Dagblaðið - 26.05.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 26.05.1976, Blaðsíða 7
7 DAGBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAl 1976. Grikkland: BLÓÐUGAR ÓtlRÐIR í KJÖLFAR VtRKFAUA Miðborg Aþenu leit út eins og vígvöllur, þakin gler- brotum og brunaleifum götuvígja, eftir að til mikilla átaka kom milli lögreglu og verkamanna sem eru í verkfalli til þess að mótmæla nýjum til- lögum ríkisstjórnarinnar varðandi vinnulöggjöfina. Ein kona lét lífið og meira en 100 manns særðust alvarlega. Konan Iét lífið er hún varð fyrir lögreglubifreið sem var að elta nokkra verkfallsmenn. Þá særðust 60 lögreglumenn og 39 úr mótmælahópnum. í morgun var kyrrt með köflum í borginni. 1 óeirðunum í gær skutu kröfugerðarmenn að lög- reglunni en lögreglumenn höfðu skotið hundruðum tára- gassprengja og gert margar árásir á hópa göngumanna til að reyna að dreifa mann- fjöldanum. Menn köstuðu grjóti, gerðu sér götuvígi, veltu bifreiðum og kveiktu elda á götum úti. Upphaf óeirðanna var ganga 4000 verkamanna, sem mótmæla vildu nýjum tillögum ríkisstjórnarinnar, þar sem segir að verkamenn, sem ekki eru í viðurkenndum verka- mannasamtökum, megi ekki fara í verkfall af stjórnmála- legum ástæðum. Miklar umræður hafa að undanförnu átt sér stað um lagafrumvarp þetta í griska þinginu. Bandarísku forkosningarnar í gœr: Óhugnanleg morð í New York —áeftirát morðinginn úr ísskápum fórnarlambanna Naumur sigur Fords forseta f Oregon Calvin Jackson drap níu full- orðnar konur á sautján mánaða tímabili. öll morðin framdi hann á sóðalegu hóteli í New York, þaðan sem hann fór yfirleitt aldrei, og á eftir tæmdi hann ísskápa fórnarlamba sinna og át úr þeim allt sem ætilegt var. í gær fann kviðdómur Jackson sekan um morðin í Park Plaza hótelinu á Manhattan, eftir réttarhöld sem stóðu í sex vikur. Kviðdómurinn hafnaði þeirri full- yrðingu verjendanna, að Jackson væri brjálaður. Mörgum kvennanna nauðgaði Jackson áður en hann myrti þær. A meðan hann snæddi mat þeirra eftir morðin sagðist hann hafa horft á líkin og „verið hamingju- samur“. Átta af þessum níu konum kæfði Jackson í herbergjum þeirra — og i framburði hans kom fram, að hann teldi sig heyra raddir, er hvettu hann til að myrða gamalt fólk. Calvin Jackson á nú yfir höfði sér lífstíðar fangelsi fyrir hvert og eitt þessara morða. Ford forseti virðist enn halda í við Ronald Reagan, mótfram- bjóðanda sinn í for- kosningunum í Oregon, sem mikið hafa verið ræddar að undanförnu. Þó hafa aðeins um 10% atkvæða verið talin enn sem komið er, og getur brugðið til beggja vona. Hins vegar vann forsetinn óvæntan sigur yfir Reagan í Kentucky þar sem hann hlaut 51% atkvæða. Og í Tennessee hafði hann hlotið nauman meirihluta, er rúmlega þriðjungur atkvæða hafði verið talinn. í Arkansas hafði aðeins lítill hluti atkvæða verið talinn og þar hafði Reagan betur. Reagan hefur einnig hlotið meirihluta atkvæða í Idaho og Nevada, þar sem forkosningar voru §innig haldnar í gær. Ljóst er, að Jimmy Carter mun tapa fyrir Frank Church þingmanni frá Idaho. CBS fréttastofan Kafði spáð þing- manninum sigri, en hann hefur mikið verið í sviðsljósinu, sem formaður nefndar þeirrar er rannsakað hefur starfsemi CIA. Edmund Brown virðist verða þriðji í röðinni en hann vann óvæntan sigur á Jimmy Carter í Maryland nú fyrir skömmu. Hefur ósigur Carters þar, fyrir nánast óþekktum manni, er tók seint þátt i kosningabaráttunni, haft sitt að segja fyrir baráttu hans og átt sinn þátt í að herða baráttuna í herbúðum demókrata. Brown vann einnig sigur yfir Carter í kosningunum í Nevada með 51% gegn 25 og eins