Dagblaðið - 23.06.1976, Side 2

Dagblaðið - 23.06.1976, Side 2
DAGBLAÐIÐ — MIÐVIKUDAGUR 23. JUNI 1976. Við viljum hafa okkar eigin stemmningu — það á ekki að vera ball- stemmning heima á heimilinu 5 sárreið skrifa: ,,Við erum hér nokkrir krakkar sem höfum eins og fleiri ákveðnar skoðanir á deilum „tónlistaraðdáanda" og Vilhjálms nokkurs Péturs- sonar. Við getum ekki með nokkru móti skilið hvers vegna Vil- hjálmur gat ekki falið skömm sina með því að fara upp í sveit. Þess í stað afhjúpar hann sjálfan sig, sér og sínum senni- lega til ævarandi skammar. Ef orð hans eru sönn þá sýnir hann þáttinn Kjallarann og stjórnendur hans í frekar leiðinlegu ljósi. Það hefur mikið verið rætt um þann leiðinlega blæ sem er á íslenzkum tónlistarkvöldum. Þau hafa vart verið þolanleg vegna fólks, sem hefur sótt þau vegna þess að barinn hefur verið opinn. Setzt þar niður og talað um veðrið og látið eins og það væri á balli. Þetta hefur verið öllum tónlistaraðdáendum þyrnir í augum. Raunar hefur þetta eyðilagt alla stemmningu, sem gæti annars ríkt í kringum svona atburði. Því hvaða maður vill hlusta á veðurspár með tónlistinni og hvaða tónlistar- maður hefur ánægju af því að skemmta þegar þeir áhangendur sem hafa sig vana- lega mest í frammi eru dauðadrukknir vesalingar. Venjulega fylgir mikil óánægja yfir því að ekki er hægt að dansa eftir þessari tónlist. Helga Möller mun varla hafa grátið af gleði þar sem tónlist hennar drukknaði í drykkju- látum illa siðaðra áheyrenda á seinni SAM-komunni í vetur. Loksins þegar fastir tónlistarþættir koma í sjónvarpið og við héldum að allt yrði flutt inn í stofuna okkar þar sem við gætum sjálf skapað þann anda sem okkur félli bezt, hvað skeður þá? Umsjónarmenn þáttarins reyna að skapa þá stemmningu sem hefur nær riðið tónlistarat- burðum hér á landi að fullu. Og svo ert þú Vilhjálmur að hrósa þér og sjónvarpsfélögum þínum fyrir leikhæfileika!! Megum við heldur biðja um ballstemmningu á böllum en menningu í öðrum eins menningarþáttum og heiðar- legir tónlistarþættir eiga að Barbari, nei alls ekkii Vilhjálmur Pétursson hringdi: „Siðastiiðinn miðvikudag birtist lesendabréf i Dagblað- inu undir fyrirsögninni „Hvar i frumskógi isienzkrar menning- ar finnast slikir áheyrendur?" Bréfið var frá einhverjum, sem kallaöi sig tönlistaraðdáanda“. Þessi aðdáandi gagnrýndi mjög og viöhafði stór orð um þátt I sjónvarpinu, Kjallarann. Þar fluttu tvö trió tónlist slna og kvartaði aðdáandinn sáran undan „blaðri áheyrenda". Nú vill svo til að ég var meöal áheyrenda I sjónvarpssal og þvi einn af svokölluðum „barbör- um“. Þvl er mér sönn ánægja að upplýsa aðdáandann að við vorum beöin um að haga okkur svona — rétt eins og við værum ,á venjulegu balli. Vera að'öllu leyti sem eðlilegust, ræða um veörið og hlusta á músikina. Og til að upplýsa aðdáenda enn frekar — þá fengum við hrós fyrirgóða frammistöðu! Þvl finnst mér að fólk ætti að kynna sér málin áður en þaö fer með endemis bull og þvælu í blöðin — átta sig á hvað það er að tala um. Þar sem ég er á