Dagblaðið - 23.06.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 23.06.1976, Blaðsíða 7
DAGBl.AÐIÐ — MIÐVIKUDAGUH 23. JUNÍ 1976. 7 Erlendar fréttir REUTER Shirley Tempfe verður siða- meistari Fords Shirley Temple: Siðameistari .. Utanríkismálanefnd Oldungadeildar bandaríska þingsins samþykkti á fundi sínum í gær að skipa frú Shirley Temple Black, fyrrum barnastjörnuna Shirley Temple — í stöðu siðameistara Hvíta hússins. Frú Black er nú sendiherra lands síns í Ghana. Hún mun halda þeirri stöðu og á fulltrúadeildin nú eftir að samþykkja embættis- veitinguna. „Kristilegir demókratar eiga nú nœsta leik" — sagði kommúnistaforinginn Berlinguer í gœrkvöld Miðstjórn ítalska kommúnistaflokksins kemur saman í dag til að taká afslöðu til þess hvaða stefnu beri að taka í kjölfar kosninganna, þar sem kommúnistar juku veru- lega við fylgi sitt. 1 gærkvöld sagði flokksfor- maðurinn, Enrico Berlinguer, að úrslit kosninganna (flokkur- inn bætti við sig 49 sætum í neðri deild þingsins og 23 í öldungadeildinni) staðfestu þörfina á þvi að kommúnistar tækju þátt i mótun stjórnar- stefnunnar. Hann vildi aftur á móti ekk- ert segja um hvort kommún- istar myndu gera kröfu til ráð- herraembætta. né heldur hvort flokkurinn myndi styðja við stjórn undir forystu kristilegra demókrata. Það veltur algjör- lega á tillögum kristilegra demókrata, sagði Berlinguer. Um tuttugu þúsund manns söfnuðust saman fyrir utan aðalstöðvar ítalska kommún- istaflokksins í Hóm í gærkvöld til að fagna sigri flokksins í borgarstjórnarkosningunum, þar sem flokkurinn vann veru- legan sigur og er nú stærstur flokka. Mannfjöldinn hrópaði: ,,Róm er rauð, Ítalía verður það'síðar' og hvatti til þess að vinstri- stjórn tæki við rekstri borgar- innar. í borgarstjórn Rómar eru áttatíu fulltrúar. Kristilegir demókratar hafa til þessa verið þar í meirihluta, en eftir sigur kommúnista nú er það liöin tíð. Kommúnistum tókst þó ekki að ná meirihlutaaðstöðu í borgar- stjórninni.þeir bættu við sig niu fulltrúum og hafa því alls þrjátíu. Enrico Berlinguer hefur kastað boltanum upp og yfir til kristi- legra demókrata. Nú er að sjá hvert þeir senda hann. Segja bandarískir og s-afrískir ráðamenn, að fundur þessi kunni að hafa mikla heimssögulega þýðingu. Búizt er við þvi að fundurinn hefjist á hóteli Vor- sters nú eftir hádegið, og verður það i fyrsta skipti, sem s-afrískur ráðamaður hittir kollega sinn frá Bandaríkjunum til þess að ræða kynþáttavandamálið. sem orðið hefur enn verra að undanförnu, eftir miklar k.vnþáttaóeirðir í landinu. John Vorster og kona hans Tinie, við komuna til herflugvallarins við Bonn. Þaðan hélt hann rakleiðis inn í skógana við Bavariu til fundar við Kissinger. Henry Kissinger, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, og John Vorster, forsætisráðherra Suður Afríku, koma saman til fundar í bænum Bodenmais í dag, til þess að re.vna að finna leiðir til að koma í veg fyrir, að ástandið í kvnþáttamálum S-Afríku verði enn verra. KISSINGER OG VORSTER HEFJA VIÐRÆÐUR í DAG Ætla Sovétmenn að slá nýtt geimmet? Nýrri sovézkri