Dagblaðið - 26.05.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 26.05.1976, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1976. Einvaldsherrann (Róbert Arnfinnson) ásamt foringja í lífverðinum (Rúrik Haraldssyni) herra og hugsjónamanns eftir tuttugu ára týranníu. Síðasti dagur í ævi einræðis- herrans: hann gengur mikils til út á viðtöl hans og viðskilnað við sína nánustu fylgjara, hans fínu en fölsku frú (Bryndísi Pétursdóttur) sem hann lætur eftir bæði innistæðurnar í Sviss og hlutabréfin í New York og kveðju sína til Kissingers, bankastjóra hans og fjárhags- frömuð, Herr Schmidt (Baldvin Halldórsson), stjórnmálagarp og fornan fylgimann úr hinni fyrri byltingu (Val Gíslason), lögreglustjóra í leðurjakka (Guðjón Inga Sigurðsson). Og síðast en ekki síst kveður hann líka ástina sína ungu og einu, Maríu (Steinunni Jóhannes- dóttur) efnilegasta nemanda i heimspeki við háskólann í ríki hans, sem endilega vill leggja sitt líf við hans, flýja með honum og lifa síðan með honum við sælu á eigin peningum ein- hverstaðar í Ameríku. Og öllu þessu fórnar sem sé Thomas karlinn til að sigrast á sjálfum sér. Á þessum samtölum veltur vitanlega leikritið, persónu- sköpun sem takist að gera vandamál og viðfangsefni leiks- ins að minnsta kosti trúverðug fyrir áhorfanda. Þetta tekst ekki í Sigri fyrir minn smekk: persónur leiksins í meginat- riðum settar saman úr einföld- ustu frösum sem tilheyrilegir þykja slíkum manngerðum sem hér átti að lýsa. Og þetta er augljóslega sama vandamál sem Þorvarður Helgason á við að rjá í öðrum leikritum og sögum sínum sem ég hef séð. Einstök atriði, atvik, orð- ræður verða að auki í meðför- unum allt að því ótrúlega klaufaleg. Aðeins eitt dæmi: þau skiljast hjónin, herra og frú Thomas og fara þeirra í milli við það tækifæri einkum almenn fúkyrði. tJt af einu bera þau þó áhyggju í þeim kringumstæðum upplausnar og landflótta þar sem leikurinn á að gerast — að frúin komist ekki óáreitt gegnum tollgæslu eða annað eftirlit á flugvelli landsins með þau gögn og gæði, hlutabréf og bankabækur sem bóndi hefur fengið henni að skilnaði. En margt annað er við- líka líklegt og trúverðugt í at- burðarás og orðræðum leiksins. Leikurinn hygg ég að hafi verið allvel af hendi leystur í sjónvarpinu eftir því sem við mátti búast. Raunar mátti taka eftir þvi að virkustu myndatriði hans voru textalaus, martröð einræðisherrans, fréttamyndir úr stríði sem aukið var inn á milli hinna frumsömdu atriða efnisins. Leiklist Leopold Thomas einvaldsherra ásamt ástinni sinni ungu og einu, Mariu (Steinunn Jóhannesdóttir) — um sýningu á verkum Siri Derkert í Norrœna húsinu er ekki von að myndir hennar væru vinsælar og Siri seldi lítið sem ekkert. I örvæntingu sinni gerir hún elegant tískuteikningar sem lítið virðast hafa hresst upp á fjár- haginn. Um 1930 finnur Siri sér fastan samastað með börnum sínum, „Lillistugan" á Lindigön, og fer að verða mjög aktíf stjórnmálalega gegn nasisma. List hennar er expressjónísk sem fyrr og hún gerir engan mun á teiknun og málun. Hvort tveggja er leið til sálkönnunar og könnunar á i----------- AÐALSTEINN INGÖLFSSON ----------- r ^ Myndlist Liv og Sara, hiirn listamannsins. sambandi milli fólks, eða fólks og náttúrunnar. Vinnubrögð hennar eru hörð og hún rissar og málar frá tilfinningalegum kjarna myndefnisins og út á við, uns tilfinningin situr eftir á fletinum eins og vofa. Gott dæmi er sjálfsmynd, gerð 1936, gróf, myrk og dularfull. Öryggisleysi En Siri virðist stöku sinnum hafa þjáðst af öryggisleysi yfir lífi sínu og list. Sama ár og hún málar sjálfsmyndina hér að ofan, finnur hún hjá sér þörf til þess að ganga aftur í skóla gamals kúbista, André Lhote. Ekki er sýnilegt að það nám hafi orðið henni til góðs og 1938 verður hún fyrir gífurlegu per- sónulegu áfalli er dóttir hennar Liv deyr, aðeins tvítug. Siri bar ekki sitt barr í mörg ár á eftir. Það er fyrst um 1942 að Siri tekur aftur fyllilega við sér aftur sem listamaður. Eftir það lagi og þjóðlífi. Andstætt islenskum landslagsmálurum brýtur hún myndaefnið upp í grófar hratt málaðar einingar, e.t.v. vegna áhrifa Van Goghs, sem hún hafði þa nýlega stúderað í Amsterdam. Það var engin logn- molla í íslensku landslagi að hennar dómi og myndir hennar verða kynleg blanda af ljóðrænni innlifun og ofsa, eins og listakonan sjálf. Síldar- stúlkur túlkar Siri af sams konar snerpu. Þar sem islenskir málarar sáu nær klassískt form í íslensku verkafólki, sá Siri kröftuga vinnuhrynjandi þess, — við síldarsöltun og heyvinnu. Og varla hafa Islenskir foreldrar, sem nýverið voru farnar að meta innilegar barnamyndir Barböru Arnason, getað sætt sig við barnamyndir Siri sem hún gaf fólki á ferðum sínum. Sandblástur og rafsuða En ferli Siri Derkert" var ekki aldeilis lokið. Síðustu ár sín hóf hún að vinna í steinsteypu, lærði sandblástur og rafsauð járn, auk þess sem hún studdi vinstrisinna I baráttu þeirra gegn Víetnam- stríðinu og mengun. Afraksturinn af hinum nýja lærdómi hennar má best sjá í veggmyndum hennar, sem ég hef því miður ekki séð. Ég veit ekki heldur hversu góða mynd þessi sýning gefur af verkum Siri Derkert sem heild. En samt skín siðferðilegur styrkur og listræn sannfæring hennar út úr hverju blaðsnifsi sem hér var að sjá. Af hroka sagði Pieasso einhvern tímann: „Ég leita ekki, ég finn.“ Siri Derkert hefði getað sagt: „Ég finn ekki, ég leita,“ — og verið stolt af. tekur hún þátt í hreyfingu kvenréttindakvenna, teiknar af kappi og mótar skúlptúr í leir. Sjálf var Siri ekki haldin neinum fordómum gagnvart miðli sínum, — krít, olía, blýantur, vatnslitir, öll voru þau jafnrétthá, ef þau aðeins komu tilfinningunni til skila. Árið 1944 fékk Siri loks þá athygli og lof sem hún verðskuldaði er haldin var yfirlitssýning á verkum hennar og eftir það gat hún nokkurn veginn lifað á list sinni. íslandsferð En hún var ekki vön að leggja árar í bát. Nýjar vinnu- aðferðir og nýjar slóðir, freistuðu hennar stöðugt. I Stokkhólmi kynntist hún nokkrum íslendingum og einn þeirra, Þorleifur Kristófersson trésmiður, bauð henni að heimsækja sig. Siri tók hann á orðinu og Þorleifur sat uppi með hana í 8 mánuði árið 1949- 50. Ferðaðist hún viða og er einkar athyglisvert að sjá túlkun hennar á íslensku lands-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.