Dagblaðið - 10.06.1976, Síða 26
26
NYJA BIO
í)
CLAUDINE
Létt og gamansöm ný bandarísk
litmynd. Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuö börnum innan 14 ára.
I
TONABÍO
I
Neðanjarðarlest
í rœningjahöndum
(TheTakingof Pelham 1 — 2 —
3)
Spennandi ný mynd, sem fjallar
um glæfralegt mannrán í neðan-
jarðarlest.
„Hingað til besta kvikmynd árs-
ins 1975”
Ekstra Bladet.
*
Leikstjóri: Gabriel Katzka.
Aðalhlutverk:
Walter Matthau
Robert Shaw (JAWS)
Martin Baisam
Bönnuð börnum innan 14 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
I
LAUGARASBIO
FRUMSÝNIR
Paramount Pictures presents
l______________ .A
|PGM^>|n Color • A Paramount Picture
Paddan
(BUG)
Æsispennandi ný mynd frá
Paramount gerð eftir bókinni
„The Hephaestus Plague”.
Kalifornía er helzta landskjálfta-
svæði Bandaríkjanna og kippa
menn sér ekki upp við smá
skjálfta þar, en það er nýjung
þegar pöddur taka að skríða úr
sprungunum.
Aðalhlutverk: Bradford Dillman
og Joanna Miles. Leikstjóri:
Jeannot Szware.
ísl. texti.
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
AUSTURBÆJARBÍÓ
Njósnarinn ódrepandi
(Le Magnifique)
Mjög spennandi og gamansöm ný
frönsk kvikmynd í litum.
Jean-Paul Belmondo
Jacqueline Bisset.
Islenzkur texti.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
DAGBLAÐIÐ — FIMMTUDAGUR 10. JUNI 1976
s
STJÖRNUBÍÓ
B
Funny Lady
Islenzkur texti
Afarskemmtileg heimsfræg ný
amerísk stórmynd í litum og
Cinema Scope.
Leikstjóri: Herbert Ross.
Aðalhlutverk: Barbra Streisand,
Omar Shariff, James Caan.
Sýnd kl. 6 og 9.
Ath. breyttan sýningartíma.
I
GAMIA BIO
B
Glötuð helgi
Skemmtileg og spennandi ítölsk
sakamálamynd með ensku tali og
ísl. texta.
Oliver Reed
Marcello Mastroianni.
Bönnuð innan 14 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
1
HAFNARBIO
B
Hver var sekur?
Spennandi og áhrifarík ný banda-
rísk litmynd.
Mark Lester
Britt Ekland
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Islenzkur texti.
Sýnd kl.5, 7, 9 og 11.
Auglýsing
um úthlutun verzlunarlóðar
Hér með er auglýst eftir umsókn um byggingarrétt fyrir
matvöruverzlun á lóðinni Furugerði 3-5.
Á lóðinni eru fyrirhugaðar tvær byggingar, og hefur
annarri þei.rra (nr. 3) verið úthlutað fyrir þjónustustarf-
semi.
Húsið er 230 ferm að grunnfleti, 1 hæð auk
vörugeymslukjallara.
Gatnagerðargjöld og skilmálar verða ákveðin samkvæmt
nánari ákvörðun borgarráðs.
Umsóknarfrestur er til 20. júní nk. Allar nánari
upplýsingar gefur skrifstofustjóri borgarverkfræðings.
Borgarstjórinn í Reykjavík.
Lausar stöður
Við Menntaskólann á ísafirði eru lausar til umsóknar
tvær kennarastöður. Kennslugreinar eru íslensk fræði og
náttúrufræði (líffræði, lífefnafræði, haf- og fiskifræði,
jarðfræði).
Laun skv. launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um náms-
feril og störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 6. júlí nk. — Umsóknar-
eyðublöð fást í ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið,
8. júní 1976.
Útvarp
Sjónvarp
Útvarpkl. 19,35: Staldrað við íSelvogi
ODDVITINN í
HREPPNUM Á
HELMINGINN
AFBÖRNUNUM
„Selvogur er lítill hreppur.
