Dagblaðið - 23.06.1976, Síða 14

Dagblaðið - 23.06.1976, Síða 14
14 DAGBLAÐIÐ — MIÐVIKUDAGUR 23. JUNl 1976. Nýju tœkin í Hljóðrita Þessar m.vndir sýna nýju tækin, sem verið er að setja upp í stúdíói Hljúðrita í Hafnarfirði. Vinna við breyt- ingarnar, sem skýrt var frá á poppsíðunni í síðustu viku, hefur gengið samkvæmt áætlun og hefur verið spennandi að fylgjast með stúdíóinu og stjórnherberginu taka á sig nýja og magnaða mynd. .öy. Myndin hér til hliðar er af scgulbandstækinu sjálfu, en sú neðri af upptöku- borðinu. Þessi tæki eru af gerðinni MCI og eru mest notuðu tækin í hljóðritunar- sölum á austurströnd Banda- ríkjanna. Enn um Austf jorðahljómsveitina Völund: „fr aðsókn ekki beztu meðmœli sem hljómsveit getur fengið?" Reyðarfirði 18/6 '76. Kæra poppsíða! Vegna bréfs sem Björh Jóhannsson sendi Dagblaðinu um hljómsveitina Völund viljum við leiðrétta nokkur atriði sem fram komu og orsakast líklega af öfund. Þeir standa allir fyrir sínu, þó aó Björn hafi ekki heyrt þessi breik annars staðar, þá getur hann ekki fullyrt að þau eigi ekki heima í lögunum. spyrja tvœr á Reyðarfirði Söngurinn er með þeim bezta á Austurlandi. Frumsamdir og breyttir textar eru mjög algengir hjá þeim og skemmtilegir. Alltaf eru þeir með þau lög sem talin eru vinsælust hverju sinni. Það er auðheyrt að Björn hefur oft hlustað á Völund og er þeim greinilega persónulega kunnug- ur. Skiljum við ekki hvers vegna hann pínir sig til að hlusta á þá ef honum finnst þeir svona lélegir. Það þarf vilja og iðni til að læra utan að heilt prógramm, sem aldrei er eins. Svo spyrjum við: Er aðsóknin ekki beztu meðmæl- in sem hljómsveit getur fengið? En hvenær kemst þessi „fína“ hljómsveit, Heródes, upp af „bleyju- og pelastiginu;" Það litla, sem við höfum heyrt til Heródes- ar var misþyrming á tónlist. Hve langt er að bíða þess að þeir læri að spila óbjagaða eða í það minnsta þolanlega tónlist? Þó að lögin með upprunalegu flj/tj- endunum væru ágæt þá var þeim misþyrmt svo, að þau voru nær óþekkjanleg. Þessi „frábæra" hljómsveit hefur spilað 2—3 sinnum í sumar. Eru þeir svo iðnir við að æfa sig. Að lokum óskum við Völundi góðrar Færeyjaferðar og góðs gengis. Sigurbjörg Hjaltadóttir, Heiða Öskarsdóttir. Mannakorn Lög eftir Magnús Eiríksson o. fl. LP-stereo. MOAK 34, Fálkinn hf. 1976. Platan Mannakorn er merkileg ýmissa hluta vegna. Þar eru saman komnir nokkrir góðir hljóðfaáraleikarar, semi yfirleitt ber ekki mikið á í íslenzkri popptónlist; þeir flytja vel gott efni og virðast hafa gaman af því. Öll lögin utan eitt eru eftir Magnús Eiriksson gítarleikara, sem á sínum tima samdi nokkur lög fyrir hljómsveitina Póník sem hann lék lengi með. I þá daga sýndi Magnús, að hann gat búið til skemmtileg lög, sem voru kannski dálítið óhefluð. Þessi nýju lög á Mannakorn eru ekki aðeins hefluð, flest að minnsta kosti, heldur einnig fínpússuð. Með þeim skipar Magnús sér hiklaust i röð með hinum fremstu, sem fást við að semja íslenzk dægur- lög. Lögin eru satt bezt að segja hvert öðru betra og skemmtilegra. Á köflum sýnir Magnús einnig prýðilegan gítarleik. Hann hefur líka gert flesta textana. 1 þeim eru ýmsir smávægilegir málhnökrar, en þeir skipta ekki máli, þegar stemmningin næst greinilega fram og vel er farið með skemmtilegt efni þeirra. Ef til vill má segja, að það séu stemmningarnar, er gera þessa plötu jafn eigulega og hún er. Hljómsveitin hefur marga stíla á valdi sínu. Þarna eru rokkarar í þeim anda, sem ríktu á gullárum rokksins fyrir 1960, eins og til dæmis: Komdu i parti og Lilla Jóns (hið síóarnefnda er raunar eina lagið, sem Magnús hefur ekki samið). Þarna eru fallegar vísur eins og Ö, þú, Sjómanna- vísa og 1 rúmi og tíma, þar sem Magnús lætur í ljós hæversku sína: ,,Kj4 rcyni ártsynjíja en artrir hafa fej’ri hljóh STEMMNINGAR OG STUÐ En Magnús er ekki einn um að eiga heiðurinn af þessari plötu. Með honum eru færir og ræðumaöur hef éji aldrei verið neinn. 