Dagblaðið - 10.06.1976, Qupperneq 7
ÍJAUBLAUIU — KIMMTUDAGU-R 10. JUNl 1976
7
Veðjað á
vitlausan
hest...
Ian Fletcher í Bristol í Eng-
landi* hefur verió sektaður þar um
hundrað sterlingspund fyrir að
vera of lengi að telja peningana
sína.
Fletcher þykir gaman að fara á
veðreiðar og freista þar gæfunnar
á sama hátt og margir aðrir. En
hann vildi ekki tapa og hugsaði
því upp öruggt ráð gegn því.
Þegar keppnin hófst veðjaði Flet-
cher fimmtíu pundum á hestinn,
sem hann taldi sigurstranglegast-
an.
Með kvittunina á öruggum stað
í vasa sínum fór Fletcher síðan að
telja peningana sína — um 'eið og
hann hlustaði á lýsingu frá veð-
reiðunum í ferðaútvarpstækinu
sínu.
Þegar hann hafði talið fjörutíu
pund var hlaupinu lokið og
hesturinn sigurstranglegi síð-
astur. Fletcher sagði því
veðmangaranum að hann væri
hættur við allt saman, skilaði
kvittuninni og stakk peningunum
sínum í vasann.
Þegar veðmagnarinn hafði náð
sér eftir undrunina hringdi hann
á lögregluna.
Japan:
Það er rétt
að fullnýta
hlutina
Japanskur karlmaður hefur nú
fengið full not af hægri handlegg
sínum, eftir að taka varð hann af
eftir mikið slys, er maðurinn lenti
í. Handleggurinn var síðan graf-
inn, en þá tekinn upp á ný og
festur við manninn!
Kazumi Kimata, sem er 31 árs
lenti f vinnuslysi í lítilli verk-
smiðju í Mið-Japan. Handleggur-
inn skarst af rétt framan við oin-
boga.
Læknarnir sögðu Kimata, að
ekki væri hægt að græða hand-
legginn á að nýju. Hann fékk því
að taka hann með sér heim, þar
sem handleggurinn var grafinn i
garðinum að viðstöddum fjöl-
skyldumeðlimum og með við-
eigandi bænahaldi.
Sex tímum síðar hringir systir
Kimata í yfirlækninn sem
féllst á að reyna sjálfur að festa
handlegginn við að nýju.
Aðgerðin sjálf tók rúma 12 tíma
og nú, fjórum mánuðum síðar, er
maðurinn farinn að geta hreyft
fingurna það mikið, að hann
getur unnið létta vinnu. Endan-
lega verður gengið frá taugum og
öðru sem eftir er um næstu
áramót.
Róm:
Alþjóða land-
búnaðurfœr
eina milljón
dollara
I dag hetst í Róm tveggja daga
fundur, þar sem settur verður á
laggirnar einnar milljón dollara
sjóður til þess að aðstoða þróunar-
löndin við að byggja upp land-
búnað sinn.
Fjármagn til sjóðsins er lagt til
af öllum stærri iðnaðarríkjum
heims, auk þess OPEC-löndunum,
framleiðsluríkjum olíu, en
yfirstjórn hans verður í höndum
Sameinuðu þjóðanna.
Kurt Waldheim, aðalritari sam-
takanna, mun flytja setningar-
ræðu fundarins og sitja hann.
Forkosningarnar:
Æ fleirí lýsa yfír stuðningi
við Jimmy Carter, — litlu
munar á Ford og Reagan
Enn fleiri leiðtogar innan
Demókrataflokksins hafa lýst
yfir stuðningi sínum við Jimmy
Carter í kapphlaupinu um for-
setaframboðið. Nú, þegar öllum
forkosningum er lokið virðist
nokkuð öruggt að Carter hlýtur
útnefningu flokksins.
Hann hefur nú hlotið
stuðning Dailys, borjarstjóra í
Chicago, Wallace, ríkisstjóra 1
Alabama og frá þingmanninum
Henry Jackson, en báðir siðast-
töldu höfðu tekið virkan þátt í
forkosningunum gegn Carter.
