Dagblaðið - 10.06.1976, Page 8
8
Styrkur til náms í Frakklandi
Franska sendiráðiö í Reykjavík hefur tilkynnt að
frönsk stjórnvöld bjóði fram styrk handa íslendingi til 4-6
manaða námsdvalar í Frakklandi háskólaárið 1976-77.
Styrkurinn er ætlaður til framhaldsnáms við háskóla í
raunvísinda- og tæknigreinum.
Umsóknum um styrki þessa, ásamt staðfestum afritum
prófskírteina og meðmælum, skal komið til menntamála-
ráðuneytisins. Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 26. júní nk.
— Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið,
8. júní 1976.
Umsóknir um húsnœði
fyrir íslenska númsmenn í Noregi
Samkvæmt upplýsingum sendiráðsins í Ósló er þar
starfandi stofnun á vegum Óslóarháskóla, er hefur m.a.
það verkefni með höndum að útvega námsmönnum hús-
næði. Hefur stofnun þessi látið í ljós áhuga á að greiða
götu íslenskra námsmanna í Noregi við útvegun
húsnæðis eftir því sem tök eru á, hvort heldur þeir eru
þar við háskólanám eða annað nám.
Umsóknir um húsnæði þurfa að hafa borist stofnuninni f
siðasta lagi fyrir 15. júlí ár hvert. Heimilisfangið er:
Studentsamskipnaden, Boligavdelingen, Sogn, Oslo 8. —
Tilskilin umsóknareyðublöð fást hjá Lánasjóði íslenskra
námsmanna, Laugavegi 77, Reykjavík, skrifstofu SÍNE f
Stúdentaheimilinu v. Hringbraut, svo og í menntamála-
ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík.
Menntamálaráðunevtið
3. júní 1976.
Flugmaður
Flugmaður með flugkennararéttindi óskast.
Gamla flugturninum
Reykjavíkurflugvelli.
Sími 28122.
Stúlka óskastl
Stúlka óskast á blaða- og bóka-
dreifingu. Þyrfti að geta byrjað sem
allra fyrst. Uppl. leggist inn á af-
greiðslu Dagblaðsins fyrir þriðjudags-
kvöld merkt: „Afgreiðslustörf 1105.“
Handfœrabótur 10-30 tonn
Vanir og áreiðanlegir færamenn óska eftir að taka á leigu
10-30 tonna bát. Æskilegt að rafmagnsrúllur fylgi. Há
ieiga í boði.
Tilboð óskast send til Dagblaðsins, Þverholti 2, eigi síðar
en 15. júní merkt „Beggja hagur.“
Trésmiðir!
Vantar 1 yfirsmið og 4-5 smiði í mótauppslátt í Odds-
skarði. Mikil vinna í 3 mánuði.
Uppl. í síma 97-1189 allan daginn og 97-1275 kl. 12 — 13
og 19-21.
ALHLIÐA
VERZLUN
VERZLUNARFÉLAGIÐ
GRUND
GRUNDARFIRÐI
SÍMAR: 93-8710 og 8610
DAGBLAÐIÐ — FIMMTUDAGUR 10. JÚNl 1976
STOKKENDUR DREPAST
AF ÓKUNNUM ÁSTÆDUM
— rottueitur kemur helzt til greina, segir Finnur Guðmundsson
„Ég skal ekkert segja um
dauða þessara anda, sem
fundust vestur í bæ, annað en
það að ég get mér þess til að
þær hafi komizt í rottueitur og
drepizt af þvf,“ sagðir Finnur
Guðmundsson fuglafræðingur.
Endurnar, sem um ræðir,
fundust rétt við fyrirtækin Jón
Loftsson hf. og Fóðurblönduna
hf. f síðustu viku.
Að sögn Finns Guðmunds-
sonar er engin aðstaða hér á
landi til að rannsaka dánaror-
sakir dýra. Erlendis eru sér-
stakir sérfræðingar f þessari
grein. Öðru hvoru kemur þó
fyrir, að Náttúru-
fræðistofnunin sendir villt dýr
til rannsóknar. Til dæmis hefur
örn verið rannsakaður erlendis,
svo og nokkrir fálkar.
„Ég sé enga ástæðu til að
senda nokkrar stokkendur út í
rándýra rannsókn," sagði
Finnur Guðmundsson. „Þó að
við vitum ekki með vissu um
dauðaorsökina, þá á hún sér
vafalaust eðlilegar skýringar.“
Starfsmaður hjá Fóður-
blöndunni hf., sem Dagblaðið
ræddi einnig við, sagði að hann
vissi ekki til þess að neinn frá
þvf fyrirtæki hetði dreift eitri f
nágrenninu. Hins vegar sæju
menn frá meindýraeyði um að
eitra fyrir rottur og þeir hefðu
ef til vill komið þarna við eins
og annars staðar.
„Við höfum ekki orðið varir
við neinar rottur við
fyrirtækið," sagði hann, „en ég
held að ástæða væri til að eitra
fyrir þann dúfnafjölda, sem
virðist hafa fastan samastað í
nágrenni Fóðurblöndunnar
hf.“
-at-
Þarna er komið með endurnar í Náttúrufræðistofnun Islands. Þar er hins vegar engin aðstaða til að
rannsaka hvernig dauða þeirra bar að.
DB-myndir: Sv. Þorm.
Það er í tízku að
vera STIGAMAÐUR
Já, það er greinilega í tizku
þessa stundina að vera „stiga-
maður", ekki eins og þessir í
mafíunni (þessari á ítalfu),
heldurað reisajtiga aðhúsvegg,
klifra upp með málningarrúllu
eða pensil og dollu með
málningu. Nú eru margir að
fegra og bæta umhverfið, enda
tekur það yfirleitt miklum
stakkaskiptum um þetta leyti
árs. Bjarnleifur tók þessa mynd
vestur á Ránargötu í gærdag.
Þar voru fbúar eins af hinum
reisulegu húsum
vesturbæjarins í óða önn að
mála hús sitt, eins og myndin
sýnir gjörla.
— segir höfundur handrítsins, Guðrún Helgadóttir
„Eg hef ekki farið fram á sjónvarpinu fyrir að semja
neina kauphækkun frá handntin um hann Falla vin
minn,“ sagði Guðrún Helga-
dóttir, rithöfundur og deildar-
stjóri, er DB innti hana eftir
þvf hvort deilurnar um Palla f
Stundinni okkar væru að
leysast.
„Okkur Jóni Þórarinssyni
samdist svo um, að ég sæi um
að gera handritin um Palla frá
jólum og fram að sumarleyfum
sjónvarpsins," sagði Guðrún
ennfremur. „Ég stóð við mitt,
og þegar þessar kaupdeilur
komu upp, átti enn eftir að
sýna tvo þætti, sem ég hef gert.
Ég er í það háum launaflokki
hjá ríkinu, að það skiptir mig
engu máli hvort ég fæ þessum
krónum meira eða minna fyrir
að skrifa um strákinn," sagði
Guðrún Helgadóttir að lokum.
Hinn aðilinn, sem séF um
Palla sjónvarpsstrák, er Gísli
Rúnar Jónsson kaffibrúsakarl
og leikari. Hann virðist þvi vera
sökudólgurinn, að börnin — og
fullorðnir líka — sjá ekki meira
af Palla á næstunni. -AT-
„Eg á ekki í neinum kaupdeilum
út af honum Palla vini mínum"