Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 23.06.1976, Qupperneq 24

Dagblaðið - 23.06.1976, Qupperneq 24
Spá um hag þjóðarinnar í ár: KJORIN 3 PROSINTUM VERRIEN í FYRRA MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNt 1976. Milli heims frjálst, óháð dagblað Kaupmáttur launa virðist munu verða um þremur af hundraði minni í ár en í fyrra, segir i spá Þjóðhagsstofnunar, sem birt var i gær. Verðbólgan er talin verða 30 prósent eða nokkru minni en í fyrra. Framleiðsla þjóðarinnar er talin munu minnka um 2—3 prósent frá fyrra ári, en vegna betri viðskiptakjara munu þjóðartekjurnar minnka minna eða um 0,5—1,5 prósent. Keflavíkurflugvöllur: Hermenn taka að sér œ f leiri störf syðra — en íslendingarnir látnir víkja ,,Við erum undrandi á því að stöðugt skuli nú fjölga her- mönnum í störfum sem íslend- ingar hafa áður unnið á Kefla- víkurflugvelli. Sífellt fleiri her- menn sinna nú ýmsum verkefn- um sem unnin hafa verið af íslendingum, fyrir utan þau störf sem Islendingar gætu sinnt ef yfirlýstri stefnu í at- yinnumálum á vellinum væri fylgt,“ sagði Karl Steinar Guðnason, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, í viðtali við Dagblaðið í gær. Nú hefur verið ákveðið að leita fundar við utanríkisráð- herra út af þessu máli sem er mjög mikið rætt þar syðra þessa dagana og hefur orðið tilefni mikillar óánægju. ,,Ég sé ekki betur en her- menn séu nú fleiri hér en áður. auk þess sem skólanemendur og fjölskyldur hermanna á vellinum hafa nú i vaxandi mæli tekið að sér ýmis störf. Meðal annars virðist þetta auð- séð á viðhalds- og viðgerðar- verkstæðum," sagði Karl Steinar. Auk þess sem íslendingar eru settir hjá um störf hefur dregið mjög úr yfirvinnu af þessum sökum þar sem aftur á móti hefur verið aukin yfir- vinna hermanna og skylduliðs þeirra. „Þessi þróun er í algerri mót- sögn við það sem lýst hefur verið yfir af islenzkum stjórn- völdum um að Islendingar eigi í vaxandi mæli að annast þau störf sem þeir geta sinnt á Keflavíkurflugvelli," sagði Karl Steinar, „og mun auðsótt að fá staðfestingar forstöðu- manna bæði Keflavíkurverk- taka og Islenzkra aðalverktaka um þetta mál.“ „Við munum láta þetta til okkar taka og óska eftir fundi við utanríkisráðherra um málið hið fyrsta," sagði Karl Steinar Guðnason að lokum. —BS Logandi strœtisvagn Eldur varð laus í strætisvagni á Kirkjusandi kl. 6.45 í morgun, rétt áður en vagninn átti að hefja áætlunar- ferðir. Eldurinn náði að breiðast nokkuð út áður en slökkviliðsmenn komu á vett- vang og slökktu. Kr vagninn talsvert inikið skcmindur. Kldsupptiikii! urðu i oliu kerfi bilsins -<\M. Samt ergertráð fyrir að heildar- þorskaflinn verði 290—320 þús- und tonn, sem er talsvert meira en fiskifræðingar höfðu talið ráðlegt. I svörtu skýrslunni var talað um 230 þúsund tonn og „sóknarnefnd" taldi að veiða mætti 280 þúsund. Heildar- framleiðsla sjávarafurða er tal- in munu minnka um 1—1,5 prósent. Viðskiptakjörin, það er hlut- fallið milli verðs á útflutningi okkar og innflutningi, eru talin munu hatna um sjö prósent í ár. Viðskiptajöfnuður verður samt óhagstæður um 12,4—13,4 milljarða. sem eru um 5,5 prósentaf þjóðarframleiðslunni og verður því hlutfallslega skárri en síðustu ár. Hallinn var 11,5 prósent af framleiðsl- unni í fyrra og 11,3% 1974. Vöruskiptahallinn verður helmingi minni en í fyrra, :þá 12—H3 milljarðar. Almennur vöruinnflutningur er talinn munu verða 6—7 prósentum minni en í fyrra. Utflutningur muni aukast um 2—5 prósent. Átta prósenta samdrætti er spáð í fjár^estingu, og tvö prósent samdrætti á einka- neyzlu en samneyzlan (hið opinbera) muni standa í stað. — HH og helju í gjörgœzlu- deild — ef tir tvöf aldan áreksturá (DB-mynd Sveinn Þormóðsson) Þannig var umhorfs á slvsstaðnum i gærkvöld Vestur- landsvegi Ung kona úr Mosfellssveit liggur milli heims og helju í gjörgæzludeild Borgarspítalans eftir mjög harkalegan árekstur á áttunda tímanum í gærkvöld . Er konan talin í mikilli lífs- hættu. Slysið varð á Vesturlands- vegi skammt ofan við Nesti á Ártúnsbrekkubrún. Konan var á leið frá bænum. Á mótum