og búizt var við, vann Frank Church, sem er frá Idaho yfirburðasigur í heimafylki sínu. Samt sem áður tryggði Carter sér flesta kjörmenn í suður- ríkjunum Kentucky, Arkansas og Tennessee. Hefur hann nú tryggt sér 808 kjörmenn, en sá er næstur honum er demókrata er Morris Udall, með 273 kjörmenn. — Carter tapaði íbrem vesturríkjum Ford Bandarikjaforsetl hefur ekki oft haft tilefni til að vera kátur i kosningabaráttunni og allt útlit var fyrir að hann tapaði í Oregon er talningu var haidið áfram i morgun. Erlendar fréttir REUTER Literaturnaya Gazeta: ÞRÍR VESTRÆNIR FRÉTTAMENN íM0SKVU ÚTSENDARAR CIA Tímarit sovézku rithöfunda- samtakanna, Literaturnaya Gazeta, hefur sakað þrjá banda- riska fréttamenn í Moskvu um að vera starfsmenn bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Að því er blaðið segir eru þremenningarnir George Krimsky, fréttamaður APU-fréttastofunnar, Christop- her Wren, fréttamaður New York Times og Newsweekblaðamaður- inn Alfred Friendley. I grein í blaðinu um starfsemi CIA, þar sem meðal annars er vikið að því að leyniþjón- ustan hafi oft haft blaðamenn— bæði bandaríska og af öðru þjóðerni — í þjónustu sinni, segir að þremenningarnir hafi tekið þátt í starfsemi, sem væri fjand- samleg Sovétríkjunum og að raunverulegur húsbóndi blaða- mannanna væri CIA. Krimsky hefur ekkert viljað segja um þessar ásakanir, Friendley er ekki í Moskvu sem stendur en Wren segir um grein blaðsins, að hún sé tóm vitleysa og bætti við: „Ég er enginn njósnari." Það mun ekki hafa gerzt áður,að sovézkir fjölmiðlar hafi sagt blaðamenn, sem enn eru í Moskvu, útsendara CIA, en nýlega sagði vikuritið Nedelya að Michel Tatu, sem var fréttamaður franska blaðsins Le Monde á síðasta áratug, hefði verið starfs- maður bandarisku leyni- þjónustunnar. STOÐVA D0MST0LAR SÖLU KJARNAKLJÚFA TIL SUÐUR-AFRÍKU? Formaður bandarískrar þing- nefndar, Charles Diggs, sagði í gærkvöld, að ef til vill reyndist nauðsynlegt að leita til dómstóla til að koma i veg fyrir að banda- ríska fyrirtækið General Electric seldi tvo kjarnakljúfa til Suður- Afríku. Diggs sagðist telja liklegt, að .stjórn Fords forseta myndi sam- þykkja söluna innan skamms, og þvi gæti verið nauðsynlegt að fá hana stöðvaða með dómsúrskurði. Samþykki sölunnar, sagði Diggs, myndi vera í engu samræmi við nýlega yfirlýsingar Ford- stjórnarinnar um stuðning hennar við meirihlutastjórn blökkumanna i Afríku sunnan- verðri. General Electric hefur farið þess á leit við viðkomandi yfir- völdað fá leyfi til að flytja kjarna- kljúfana úr landi til S-Afríku, og jafnframt 636 tonn af fullunnu úraníum til að keyra ofnana. Danmörk: NAT0 bkmdast í deilur um fé til varnarmála Stjórnmálaflokkar í Dan- mörku hafa ekki getað komið sér saman um langtíma fjár- hagsáætlun vegna varnarmála. Eftir viðræður milli sex flokka undanfarna daga, sagði Orla Möller í gær, að niður- stöður viðræðnanna fram til þessa yrðu lagðar fram í höfuðstöðvum NATO, áður en flokkarnir koma saman til viðræðna á ný í næsta rnánuði. Flokkarnir hafa undanfarið reynt að komast að langtíma samkomulagi um framlög til varnarmála, svo að þau verði óháð stjórnarskiptum. Hefur aðallega skorizt í odda milli stjórnarflokksins sósíaldemókrata undir stjórn Anker Jörgensen og flokks frjálslyndra. Og í gær sagði Möller: „Það er orðið nauðsynlegt að láta aðalstöðvar bandalagsins vita um þróun mála. Skoðun ríkis- stjórnarinnar er sú, að sam- komulagið um fjárframlög til varnarmála þurfi að njóta mikils stuðnings, bæði frá NATO og meirihluta flokka á Þjóðþinginu."

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.