annað borð að láta heyra i mér um um- ræddan Kjailara þá langar mig að láta f Ijósi skoðun mlna á þættinum. Hinar svokölluðu pilagrlms- ferðir og blaður skemmdu á engan hátt þáttinn, að minnsta kosti fannst mér svo. Né heldur truflaði það músikina. £g tel mig alls ekki verr upp- alinn en þorra tslendinga þó svo að ég hafi verið í umrædd- um þætti. En úr þvípáð aðdá- andanum finnst égrvera illa uppalinn þá vona ég innilega að aðdáandanum takist betur uppeldi barna sinna. Þvi eins og aðdáandinn’sagði — erfitt er að kenna gömlum hundi að sitja. Hvar i islenzkri menningu er hægt aö finna sllka barbara? spyr aðdáandi. Ef sá kallast barbari, sem hagar sér eðlilega og hispurslaust, þá má aðdá- andi bíta gras." ■I n—i i SKIPTIR EKKIMALI HVORT ÞAÐ ER JÓN, SERA JON — við þolum einfaldlega ekki enn eina pláguna (eða Björn á Löngumýri) Siggi flug skrifar: ,,0g enn blaða ég í „Öldunum okkar," nú í þeirri átjándu þar sem árið 1766 er sagt frá „geig- vænlegum faraldri á Austur- landi: ÆÐI í HUNDUM, TÓFUM OG KÖTTUM — ALLT DEYR, SEM ÞESSI DÝR BÍTA. Hér hefur verið um að ræða svokallað hundaæði, sem barst til landsins til Norðfjarðar með tík er enskur skipstjóri átti. Segir raunar aö „enskur skip- stjóri sem þótti Árni bóndi í Nesi hafa prettað sig á brenni- víni, og hafi hleypt galdri á tík þar á bæ. Að sjálfsögðu þekktu lands- menn ekki til hundaæðis og héldu því að hér væri um galdra að ræða, en galdrar og allskyns villutrú var um þessar mundir mjög uppi meðal lands- manna. Nú, árið 1976 herjar á megin- landi Evrópu þessi faraldur. sem stefnir óðfluga en mark- visst í áttina til höfuðborgar Frakklands, en það er hið hættulega hundaæði sem berst með tófum, refum og köttum frá landi til lands. Sagt er að Frakkar hafi ekki tekið þessa hluti nógu alvarlega fyrr en nú á þessu ári, en nú er líka allt gert sem í mannlegu valdi stendur til þess að bægja þessum vágesti frá skógunum í kringum París. Við tslendingar erum stundum fljótir til að taka upp nýjungar og hefur ekki alltaf verið viðhöfð sú fyrirhyggja sem nauðsynleg er þá er t.d. lifandi búpeningur hefur verið fluttur til landsins. í öldinni átjándu er-að finna, árið 1762, fregn um það, að „ógurleg fjárpest breiðist óð- fluga út um Suður- og Vestur- land,“ en hér var á ferðinni „FJÁRKLÁÐINN" alræmdi sem við erum ekki enn búnir að losa okkur við. Á nítjándu öld- inni, eða tvö hundruð árum eftir að fjárkláðinn barst til landsins gaus hann upp síðast sem faraldur í sauðfé og varð til þess að inenn skiptust í tvo hópa, „lækningamenn" og „niðurskurðarmenn." Deildu menn hart um hvor leiðin væri betri, en það er önnur og löng saga. Að lokum fengum við svo yfir búfé okkar „KARAKÚL- VEIKINA" sem hingað barst með kynbótahrútum og hefur kostað íslenzkan landbúnað ómæld útgjöld. Einhverntíma voru lika holdanautskálfar fluttir til Iandsins, en þeir voru geymdir i sóttkví úti i Viðey. Kom í ljós að kálfarnir voru með einhvern húðsjúkdóm og voru drepnir þar í eynni. Á erlendum skipum eru oft svokallaðir „skipshundar,“ en ekki veit ég hvort af þeim gæti - 4^- « - : s< * 'V iv; • ' , iLög scgja svo til um að baöa skuii aiit te ner a lanai og ekkl skiptir máli hver eigandinn er. Eitt skal yfir alla ganga. stafað „hundafárs-hætta.