1 hinu KrujijíUKa fljóti alls sem er \il éj> týnast. aldrei láta bera á mér," Vió upptöku á Mannakorni: Pálmi Gunnarsson og Baldur Már Arngrímsson. í)B-mynd Björgvin Pálsson. menn: Pálmi Gunnarsson, bassaleikari og söngvari, Baldur Már Arngrímsson, gítar- leikari, Björn Björnsson, trommuleikari, Vilhjálmur Vilhjálmsson, söngvari, og Úlfar Sigmarsson, píanóleikari, auk ýmissa annarra, sem leika minni hlutverk. Ekki má svo gleyma Magnúsi Ingimarssyni sem hefur útsett á sérlega smekklegan hátt strengja- og blásarasveitir fyrir nokkur laganna. Það hefur lengi verið vitað, að fáir menn á þessu landi syngja betur en Vilhjálmur Vilhjálmsson. Á þessari plötu syngur hann þrjú lög og tekur þátt í einu öðru.Nokkuð er liðið síðan heyrzt hefur í Vilhjálmi en biðin var þess virði. Hann hefur raunar sjálfur nýverið lokið við að syngja inn á breiðskífu, sem við treystum okkur til að lofa að á eftir að fá feikna góðar viðtökur. Vilhjálmur er líklega einn af fáum söngvurum á landinu, sem hefur óaðfinnanlegan framburð á íslenzku máli, enda telur hann aðalatriðið að hvert orð sem hann syngur skiljist. Pálmi Gunnarsson syngur flest laganna. Hann er einnig hiklaust meðal beztu dægur- lagasöngvara þessa lands, og hefur í vetur tekið miklum framförum i bassaleik, enda verið við tónlistarnám. Pálmi syngur hér eins og hetja, hvort heldur það er rólegt og fallegt lag á borð við Ö, þú, eða fjörugt rokklag eins og Komdu í partí. Magnús syngur síðan tvö lög, Blues í G og Hudson Bay, það síóarnefnda ásamt Vilhjálmi. Blues í G er stórskemmtilegt hrátt og gróft, eins og til dæmis gitarsðlóið, sem Magnús spilar þar. Baldur Már Arngrtmsson gítarleikari syngur eitt lag, Lillu Jóns. Baldur var á sínum tíma i Ludó-sextett og á ekki aðeins til stemmninguna frá þeim tíma, heldur einnig stemmningu dagsins í dag. Hann býr yfir langri reynslu sem nú fyrst kemur almenni lega fyrir eyru almennings. Út koman er einföld: Mannakorn er sigur fyrir Baldur Má. Ekki einasta spilar hann víða fjör- lega og syngur Lillu Jóns eins og hún sé hans eigið „beibí,“ heldur hefur hann stjórnað upptöku plötunnar og annazt endanlegan frágang hennar I skurði (þ.e. gerð „mömmunar," sem platan er síðan pressuð eftir). Það hlýtur því að mega þakka Baldri það að verulegu leyti — ásamt upptökumannin- um Tony Cook, sem sannar ágæti sitt með hverri plötunni á fætur annarri — hversu heildarhljómurinn er góður á þessari plötu. Af því sem að framan er sagt fer víst ekkert á milli mála að okkur þykir þetta góð plata. Hún ætti að geta náð til breiðs áheyrendahóps og hún verður dregin fram úr plötusafninu aftur og aftur við ýmis tæki- færi. Þegar rómantíkin gagn- tekur mann er hægt að spila Ö, þú, í partíum spilar maður Lillu Jóns, Komdu í partí, og fleiri lög; í timburmönnum skilur maður Blues í G og í rólegheit- um einn á sunnudagseftirmið- degi er indælt að hlusta á Sjó- mannavísu og I rúmi og tíma, svo nokkur dæmi séu nefnd. Umbúðir þessa prýðilega Mannakorns eru til fyrirmynd- ar, raunar óvenjulega skemmti- legt umslag. Það hefur gert Kristján nokkur Kristjánsson myndlistarkennari. Það verður gaman að sjá hvað — og hvort — hann gerir næst á þessu sviði. Við tökum ofan fyrir svona plötum. —ó.vald.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.