Dagblaðið - 26.05.1976, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 26.05.1976, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ MIÐVIKUDAC.UR 26. MAÍ 1976. Barnið á borð 15 Ekki örvœnta þótt illa gangi í próf inu þitt getur verið snillingur við Einstein eða Churchill Undanfarinn mánuður hefur verið mikill taugaspennumán- uður á fjöldamörgum heimilum þar sem staðið hafa yfir próf í öllum skólum landsins. Það hefur ugglaust heyrzt margt andvarpið bæði frá nemendum og foreldrum og má kannski ekki á milli sjá hvorir verða fegnari þegar prófunum lýkur, sjálfir próftakarnir eða foreldr- arnir. En foreldrunum til huggunar skal nú greint frá því að engin ástæða er til þess að örvænta þótt prófin hafi gengið illa, — eða afkvæminu jafnvel verið vísað úr skóla. Það getur vel verið að það sé merki um að barnið sé einhvers konar snillingur. „Kennarar og foreldrar verða að sýna ungmennum meiri þolinmæði. Háar einkunnir I skóla eru ekki allt- af undanfari mikillar vel- gengni.” Þetta segir dr. Ronald S. Illingworth, en hann er prófess- or í barnaheilsufræði við há- skólann í Sheffield í Englandi. „Barn, sem álitið er á eftir skólafélögum sínum í námi í dag, getur verið snillingur morgundagsins. Ef barni gengur illa í skólan- Edgar Allan Poe. Albert Einstein Winston ChurchlII. um getur orsakanna verið að leita á einum af eftirfarandi fjórum stöðum: Hjá kennaran- um, foreldrum, barninu sjálfu eða í aðferðinni sem beitt er við að komast að því hvað barnið raunverulega kann — þ.e. próf- unum. Full' ástæða er til að beina rannsóknum að þeim sem staðið hafa sig illa í skólanámi en hlotið viðurkenningu eftir að þeir komu út í lífið sjáft ef það mætti verða til þess að hjálpa eftirkomendum þeirra. Hér á eftir skal getið um nokkra heimsfræga menn sem sýndu ekki neina sérstaka hæfi- leika á meðan þeir voru enn I skóla: ★ Albert Einstein var kallaður asni og heimskingi af kennur- um sínum og var rekinn úr barnaskóla! Síðar féll hann á inntöku- prófi í verkfræðiháskólann I Ziirich í Sviss. ★ Ludvig van Beethoven var lýst sem alveg vonlausum nem- anda i sambandi við tónsmíðar af kennurum sínum. ★ Sir Isaac Newton — sem uppgötvaði þyngdarlögmálið — var langneðstur í sínum bekk. ★ Winston Churchill komst hvorki inn í Oxford eða Cam- bridge vegna þess hve illa hann var að sér I heimsbókmenntun- um. ■k James Whistler, er var einn af mestu listmálurum Banda- ríkjanna, var rekinn frá her- skólanum í West Point vegna þess að hann var svo lélegur I efnafræði. ★ Edgar Allan Poe, sem hefur heillað lesendur um heim allan I meira en öld með hrollvekjum slnum, var rekinn úr tveimur háskólum. I ævisögu hans segir William Bittner: „Drykkjuskapur og spilafíkn Edgar Allans Poe truflaði mjög námsferil hans þegar hann var við nám I háskólanum í Virginia. Arið 1830 innritaðist hann 1 herskól- ann í West Point. Hann var mjög skeytingarlaust um námið og kaus heldur að semja ljóð en leysa jöfnur. Hann neitaði harðlega að sækja skólatíma og guðsþjón- ustur og varð því að víkja úr báðum þessum háskólum.” Prófessor Illingworth segir ennfremur að vegurinn til frægðar og velgengni sé alls ekki sá sami fyrir alla. „Það er engin algild regla fyrir því að börn verði snillingar í lífinu. Það er aðeins eitt sameiginlegt með öllum snillingum og það er sköpunar- gáfa. Hún hefur svo sannarlega ekkert að gera með háar ein- kunnir i skóla.” Þetta ætti að verða foreidr- um huggun ef börnum þeirra hefur ekki gengið alltof vel í prófunum. Það getur svo sann- arlega rætzt úr þeim þótt síðar verði. — A.Bj. Af hverju keyptu þeir bandaríska hveitið? gSkoðanir Art Buchwalds | ó málinu Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir sovézk yfirvöld að útskýra fyrir landsmönnum hvers vegna þeir neyddust til þess að kaupa hveiti og aðrar korntegundir af Bandarikj- unum. En Rússum hefur trú- lega tekizt vel upp í því efni. Bandariski dálkahöfundur- inn Art Buchwald skrifaði nýlega grein um þetta mál í Herald Tribune og við skulum skyggnast með honum inn i sovézka skólastofu og hlera hvað þar fer fram: „Allt í lagi, félagar. Nú skulum við tala um fæðuna. Hver er mesta landbúnaðarþjóð heimsins?” Bekkurinn svarar einum rómi: „Sovétríkin, félagi