þau flokksblöð sem eru tjóðruð við flokksbás fá lesnar sínar forystugreinar en ekki óháð blöð sem koma út viku- lega. Eins hefur það komið berlega í ljós, að hlutaskipta- reglan er augljóst skref aftur á bak, neitun á birtingu auglýsingar ASÍ. Það er ritskoðun af harðasta tagi og stofnun sem Ríkisútvarpinu — „hlutlausri menningarstofnun" til vansæmdar. Já, það er margt I fari Ríkisútvarpsins sem vekur furðu manna. Til að mynda, skyldi það vera liður í að af afkristna þjóðina, að fluttir voru sjö þættir um leiktrúðinn Billy Graham?” Búin að fú nóg af lœknunum \-9 hringdi: „Hvers vegna í ósköpunum eru allar þessar brezku myndir i sjónvarpinu sí og æ. Þær eru allar með tölu alveg hundleiðin- legar og það eitt að þær eru brezkar ætti að vera nóg til þess að sýna þær ekki. Eða eigum við ekki í stríði við Bretann? Það hljóta að vera nógar aðrar filmur sem hægt er að bjóða upp á, eða er það ekki? Þessir læknaþættir á laugar- dögum eru alveg að gera útaf við mig. Hver er ekki búinn að fá nóg af þessu kvennafari á þessum ösnum? Ja, mér er spurn. Eg slekk á sjónvarpinu þegar þessi della byrjar. Þetta voru ágætir þættir, en öllu má nú ofgera og það var búið að því fyrir mörgum árum. Góðu ráðamenn hjá sjónvarpinu, hættið nú að sýna okkur þessa eilifu læknaþætti á laugardög- um, það er komið nóg.“ Læknaþátturinn á laugardögum er að gera út af við fólk, segir lesandi. (tekin í Þorlákshöfn) Er gott að búa í Þorlóks- höfn? Snorri Sveinsson, vinnur á neta- verkstæði: Ég væri löngu fluttur ef það væri ekki ágætt að vera hér. Þorlákshöfn er í örri uppbyggingu og hér er mátulegs mikið af fólki til að staðurinn sé hvorki of stór né of lítill. síma: Ég kann prýðilega við mig í Þorlákshöfn. Ég hef búið hér í 11 ár, var áður í Reykjavík og við Ljósafoss. Það var ágætt að vera i Reykjavík, meðan það var, en ég vildi ekki fara þangað aftur. Hér er ekkert stress og staðurinn er heimilislegur. Nú, og svo er hér næg atvinna. Eirný Valsdóttir afgreiðslu- stúlka í Kaupfélaginu: Það er gott að vera hérna. Ég hef búið hér í eitt ár — var áður í Hvera- gerði. Þorlákshöfn er miklu betri, hér er skemmtilegra fólk og mjög lífvænlegt, sérstaklega yfir ver- tíðina. Eiríkur Jónsson starfsmaður hjá Meitiinum: Þorlákshöfn er sæmilegasti staður. Eg er reyndar utanbæjarmaður — frá Vorsabæ á Skeiðum. Ég skal ekkert um það segja hvort hér sé betra en annars staðar en það er samt ágætt. Asdís Garðarsdóttir afgreiðslu- stúlka hjá Skeljungi: Ég hef alltaf átt heima hérna og held að ég vildi hvergi annars staðar vera. Hér er engin einangrun þó að staðurinn sé dálitið út úr. Það tekur enga stund að komast til annarra staða. Inga Þorbjörnsdóttir húsmóðir: Hér er mjög gott að vera. Ég kem úr Reykjavík og hef verið hér I eitt ár. Ég líki því ekki saman hvað það er miklu betra að vera hér en í Reykjavík. Nú, og ef eitthvað skortir, þá er bara að bregða sér bæjarleið.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.