Dagblaðið - 26.05.1976, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 26.05.1976, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1976. 17 Veðrið Austan kaldi og síðar stinninss- kaldi og rigninK eða súld. Tryggvi Gunnsteinsson bifreiöarstjóri Tryggvastöðum, Seltjarnarnesi, lézt mánudaginn 24. maí. Karl Símonarson skipstjóri Borgarhrauni 9 Grinda- vík, fórst meö M/b Álftanesi 12. apríl sl. Minningarathöfn fer fram frá Grindavíkurkirkju 29. maí kl. 2 e.h. Laugameskirkja: Messa á uppstÍKningardaíi kl. 2 e.h. Séra Páll Þórðarson prestur í Njarðvík predikar. Kaffisala kvenfélagsins i Sigtúni eftir messu. Séra Garðar Svavarsson. Hallgrímskirkja: Messa á uppstigningardag kl. 11. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Bústaöakirkja: Guðsþjónusta uppstigningar- dag kl. 14. Séra Ólafur Skúlason. Neskirkja: Uppstigningardagur. hátíðarsam- koma á vegum Bræðrafélagsins kl. 14. Sóknarprestarir. Hóteigskirkja: Messa kl. 11 á uppstigningar- dag (Ath. breyttan messutíma). Séra Arn- grímur Jónsson. Kópavogskirkja. Guðsþjónusta kl. 11 árdegís uppstigningardag. Séra Árni Pálsson. Útivistarferðir Miövikud. 26/5 kl. 20: Úlfarsfell, fararstj. Einar Þ. Guðjohnsen. Verð 500 kr Fimmtud. 27/5 kl. 13: Hátindur Esju, fararstj. Þorleifur Guðmundsson. Þverardalur, létt ganga. fararstj. Friðrik Daníelsson. Verð 600 kr., frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum. Brottför frá BSl að vestanverðu. Otivist. Jöklarannsóknafélag íslands Feröir sumariö 1976. 1. 29.—30. maí. Gönguferð á Tindfjallajökul. Farið frá innsta bæ í Fljótshlíð laugardag kl. 12.00. Gist í skála. Eigin bilar. 2. 10.—18. júlí. Gengið í Esjufjöll. Undirbún. að skálabyggingu. Farið frá Breiðá laugard. kl. 12.00. Gist i tjöldum. Eigin bílar. 3. 31. júlí—2. ág. Gönguferð að Grænalóni. Farið frá Lómágnúpi laugard. kl. 12.00. Gist i tjöldum. Eigin bílar. 4. 10.—12. sept. Jökulheimar. Farið frá Guð- mundi Jónassyni föstud. kl. 20.00. Þátttaka f allar ferðirnar tilkynnist fyrirfram Val Jóhannessyni sími 12133 á kvöldin, í ferð nr. 3 fvrir 10. júli. Feröanend Hið íslenzka nóttúrufrœðifélag Frœðsluferðir sumarið 1976 I. Uppstigningardag 27. maí. Jarðfræðiferð. Skoðuð hraun og eldstöðvar í nágrenni Grindavíkúr. Töluverð ganga. Leiðbeinahdi Jón Jónsson jarðfræðingur. Lagt af stað frá Umferðarmiðstöðinni kl. 13.30. II. Sunnudag 13. júní. Fjöruferð í Blikastaða- kró. Lagt af stað frá Umferðarmiðstöð kl. 13.30. III. Föstudag 25. — sunnudags 27. júní. Ferð til alhliða náttúruskoðunar á Mývatns- og Kröflusvæðinu. Ferðin hefst á Akureyri og verður farið frá Ferðaskrifstfounni kl. 10 með viðkomu á flugvellinum. Komið aftur til Akureyrar um kl. 20 á sunnudagskvöld Far- gjald kr. 4.000,00. Kostur er á afsláttarflug- fari frá Reykjavík til Akureyrar og aftur til baka fyrir 6.400,00 Þátttakendur hafi með sér nesti og viðleguútbúnað. Fararstjóri verður Kristján Sæmundsson jarðfræðingur. Ath. að tilkynna þarf þátttöku í síma Náttúrufræði- stofnunar Islands, 15487 og 12728 í síðasta lagi 11. júní. IV. Sunnudag 11. júlí. Grasaferð i Botnsdai. Gengið upp að Glym. Leiðbeinandi Eyþór Einarsson grasafræðingur. Lagt af stað frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10. Félagsstjómin. Breiðf irðingafélagið hefur samkomu í safnaðarheimili Langholts- sóknar fyrir Breiðfirðinga 65 ára og eldri á uppstigningardag 27. maí. Hefst með helgi- stund kl. 14. Stjórnin. Hörgshlíð 12 Almenn samkoma — boðun fagnaðarerindis- ins í kvöld miðvikudag kl. 8. Þeir HSS halda hinn árlega pylsudag fimmtudaginn 27. maí kl. 16.00. Mætum öll. Stjornin. Tónlistarlœkninqar. Notkun tónlistar við sállæKningar og til efl- ingar sjálfsbirtingar verður kynnt á nám- skeiði. sem Rannsóknastofnun vitundarinnar efnir til helgina 29.