Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 23.06.1976, Qupperneq 15

Dagblaðið - 23.06.1976, Qupperneq 15
DAííBI.AÐIt) — MIDVIKI D \Ct’K 23. .JL'NI 1976. LynyardSkynyard: Ósköp sléttir og felldir Um nýjustu plötu Lynyard Skynyard, Gimme Back My Bullits, er ósköp lítió að segja, nema það aö hún lætur vel í e.vrum. Ekkert lag er öðrum fremur vert athygli og þó að eitt lagið hafi verið gefið út á lítilli plötu viroist mér það ekki hafa verið sérstaklega valið vegna þess að það hefði meiri möguleika til að slá í gegn en önnur. Lag þetta nefnist Double Trouble. Fyrir L.vnyard Skynyard- aðdáendur er þessi nýja plata ef- laust vel þegin, en sem plata til að byrja á að hlusta á hljómsveitina, er hún vonlaus. Þar er ekkert lag, sem öllum getur fallið eins og var á síðustu plötu, þar sem Sweet Home Alabama sló í gegn. * * Alls konar músík fyrir alls konar fólk — það er Tríó '72 ,,Við erum stöðugt á ferð og flugi út um allt land," sagði Bjarni Sigurðsson, hljóin- sveitarstjóri í Tríói '72, þegar við rákumst á hann og hljómsveit hans er þeir stigu um borð í flugvél á Reykja- víkurflugvelli 17. júní. Þá var Bjarni að fara með menn sína austur í Egilsstaði, þar sem tríóið átti að leika f.vrir dansi nokkur kvöld. Tríó '72 er nú skipað þeim Bjarna, sem leikur á cordovox og bassa, Stefáni Þorbergssyni, gítarleikara og aðalsöngvara, og Má Elíassyni, trommu- leikara og söngvara. Þeir félagar leika alls konar- músík fyrir alls konar fólk, eins og þeir segja sjálfir, Trió '72 hefur um nokkurt skeið verið meðal vinsælustu danstríóa á landinu og þá ekki sízt fyrir það, að Bjarni og menn hans eru fljótir að koma öllum í dansskap og út á gólfið — sem hlýtur að vera tilgangur dans- hljómsveita. -OV. Trió '72 á leið til Egilsslaða. Már trommuleikari er lengst til vinstri, þá gitarleikarinn Stefán og loks Bjarni hljóm- sveitarst jóri Sigurðsson, cordovox- og bassaleikari. DB-mynd Arni Páll. TIZKUHORNIÐ Þœgilegur sólkjóll I sólarhitanum er svona víður kjóll tilvalinn og manni líður vel i svona klæðum. Þröngur og aðskorinn fatnaður er ekki vel við hæfi í heitu loftslagi. Hér mætti allt eins nota rúllukragabol innanundir. Það sýnist ekki vera mikið mál að sauma svona kjól úr einhverju léttu og skemmtilegu efni. Það er breitt teygjustykki yfir brjóstin og kióllinn sjálfur rykktur undir teygjuna. Tilvalinn fyrir vanfæiar og einnig þær sem eru i þvngri þyngdarflokknum. Þótt ekki verði mögulegt að nota svona fatnað úti vtð hér i sumar skaðar ekkt að lifa i voninni og eiga eitthvað al' sumarfatnaði til EF sólin skyldi skína. Pils utan yfir kjólinn A'uk þess að hægt er að nota svona „laust" pils eitt sér er tilvalið að nota það utan yfir kjóla, bæði sem aukahlut við nýjan kjól og einnig að hressa upp á gamlan kjól, sem kann- ski er orðinn of stuttur með slíku yfirpilsi. Nýju kjólasniðin eru mörg hver með þröngu pilsi og lausu pilsin geta gefið tilbreytni. Þá á pilsið að vera einlitt og kjólinn með mynztri eða öfugt. Þá er tilvalið að hafa höfuð- klútinn úr sama efni og pilsið. Einfalt vesti úr þremur treflum Oft er það einfaldasta lang- fallegast. Varla er hægt að hugsa sér nokkuð einfaldara en vestið hérna á myndinni, en það er búið til úr þremur jafn- löngum stykkjum. Hægt er að prjóna svona stykki úr garni með gullþræði og nota síðan við hvítar síð- buxur. Er þá kominn fínasti kvöldklæðnaður. Ef notað er annars konar garn er hægt að nota vestið við hin ýmsu tæki- færi. Prjónið þrjú jafnlöng stykki. Eitt á að vera breiðast (fyrir bakið) og tvö aðeins mjórri (framstykkin). Saumið síðan stykkin saman á öxlunum og frá mitti og niður úr. Loks er stórt kögur saumað á allt í kring að neðan og vestið tekið saman í mittið með belti. Sumarskófatnaður í sumar er í tízku að hafa reimar og bönd á skónum og alveg upp undir hné. Til, er á markaðinum bæði hér heima og erlendis alls kyns ,,smart“ og þægilegur skófatnaður. Þar sem óhætt er að ganga um berfættur án þess að eiga á hættu að skera sig í iljar annað hvort á rusli eða eggjagrjóti (slíkur staður er trúlega vand- l'undinn á íslandi) er hægt að nota ,,skó"-fatnað eins og mynd- in sýnir. Þetta eru bara mislit bönd sem vafin eru utan um stóru tána og upp eftir kálf- anum og bundin uppi við hné. Ofan á tána er látið gerviblóm til skrauts. Daman á myndinni er einnig með sams konar blóm í hárinu og sjá má að hún er í viðamikl- um blúndu-undirpilsum. Sem sagt allt fyrir rómantík- ina. Vinnugallar og samfest- ingar sem fengið hafa andlitslyftingu Fatnaður, sem fyrir nokkrum árum gekk undir nafninu vinnu„gallar“ og samfestingar, hefur hlotið heilmikinn heiðurssess í tízkuheiminum í dag. Að vísu hefur þessi tegund fatnaðar fengið eins konar „andlitslyftingu," — efnið ekki orðið eins grófgert og áður og sniðið fellur betur að likamanum en áður var. Þessir samfestingar eru nú framleiddir úr ýmiss konar efnum, bæði einlitum og rönd- óttum. Buxnaskálmarnar eru ýmist beinar niður eða útsniðnar. Hentugt er að vera í léttum bómullarbolum innan- undir. Samfestingarnir geta einnig verið með klaufum á buxna- skálmunum. teygju i mittið, stuttum ermum með uppslög- um og smá vasa hér og þar til skrauts. Þið sjáið hér á myndinni hvað þetta getur verið smellinn og skemmtilegur klæðnaður.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.