Dagblaðið - 10.06.1976, Page 3
DAGBLAÐIÐ — FIMMTUDAGUK 10. JUNl 1976
3
PALLI - KOMDU AFTUR!
Spurning
dagsins
Fríða Einarsdóttir hringdi:
„Palli — hver kannast i
við Palla úr Stundinni okkar í
sjónvarpinu. Ein
skemmtilegasta og bezt gerða
persóna, er fram hefur komið í
stuttri sögu sjónvarpsins og
ungir jafnt sem aldnir hafa
haft svo gaman af í vetur.
En nU hefur Palli verið
„sendur í sveitina“ og það
hefur valdið mörgum von-
brigðum. Hefði verið sök sér þó
Palli hefði bara verið „í
sveitinni“ fram á haust og
komið þá fram i Stundinni
okkar.
NU hins vegar hefur sá
orðrómur fengið byr undir
báða vængi að Palli komi
ekkert aftur — hann vill víst
meira fyrir snUð sinn. Mér
finnst hart ef forráðamenn
sjónvarpsins láta þetta ágæta
atriði falla niður, atriði sem
hefur notið meiri vinsælda en
dæmi eru til um sjónvarpsat-
riði í langan tíma. Sjálf á ég
þrjá syni, sem hafa mikla
ánægju af Palla og ég veit að
þeim þætti miður ef Palli kæmi
ekki aftur.
Því finnst mér ráð að eyða
þeim peningum, er annars færu
i kvikmyndir til sýninga í
sjónvarpinu, í Palla vin allra
landsmanna. Enda ekki nema
sjálfsagt að greiða skemmti-
kröftum eins og þeim ber, þeg-
ar þeir falla í góðan jarðveg,
hvað Palli óneitanlega hefur
gert.“
Saknaðirðu frétta
eða annars útvarps-
efnis sem féll niður
vegna yfirvinnubannsins
um helgina?
Steinunn Stephensen, afgreiðir i
lyfjaverzlun: Néi, ég missti hvort
sem var af fréttum og öðru þvl
sem ég hefði haft áhuga að hlusta
á.
Sóuð þíð jeppann minn?
Hélga Hólm skrifar:
„^að er svo sem ekkert í frá-
sögur færandi þótt maður
auglýsi jeppa sinn til sölu, en
það varð sögulegt með jeppann
okkar.
Við hjónin eigum heima uppi
á Selvangi, býli uppi á Mosfells-
heiði. Strax og jeppinn var
SS hringdi:
„NU hefur það færzt í vöxt að
íslenzkar konur giftist
erlendum mönnum. Sérstak-
lega hefur borið'á að íslenzkar
konur giftist bandarískum
mönnum er hafa dvalið hér á
landi á vegum herliðsins á
Keflavíkurflugvelli.
Spurningar mínar eru þó ekki
um þau tilfelli er konur giftast
Bandaríkjamönnum, heldur
Englendingum.
Eg spyr, — ef íslenzk stUlka
giftist Englendingi og býr i
Englandi, fær hUn þá brezkan
ríkisborgararétt þegar l’ við
giftinguna?
I annað stað, — ef islenzk
stUika giftist Utlendingi, missir
Björg Helgadóttir símar:
„Maðurinn minn var að koma ”
frá Utlöndum nUna í vikunni.
Ekkt var hann beinlínis
klyfjaðurhátollavarningi, hafði
......n,-. ..... sér tvær 454
gramma skmkudósir og lítinn
ostapakka sem hann hafði
keypt á Kastrupflugvelli.
I.iklega mundi fölk með
auglýstur komu margir til þess
að skoða hann, en hann var
Austin Gipsy árgerð 1965. grár
og hvítur með toppgrind í
óökufæru ástandi.
Aðfaranótt 1. maí tóku ein-
hverjir sig til og komu upp að
bænum hjá okkur, fóru að
hænsnakofum og náðu sér í
hUn þá sjálfkrafa sinn íslenzka
rikisborgararétt við gift~
inguna?"
Dagblaðið snéri sér til Ölafar
Pétursdóttur hjá dómsmála-
ráðuneytinu og tjáði hUn okkur
að ef íslenzk kona giftist
Englendingi þá fengi hUn ekki
brezkan ríkisborgararétt sjálf-
krafa.
Konan á kröfu á brezkum
ríkisborgararétti og ef hUn fer
fram á hann þá um leið missir
hUn sinn íslenzka. Annars
heldur hUn sínum íslenzka
ríkisborgararétti — þó svo hUn
fái brezkan ríkisborgararétt, án
þess að fara sérstaklega fram á
hann.
svona nokkuð hvergi i
veröldinni stöðvað af tollgæzlu.