geimstöð, Salyut-5, var skotið á loft á braut umhverfis jörðu í gær og talið er að i henni ætli Sovetmenn að slá met Bandaríkjamanna með því að dveljast þar lengur en i 84 daga. Samkvæmt fréttum frá Tass fréttastofunni á hið ómannaða geimfar að vinna ýmsar vísinda- legar rannsóknir og fullkomna athuganir á smíði geimstöðva. En ef byggt er á vel heppnuðum tveim fyrri tilraunum með Salyut geimstöðvar, er búizt við að tveir eða fleiri geimfarar verði sendir á loft innan nokkurra vikna til þess að vinna um borð í stöðinni. Hambros- banki tapar á norskum Brezki Hambros-bankinn hefur tapað 4.32 milljón sterlingspundum (liðlega 14 milljörðum ísl. kr.) á því að lána norsku skipafélögunum Reksten og Waage, að þvi er kemur fram í ársskýrslu bank- ans, sem birt var i London í morgun. Tapið ber bankinn með því að ganga í varasjóði sína. í raun réttri hefur Hambros lánað þessum tveimur skipa- félögum miklu meira, en norsk tryggingarfélög bera hluta tjónsins. Norsk stjórnvöld hyggjast leggja fram sem svarar rúmlega 200 milljörðum islenzkra króna til að tryggja að Reksten geti staðið við fjár- hagsskuldbindingar sínar. Að öðru leyti gekk rekstur bankans á síðasta fjárhagsári vel, að því er segir i skýrslunni, og græddist honum töluvert fé. ÞINGSKÝRSLA GÆTIVARPAÐ NÝJU LJÓSIÁ MORÐ KENNEDYS FORSETA — segir formaður rannsóknarnefndar öldungadeildarinnar um málefni leyniþjónustu Bandaríkjanna HANDS OFF CUBA! Join the Fair Play for Cuba Committee NEW ORLEANS CHARTER ' MEMBER BRANCH / Frec Lilcrahiró' E&jfoa*' EVERYONI r NEW ORLEANS LA i 1 1 2 7 23 8 9 63 Rannsóknarmenn í öldunga- deild Bandaríkjaþings birta í dag skýrslu sem einn þeirra segir að innihaldi ýmis mikil- væg atriði er gætu varpað nýju ljósi á morðið á Kennedy Bandaríkjaforseta — ef rétt væri að farið. Richard Schweiker, öldunga- deildarþingmaðuf Repúblik- anaflokksins, var formaður nefndarinnar. Skýrslan gagn- K Vinstri myndin var tekin af lögreglunni i INIew Orleans i agust 1963, en þa dvaldi Lec Harvey Oswald um tinia þar i borg. Hann stofnaði meðal annars vinattufolag Kubu og Bandarikjanna — og þykir nu ymsum það gruggugt. ekki sizt nieð tilliti til uppljostrana Bandarikjaþings um tilræði við lif Castros Kubuforingja. A hægri myndinni dreifir Oswald aroðursbloðuni og er eitt þeirra fellt inn i myndina rýnir hlutverk leyniþjónust- unnar CIA og alrikislögregl- unnar FBI i rannsókn morðsins á Kennedy fyrir þrettán árum. En varaformaður nefndar- innar. demökratinn Gary Hart, er á öndverðri skoðun og segir að í skýrslunni — sem er 110 blaðsíður — sé ekkert nýtt er ■ kipti máli. Hart sagði i Washington i morgun. að engin alvarleg sönnunárgögn lægju fyrir sem bentu til þess að Lee Harvey Oswald hefði ekki verið einn að verki í Dallas 22. nóvember 1963, en sú varð niðurstaða hinnar opinberu rannsóknar- nefndar. Warren-nefndarinnar svokölluðu. Skýrslan er samin af rann- sóknarnefnd öldungadeildar- innar um starfsemi leyniþjón- ustunnar. en sú nefnd starfar ekki lengur. Skýrslan var níu mánuði í vinnslu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.