Þar búa aðeins 23 íbúar, þar af
6 börn, og oddvitinn í hreppn-
um á helminginn af þeim,“
sagði Jónas Jónasson en hann
verður með síðari þátt sinni,
Staldrað við í Selvogi, í kvöld
kl. 19.35.
„Þátturinn f dag verður um
Strandarkirkjú og er hann
tekinn upp í kirkjunni. Ég mun
tala við prestinn þar, séra
Tómas Guðmundsson, en hann
er prestur í Hveragerði, Þor-
lákshöfn og víðar. Ég ætlaði að
hitta meðhjálparann þar, sem
er mjög fróður og merkilegur
maður. Ég kom þarna á miðjum
sauðburði svo hann átti ekki
hægt með að eyða tímanum í
rabb.
Strandarkirkja er rikasta
kirkja landsins, og enn streyma
áheitin þangað inn. Mikið af
fjármagni kirkjunnar er lánað
til annarra kirkna og notað til
uppbyggingar þeirra.
Kirkjan er ákaflega merkileg.
/2
KRISTIN
LÝÐSDÓTTIR
Fólk í Selvogi segir að hún hafi
einkennileg áhrif á það.
Hvenær sem messað er í kirkj-
unni, og hversu þungbúið
veður er, þá skín ævinlega sól,
þegar einhver stígur í stólinn.
Frásögn Árna Óla um
Strandarkirkju er fléttað inn í
þetta spjall mitt,“ sagði Jónas.
„Selvogur stefnir nú óðfluga
í eyði, en þar er ekkert raf-
magn. Þessi staður var einu
sinni kallaður matarbúr Suður-
lands. Og þetta er byggð sem
öllum, sem búið hafa þarna,
þykir óhemju vænt um,“ sagði
Jónas að lokum.
— KL
1
HASKOIABIO
B
Myndin sem unga fólkið hefur
beiðið eftir
Slade in flame
Litmynd um hina heimsfrægu
brezku hljómsveit Slade sem
komið hefur hingað til lands.
Myndin ertekin í Panavision.
Hljómsveitina skipa: Dave Hill,
Noddy Holder, Jim Lee, Don
Powell.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
1
BÆJARBIO
B
Jarðskjólftinn
An Event...
EflRTHQUABf
PG- -Æiy
A UNIVERSAL PICTURE
TECHNICOLOR " PANAVISION ■
Sýnd kl. 9.
Auglýsing
(í öllum dagblöðum og útvarpi)
Skírteini vegna skyldusparnaðar gjaldársins 1975 eru
nú tilbúin til afhendingar.
Getja gjaldendur vitjað þeirra í skrifstofu
innheimtumanns ríkissjóðs í umdæmi sínu þar sem þau
verða afhent gjaldendum gegn framvísun persónuskil-
ríkja.
Éru skírteinin skráð á nafn og verða ekki afhent öðrum
en skráðum rétthafa nema gegn framvísun skriflegs
umboðs frá honum.
Fjármálaráðuneytið
8. júni 1976.
Litli prinsinn
Frumsýning laugardag kl.20.
2. sýn. sunnudag kl. 15.
Inúk
á aðalsviðinu
Föstudag 18. júní kl. 20.
Laugardag 19. júni kl. 20.
Aðeins þessar tvær sýningar.
Miðasala 13.15—20.
Sími 1-1200.
UTB0Ð
Bæjarstjórinn á Eskifirði óskar eftir
tilboðum í að steypa 1. «hæð
grunnskóla Eskifjarðar.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu
bæjarsjóðs Eskifjarðar og hjá
verkfræðistofunni Hönnun hf.,
Höfðabakka 9, Reykjavík gegn 10.000.-
kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð hjá bæjar-
stjóranum á Eskifirði þann 24. júní
nk. kl. 14.00.
Bœjarstiórinn ó Eskifirði