—30. maí nk. I framhaldi af þessu almenna kynningarnám- skeiði efnir svo Samband á íslandi um mann- úðarsálfræði til framhaldsnámskeiðs, sem einkum er ætlað fólki sem hyggst beita tón- listarlækningum í starfi. Aðalleiðbeinandi á þessum námskeiðum verur Geir V. Vilhjálmsson sálfræðingur. Árnesingafélagið efnir tíl hinnar árlegu gróðursetningarferðar að Áshildarmýri fimmtudaginn 27. maí. Lagt verður af stað frá Hlemmtorgi kl. 13.30. Stjórnin. Kórar Hlíðaskóla halda tónleika. Barna- og stúlknakórar Hliðaskóla halda sina árlegu söngskemmtun í kirkju Óháða safnað- arins í kvöld kl. 20.00. Barnakórinn syngur nokkur lög undir stjórn Guðrúnar Þorsteins- dóttur. Svanhildur Óskarsdóttir les Ijóð. og stúlknakórinn flytur roek-kantötuna „Holy Moses" eftir Ghris Ha/.el, undir stjórn Jóns Kristins Cortes. Kantatan er um Moses og boðorðin tiu Hljómsveit skipuð pianói, bassá og trommum leikur með. Þetta er í annað sinn sem stúlknakórinn flytur rock-kantötu, í f.vrra var flutt verkið Örkin hans Nóa. eða sagan af Nóaflóðinu. í kórnum eru 30 stúlk- ur. og hófust a*fingar á verkinu seint í febrúar. Eins og áður segir eru tónleikarnir í kirkju Oháða safnaðarins og hefjst kl. 20.00. Kvenfélag Laugarnessóknar. Okkar árlega uppstigningarkaffi verður í Sig- túni kl. 3 e.h. á morgun. Skyndihappdrætti, Ijúffengar kökur, Elín Sigurvinsdóttir og Jón Víglundsson syngja einsöng og tvísöng, Ingi- björg Marteinsdóttir syngur einsöng, píanó- leikari Ólafur V. Albertsson. Félagssystur syngja undir stjórn Maríu Markan. Skagf irðingafélögin í Reykjavík halda sitt árlega gestaboð fyrir eldri Skag- firðinga í Lindarbæ á uppstigningardag 27. maí kl. 14.30. Bflasími í Lindarbæ 21971 kl. 13 e.h. sama dag. AUir sem sjá sér fært að koma eru boðnir velkomnir. Kvenfélag Laugarnessóknar. Þær sem ætla með í ferðalagið laugardaginn 29. maí hafi samband við Ástu í sfma 32026. Niðjar séra Póls Ólafssonar og Arndísar Pétursdóttur Eggerz halda kaffikvöld f Atthagasal Hótel Sögu sunnudaginn 30. maf kl. 20.30. Rætt verður um sumarferðalag. Nefndin. Ýr, félag aðstandenda Landhelgisgœzlumanna, heldur félagsvist f húsi Slysavarnafélagsins á Grandagarði kl. 20.30, föstudagskvöldið 28. maf. Að lokinni félagsvist, kaffi og hnallþórur. Nýir félagar og gestir velkomnir. Stjórnin. Góðtemplarahúsið Hafnarfirði Félagsvistin í kvöld, miðvikudag 26. maf. Verið velkomin. Fjölmennið. Átthagasamtök Héraðsmanna halda kökubasar að Hallveigarstöðum upp- stigningardag 27. maf kl. 14. Fiskúrvalið tilkynnir lokun vegna sumarleyfa frá 26. maí — 1. júlí. Fiskúrvalið, Skafahlíð 24 og Þver- brekku 8, Kópavogi. Aðalfundur Fella- og Hólasóknar verður haldinn f Fellaskóla sunnudaginn 30. maí að aflokinni guðsþjónustu sem hefst kl. 14. Dagskrá: Venjufeg aðalfundarstörf. kosning fulltrúa í sóknarnefnd. Vegna jarðarf arar Sigurðar F. Ólaf ssonar forstjóra verða verzlanir vorar og skrifstofur lokaðar f ró hódegi f östudaginn 28. maí. Fólkinn. Hvað segja stjörnurnar? Spóin gildir fyrír föstudaginn 28. maí. \ðJÍl Vatnsberínn (21. jan.—19. feb.): Vertu sérstaklega varkár í viðskiptum þínum við annað fólk f dag. Tilboð sem þú færð kann að luma á einhverju. Minni háttar kreppa heima fyrir virðist f aðsigi, en verður bjargað meðskjótri ákvörðun. Fiskarnir (20. feb.