Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 10.06.1976, Qupperneq 4

Dagblaðið - 10.06.1976, Qupperneq 4
•4 DAGBLAÐIÐ — FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1976 DATINN 0G GÆFAN Leikfolag Reykjavíkur: SAGAN AF DÁTANUM eftir C.F. Ramuz og Igor Stravinsky. Þyfiandi: Þorsteinn Valdimarsson. Danshöfundur: Helga Magnúsdóttir. Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson. Hljómsveitarstjórí: Páll Pampichler Pálsson. Kammersveit Reykjavíkur. Það er nú vafalaust einn tilgangur listahátiðar að stuðla að ýmislegum nýmælum í dags- legu listastarfi í milli hátíða, því sem hversdags fer fram i leikhúsum, tónleika- og mynd- listarsölum, bíóum, kannski líka úti um götur og torg. Lista- hátfð sækir þrótt sinn i hið dag- lega starf. Og ef vel er á hún að verða því uppörvun og hvatning, ekki bara uppskera þess heldur einnig upphaf og vísir nýrra verka. Allmikið nýmæli held ég að sé að tillagi Leikfélags Reykja- víkur til listahátíðar í ár: Sögurnar af dátanum sem leik- félagið flytur í samvinnu við Kammersveit Reykjavíkur, skipaða hljóðfæraleikurum úr sinfóníuhljómsveitinni undir ^tjórn Páls Pampichlers. Þar fléttast allt saman í senn, tón- list, leiklist og myndlist, frásögn, látbragð og ,dan6 í sýningu sem í senn er fjarska einföld að sjá og býr yfir þjóðsögulegum seiði og dul. Og þetta samstarf virðist manni að hafi lánast mjög vel. Sýningin er einkar ásjáleg á sviðinu við leiðsögn Kjartans Rangarsson- ar, sviðsmynd og lýsingu þeirra Jóns Þórissonar og Gissurar Pálssonar. Sagan af dátanum var samin í stríðslokin fyrri, fyrst flutt haustið 1918. Það er nú vísast að efni leiks og tónlistar megi eða eigi að setja í samband við hildarleikinn sem á undan var genginn. En stofn frásagnarinnar skilst mér að sóttur sé í fornt rússneskt ævintýr, og efnið er reyndar alkunna úr þjóðsögum. Það er gamla sagan um ungan mann sem selur þeim vonda sál sina, uppsker í staðinn ærinn auð og nægtir alls, en þær reynast honum bara einskis verðar, fullsælan innantóm. Hann hefur látið í staðinn það sem dýrast var: æsku sína og sakleysi. Honum tekst að vfsu um siðir að sigrast i bili á fjanda, vinna sér á ný þá sælu, sem áður var glötuð, hreppm um sinn prinsessu og hálft riki hennar. En frelsi hans eru þröng takmörk sett. Og freistingin að rjúfa þau verður um síðir yfirsterkari skynsemi og góðum ásetningi. Þá er allt glatað. Sagan er einföld. Og hún er látin uppi með einföldum meðulum framsagnar, leiks og látbragðs, tónlistar sem auðnumin er óvönum áhe/r- endum. Þar eru öll eiginleg verðmæti tengd við æsku manns, átthaga og uppruna hans — fyrir þetta allt stendur fiðlan gamla sem dátinn lætur í kaupum við kölska fyrir galdra- skræðuna miklu.