Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 10.06.1976, Qupperneq 6

Dagblaðið - 10.06.1976, Qupperneq 6
fi DAGBLAÐIÐ — FIMMTUDAGUR 10. JUNl 1976 Fundur í Kairó: Sameiginlegar friðargœzlusveitir halda til Líbanon innan skamms Neyðarfundur utanríkis- ráðherra allra Arabalandanna, sem haldinn er í Kairó, hefur samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að senda sameigin- legar friðargæzlusveitir til Líbanon. Talsmaður samtaka Arabalandanna sagði við frétta- menn í gærkvöldi, að gæzlu- sveitirnar, sem skipaðar verða hermönnum frá Sýrlandi, Saudi-Arabíu, Alsír, Súdan og liðsmönnum Frelsishreyfingar Palestínumanna, PLO, væru hluti af áætlun um frið í Líbanon í sjö atriðum, sem sam- tök Arabalanda hefðu sam- þykkt. Talsmaðurinn lagði einnig á það áherzlu, að friðargæzlu- sveitirnar myndu halda líbönsk lög að fullu. Fjöldi hermanna, sem skipa myndu sveitirnar, yrði ákveðinn af formanni Sam- taka Arabalanda, Riad, að höfðu samráði við ríkisstjórn Líbanon. Samþykktin, sem gerð var í gær, hvetur til vopnahlés um- svifalaust og að skæruhoar Palestínumanna hætti að skipta sér af þróun mála umfram það, sem þeir hafa samið um við stjórn Líbanon. I þeim sam- þykktum er nákvæmlega kveðið á um það, hvar Palest- ínumenn megi búa og vinna. Áætlun samtakanna var sam- þykkt eftir að sendinefnd, sem send hafði verið til Damaskus, gerði grein fyrir för sinni. Enn sem komið er hefur ekki verið sagt fyrir um það ná- kvæmlega, hvenær friðargæzlu- sveitirnar halda til Líbanon. Að sögn fréttamanna í Kairó var áætlun þessi samþykkt með öllum greiddum atkvæðum, þrátt fyrir það að töluverðrar spennu hefði gætt á fundinum og að sjónarmiðin væru mörg. I nánari umsögn um friðar- gæzlusveitirnar var sagt, að þær ættu að „koma í staðinn fyrir“ herlið Sýrlendinga í landinu, orðalag, sem menn gátu vel sætt sig við, og myndi ekki særa tilfinningar Sýr- lendinga eins mikið og „und- anhald“. Áður en niðurstaða fundar- ins var gerð heyrinkunnug, höfðu Sovétmenn sent frá sér tilkynningu þar sem sagði, að enda þótt Sýrlendingar hefðu ætlað sér að stöðva blóðbaðið, flæddi blóðió nú í enn stríðari straumum. í fréttum frá Líbanon segir, að bardagar hefðu haldið áfram þar í gær, m.a. í Beirút og I hafnarborginni Trípolí. Arabaríkin hafa nú loksins ákveðið að taka í taumana í Lfbanon, enda hafa bardagar þar nú staðið í meira en ár. Ródesía: SMITH HVETUR TIL FREKARI AFSKIPTA BRETLANDS ætlazt. Sagði hann það trú sína, að flestir Bandaríkjamenn væru honum sammála. Ian Smith, forsætisráðherra Ródesíu, hefur sagt, að ferðaiag Kissingers utanríkisráðherra Bandaríkjanna um Afríkulönd nú fyrir skömmu hafi haft þveröfug áhrif en þau er til hafði verið Smith sagði í viðtali, að enginn fótur væri fyrir því að sambandið milli Suður-Afríku og Ródesiu hefði versnað. Þvert á móti, sagði hann. Sagðist hann enn vera því fylgjandi að Bretland legði til nefnd til þess að gera tillögur um það, hvernig hátta bæri samruna hvítra manna og þeldökkra í ríkis- stjórn. Helzt hefði hann kosið, að þeir hefðu haldið sig utan við átökin en fyrst þeir hefðu ekki gert það, ættu þeir að snúa sér af alvöru að lausn málsins og ræða við báða aðila. Hann bætti því einnig við, að enda þótt engar tryggingar lægju fyrir, mundi hann taka því