—20. marz) Annasömum degi er spáð fyrir flestum í fiskamerkinu, og þú munt þrá eilítinn tfma aflögu fyrir sjálfan þig. Kvöldinu væri bezt variðtil heimasetu með þægilegu og rólegu fólki. Hrúturínn (21. marz—20. apn'l): Þetta er góður dagur fyrir þá sem eru um það bil áð trúlofast. Einnig mun þeim vegna vel sem vinna saman f hópvinnu. Þeir sem róa einir á báti munu trúlega lenda f allskyns erfiðleikum. Nautiö (21. apríl—21. mal): Vertu við því búinn að eitthvað óvænt gerist snemma f kvöld. Lfkíega þarftu að fresta einhverju i kvöld, sem þú ætlaöir að sinna, — skyldan kallar til annarra starfa. Tvíburamir (22. maí—21. júní): Breyting frá því venjulega er væntanleg og þú munt verða f sviðsljósinu. Notfærðu þér tækifærin til hins ýtrasta. Búðarráp mun henta einkar vel í dag. Krabbinn (22. júní—23. júll): Minni háttar vandamál heima fyrir verður að leysa til að tryggja hamingjusaman anda á heimilinu. Vinur mun hringja f kvöld og mun brydda upp á skemmtilega umræðuefni. Ljóniö (24. júlí—23. ágúst) Einhver virðist vilja fá þig með í nýjan félagsskap. Það verður þér f hag að athuga hvort ekki ber að líta ýmis mál í öðru ljósi en fyrr. Þú átt rómantfskt samband, segðu engum frá því. Meyjan (24. ágúst—23. sept.): Ástarævintýri virðist riða til falls en taktu því ekki of alvarlega. Taktu þessu léttilega og af svolítilli kímni, þá fer alllt vel. Þetta er góður dagur til að ganga frá skuldamálum. Vogin (24. sept.—23. okt.): Þú hefur gert þitt ýtrasta að undanförnu í ýmsum málum, nú ættir árangurinn að koma í Ijós. Þú ert í góðri aðstöðu til að sýna góðu hliðarnar á þér. Rómantíkin blundar um þessar mundir. Sporödrekinn (24. okt.—22. nóv.): Þér virðist umhugað um heilsufar eldri manneskju. Sjáðu um að rétta- aðstoðin sé veitt af fagfólki, og allt mun fara vel. Bréf sem þú hefur lengi beðið eftir virðist nú berast þér. Bogmaöurínn (23. nóv.—20. des.): Þú mundir fá heil- mikið út úr því að fara út með yngra fólki í kvöld. Ef þú hefur sýnt vini þínum ruddaskap í framkomu reyndu þá að bæta fyrir það eins fljótt og auðið er. Steingeitin (21. des.—20. jan): Svo kann að vera að þú sjáir ekki í gegnum vináttu, sem reynist rotin. Flanaðu ekki að neinu f dag, gefðu öllum góðan gaum og skoraðu málin frá öllum hliðum. Afmælisbam dagsins: Svo virðist sem ófyrirsjáanleg gæfa falli þér í skaut f byrjun ársins. Lff þitt ætti að verða hamingjuríkara og innihaldsmeira. E.t.v. muntu flytjast til annarrar borgar og notfæra þér stórfengl’egt t æki- færi til að ná árangri. Meiri hluta ársins verður ástin heldur róleg. Happdrætti Skrá yfir osotta vinnmga f leikfangahappdrætti Thorvaldsensfélags- ins. Dregið var 15. október 1975. 1165 10006 23104 1601 10337 23274 2344 14097 23356 3015 14249 25872 3616 6397 6609 7092 8169 8480 8548 8577 9633 15716 16737 18085 18376 18483 20451 21842 22817 22990 26112 26461 27013 29378 29833 Vinninga má vitja á Thorvaldsensbasar, Austurstræti 4, sími 13509. 