Þar með er allt sem máli skiptir glatað: móðir, manns flýr mann, vinirnir' forðast hann, grannanir hrækja á eftir honum þegar hann fer hjá garði. Og eftir þetta er átt- haginn bannaður honum þótt frelsið finnist hvergi nema þar. Af þvi stafar glötun dátans um síðir. Með þetta efni var einkar ásjálega farið á sviðinu i Iðnó: Harald G. Haraldsson hef ég ekki áður séð í svo stóru hlutverki, og hann lýsti Jósef dáta einkar látlaust og frjáls- OLAFUR JÓNSSON mannlega, mjúkur og fimur i fasi og látbragði. Kölski er hér i leiknum f ínnsta eðli og undir margbreytilegu gervi ævinlega kona: freistingin holdtekin. Sigriður Hagalín fer með hlut- verkið í Iðnó, en Jón Sigur- björnsson er sögumaður. Valgerður Dan og Daníel Williamsson trúðar i marg- breyttum hlutverkum, Nanna Oíafsdóttir dansar með mikl- um þokka kóngsdótturin sem dátinn vinnur og missir um siðir. Sýningunni var tekið með eftirtekt og vaxandi áhuga, miklum fögnuðu að lokum. Það er vonandi að hún hverfi ekki af sviðinu þótt listahátíð ljúki og sumarleyfi taki við. Tónlist JÓN KRISTINN CORTES Norrœna húsið: 17 ára snillingur Norrœna húsifi, 1. tónleiksr Michala- flaututríósins 8.6. ‘76. Efnisskré: verk eftir Hándel, Jacob van Eyck, Corelli, Anton Heberíe, Loeillet, Tele- man, Henning Christiansen, Berio, Vivalrii. Michala Petrí, blokkflauta, David Petrí, sello, Hanne Petrí, sembal. Snemma á 20. öld var blokkflautan vakin af um 200 ára Þyrnirósarsvefni eftir að hafa verið eitt vinsælasta hljóð- færið um nokkurra alda skeið, eða frá 14. fram á 18. öld. Þetta litla hljóðfæri, sem mörgum finnst litið til koma og finnst að hljóti að vera auðvelt að leika á, er nú aftur orðið mjög vinsælt og hefur náð mikilli útbreiðslu, sérstaklega sem heppilegt hljóðfæri til að leiða börnin inn á þrönga stigu tónlistar- innar. Það er að sönnu tiltölulega auðvelt að leika' nokkurra tóna lög á blokk- flautuna, sérstaklega ef menn halda sér við C-dúrinn og aðrar tóntegundir með fáum for- merkjum, en um leið og komið er upp í þrjú eða fjögur for- merki, verður að líta á hana sem hvert annað vandasamt hljóðfæri. í höndum snillingsstúlkunn- ar Michala Petri, sem er aðeins 17 ára, er blokkflautan ekkert barnahljóðfæri. Snilli hennar er slik, að undravert verður að teljast.Erfið og hröð skalahlaup voru sem barnaleikur hjá henni, tónninn blæbrigðaríkur og fagur, og leikur hennar var með afbrigðum glæsilegur, þar sem ekkert var hægt að finna til lýta. Bróðir hennar, David, er ágætis sellóleikari, nákvæmur og vandvirkur, og móðir þeirra prýðis semballeikari, sem átti þó stundum fullt i fangi með að fylgja dóttur sinni eftir. Glæsilegir tónleikar í sal Norræna hússins, sem er eins og sniðinn fyrir tónleika sem þessa. Michala Patri fór öruggum höndum um blokkflautumar. Mynd: BP. íslenzkir popptónleikar: Hótt skal Mjóma HátY skal hljóma, virtiat vera nk. bofiorfi Paradísar, þannig afi mjög gófiur leikur þeirra og ágoatls lög fóru afi nokkru forgörfium. mynd: BP. öðrum húsum, þar sem nóg er að stilla hátt og mannskapurinn ,,fflar“ músfkina niður í maga. Átónleika kemur fólkið til að hlusta, og það verður að miða styrkinn við það. Og þar sem vitað er um veikleika Háskóla- biós, verður að fara enn var- legar. t upphafi voru hljómburðar- skildirnir á hliðarveggjunum f þeirri stöðu sem Sinfóníu- hljómsveit íslands notar, það gerir hljóm hússins lifandi og mikinn, en slíkt dugar ekki fyrir rokkið, enda voru þeir þegar á eftir öðru laginu settir í bíóstillinguna, sem