Dagblaðið - 26.05.1976, Blaðsíða 12
12
DAGBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1976.
Enn ber mest á ungu
mönnunum í golfinu!
A laugardaginn var fór fram á
Grafarholtsvellinum í Reykjavík
annað innanfélagsmót Golf-
klúbbs Reykjavíkur. Árangur
varð góður enda golfvöllurinn
kominn í sumarskrúða.
Þrem kylfingum tókst að brjóta
„parið" með forgjöf sinni, en
leikið var með fullri forgjöf. Enn
ber mest á ungu mönnunum og er
þetta annað mótið, sem þeir raða
sér í efstu sætin.
Jóhann Sveinsson lék á
46+47=93 höggum — forgj. 26
eða 67 nettó, Guðmundur Hafliða-
son var á 49+47=96—29= eða
jafnframt á 67 höggum nettó og
Sigurður Hafsteinsson Iek á
38+41=79—10=69 nettó.
Jóhann og Guðmundur háðu
einvígi á sunnudag um fyrsta
sætið og lauk þeirri viðureign
með sigri Jóhanns, en hann lék þá
á 92 höggum, sem þýðir 66 högg
nettó.
Þeir sem stóðu sig bezt án for-
gjafar eru þessir:
1. Sigurður Hafsteinsson á 79
höggum
2. Ragnar Ólafsson á 81 höggi
3. Sigurður Pétursson á 83
höggum
4. Hannes Eyvindsson á 83
nöggum.
Á fimmtudaginn kemur(27/5)
verður háð hjá Goifklúbbi Reykja
víkur forgjafarkeppni um Jason
Ciark-styttuna, en styttan var
gefin af vinum og vandamönnum
Jasons til minningar um hann, en
hann Iézt af slysförum hér á
landi.
Þessi keppni er jafnframt
fyrstu 18 holurnar i 72ja holu
keppni, er fram fer næstu fjóra
fimmtudaga. Þessi keppni er
liður í stigakeppni GR.
Þess skal sérstaklega getið að
keppnin er fyrir alla félaga GR,
bæði konur og karla sem hafa náð
15 ára aldri.
Keppnin byrjar kl. 10.00 og
verður ræst af 10. teig.
Sigurvegari í f jórum kastgreinum
Kastkiúbbur Reykjavíkur
gekkst fyrir kastmóti ' í
stangarköstum, sem tiieinkað
var Stangaveiðifélagi Reykja-
vikur, hinn 22. mai si. Mótið var
haldið á túninu milli
Miklubrautar og Suðuriands-
brautar og austan Skeiðarvogs.
Keppt var í sjö greinum. Urslit
urðu þessi:
Fluguköst einhendis:
1. Astvaldur Jónss.,
2. Hjörtur Karlss.,
3. Ásgeir Halldórss.,
4. Bjarni Karlss.,
m.
49,51
41,79
41,57
41,07
Urslit TBR-lið-
anna í Garðabœ
Frá áramótum hefur farið fram
á vegum Badmintonsambandsins
svonefnd liðakeppni I badminton.
Eins og komið hefur fram í dag-
blöðum undanfarið urðu A- og
B-lið Tennis- og badmintonfélags
Reykjavíkur efst og jöfn að
loknum báðum umferðunum í
keppni þessari og verða því liðin
Það var mikið fjör i leik
Þórs og KA í 2. deild á Akur-
eyri á iaugardag. Jafntefii
1—1 og á myndinni að
neðan er fyrirliði KA,
Hörður Hilmarsson,
aðspyrna, en Jón Lárusson,
Þór, fylgist með. Hörður lék
með íslenzka landsliðinu í
fyrra — og var fyrirliði Vals
á leikveili. Akureyringum
finnst hart, að hann skuli
ekki vera i landsliðshópnum
nú, þó hann sé fluttur til
Akureyrar.
I
að heyja aukaleik sín á milli um
sigurinn. Leikur þessi mun fara
fram þriðjudaginn 1. júní n.k. i
íþróttahúsinu í Garðabæ og
hefst hann kl. 20.00.
í A-liði TBR eru eftirtaldir
leikmenn: Lovísa Sigurðardóttir,
Hanna Lára Pálsdóttir, Hulda
Guðmundsdóttir, Jónína
Níljóníusdóttir, Haraldur
Kornelíusson, Steinar Petersen,
Hængur Þorsteinsson, Viðar
Guðjónsson, Jóhann Möller og
Jóhann Möller jr.
t B-liði TBR eru eftirtaldir
leikmenn: Kristín Kristjáns-
dóttir, Kristín Magnúsdóttir,
Steinunn Pétursdóttir, Sigríður
M. Jónsdóttir, Sigurður Haralds-
son, Jóhann Kjartansson, Sigfús
Ægir Árnason, Ottó Guðjónsson ,
Eysteinn Björnsson og Jón
Árnason.
Auk þessarra manna hafa
ýmsir aðrir keppt fyrir liðin, en
óvíst er hverjir þeirra verða með í
úrslitaleiknum.
