Dagblaðið - 23.06.1976, Page 3

Dagblaðið - 23.06.1976, Page 3
DAtiBLÁÐltí — MIÐVIKUDAOL'K 23. JUNÍ 1976. Þóoð Matthias Guðmundsson skrifar: Mér brá laglega þegar ég las grein Páls Heiðars, er hann nefndi pólitík eða fótbolti. Hann segir orðrétt „Höfundur þessara lína leyfir sér að draga mjög í efa nauðsyn jafn ítar- legrar fréttamennsku á jafn til- gangslitlu sviði. Hvaða máli skiptir það eftir tíu ár, hvort Valur skorar fleiri eða færri mörk hjá Víkingi í annarri um- hann Póll Heiðar sé ekki íþróttamaður... ferð bikarkeppninnar. Hverjir lesa svo alla þessa íþróttafrétta- dálka.“ Svo mörg eru þau orð. Það er greinilegt að Páll Heiðar les alls ekki þessa dálka að staðaldri. Veit hann ekki að íþróttafréttir blaðanna eru eitt vinsælasta efni þeirra. Það sem Páll segir ekki skipta máli eftir 10 ár eru bara undanbrögð út í hött. Lesendur lesa ekki um leik sem spilaður var í gær eftir tiu ár. Það hlýtur Páll að sjá sjálfur. Hér er þá ein spurning til þín Páll Heiðar: Hvaða máli skiptir það efni okkur, sem var í útvarpinu í síðustu viku? Hér "eru nokkur orð úr þessari grein Páls Heiðars til viðbótar. „En öllu einhæfari, leiðinlegri og innihaldslausari lesningu mun erfitt að finna í gjörvöllum blaðakosti lands- manna og það á þeim degi vik- unnar sem morgunblöðin ættu nú að vera með hressara móti.“ Þó að Páll Heiðar lesi ekki íþróttasíður blaðanna, þá er ekki þar með sagt að það geri enginn. Þó Páll stundi ekki íþróttir og aflagist allur í laginu, þá taka ekki margir hann til fyrirmyndar. Svo væri ekki úr vegi Páll Heiðar að taka fyrir í þáttum þínum, sem þú nefnir Hvernig var vikan, Iþróttir I vikunni, sem þú fjallar um hverju sinni. Raddir lesenda Hríngið í síma 83322 itii/fi ki. 13 og 15 eða skrífið 4£; Þó að Páll Heiðar sé ekki íþróttamaður, þá er ekki þar með sagt að svo sé ástatt um alla. dagsins Fylgistu með skrifum um myndlist í dagblöðunum? Þröstur Karlsson sjúkraliði: Ekki get ég nú sagt það. Ég hef lesið svolítið um Dunganon, en það er mjög forvitnilegt og skemmtilegt. Bjarni Stefánsson, leikmynda- smiður Þjóðleikhússins. Já, það geri ég svona af og til. Annars er svo mikið af svona skrifum að maður kemst aldrei yfir nema brot. Mér finnst Bragi Ásgeirsson mjög góður og ég tek til greina hans ákveðnu skoðanir á hlutun- um. Einnig er Aðalsteinn Ingólfs- son ágætur, en hann er að vísu miklu yngri en Bragi. VIÐ LIFUM ISUKKI0G SVALLI — qg nú er allt að fara á hausinn Ragnar Thorarensen skrifar: „Það var hér á árum áður að erfitt var að selja fiskinn. Hann féll I verði, sögðu kaupmennirnir. Jónas Jónsson frá Hriflu var þá ekki nærri allur.Hann vildi koma því gegn- um þingið að farið yrði fram á við Bandaríkjamenn, að þeir keyptu af okkur allan þann fisk er við þurftum að losna við og á hæsta verði. Hefði þjóðin haft þor til að hlusta á Jónas.