1 DAGBLAÐIÐ ER SMÁ AUGLÝSINGABLAÐIÐ SIMI 27022 ÞVERHOLTI 2 i Tjald. Sem nýtt, rúmgott og vandað hústjald til sölu á tækifærisverði. Uppl. i síma 41453. Ljósaskilti fyrir nuddstofu, tveir saunakassar, tveir nuddbekkir, ljósalampi, hár- þurrkur og fl. til sölu. Upplýsing- ar: Afrodíta, Hagamel 46, sími 14656. Tveir svefnbekkir og lítill leðurjakki til sölu. Uppl. í sima 81711. Túnþökur lil siilu. Upplýsingar i sima 41896. Hlaðrúm til sölu. Upplýsingar í síma 6544, Vogum. Mjög litið notað 4ra manna kórtjald með plast- botni ásamt auka seglbotni og himni til sölu gegn staðgreiðslu. Uppl. í síma 13624. Vel með farið hústjald til sölu. Uppl. i síma 37813 eftir kl. 5 á daginn. Tii sölu: Búðarborð og hillur, smávegis af leikföngum og barnafatnaði. Selst á rúmlega hálfvirði sitt í hverju lagi eða ailt saman. Uppl. í síma 15504 eftir kl. 3. Sumarbústaður til sölu ca 15 km frá borginni. Uppl. í síma 85387. Nýr fallegur bátur úr Pvc-pla^ti tii sölu, einnig notað Nordmende útvarpstæki með 2 hátölurum og Dual plötuspilari, barnakerruvagn og leikgrind. Uppl. í síma 20177 utan vinnutíma. Orásleppunet, girni, til sölu. Uppl. að Tryggva- götu 2 ((lamla fiskhöllin, uppi á lofti), sími 21670. Sundurdregið barnarúm á kr. 8 þús. og strauborð (með föstu sæti) á kr. 5 þús. til sölu. Uppl. í síma 85292. Itirkiplöiitur til solu i iniklu tirvali. I.vnghvamini 4. I lafnaiTirði. Sinn 50572. Tii sölu Hugen stimpilkassi. Uppl. í síma 38645. Hraunhellur til sölu. Uppl. i síma 35925 eftir kl. 20 Óska eftir gamalli ámokstursvél með iðnaðar- tækjum, helzt Ferguson, þarf að vera í góðu lagi Uppl. í síma 99- 5890 og 99-5939. Óska eftir að kaupa 2ja-4ra ára miðstöðvarketil með tvöföldum spírölum og háþrýstibrennara. Uppl. í síma 44852 milli kl. 7 og 8 í kvöld. Óska eftir að kaupa Flateyjarbók—Corpus—Codicum. Islandicorum I. IC-höfn 1930. Tilboð merkt „Flat—18617“ sendist á afgreiðslu blaðsins fyrir laugardag. Góður sumarbústaður óskast til kaups. Uppl. í símum 42237 og 13293 kl. 6-8 eftir hádegi. Kolaofn eða lítil kabyssa óskast til kaups. Sími 37361. Óska eftir að kaupa ógangfæra bensíngarðsláttuvél. Uppl. í síma 99-3867. Golfsett óskast til kaups, hálft eða heilt sett. Uppl. í síma 85309. Tii iðnaðar og heimilisnota. Úrval af Millers Falls, rafmagns- og handverk- færum t.d. borvélar, borbyssur, hjólsagir, fræsarar, slípirokkar, smergel og m. fi. VBW handverk- færin t.d. toppasett, bolta- klippur, stjörnulyklar, skrútjárn, rörtangir og m. fl. Eeaser loft- verkfærin t.d. borbyssur, slípirokkar, múrhamrar og málningasprautur. Vönduð verk- færi, gott verð. Heildsala og smásala. S. Sigmannsson og c/o, Súðarvogi 4, Iðnvogum. Sími 86470. Verzlunin hadlir. Allar vörur seldar með miklum afslætti. Alll nýjar og fallegar vörur á litlu börnin. Barnafata- verzlunin Hauðhetta. Hallveigar- stig 1. Iðnaðarmannahúsinu. Körfugerðin Ingóifsstræti Í6. Brúðuvöggur, vinsælar gjafir, margar tegundir. Nýtízku reyr- stólar með púðum, reyrborð, barnavöggur, bréfakörfur og þvottakörfur ávallt fyrirliggjandi. Kaupið islenzkan iðnað. Körfugerðin, Ingólfsstr. 16, símiT 12165. Rúliukragapeysur á dömur, herra og börn, koddar, sængur, sængurverasett, léreft I úrvali, damask, dúkar, þurrkur, handklæði, sokkabuxur fyrir, dömur.herrasokkar.frotté í sloppaf' og rúmteppi, terylene i buxur, pils og mussur, kr. 800 metrinn. Póstsendum. Verzlunin Höfn, Vesturgötu 12, sími 15859. Itaiskar listvörur Feneyjakristall, keramik frá Meranó, styttur frá Zambelli. Fjölbreytt úrval af fallegum1 gjafavörum. Helgi Einarsson, Skólavörðustfg 4. Sími 16646. Kirkjufell, Ingólfsstræti 6. Fyrir brúðkaupið: kerti, serví- etytr, styttur, gjafir. Servíettur og styttur fyrir silfur- og gull- brúðkaup. Minnum á kertapok- ana vinsælu. Seljast ódýrt meðan birgðir endast. Opið milli kl. 1 og 6. Kirkjufell, Ingólfsstræti 6.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.