5. Baldvin Haraldsson 39,44
6. Þórður Jónsson 39,14
7. Völundur Þorgilss., 35,87
Fluguköst tvihendis: m
1. Ástvaldur Jónsson 65,43
2. Ásgeir Halldórsson 61,44
3. Hjörtur Karlsson 50,12
4. Bjarni Karlsson 48,53
5. Baldvin Haraldsson 47,00
6. Völundur Þorgilsson 42,82
7. Þórður Jónsson 42,79
Hittiköst með spinnhjóli
og 7,5 gr. lóði stig.
1. Ásgeir Halldórsson 20
2. Ástvaldur Jónsson 15
3. Völundur Þorgilsson 10
Hittiköst með rúlluhjóli
og 18 gr. lóði stig
1. Ástvaldur Jónsson 40
2. Ásgeir Halldórsson 25
3. Völundur Þorgilsson 5
Lengdarkösl með spinnhjóli
og 7,5 gr. lóði. m
1. Ásgeir Halldórsson 70,75
2. Bjarni Karlsson 64,25
3. Völundur Þorgilsson 63,47
Lengdarköst með rúlluhjóli
og 18 gr. lóði m
1. Ástvaldur Jónsson 97,30
2. Völpndur Þorgilsson 70,50
Lengdarköst með spinnhjóli
og 18 gr. lóði m
1. Bjarni Karlsson 88,94
2. Völundur Þorgilsson 88,74
3. Asgeir Halldórsson 88,34
íslandsmót í stangaköstum
verður haldið laugardaginn 12.
júní á sama stað og hefst kl. 9 f.h.
V' .
Guðgeir, til vinstri, og Asgeir með litlu strákunum i Vestmannaeyjum á æfing
Slíka míðjume
ogGuðgeirei
— sagði f ormaður sœnska knattspyr
Hugsaðu þér að við ættum þessa tvo
og þeir gætu leikið í sænska lands-
liðinu sagði Georg „Aby“ Ericson, for-
maður sænska knattspyrnusambands-
ins, beinlínis með angurværð í rödd-
inni. Það voru þeir, sem unnu leikinn
fyrir Isinand — á miðjunni. Slíka
miðjumenn — framverði — eins og
sjöuna og tíuna í íslenzka landsliðinu
eigum við ekki í Svíþjóð. Hugsaðu þér
að við hefðum þá i sænska iandsliðinu.
Þannig skrifar Leif Ake Josefsson í
sænska stórblaðið Aftenbladet eftir
landsliðssigur íslands 1 Noregi á dög-
unum eftir að hafa rætt við Ericsson
formann, sem var meðal fjölmargra
Svia, sem sáu landsleikinn i Osló.
Slíka miðjumenn sem sjöuna og
tíuna hjá Islandi eigum við ekki..
„Aby“ ræðir þar um — skrifar
Josefsson — Guðgeir Leifsson, at-
vinnumann með Charleroi í Belgíu
(reyndar er sagt Frakklandi í grein-
inni) og Asgeir Sigurvinsson, atvinnu-
mann með Standard Liege í Belgíu.
Það var Asgeir, sem skoraði sigur-
markið í leiknum með fullkomnu boga-
skoti af 25 metra færi efst í markið.
Hugsaðu þér ef við ættum þessa tvo.
Langtímum saman sá sænski formaður-
inn Island yfirspila mjög lélegt norskt
landslið — og hann var á því, að þannig
þyrftu Svíar að leika gegn Noregi í
undankeppni heimsmeistarakeppn-
innar. Taka þá á miðjunni — eins og
íslendingarir gerðu, og þar ljúkum við
tilvitnun í greinina.
Það er greinilegt, að sigur Islands
hefur vakið mikla athygli meðal Svía
Þeir hrifust mjög af Ásgeiri og
Guðgeiri og láta það óspart i ljós —
slíka leikmenn vildu þeir eiga. Þeir
gætu styrkt landslið Svía og í því
eftir landsleik Noregs oc
sambandi er rétt að minnast, að Svíar
stóðu sig með miklum ágætum i
lokakeppni heimsmeistarakeppninnar
i Vestur-Þýzkalandi 1974.
Þjálfað í Eyjum
Atvinnumenn okkar komu heim eftir
landsleikinn í Osló og Asgeir hélt strax
til Vestmannaeyja. Æfði þar stráka úr
fjórða og fimmta flokki og fékk
Guðgeir til liðs við sig á laugardag. Það
var mikið fjör á æfingunum I Eyjum —
allir strákar þar vildu fá að æfa með
köppunum kunnu — og þeir miðluðu
þeim óspart af mikilli leikni sinni.
T0T0-mót og Spónn
Eftir dvölina í Vestmannaeyjum
kom Asgeir til Reykjavíkur og leit þá
inn til okkar á ritstjórn Dagblaðsins.
Golfkennsla
á Hvaleyri
I dag hefur enski golfkennar-
inn Tony Bacon kennslu í golfi á
Hvaleyrarvellinum. Tony Bacon
mun kenna á Hvaleyrarvelli til
12. júni en þá færir hann sig á
Grafarholtsvöilinn og verður þar
út júní. Bacon var hér í fyrra og
var almenn ánægja með hann.
Menn eru eindregið hvattir tii að
notfæra sér kennsiukrafta hins
enska þjálfara.