kennari.” „Alveg rétt. Nú skulum við ræða um Spútnik.” „Félagi kennari!” „Hvað var það, félagi Ivan?” „Ef Sovétríkin eru mesta landbúnaðarríki heims, hvers vegna kaupum við þá hveiti og aðrar korntegundir frá Banda- ríkjunum?” „Það var gott að þú skyldir spyrja þessarar spurningar, litli borgaralegi, andbyltingar- sinnaði maóistinn þinn. Ástæðan fyrir því að viö kaupum hveiti og aðrar korn- tegundir frá Bandaríkjunum er friðar- og hlutleysisstefnan. Leiðtogi okkar og félagi, Brésnef, vinnur að varðveizlu friðarins í heiminum með þvi að taka við umframframleiðslu kapítalistanna á fæðu 'sem við höfum enga þörf fyrir. Friðar- og hlutleysisstefna þýðir í rauninni „að kaupa korn”.” „Félagi kennari, hvers vegna er umframframleiðsla í Banda- rikjunum á korni, hveiti og öðrum korntegundum?" „Vegna þess, Ivan heimski, að Bandarík.jamenn hafa enga fimm ára áætlun og þeir rækta meira en þeir geta elið sjálfir. Hér í Sovétríkjunum ra'ktum v___—— við nákvæmlega það sem við þurfum á að halda þannig að ekkert fer til spillis. 1 Banda- ríkjunum rækta þeir bæði hveiti og aðrar korntegundir, hvort sem þeir þurfa á þeim að halda eða ekki.“ „Af hverju gera þeir það, félagi kennari?” „Það er mjög einfalt. Það er engin áætlunarnefnd starfandi þar til þess að segja þeim hve miklu magni þeir skuli sá til ræktunar. í Sovétríkjunum er bændunum sagt hve miklu þeir skuli planta. Bændurnir hér rækta ekki einni tunnu meir af korni en áætlunarnefndin segir þeim til um. Seztu nú niður og þegiðu, Ivan.” „En f.éiagi kennari. Ef áætl- unarnefndin segir bændunum hér hve.miklu þeir skuli planta af hveiti til þess að allir fái nægju sína, hvað eigum við þá að gi.ra við bandaríska hveit- ið?” „Borða það að sjálfsögðu, Trotskyistinn þinn. Við borðum bandaríska hveitið og sýnum þeim að sovézkir komm- únistar geta orðið feitir á mis- tökuni auðvaldsins. Cetum við nú farið aö ræða um Spútnik?" „Félagi kennari. Væri ekki heppilegra að neita að kaupa bandaríska hveitið, þannig að þeir sætu uppi með það? Þá kæmi kreppa hjá þeim og þá gætum við gleypt þá með húð og hári?” „Dæmalaust spyrðu bjána- legra spurninga. Ivan. Ef við kaupum bandaríska hveitið stígur verðið á brauði í Banda- rikjunum og þá verður kreppa og það mun leiða til uppreisn- ar.” „En þú sagðir að það væri umframframleiðsla á hveiti í Bandaríkjunum.” „Það er líka rétt, ef við keyptum það ekki. Mig langar ekki til þess að senda þig til KGB-skrifstofunnar, Ivan. Viltu ekki gjöra svo vel og hætta að spyrja svona márgra andstyggilegra spurninga.” „Mér þykir þetta leitt, félagi kennari. Ég var aðeins að spyrja fyrir hana móður mina.” „Hvers vegna ertu að spyrja fyrir hana móður þína?” „Vegna þess að hún sagðist ekki geta gefið mér neitt brauð í hádegismat.” „Það er vitleysa að móðir þín geti ^ekki keypt brauð þegar Sovétríkin hafa fengið aðra prýðilega hveitiuppskeru. Þeir sem eiga mæður, sem gátu ekki keypt brauð í morgun, rétti upp hendurnar... Látið hendurnar niður, asnarnir ykkar. Viljið þið láta taka okkur öll föst?” „Hvað á ég að segja móður minni, félagi kennari?” „Segðu henni það sem eigin- kona hins mikla leiðtoga okkar, félaga Lenins, sagði þegar henni var sagt að fólkið hefði ekkert brauð." „Hvað var það, félagi kennari?" „Látum það borða kökur í staöinn.” Lögtaksúrskurður Samkvæmt beiðni innheimtumanns ríkissjóðs úrskurðast hér með að lögtak geti farið fram fyrir gjaldföllnum en ógreiddum söluskatti/sölugjaldi fyrir mánuðina janúar, febrúar og marz, nýálögðum hækkunum söluskatts/sölugjalds vegna fyrri tímabila. gjaldfallinni en ógreiddri fyrirframgreiðslu þinggjalda ársins 1976 og nýálögðum hækkunum vegna fyrri ára, öryggiseftirlitsgjöldum, skoðunargjaldi bifreiða, þungaskatti af bifreiðum, vátryggingargjaldi ökumanna, vörugjaldi, framleiðslugjaldi af innlendum toll- vörutegundum, útflutningsgjöldum, lesta og vita- gjöldum, tryggingargjöldum skipshafna, skipaskoðunar- gjöldum og skráningargjöldum allt ásamt dráttarvöxtum og kostnaði. Lögtökin geta farið fram að liðnum átta dögum frá birtingu úrskurðar þessa. Hafnarfirði 21. mai 1976 Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, Seltjarnarnesi og Garðakaupstað. Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.