Dagblaðið - 10.06.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 10.06.1976, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ — FIMMTUDAGUR 10. JUNI 1976 11 Þegar undirbúningur Lista- hátíðar hófst fyrir nokkrum mánuðum héldu margir að peningaleysi myndi drepa allar meiri'háttar listsýningar. En eftir mikið japl og mikla vinnu hefur blessunarlega ræst úr þeim ntálum og fólk á nú völ á fjölda fjölbreyttra sýninga. I Norræna húsinu sýnir Listiðn rjómann af íslenskri hönnun, í Bogasalnum er að finna verk hins íslenska sérvitrings og súrrealista Dunganonsf Austur- stræti stendur íslenskur skúlptúr módel ’76, að Kjarvals- stöðum er franski listmálarinn Schneider og stórmerk sýning á íslenskri grafik frá upphafi, auk sýningar á byggingarlist, — og í Listasafni tslands hangir Hundertwasser í hundraðatali. Líklegast hefur myndlist á Listahátíð sjaldan verið fjöl- breyttari og synd er að SÚM sýningin á bókum og „Mulitples” skyldi hafa farið forgörðum. GOOD MORNING CITY — 1969 Súperstjarna Listahátíð hófst með myndlist þegar opnuð var sýning á verkum austurríska málarans Hundertwasser í Listasafninu. Sú sýning hefur þegar ferðast um og á eftir að fara víða um heim. Sennilega tekst umboðsmanni listamannsins það sem hann ætlaði sér: að gera meistara Hundertwasser að súperstjörnu á myndlistar- markaðinum. En viðurvist sýningarinnar á Islandi er tæpast stórt spor í þeirri her- ferð og því er full ástæða til þess að þakka aðstendendum ómakið. Á sýningunni eru nálægt 200 verk, málverk, teikningar, UM SfVAFNINGA sýning á verkum Friedenreioh Hundertwassers í Listasaf ni íslands vatnslitamyndir, grafík, vefnaður, húsamódel og frímerki sem sýnir gjörla að Hundertwasser er bæði fjöl- hæfur og hamhleypa til vinnu. En eftir nokkrar umferðir um þessa skrautlegu og oft bráðskemmtilegu sýningu fara samt að renna á mann tvær grimur, og framleiðsla Hund- ertwassers virðist í fjölbreytni sinni vera fjarska einhæf og misjöfn. Misjöfn œskuverk Æskuverk hans eru fremst í sýningarsalnum og sýna satt að segja engar sérstakar snilligáfur. Teikningar hans af húsum og bátum, gerðar á 16 ára aldri, eru nostursamlegar en varla frábrugðnar staðar- myndum ‘ fjölda annarra unglinga og m.vndir hans af móður og eigin ásjónu eru þokkaleg verk og sýna ákveðna tilfinningu fyrir línu, en lofa litlu um framtíðina. Það sem verður Hundertwasser hald- reipi á tvítugsaldri er ekki kubismi eða önnur innflutt list- hefð, heldur hin innlenda Vínar „Sezession” og helstu forsprakkar hennar, þeir Klimt og Schiele sem voru upp á sitt besta á fyrstu tveim áratugum þessarar aldar. Við sjáum Hundertwasser prófa ýktar líkamsstellingar og teiknistíl Schieles í verkum frá 1949 og 1950, en greinilegt er að hann þarfnast meiri afstraksjónar í íistsköpun sinni. Þar nýtur Hundertwasser aðstoðar Klimts, sem hafði lag á að breyta myndflcti sínum í skrautlegt, nær afstrakt form, þar sem fígúrur voru faldar og H. kynnist einnig verkum þess listamanns sem átti eftir að hafa mest áhrif á verk hans, þ.e. Paul Klee. Áhrif fró Klee Af Klee lærði Hundertwasser að einfalda fígúrur sínar á „barnalega” markvissan hátt og leika sér með alls kyns tákn og híeróglýfur í myndum. Klee hafði sömuleiðis náð alveg sérstöku valdi á ijóðrænni myndsmiði, þar sem texti og mynd voru ofin saman og áhrif þessa sjáum við í myndum Hundertwassers, sem bera nöfn eins og „Ef ég ætti blökkustúlku mundi ég elska hana og mála....