Dagblaðið - 10.06.1976, Síða 9

Dagblaðið - 10.06.1976, Síða 9
DAGBLAÐIÐ — FIMMTUDAGUR 10. JUNl 1976 Óvenjuleg bírœfni Þaö hlýtur að flokkast undir óvenjulega bíræfni aö ganga aö bíl um hábjartan dag við umferðargötu og skrúfa af bílnum öll aöalljósin og balda brott með þau. Þetta gerðist núna um daginn i Brautarholtinu fyrir ofan Mjólkursamsöluna. Svona var bíllinn útleikinn eftir „heimsókn“ þjófsins. DB-myndir Björgvin. 71 lax ó stðng í Norðurá 40 í net Ferjukotsbóndans Stœrsti Norðurárlaxinn til þessa 18 pund Um miðjan dag í gær hafði 71 lax veiðzt á stöng í Norðurá, en þar hófst veiði 1. júní. Sá þyngsti, sem á land er kominn á þessu svæði, var 18 pund. Var hann dreginn 4. júní sl. og hinn heppni veiðimaður var Walter Lentz, Þjóðverji, sem starfar hér á landi. Sá 18 punda veidd- ist á maðk í svonefndum Engja- læk. í Norðurá eru nú leyfðar 10 stangir og þar er alla daga fullskipað. Langflestir laxanna, sem veiðzt hafa, eru 10-12 pund að þyngd. Vöxtur var í ánni i gær- morgun vegna mikillar rigningar á þriðjudaginn í Borgarfirði og á heiðum uppi. Veiðimenn létu þó enga erfiðleika aftra sér og fengust 8 laxar á land i gærmorgun þrátt fyrir flóðið, samkvæmt upp- lýsingum er við fengum í veiði- húsinu. Netaveiðin við Hvítárbrú er varla komin i gang vegna vatns- magns í ánni og forarlitar vatnsins. Kristján Fjeldsted í Ferjukoti kvað allt ástand árinnar eðlilegt. Bæri það keim mikilla leysinga vegna góðrar tíðar og nú á síðasta sólarhring vegna vaxtar af völdum mikill- ar rigningar á þriðjudag. Hefði áin verið sem forað í morgun (gærmorgun) en yrði komin í eðlilegt horf með kvöldinu (í gærkvöldi). Kristján er búinn að fá rúmlega 40 laxa í net sín. Hefði nálega helmingur veiðzt á þriðjudaginn, eða 16 laxar. Allir væru þeir af stærðinni 8-14 pund. Kristján kvað neta- veiðina torsótta ennþá, þvi áin hefði verið í méíra lagi, alveg síðan netaveiðin hófst 20. maí. Yrði enn að leggja öll net úr báti, en annars væri vaðið út í vöðlum til að vitja og leggja. Kristján er búinn að setja út 8 netalagnir, en þær verða 12 á hans snærum þegar allt er kom- ið í gang, en hann nýtir veiðirétt annarra jarða en sinnar eigin. Kristján sagði Grimsá með eðlilegum hætti og biði hún nú stangveiðimanna, er hæfu þar veiðar 15. júní. ASt. - ................... ' Ljónsungarnir íslenzku: ANNAR DAUÐUR, - HINN ÞUNGT HALD- INN AF KATTAFÁRI „Ljónsunganum hefur heldur farið fram,“ sagði Jón Gunnarsson forstöðumaður Sædýrasafnsins í Hafnarfirði. „Eins og flestir vita þá fæddust tveir ljónsungar hjá okkur síðastliðið haust, en nú er annar þeirra dáinn og hinn er veikur. Dýralæknir, sem lítur eftir honum, heldur að þetta sé kattafár, og ljósunginn hafi smitazt af einhverjum sem heimsótt hefur safnið. Veikin lýsir sér þannig að jafnvægis- skynið er truflað og ljóns- unginn getur ekkí staðið í fæturna. Við höfum reynt að gera allt fyrir þetta grey, og okkur virðist að hann sé heldur betri. Við létum þá á Keldum kryfja ljónsungann, sem dó, en ekki hefur komið neitt ákveðið fram við rannsókn þeirra.