Hubert Humphrey hefur sagt
að nokkuð augljóst sé að Carter
hljóti útnefningu Demókrata-
flokksins sem forsetaefni.
Ríkisstjóri Kaliforníu, Jerry
Brown, segir hins vegar að
hann muni halda áfram þátt-
töku í kosningabaráttunni en
ekki er talið að hann geti haft
mikil áhrif á gang mála úr
þessu.
Hjá repúblikönum virðist
eins og ekki muni hársbreidd á
fjdgi Fords forseta og Reagans,
fyrrum ríkisstjóra Kaliforníu.
Er talið að óákveðnir kjör-
menn, sem sækja flokksþing
repúblikana, muni eiga eftir að
skera úr um það, hvor þeirra
hlýtur útnefningu.
Eftir að ljóst varð að Carter þótti langsigurstranglegastur í kapphiaupinu um útnefningu sem forsetaefni Demókrataflokksins, hafa
æ fleiri fyrrum andstæðingar hans lýst því yfir, að þeir muni styðja hann á fiokksþinginu. Hér má sjá þá saman, Jackson og Carter og
þá George Walla/ce, sem erfiðiega hefur gengið frá upphafi forkosninganna.
ALLT ÍFÖKUS HJÁ OKKUR
Tökum í umboðssölu ýmsar
gerðir notaðra myndavéla
petri Erm=a
FÓKUS
Lœkjargötu 6b, sími 15555
Juan Carlos Spánarkonungur
hefur þótt vera nokkuð áfram
um það, að stjórnmálalíf á
Spáni komist í eðlilegra horf.
Bretland:
Vantrauststillagan felld
Brezka ríkisstjórnin vann at-
kvæðagreiðslu um vantrauststil-
lögu í brezka þinginu með þægi-
legum meirihluta, 19 atkvæðum.
Vantrauststillagan, sem gagn-
rýndi harðlega stefnu ríkis-
stjórnarinnar í efnahagsmálum,
var lögð fram af þingmönnum
Ihaldsflokksins.
Þingmenn Frjálslynda flokks-
ins og Sameiningarflokks Ulster
sátu hjá.
Fréttaskýrendur segja, að at-
kvæðagreiðslan megi teljast mik-
ill sálfræðílegur sigur-fyrir ríkis-
stjórnina, sem hefur átt í erfið-
leikum með að finna lausnir á
efnahagsvandanum og einnig að
fá lagafrumvörp sín samþykkt í
þinginu.
Að sögn fjármálaráðuneytisins
brezka er ein aðalorsök batnandí
efnahags í landinu sú, að út-
flutningur hefur verið að aukast
jafnt og þétt. Tíu prósent aukning
varð á útflutningi á sex mánaða
tímabili fyrir og eftir síðustu ára-
mót. Þá segir í skýrslu fjármála-
ráðuneytisins, að útflutningurinn
fyrstu fjóra mánuði þessa árs
hefði í heild aukizt um 13% og að
á sama tíma hefði ekki verið um
aukningu á innflutningi að ræða.
Spánn:
Lagafrumvarp um endurbœtur
tafíð á þingi af hœgri öflum
Frumvarp spænsku ríkisstjórn-
arinnar um stjórnmálalegar
endurbætur hefur mætt andstöðu
1 þinginu. Enda þótt frumvarp,
sem kvað svo á, að ýmsir áður
bannaðir stjórnmálaflokkar
mættu starfa á ný, hefði verið
samþykkt, var frumvarp, sem
nam úr giidi ýmsar hindranir er á
veg þeirra voru iagðar, tafið og
sett í endurskoðun.
Að sögn fréttaskýrenda er hér
aðeins um tfmabundnar tafir að
ræða, en allt um það sýnir sú
staðreynd, að ríkisstjórnin varð
að láta undan kröfum hægri
manna, það eitt, að hægri öflin
geta enn látið að sér kveða svo um
munar.
Leiðtogi Þjóðarfylkingarinnar,
eina flokksins sem leyfður var í
stjórnartíð Frankós heitins hers-
höfðingja, var skotinn til bana Stjórnmálamaður þessi var
skammt frá hafnarborginni formaður flokksfélagsins í
Bilbao. Bilbao.