“ Ferðalag til Túnis og Marokkó 1951 kom Hundertwasser einnig til góða og lýsti litspjald hans. Ahrifin frá Klee sjáum við aðallega meðal „meginverka” lista- mannsins, — en hann hefur ■ \ - '■ í i % ; ' • L ■ LISTAHÁTÍÐ í _gjgggjk 1 AÐALSTEINN INGÓLFSSON ^ U SPECTACLES IN THE SMALL FACE — 1968. sjálfur tölusett verk sin og raðað þeim niður í tímabil með kostgæfni sem minnir á landa okkar Erró— Við þessi straumhvörf verða öll vinnu- brögð Hundertwassers frjáls- legri, lína hans er skörp og myndir hans fyllast af ýmiss konar skemmtilegheitum. Spíralkenningin Stuttu síðar dettur svo Hundertwasser niður á kenn- inguna um spíralinn eða sívafn- inginn: „Spírallinn er tákn lífs og dauða. Spírallinn er ein- mitt á þeim mörkum þar sem líflaust efni breytist í lífVið þetta mætti bæta að spírallinn er einnig eitt af uppáhalds- formum forvera Hundertwass- ers í Vínar „Sezession,” sem grundvallaðist af sterkum „Art Nouveau" tilhneigingum. Með spíralinn og Vínarhefðina að vopni fer Hundertwasser svo að láta til sín taka sem sjálfstæður listamaður og er bróðurpartur þessarar sýningar með þvi marki brenndur. Notar Hundertwásser einatt þunna málningu eða þá vatnsliti og spinnur sívafninga sína úr mjó- um ræmum andstæðra lita sem oft rofna og ummyndast í hús eða andlit. Um leið virðist Hundertwasser fara að velta fyrir sér hinu lífræna sambandi mannsins og náttúrunnar og hvernig megi viðhalda því á öld ómanneskjulegs umhverfis, — og eru húsamódel hans frammi á gangi afrakstur þeirrar hug- myndafræði. Er ekki hægt annað en vera Hundertwasser sammála í umhyggju hans fyrir grasi, þótt e.t.v. væru ekki allir hrifnir af þvi að leiða rör frá kamri upp á þak í ræktunar- skyni. Flóknari stíll Stíll Hundertwassers verður síðan æ flóknari á árunum 1955—1965, vafningarnir þétt- ari og inntakið torræðara. Litir hans verða æ sterkari og silfur og gullræmur koma inn í spilið til enn frekari- áherslu. Ekki verður því neitað að rneðal seinni verka hans eru nokkur meistarastykki, en þegar svo mörg verk Hundertwassers eru skoðuð saman læðist að manni sá grunur að ákaflega stutt sé í innihaldslausa skreytilist í sumum verkum hans. Ástæðan er líklega sú að Hundertwasser, þótt lipur teiknari sé, hefur ekki til að bera hæfileika hins sanna litafræðings (kolorist) sem er þekking á samvinnu lita og litatóna og sjálfstætt litaval. Hundertwasser bombarderar okkur án afláts með sömu bláu- rauðu-gulu-grænu samsetning- unum og því verða mörg verka hans álíka þreytandi og handa- hófskennd „psychadelic” plaköt. Hér stenst Hundert- wasser ekki samanburð við læriförður sinn Klee, sem hafði stórkostlegt vald á litum og breytti þeim eftir efni, — og ljóðrænn innblástur Hundert- wassers virkar heldur þung- lamalegur þegar hann er borinn saman við ljóðmyndir Klees. Góð grafík Hundertwasser stendur sig hinsvegar betur í grafíkinni, þar sem örlar á tónskynjun í anda japana, enda eru mörg verka hans unnin á verkstæð- um þar í austri, — og ekkert er hægt að setja út á vinnubrögð hans sem eru ávallt afburða vönduð. Spíralstíll Hundertwassers hentar vefnaði hinsvegar ágæt- lega þvi við það mýkist lita- notkun hans, — og veittu tepp- in á sýnjngunni mér einna mesta ánægju. Stíll og hugsunarháttur Hundertwass- ers virðist lítið hafa breyst síð- ustu 15—20 árin, nema hvað hið fígúratífa fer aftur að skjóta upp kollinum eftir 1960, — og því hefði mátt grisja þessa sýningu stórlega. Meðal smœrri spómanna Hvar > stendur svo Frieden- reich Hundertwasser í list þess- arar aldar? Meðal smærri spámanna, mundi ég halda, vegna þröngrar formfræði og sterkrar skreytikenndar. Hundertwassaer sjálfur segist vilja að fólk njóti listar hans eins og náttúrunnar. Því má kannski líkja henni við skraut- legan og ilmandi blómvöndsem er rr.