Breiðhöfða stóð kyrrstæður VW-bíll og beið færis á að beygja norður Breiðhöfða. Bíll ungu konunnar skall á þessum kyrrstæða bíl af miklu afli. Við það kastaðist bíll konunnar þversum á veginum og út á akrein ætlaða bilum á leið til Reykjavíkur. Scout-jeppi var þar á ferð og skall hann á bifreið konunnar aftan til vinstra megin og var það einnig mikið högg. Við það kastaðist bifreið konunnar aftur í hálf- hring og hún féll út úr bílnum. Konan hlaut mikla höfuð- áverka auk annarra meiðsla og er sem fyrr segir í mikílli lífs- hættu. —ASt ■ ■ Bœjarlögmaður hreinsaður af grun um misferli í starfi Georg H. Tryggvason, bæjar- lögmaður í Vestmannaeyjum, hefur verið hreinsaður af öllum ásökunum um misferli í starfi sínu, en bæjarstjórnin í Eyjum samþykkti nýlega að láta fara fram rannsókn á starfsferli hans hjá bæjarfélaginu. Mál þetta er þannig til komið að á meðan Heimaeyjargosið stóð yfir hafði bæjarstjórn milligöngu um sölu á íbúðum í Eyjum. Sem bæjarlögmaður annaðist Georg þessar sölur, kaupendum að kostnaðarlausu. Eftir að gosi lauk og bæjar- félagið hætti þessari starfsemi hafði Georg hins vegar sjálfur milligöngu um sölu á nokkrum íbúðum og tók fyrir það þókn- un. Þá var önnur ástæða fyrir samþykkt bæjarstjórnar um fyrrnefnda rannsókn sú að árið 1972 kevpti Georg litla íbúð af bæjarfélaginu. Greiðslu innti hann af hendi að mestu leyti með skuldabréfi til langs tíma. Þessi viðskipti voru samþykkt á þessum tíma í bæði bæjarstjórn og bæjarráði, en þó án þess að kaupsamningur lægi fyrir þegar málið var afgreitt þar. I vetur voru þessi mál síðan tekin upp í bæjarstjórn Vest- mannaeyja og sýndist einhverj- um bæjarfulltrúanna, að Georg hefði „auðgað sjálfan sig með þóknun frá þeim aðilum, sem héldu sig vera að fá ókeypis þjónustu hjá honum,“ eins og Sigurbjörg Axelsdóttir, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, komst að orði í grein 1 blaðinu Fylki 19. júní. Nú hefur rannsókn bæjar- ráðs farið fram ogniðurstaðan orðið sú að Georg Tryggvason hafi í engu brotið reglur eða samþykktir bæjarstjórnar og bæjarráðs. Jafnframt starfi bæjarlög- manns hefurGeorg gegnt starfi varabæjarstjóra. —ÖV Floskan í vasann: Yfirheyrslum ekki lokið Rannsókn á meintu og viður- kenndu misferli tveggja yfir- manna Tollgæzlunnar í Reykjavík — hið svokallaða „flaskan í vasann“-mál — stendur enn yfir hjá Sakadómi Reykjavikur. Að sögn Haralds Henrys- sonar sakadómara, sem annast rannsóknina, hefur hún tafizt þar sem beðið var eftir að næðist i nokkra aðila, er þurfti að yfirheyra. Þeim yfirheyrsl- um er ekki lokið enn, en Haraldur kvaðst gera sér vonir um að það yrði fljótlega og þá færi málið til embættis ríkis- saksóknara. —ÖV KAPLASJÓNYARP TILBÚIÐ Á KEFLAVÍKUR- — ný senditœki fyrir lit koma einnig — en verða ekki notuð að sinni FLUGVELLI Nú fer að styttast í því, að Suðurnesjabúar geti notið þeirra forréttinda að horfa á sjónvarp varnarliðsins á Kefla- vikurflugvelli. Um þessar mundir er unnið að þvi að leggja sjónvarpslinur um allt svæði varnarliðsins. Þegar þvi verður lokið í haust verður eingöngu sent úl eftir lokuðu kerfi, sem enginn getur notið. nema tæki hans se tengl við í HAUST kerfið. Ákvörðun um þessa breytingu var tekin af Alþingi fyrir tveimur árum, er endur- skoðun varnarsamningsins fór fram. Timinn. sem hefur liðié síðan, hefur farið i japl og jaml og fuður um hvernig staðið skuli að bre.vtingunni. Jafnframt þvi sem sjönvarpað verður eftir köplum koma ný tæki í sjónvarpsstöð varnarliðsins. Þau sem fyrir voru voru löngu orðin úrelt og úr sér gengin. Nýju tækin eru gerð fyrir litsjónvarp. Að sögn útvarpsstjórans á Keflavíkur- flugvelli er þó allt óráðið um, hvenær farið verður að senda út í lit. Öll sjónvarpsviðtæki á vellinum eru gerð fyrir svart/hvíta móttöku, en væntanlega verða þau endur- nýjuð með littækjum í fram- tíðinni. Við þessa breytingu batna móttökuskilyrði til muna fyrir Bandaríkjamennina. Á meðan myndinni er varpa'ð út á haf, er móttaka sjónvarpsefnis fremur bágborin í Rockville og á fleiri stöðum. -AT

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.