Dagblaðið - 10.06.1976, Page 19
DAliBI.AÐH) — FIMMTUDAGUR 10. JUNÍ 1976
1£
Að Iroða pkmói
gegnum
garðskjngu"
Kvik
myndir
Prentsmiðjur!
Prentari óskar eftir vinnu sem fyrst.
Uppl. í síma 75562 milli kl. 4 og 7
fimmtudag og föstudag.
Lousar stðður
hjúkrunarfrœðinga
Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga eru lausar til
umsóknar:
Heilsugæslustöð Hafnar í Hornafirði, nú þegar.
Heilsugæslustöð Laugaráss í Biskupstungum, nú
þegar.
Heilsugæslustöð Kópaskers frá 1. ágúst 1976.
Heilsugæslustöð Húsavíkur frá 1. des. 1976.
Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna.
Uppl. eru veittar í heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytinu og í viðkomandi heilsugæslustöðvum. Umsóknir
ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist
ráðuneytinu.
Heilbrigðis- og
tryggingamálaróðuneytið.
’* ,0- nn<
~ Vó*'
— Feddi fúskari í uppslœtti — Arkitektinn og húsbyggjandinn
/innuteikning af ódýrum afbragðssófa — Og svo þetta venjulega:
Eldraun slökkvi-
liðsmannanna
— Og olían f er alla leið
„Þetta eru nýliðarnir okkar
sem hér eru að ganga í gegnum
nokkurs konar„oldraun,“‘‘sagði
Gunnar Sigurðsson, vara-
slökkviliðsstjóri við blaðamann
Dagblaðsins, þegar okkur bar
þar að sem mikill eldur geisaði
og menn hlupu til og frá við að
ráða niðurlögum hans.
„Það eru alls 14 menn sem
ráðnir eru hér yfir
sumartímann. Þeir fá margs
konar þjálfun í byrjun, bæði
viðbragðsæfingar og kennslu í
notkun tækjabúnaðarins.
Viðbrigðin eru mikil þegar
sumarleyfin byrja og við
missum 3 vana menn af hverri
vakt. Þess vegna reynum við að
koma þeim inn í kerfið með alls
konaræfingaprógramminiðrj á
stöð og víðar. Hérna höfum við
kveikt bæði í olíuúrgangi og
bensini og tilgangurinn er að
venja þá við háan hita og að
starfa saman á dælunum. Þetta
eru bæði skólapiltar og iðnaðar-
menn, sem sækjast í af-
leysingar hér á sumrin.“
Og ekki bar á öðru en að
piltarnir legðu sig alla fram.
Þeir komu rjóðir og sællegir út
úr reykhafinu, svo halda mátti
að þeir hefðu gist sólarstrendur
nýlega. En verra var með
óhreinindin. „Hvað heldurðu
að konan segi,“ kallaði einn
þeirra, „þegar þú kemur með
nærklæðin, hvað þá annað,
útötuð í olíu.“ -JB-
Eins og með margar myndir,
sem gengið hafa vel, þá hefur
verið gert framhald af þessari. Og
yfirleitt hafa þessar framhalds-
myndir þá tilhneigingu að vera
töluvert lakari. en frummyndin.
Eins er farið með þessa mynd.
öllum þeim, sem gaman hafa af
amerísku ,,showi“ og
íburðarmiklum uppfærslum er
eindregið bent á að láta þessa
mynd ekki fram hjá sér fara, þótt
stundum hafi botninn dottið úr
henni sem og ætlað var. Til dæmis
var eitt atriðið alveg frábært, er
stærðar „show" var uppfært í
sundlaug.
Myndin var nokkuð langdregin,
en hægt var að skemmta sér
prýðilega inn á milli. Á köflum
var myndin þó nokkuð fyndin,
sérstaklega fyrir hlé,og hnyttileg
og skemmtileg tilsvör svo sem:
„Fæðing er eins og að troða
planói í gegnum garðslöngu“
vöktu hlátur viðstaddra.
Leikur James Caan var mjög
góður og Barbra Streisand er
alltaf jafn kraftmikil og hress.
Omar Shariff var þarna í hálf-
gerðu aukahlutverki og hann
breytist ekkert, alltaf sami sæti
súkkulaðidrengurinn.
Barbra Streisand og James Caan
fóru á kostum í hlutverkum
sínum.
Barbra Streisand og Omar
Shariff léku bæði i myndinni
Funny Girl. En Funny Lady er
nokkurs konar framhald þeirrar
myndar.
Stjörnubíó: Funny Lady
Aðalhlutverk-
Barbra Streisand,
James Caan,
Omar Shariff.
Funny Lady er nokkurs konar
framhald af myndinni Funny
Girl, sem sýnd var hér á landi
fyrir nokkrum árum. Barbra
Streisand og Omar Shariff léku
einnig í þeirri mynd og fékk hún
mjög góða dóma. Sérstaklega fékk
Barbra Streisand góða dóma fyrir
leik sinn í myndinni.
í heild má segja að myndin sé
ágætis afþreying og hægt er að
hlæja dátt við og við, þó þetta sé
svolítið væmin glansmynd af
amerískri gerð.
-KL.
nýtt í hverri Viku