örgum til yndis í stuttan tíma.Kannski að þessi farand- sýning sé því ekki aðeins markaðsspekúlasjón, heldur sé list Hundertwassers eðlilegt að ferðast, eins og listamanninum sjálfum. oð vestan Kjallarinn Alanon. Þótt prófessorinn hafi e.t.v. ekki sagt að sápa væri eitt af hjálpartækjunum gegn vakandi drykkjuskap, þá sagði hann að sjálfsvirðing væri undirstaða þess að drykkjumanni tækist að skríða út úr skel sinni.Sjalfs- elska er líka brúkleg sem baráttuvopn gegn ofdrykkju, því hvernig ætti samhjálp A.A. samtakanna að þróast ef enginn elskaði sjálfan sig. Góða bóki'n segir að þú skulir elska náunga þinn eins og sjálfan þig, þ.e.a.s. sjálfan þig fyrst — svo náung- ann, því enginn getur gefið nema hann hafi af einhverju að taka. Viljirðu öðlast virðingu fyrir sjálfum þér er nauðsynlegt, en þó ekki nóg, að þrifa líkamann. Þú verður líka að þrífa sjálfið — ná til klepranna í húðfelling- um sálarlífsins, en það tekst ekki nema hreinskilni komj til. Þú skefur ekki til óhreininda sem þú telur að fyrirfinnist ekki. Mislingar lýsa sér ekki eins í öllum krökkum. Einn fær ekki nema sex bletti á magann þegar annar fær tólf. Sá með sex blettina getur samt orðið miklu veikari. Eins er það með alkó- hólistann. Sjö daga fyllirí — og það með glompum, getur farið verr með einn heldur en sjö sinnum sjö daga fyllirí með annan. Líka má líkja alkdhól isma við hversdagslegan niður- gang, bæði hvað viðvíkur sjúklingi og þeim sem búa með honum og umgangast hann. Alkóhólistinn læknar ekki sjúkdóm sinn með viljastyrkn- um einum saman, frekar en illa haldinn kveisusjúklingur. Á Italíu er hægt að flytja lírukassann milli byggða. Þar skilja allir lírukassann. En of- drykkjuvarnir í New York er ekki hægt að flytja ómengaðar til tslands eins og gamlan líru- kassa. Islenzkar ofdrykkjuvarn- Sfeinar Guðmundsson ir verða að fá að þróast á Islandi. I New York er farið að taka ofdrykkjuvarnir sem sjálf- sagðan hlut. Göturóna er ýtt í skjól — Hann á jafnmik- inn rétt á endurhæf- ingu og hver annar. En hlutfall útigangsins er ekki nema 3% af heildartölu alkóhól ista — og það verður líka að hjálpa hinum 97 prósentunum. En þjónustan verður ekki flutt inn fullmótuð, aðferðirnar má kópíera en verkefnið verður að fá að þróast á staðnum. Fleiri og fleiri stórfyrirtæki forðast þá sóun fjármuna, sem felst í því að sleppa hendi af starfsmanni þegar drykkju- skapur er farinn að lama þrek hans og afköst. Hann er sendur, eða tældur, til endurhæfingar. Ef fyrirtækið sjálft hefir ekki aðstöðu til endurhæfingarinnar þá tökum við á FREEPORT við honum. Og svo tökum við kannski við húsbónda hans næsta ár, og báðir fá sömu þjón- ustu. Enginn lítur niður á þá fyrir að reyna að bjarga sér til heilbrigðis. Nú á Reykjavík leikinn — Island á leikinn. Svolítil halarófa af íslending- ~um slæddist til okkar. Þótt bjórinn ykkar sé veikur þá hafa þeir haft einhver ráð með að drekka yfir sig alkóhólisma. Einhver hefir gizkað á, að alkó- hólismi sé útbreiddari á íslandi en í Bandaríkjunum, en þá þurfa íslenzkir alkóhólistar líka að vera fleiri en 12 þúsund. Á ferð prófessorsins til tslands verður að hta sem upphaf vakn- ingar sem á komandi misserum getur leitt ómælda blessun yfir land og lýð, Lærðir og leikir nálgast hvorir aðra. Það örlar á árroða heilbrigðra ofdrykkju- varna. Okkur er sagt að af- vötnunarstöð sé svotil full- mótuð á gömlu góðu tíunni á Kleppi. Stórkostlegt spor í rétta átt. Leiðbeiningastöð mun vera i mótun. Heyrt hefi ég að henni sé ætlaður staður í efra húsinu vió Flókagötu, og ef sporriað verður gegn því að Vífilsstaða hælið verði geymsla þá er vel á spilunum haldið. Millistigs- dvalarstaðir i eigu Reykja- víkurborgar eru í burðarliðn- um og stendur til að afturbata- byttur úr A.A. samtökunum verði við stjórnvölinn. Þegar þetta er allt komið í gagnið verður stutt í það að A.A. sam- tökin sprengi af sér litla húsið í Tjarnargötu 3c og þurfi að leita annars stærra. Að samstarfi lækna, A.A. og stjórnmálamanna fengnu fær ekkert stöðvað heilbrigðar of- drykkjuvarnir. Guð blessi þau sem að heimsókn þessari stóðu — hvort heldur það eru þau prófessor Pirro, systir Anna eða doktor Jó, eða þá bara rófu- liðirnir úr halarófunni frá Freeport. Steinar Guðniundsson. verzlunarmaður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.