“ Ég held þó að við ættum að kynna okkur varnir þær er Frakkar hafa nú í frammi til þess að hefta útbreiðslu veikinnar á meginlandinu. Hundaæði er geigvænlegur faraldur og gæti að fullu riðið okjcar landbúnaði ef veikin næði til landsins. íslenzkur landbúnaður má varla við því að fá yfir sig eina pláguna í viðbót. Fjárkláðinn er enn í landi okkar og íslenzk lög mæla svo fyrir að fé skuli baðað til þess að halda kláðanum í skefjum og skiptir engu máli hvort bónd- inn heitir Björn á Löngumýri, séra Jón eða bara Jón.“ SKIPAFRETTIRNARI ÚTVARPINU ERU Á ALÓMÖGULEGUM TÍMA Sjómannskona hringdi: „Hvernig stendur á því að þeir hjá Ríkisútvarpinu fást ekki til þess að breyta útsend- ingartíma skipafrétta. Þær eru nú kl. 16 síðdegis, sérstaklega óhentugur tími fyrir þær konur sem vinna úti, t.d. til fimm. Það er ómögulegt fyrir okkur að fá fréttir af því hvar skipin eru stödd, — því við náum því ein- faldlega ekki að heyra frétt- Eg er búin að tala við þá niðri í útvarpi, en þeir segja að þessu verði ekki breytt úr þessu. Getur það verið? Ef skipafrétt- irnar yröu lesnar í hádegisút- varpi eins og hér einu sinni yrðu allir ánægðir, við, — og svo skipafélögin, sem sífellt verða að vera að svara spurningum okkar um ferðir skipanna." Við höfðum samband við fréttastofu hljóðvarpsins og þar varð Margrét Indriðadóttir fréttastjóri fyrir svörum: „Ég veit satt að segja ekki, hverju ég á að svara þessu. Skipafréttir hafa verið lesnar á þessum tíma í mörg ár og við höfum ekki fengið kvartanir vegna þessa. Þetta er orðin föst venja, og fólk hlýtur að geta stillt svo til að hlusla á þeim tima.“ BORNISTODUGRI LIFS- HÆTTU VEGNA SLÓÐA- SKAPAR Á BYGGINGAR- LÓD í GARÐABÆ daufum eyrum Barði Arnason, Móaflöt 25 og Stefán Vilhelmsson, Móaflöt 23, sendu Dagbiaðinu eftirfar- andi: < Tilefni þessara lína er slys, sem varð sl. föstudag á byggingarlóð nr. 29-37 við Móa- flöt í Garðabæ. 11 ára drengur féll ofan af þakplötu niður á grunnplötu næsta húss (hér er um raðhúsalengju að ræða).- Féll drengurinn á steypustyrktarjárn, sem stóð upp úr grunnplötunni. Stakkst jármð gegnum læri drengsins og skar sundur æð. Missti drengurinn mikið blóð og mátti ekki miklu muna að honum blæddi út. Hefði hjálp borizt örfáum mínútum seinna væri þessi drengur ekki lengur í tölu lifenda. Það sem vekur furðu þeirra, sem horft hafa á þessar hörmungarframkvæmdir árum saman, er hinn algeri skortur á öryggisráðstöfunum á þessari byggingarlóð og alger hunzun á öryggisreglum, sem gilda um slíkar lóðir. Framkvæmdir á þessum raðhúsalóðum hófust fyrir u.þ.b. 8 árum og hafa gengið með slíkum endemum, að frægt er orðið í Garðabæ. A þessum 8 árum hefur byggingaraðila tekizt að gera tvö hús íbúðarhæf, tvö hús eru fokheld og á tveimur er enn aðeins búið að steypta botn-

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.