drepur bergmálið. Til að gera málið enn erfiðara fyrir Agúst hljóðstjóra hafði hann enga stjórn á Biörgvini gítarleikara.sem þandi magnar- ann eins og hann væri einn í heiminum. Björgvin er einn okkar bestu gítarleikara, en hávaðinn hjá honum var stundum ekki í neinu samræmi við hljómsveitina. Bassatónn Gunnars Hermannssonar var mjög góður, svo og uppmögnun á honum, sömuleiöis á hljómborðunum báðum, pfanói og orgeli. Trommurnar komu sæmilega út, og alltaf er gaman að sjá öll þau slaghljóðfæri sem hann Ásgeir safnar í kringum sig, en virðist ekki nota. Uppmögnun sönes í Háskóla- bíói er ailtaf vandamál, sérlega ef hljómsveitirnar eru háværar. Ef til vill hefði verið betra að lyfta upp miðju tíðni- sviðsins, ca. 500-1500, en draga úr bassanum og hátíðninni. En því miður er engin áreiðanleg formúla til fyrir hljóðblöndun í Háskólabíói, það er illmögulegt að finna rétta „sándið" á æfingum í tómu húsi. allavega þarf mikla þolinmæði og mikinn tíma til slíks. Paradís er svokölluð „pott- þétt" hljómsveit, nákvæmnin minnir á hljómsveitina Change, þegar hún var upp á sitt besta. Lögin eru flest hörku þunga- rokks-stuðlög, vel samin og vel flutt, þó sum minni óneitanlega á hljómsveitir eins og Deep Purple, Led Zeppelin og fleiri hljómsveitir sem ég kann ekki að nefna, þar sem leikið er út frá einhverju ákveðnu samspili bassa og tromma, og laglínan samin þar i kring. Pétur Kristjánsson var um tíma litríkasti persónuleiki is- lenska poppheimsins, sá eini sem stóð af sér miklar sviptingar og stóð að lokum uppi með pálmann í höndunum og hljómsveitina Paradís. Hann er þokkalegur söngvari, en ótrúlegt þykir mér að hann hafi ekki þekkt lögin sem átti að leika, það hlýtur að hafa verið óþarfi að líta á textablöðin til að vita hver var höfundur lags þess eða texta sem átti að syngja næst, allavega var ekki mikill ,,professionalismi“ yfir Pétri þá. Sýningarstjóri Leik- félags Reykjavíkur, Guð- mundur Guðmundsson, Iék lítið hlutverk með ljósunum á tón- leikunum. Það hefði verið hægt að hafa ljósin mun skemmtilegri, fyrst á annað borð var verið að hafa ein- hverja sérstaka lýsingu. Og þetta eilífa myrkur á milli laga, gerði hljómsveitinni bara erfitt fyrir. Þegar sviðið er svo troðfullt af mögnurum og hljóðnemum, og þarf að komast til að stilla einhver tæki þá er engum greiði gerður að hafa myrkur, ef þarf að biðja um ljós til slíkra hluta, missir myrkvunin marks. Blómin frá Blómavali, sem svo mikið var klappað fyrir að beiðni hins ágæta brandara- karls Helga Péturssonar, sem kennir sig við Kópavog, voru hvorki fugl né fiskur og laka- breiðan sem var yfir mögnurunum á meðan Spilverk þjóðanna var á sviðinu var for- ljót og lítt skiljanlegt hvers vegna hún var þar. Enn eiga íslenskir poppunnendur eftir að fá að heyra popphljómsveitir á tónleikum þar sem allt rennur vel og skipulega, er vonandi að það sé ekki langt í það, efni- viðurinn er fyrir hendi, þ.e. hljómsveitirnar. Mefi of sterkum gitarieik gerfii Bjúrgvin Gíslason. mynd: BP ....Agústi Harfiarsytii erfitt fyrir m«ö hljófiblöndunina, sem afi öfiru leyti tókst mefi ágfotum. mynd: BP Bassatonn Gunnars • tcrmannssonar var mjög gofiur, og kom alls stafiar og alltaf vel ; gegn. Auk þess er Gunnar mjög gofiur bassa- leikari. mynd. ap Haskolabíó: íslenskir popptónleikar 8.6. ‘76. Söngflokkurinn Spilverk þjófianna. Hljófistjóri: Jón Þór Hannesson. Hljómsveitin Paradís. Hljófistjórí: Ágúst Haröarson. Það var lítill hátíðarbragur á framlagi íslenskra poppara til Listahátíðar 1976. Það eina sem benti til þess, að tón- leikarnir væru í sambandi við þá hátíð var merki Listahátíðar, sem hékk umkomulaust hátt á vegg baksviðs í Háskólabíói. Tónleikarnir voru að öðru leyti eins og tekist hefur með íslenska popptónleika í Há- skólabíói, þó nú hafi tónlistin verið mun betur flutt en verið hefur hingað til. Það var frekar framkvæmd og umbúnaður tón- leikanna sem fór forgörðum. Hlutur Spilverks þjóðanna var lítill og fremur aumur. Einu sinni var sagt að lög þeirra minntu á lög Pauls McCartneys, og vakti það upp einhver mótmæli, en ég held það hafi verið sannmælí, og er Spilverkið ekkert verra fyrir það. En það hefur einnig þróað sinn sérstaka stil, sem byggist á frjálsri og líflegri röddun, á- samt dágóðum hljóðfæraleik. Hljóðstjórnin á Spiiverkinu var ekki góð, hljóðfærin komu vel út, sérstaklega kontrabassinn, en góðar raddir þeirra voru allt of sterkar. Blöndunin var ágæt þegar veikt var sungið, en er sungið var af krafti, þá átti hljóðstjórinn að draga niður í kerfinu, eða söngvararnir að halla sér frá hljóðnemunum. Spilverkið er það hljómleika- vant, að það á að kunna til slíkra hluta. Leikaraskapurinn sem fyldi tónlistinni var ó- þarfur, hann var frekar til lýta en hitt, þótt leiklistarnemarnir hafi gert sína hluti sniðuglega. Leynigestirnir, Gylfi Ægis- son og Megas, voru ekkert skrautnúmer. Gylfi söng tvö af lögum sinum þokkalega með glamurkenndu undirspili hluta Spilverksins, og var ekki það lengi að það færi að slá á áheyr- endur, en Megas var ekki á þeim buxunum. Hann ,,söng“ með sinni breimandi kattar- rödd og gítarundirleiksgutli, með nokkrum mjálmandi munnhörputónum inn í milli, a.m.k. fimm lög, og yfir sig hrifinn af undirtektum áheyr- enda eitt aukalag. Ekki bætti það úr skák, að öll virðast lögin eins. Honum mátti sleppa sem dularfullum ieynigesti tón- leikanna. Nær hefði verið að fá t.d. Jóhann G. Jóhannsson með eitthvað af sínum góðu lögum það hefði átt betur heima á tónleikum sem þessum. Eftir hlé kom svo þungarokk- hljómsveitin Paradfs með Pétur Kristjáns f broddi fylkingar og flutti eitthvað af lögum þeim sem eru að koma út á plötu á næstunni. Það hefur oft verið reynt að hald rokk-tónleika í Háskóla- bfói, en án árangurs. Hávaðinn er alltaf ærandi, þannig að lögin fara meira og minna for- görðum, og það er staðreynd, sem poppararnir verða að beygja sig fyrir. Annað hvort þolir húsið ekki rokk- hljómsveitirnar, eða hljóm- sveitirnar ekki húsið. Þrátt fyrir ágætis hljóðstjórn Ágústs Harðarsonar, hljóðstjóra Paradísar, var hljómurinn í húsinu ekki góður. Það er ekki hægt að leika á hljómleikum eins og gert er í Stapa eða

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.