“ DB óskar sjúklingnum góðs bata svo hann geti farið að sýna sig og sjá aðra í Sædýrasafninu. -KL' I Ljónsunganum litla líður greinilega iila að geta lítið sem ekkert Hið umdeilda „reyk"- skákmót: ÞRIR EFSTIR Margir skólakrakkar hristu af sér vetrardrungann núna um hvítasunnuna og héldu út á lands- byggðina, slógu upp tjöldum og nutu náttúrufegurðar lands sins. Myndin er af nokkrum ung- mennanna þegar komið var aftur heim að loknu vel lukkuðu ferðalagi. DB-mynd Árni Páll . Trygging hf. 25 ára: Tjón Tryggingar hf. ' af völdum flugskýlisbrunans á Reykjavíkurflugvelli nam nærri 500 milljónum króna. Var þetta stærsta tjónið, sem félagið bar á sl. ári, en heildartjónin greidd og áætluð nema samtals 1275 milljónum króna. Þetta kom fram í reikningum félagsins.sem lagðir voru fram á aðalfundi hinn 26. maí sl. Sá fundur var i rauninni afmælis- fundur þar sem Trygging hf. var Skákmótið, sem Winston- sigarettufirmað hefur sett á laggirnar á Hótel Loftleiðum er hafið og fyrstu f jórar umferðirnar búnar. Fjórir þátt- takendanna hafa yfir 24000 imp- stig og eru því í röðum sterkustu skákmanna okkar. Mót þetta hefur vakið talsvert umtal, og hefur Skáksamband Islands í sam vinnu við Krabbameinsfélagið sett á fót „Reyklausa skákmótið“ til að svara því sem þessir aðilar telja óviðeigandi auglýsinga- mennsku í sambandi við íþróttir. stofnuð 17. maí 1951 og er því 25 ára um þessar mundir. í ti’lefni 25 ára afmælisins færði félagið Styrktarfélági vangefinna kr. 500 þúsundir. Þrátt fyrir erfitt árferði á síðasta starfsári varð afkoma félagsins góð á árinu. Hagnaður af reglulegum rekstri nam kr. 16.679.317.00, en að frádregnum sköttum og gjöldum verður hagnaóur til ráðstöfunar kr. 5.478.964.00. Hlutafé nemur nú kr. 40 Meðal keppenda á Winston- mótinu eru 5 fyrrverandi Islands- meistarar, fyrrverandi Nor.ður- landameistari í hraðskák, skák- meistari Suðurlands og Norður- landameistari kvenna í skák. Eftir fyrstu umferðirnar eru þeir Lárus Johnsen, Bragi Hall- dórsson og Hannes Ölafsson efstir með 4 vinninga. Næst verður teflt sunnudaginn 13. júní kl. 14 í Víkingasal, en verðlaun verða afhent að móti Ioknu. -JBP- milljónum, en eigið fé í árslok nam kr. 56 milljónum auk skatta- legsVarasjóðs að upphæð kr. 17.5 milljónir. Stjórn Tryggingar hf. skipa nú: Geir Zoéga jr. formaður, Othar Ellingsen varaformaður, Eiríkur Ásgeirsson ritari, Öskar Svein- björnsson fulltrúi vátrygginga- taka í stjórn og Þorsteinn Bern- harðsson meðstjórnandi. Framkvæmdastjórar eru Árni Þorvaldsson og Hannes O. Johnson. Bíóhöllin d Akranesi d morgun: Þrjár kvikmyndir um heimabœinn Skagamenn frumsýna á föstudag þrjár íslenzkar kvik- myndir sem allar fjalla um Akranes og Akurnesinga. Munu þær trúlega vekja forvitni manna á staðnum, jafnt nýjasta kvikmyndin um Akranes á þjóðhátíðarárinu 1974, sem og elzta myndin, sem er 30 ára gömul heimildarmynd Sörens Sörenssonar. Sú mynd hefur ekki verið sýnd fyrr en nú og þykir ótrúlega góð. „Akranes 74“ er 65 mínútna löng og lýsir hinum viðburða- ríku hátíðarhöldum sumarsins góða. Önnur myndin er einnig frá hátíðarhöldum ’74, sem íbúar Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu héldu ásamt Akur- nesingum. Sú mynd er 14 mín. löng. -JBP- Gaf Styrktarf élagi vangef inna af mœlisgjöf Nýjar gerðir af borðstof uborðum og stóium Viðartegundir tekk og palisander MATRA sófasettið vekur athygli. Verð ótrúlega hagstœtt Fylgist með nýjungum í húsgagnagerð, lítið við hjú okkur HúsgagnaveiNlt n 1 Reykjavíkur BRAUTARHOLTI 2 SÍMI 11940

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.