tækifæri fagnandi að fara til Bretlands og kynna málstað Ródesíumanna. Angóla: Múgurinn heimtar blóð Brezkur starfsmaður aþjóðanefndarinnar í Angóla, Shretie, segir, að mótmælaað- gerðirnar í gær í Luanda hafi gert nefndarmönnum mun erfiðara um vik. Nefndarmenn eru að kanna að hve miklu leyti málaliðar voru notaðir í borgara- styrjöldinni í Angóla og verða viðdstaddir réttarhöld yfir 13 þeirra, sem flestir eru brezkir. Réttarhöldin hefjast í dag. Sagði Shretie, að kröfur tugþúsunda manna, sem þátt tóku í mótmælaaðgerðunum í gær, þess efnis að málaliðarnir yrðu teknir af lifi, gætu haft mikil áhrif á þá, sem stjórna réttarhöldunum. Þó sagði hann að enn væri ekki ástæða til þess að ætla annað en réttarhöldin færu eðlilega fram og að nefndar- menn myndu fylgjast vandlega með öllum gangi mála. I Olafsvík starfar sumarhótel í fyrsta sinn nú í sumar. k 38 vel búin tveggja manna neroergi. k Vistlegur matarsalur. k Heimilislegur matur, kaffi og kaffibrauð, grill- réttir allan daginn. k Þægileg setustofa þar sem spjallað er saman og horft á sjónvarp. Snæfellsnes er frægt fyrir stórbrotið og fagurt landslag. SKOOlt) SNÆFELLSNES, GISTIÐ HJA OKKUR. SJÓBÚÐIR HF. Ólafsvík, — Sími (93)6300 Vestur-Sahara: MAROKKÓ• STJÓRN VARAR MENN VIÐ I tilkynningu, þar sem sprengjuárásin á höfuðborg Mári- tanlu, Mogshad, er harðlega fordæmd, segir Marokkóstjórn, að frelsishreyfingin Polisario geti alls ekki hafa verið þar ein að verki. Segir í tilkynningunni, að vopnin, sem notuð voru við á- rásina, hljóti að hafa verið í eigu venjulegs her. Þó að herlið þetta sé ekki nefnt á nafn í til- kynningunni, er Alsír varað við því, að stjórnarvöld átti sig ekki réttilega á ástandi mála, ef þeir haldi að Marokkóstjórn muni halda að sér höndum á meðan sjálfstæði Maritaníu sé I hættu. Eins og kunnugt er, lét Spánn Vestur-Sahara af hendi við Márítaníu og Marokkó en Alsír- búar eru þessari tilhögun andvígir. Hafa þeir því stutt með ráðum og dáð frelsishreyfingu íbúa svæðisins, Polisario. Bolivía: Námumenn handteknir og herlög hafa tekið gildi Herlögum hefur nú verið nokkrir létu lífið í miklum óeirð- komið á í Bólivíu og hafa her- um. sveitir lagt undir sig tinnámur iandsins. Ýmsar byggingar í eigu námumanna hafa einnig verið teknar herskildi, auk þriggja út- varpsstöðva í eigu þeirra. Um 20 leiðtogar námumanna, auk nokkurra leiðtoga stúdenta, hafa verið handteknir. Talsmaður ríkisstjórnar Bóli- víu segir, að þessar ráðstafanir hafi verið teknar eftir að uppvíst varð úm fyrirætlun, sem valdið hefði algjöru öngþveiti, ef hún hefði náðfram að ganga. ‘ Undanfarið hefur ríkt ótryggt ástand í Bólívíu meðal náms- manna og námuverkamanna, er náði hámarki sl. þriðjudag er Ástralía: HELLTU MÁLNINGU YFIR KERR LANDSTJÓRA Hópur mótmælenda hellti málningu og bleki og kastaði reyksprengjum að bifreið, sem í var landstjóri Ástralíu, Sir John Kerr, á leið til opinberrar móttöku í Melbourne. Landstjórinn hefur oftsinnis undanfarið. verið skotmark mótmæla síðan hann leysti upp verkamannastjórn Whitlam i nóvember sl. Eínkaritari Kerrs særðist lítillega við árásina og tveir menn voru handteknir. Kerr, landstjóri i Ástralíu, hefur staðið i ströngu að und- anförnu. Erlendar fréttir REUTER

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.