En hvað gerist á flugvellinum?
Dósirnar. sem innihalda soðið
kjöt, og ostpakkinn er tekið af
manninum.
Mér skildist á dómsmála-
ráðherra í hinni frægu Beinu
línu í vetur, að honum líkaði
ekki við svona vinnubrögð
grindur og lögðu yfir forarfen
sem þurfti að koma jeppanum
yfir. Síðan gerðu þeir sér lítið
fyrir og drógu hann í burtu.
Lögreglan auglýsti eftir honum
í Utvarpinu en allt kom fyrir
ekki. Hvorki tangur né tetur
hefur fundizt af jeppanum.
Einna helzt dettur okkur í hug
að þessir bíræfnu þjófar hafi
Agnar Agnarsson hringdi:
„Hvað má dyravörður, sem
og er lögregluþjónn, ganga
langt í ósvífni sinni? Ég þurfti
að hitta mann sem mér var
sagt að væri á Hótel Borg. Er ég
kem að dyrum hótelsins, vindur
sér að mér dyravörður og segir:
„ÞU ferð ekki lengra, þU ert
fullur.“ Mér þótti þetta nU hálf
skrítin tíðindi, þar sem ég hef
ekki smakkað vín í heilt ár, svo
það hlýtur að hafa runnið af
mér á þeim tíma. Ég ansaði
honum engu en gekk inn. Ég
spyr bara, hvers á maður að
gjalda og hvað á svona fram-
koma að þýða? Eg veit að
fyllibyttur 4eyfa sér ekki einu
sinni svona ruddalega fram-
undirmanna sinna í
tollgæzlunni. Hvernig væri að
hann léti þá nU persónulega
vita að honum líki ekki slík
áreitni við saklaust ferðafólk?
Annar maður, sem kom með
ódýra ljósakrónu, var stöðvaður
og ljósakrónan af honum tekin.
Mér skilst að hann hafi þó
fengið hana afhenta daginn
komið honum einhvers staðar f
bílskUr og rífi hann nU í sundur
með það fyrir augum að nota Ur
honum varahlutina.
En það sem mig langaði til að
koma á framfæri var, hvort
einhverjir athugulir hefðu ekki
verið á ferð um Mosfellsheiði
þessa fyrrnefndu nótt og séð
einhvern með jeppann i togi.“
komu. Ekki þykir mér þetta góð
landkynning að hafa svona
menn í þessu starfi, þvi allir
vita, að starfið krefst mikillar
lipurðar og kurteisi, og dyra-
verðir þurfa mikið að
umgangast Utlendinga og eru
„framhlið'* Islands. Þeir eru
einna fyrstu manneskjurnar
sem ferðamenn hitta er þeir
koma hingað til lands. Og ég
hef enga ástæðu til að ætla að
þessi dyravörður komi til með
að haga sér eitthvað öðruvísi
gagnvart ferðamönnum en mér.
Annars er reynsla mín af
öðrum dyravörðum ágæt og ég
er ekkert að dæma alla stéttina,
en mér finnst rétt að benda á
það sem Urskeiðis fer.“
eftir. 1 þetta streð við fulltrUa
tollgæzlunnar fór fullur
klukkutími, og meðan beið
fjölskyldan utan d.vra.
Er ekki kominn timi lil að
tollgæzlumenn Keflavíkurflug-
vallar fari að haga sér eins og
starfsbra'ður þeirra viðast. —
eins og siðaðir menn?"
Georg Georgsson, afgreiðir í Hag-
kaup: Ég hlusta nU litið á Utvarp
hvort sem er, svo það kom sér
ekki illa fyrir mig.
Stefán Björnsson: Já, ég gerði
það nú, en sjónvarpið bætti þó
aðeins úr skák.
Guðrún Jónsdóttir húsmóðir: Já,
ég saknaði þess virkilega að geta
ekki fylgzt með þvi sem var að
gerast, og svo var slæmt að missa
af ListahátíðarUtsendingunni.
Vilberg Guðmundsson verka-
maður: Þetta kom lítið við mig
þar sem ég var Uti á landi um
helgina.
Kiísabet Arnadóttir afgreiðslu-
stúlka: Eg var nU ekki einu sinni i
ba'num og svo hlustar maður nU á
annað meira heldur en fréttir og
þess háttar.
Ef kona giftist
Englendingi..?
Þú ferð ekkí lengra,
þú ert fullur!
Tollgœzlan ú Keflavíkurflugvelli ósveigjanleg:
Gerðu upptœkar tvœr skinku-
dósir og lítinn ostpakka!