á þeim árum liti margt öðruvísi út á íslandi. Við tókum við Marshall-hjálpinni ár eftir ár, sem hélt lífinu I þjóðinni. En þá lærðum við að lifa 1 sukki og svalli svo nú er allt að fara á hausinn. Nú eigum við aðeins eitt tromp á hendinni og það er að semja við vini okkar vestra að þeir viðurkenni að þeir skuldi okkur nokkuð háa upphæð. Bezt væri að láta Aron Guðbrandsson í Kauphöllinni reikna það út. Ekki er annar færari um það. En til þess að þetta bráðni ekki og verði að engu þurfum við að hafa sterka og hyggna stjórn. Þar væri Aron góður fjármálaráðherra." Auður Gunnarsdóttir nemi: Já, það kemur fyrir að ég les um myndlist ef ég rekst á eitthvað forvitnilegt. Margrét Asgeirsdóttir húsmóðir: Það er nú sjaldan, en það kemur fyrir svona af og til. plötuna. Allan þann tíma, sem byggingarframkvæmdir hafa staðið yfir, hefur byggingar- svæðið verið stórhættulegt börnum, sem eins og flestir vita, sækja mjög í slík svæði til leikja. Steypustyrktarjárn, 40 cm að lengd, standa beint upp í loftið úr steypunni, en þaðvar einmitt á ci'tt slíkt járn, sem drengurinn féll. Þarf ekki að spyrja hvernig farið hefði, ef járnið hefði stungizt í kviðarhol drengsins. Er þetta ekki í fyrsta sinn, sem slys hefur orðið á þessum stað, þó að ekki hafi fyrr orðið slíkt stórslys, sem betur fer. Eru þau ekki fá skiptin, sem við undirritaðir og aðrir nágrannar hafa gengið ú( á t).vggingar- svæðið og beygt niður • en jafnan hefur byggingaraðil- inn séð ástæðu til þess að senda menn á vettvang til að rétta teinana við, án þess að fram- kvæmdasemin næði lengra. íbúar nærliggjandi húsa hafa margsinnis kvartað yfir algerum skorti á öryggisráðstöfunum á umræddri byggingarlóð og seinagangi við byggingarfram- kvæmdir við hreppstjórn (nú bæjarstjórn) en nánast fengið dræmar undirtektir. Sams- konar kvartanir við byggingar aðilann sjálfan hafa ekki heldur borið neinn árangur og fremur mætt þar algeru skilmngsleysi eða öllu heldur viljaleysi til að gera úrbætur. Hefur okkur skilizt að byggingaraðili hafi margsinnis verið gefinn loka- frestur til að gera húsin fokheld, en þeir frestir hafa jafnan runnið út án þess að hann hafi tekið við sér. Gatan var fullgerð fyrir u.þ.b. 7 árum og umrædd lóð hefur verið sem flakandi sár á fallegri götu öllum til ama og leiðinda. Við síðustu sveitarstjórnar- kosningar var umræddur byggingaraðili kosinn í sveitar- stjórn (nú bæjarstjórn) og bjuggumst við þá við, að framkvæmdum yrði nú hraðað, enda trúðum við því ekki að hann héldi áfram að brjóta þær byggingarreglur, sem honum og öðrum stjórnar- meðlimum ber að framfylgja. En ekki aldeilis, seinagangur- inn var og er sá sami og öryggis- eftirlit ekkert. Fyrir hönd þeirra foreldra, sem stöðugt hafa átt og eiga enn börn í lífshættu vegna frágangs umræddra lóða, krefjumst við þess að bæjar- stjórn Garðabæjar svari opinberlega eftirfarandi spurningum. 1) Hvers vegna hefur þessum byggingaraðila liðizt að þver- brjóta byggingarreglur bæjar- félagsins æofan í æ og ár eftir ár. 2) Hvers vegna hefur sama aðila liðizt að hunza allar öryggisreglur og þar með að stofna lífi og limum barna bæjarbúa í stórhættu. 3) Hvaða ráðstafanir verða, nú gerðar til að koma í veg fyrir að annað stórslys verði á um- ræddum byggingarlóðum. Væntum við þess að bæjarstjórn Garðabæjar svari. þessum spurningum opinber- lega en fari ekki undan I flæmingi, svo sem hún hefur hingað til gert er þetta mál hefur borið á góma. Jón Júlfusson leikari: Já, ef ég les það sem ég kemst yfir eftir Braga Ásgeirsson, Aðalstein Ingólfsson og Níels Hafstein, og þá sérstaklega ef um nýja og lítið þekkta menn er að ræða. Gísli Jónsson : Já, ég hef mjög garnan af því að líta i efni um myndlist. Ég er utan af landi og héf þvi ekki oft tækifæri til að sjá sýningar.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.