Dagblaðið - 25.06.1976, Side 2

Dagblaðið - 25.06.1976, Side 2
DAGBLAÐIÐ — FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 197$. 2 r Hvers á fólkið á mölinni að gjalda? — gjald heimtað fyrir að drepa niður fœti úti í sveit Hjóihysaeigendur eru ekki ánsgðir með það gjald sem þeim er gert að greiða fyrir aðstöðuna. Af hverju er ekki heldur lokað á mánudögum Karl Arnason hringdi: „Undanfarin ár hefur fólk sem hefur yfir hjólhýsum að • ráða getað farið með þau í þjóðgarðinn okkar, Þingvöll, og haft þau þar um lengri eða skemmri tíma. Nú hefur verið ákveðið að taka gjald fyrir hvert hýsi og mér skilst að það sama eigi að ganga yfir þá sem tjalda þarna í þjóðgarðinum. Ef hjólhýsi er haft þarna í fjóra inánuði á ári og ef viðkomandi er í klúbbi þeim sem eigendur hjólhýsa stofnuðu, þá þarf hann að greiða 18.000.00 kr. yfir sumarið. Ef um styttri tíma er að ræða, þá verður þetta tiltölulega dýrara. Ef við setj- um dæmið upp þannig að 100 hjólhýsi séu þarna í fjóra mán- uði, þá verða þetta 1.8 millj- ónir. Þarna fá gestir ekki neina þjónustu fyrir þetta gjald. . Þetta mun verða til þess að eigendur hjólhýsa ferðast með þau fram og aftur um vegi landsins og slysahætta eykst til muna. Það eru margir sem komast ekki nema t.d. um aðra hverja helgi og þá stendur hýsið ónotað langan tíma. Þetta verður eflaust til þess að fólk tekur þau frekar með sér aftur til Reykjavíkur en lætur þau ekki standa á sama stað allt sumarið. Þetta fordæmi verður einnig til þess að fólk á mölinni getur ekki tyllt niður fæti úti í náttúrunni án þess að bændur heimti gjald fyrir. Ef maður slysast til að tjalda á fallegum stað úti í náttúrunni þá líður varla nema augnablik þangað til að einhver er kominn og búinn að heimta okurgjald fyrir þann skika sem maður hefur gerzt svo djarfur að tjalda á. Þetta er ömurleg þróun, sem mér finnst að þjóð- garðurinn á Þingvöllum ætti ekki að beita sér fyrir. “ Húsmóðir í austurbænum skrifar: ,,Nú er kominn ,,sumartími“ verzlana og þær allar lokaðar á laugardögum. Nokkrar hafa að visu opið til kl. 10 á föstudags- kvöldum og er það alveg prýði- legt. En ég get ekki skilið hvers vegna kaupmenn mega ekki hafa verzlanir opnar á laugar- dögum, ef þeir vilja greiða af- greiðslufólkinu kaup fyrir. Þeir mega að vísu hafa opið ef þeir eru sjálfir eða fjölskylda þeirra við afgreiðslu, en ekki kaupa til þess aðstoð. Fyrr má nú vera hverjar reglur eru settar til að vernda þegnana gagnvart kerfinu. Mér fyndist miklu nær að verzlanir væru t.d. lokaðar á mánudögum, en fjöldinn allur af fólki vill gjarnan nota laugardaginn til þess að verzla. Þá mætti spyrja. Hvenær á þá verzlunarfólk að verzla? Það veit ég ekki, það verður að finna það út sjálft, en alveg liggur ljóst fyrir að það verzlar ekki á laugardögum. Það væri kannski ráð að kynna sér hvernig þetta gengur fyrir sig í nágrannalöndum okkar. Ég hef verzlað á öllum mögulegum tímum bæði austan hafs og vestan. Erlendis eru verzlanir alls ekki opnar á svona rígbundn- um tíma, frá kl. 9—6 alla daga vikunnar, heldur er opið á hinum ýmsu timum í búðunum.“ Við eigum að minnast Gunnars á viðeigandi hátt Viðeyjarfari hafði samband við dálkinn: „Mér og fleirum kom það óneitanlega á óvart, þegar við komum út í Viðey á dögunum, að sjá að á leiði okkar ástsæla rithöfundar, Gunnars Gunnars- sonar, er aðeins að finna sóleyjar og litla hríslu, sem hefur verið njörvuð með kassa- fjöl og grisjubindi. Okkur er spurn: Ætlar íslenzka þjóðin ekki að heiðra minningu þessa mikilhæfa listamanns með því að reisa honum viðeigandi bautastein?" Raddir lesenda ’A hinn almenni neytandi ekki meiri rétten'þann að hægt se að, meina honum að verzla á laugardagsmorgnum. Hvernig listaverkin? „Hvernig stendur á því að listaverk sem komið hefur verið fyrir á torgum og í al- menningsgörðum í Reykjavík eru ómerkt? Væri mikill kostnaður sam- fara því að setja litla plötu á stytturnar þar sem segir eftir hvern listaverkið sé, hvenær það hafi verið gert, hvenær sett upp og hvað það heiti? A sl. árum hefur verið tekinn upp sá siður að skilti hafa verið sett upp þar sem stórar framkvæmdir standa yfir. Á skiltunum stendur hvað verið er að reisa, hverjir eru arkitektar, verktakar o.s.frv. Þetta finnst mér alveg prýði- legt. Er alveg til háborinnar skammai: að listaverkin skuli ekki vera triérkt. Listaverkaunnandi" Það er leitt til þess að vita ao engar uppiysingar sianda a slyttunni af Ilaligrimi Pélurssyni. I)B-mýhd Björgvin. AF HVERJU EKKI FRÉTTIR AF FLUGVÉL- UM EINS 0G SKIPUM Haraldur Örn Haraldsson hringdi: „Hér áður fyrr tíðkaðist hjá útvarpinu að lesa flugvélafrétt- ir ásamt skipafréttum og öðru fréttaefni á hverjum degi og oft á dag. Þessu var hætt fyrir nokkrum árum, til mikilla von- brigða fyrir marga hlustendur, Það er mikið hagræði að því að geta fylgzt með brottför og komu flugvéla til landsins. Vil ég koma þeim tilmælum til að- standenda fréttastofu útvarps- ins að taka nú upp þennan sið að nýju, rétt eins og lesnar eru ennþá skipafréttir" Haft var samband við frétta-' stofu útvarpsins af þessu til- efni, og varð þar Margrét Indriðadóttir fyrir svörum. Kvað hún flugvélafréttir hafa verið lagðar niður fyrir all- mörgum árum vegna þess að ekki hefði þótt nauðsyn á lestri þeirra. Það fólk sem fylgdisl með ferðum flugvélanna væru aðallega farþegar og aðstand- endur þeirra, sem fylgdust með þessu eftir öðrum leiðum svo þetta væri algjör óþarfi. öðru máli gegndi um fréttir af skip- um sem væru langdvölum er- lendis án þess að nokkuð spyrðist af ferðum þeirra nema þá í gegnum útvarpsfrétt- irnar. Eru ferðir þessara farartækja ekki jafn fréttnæmar og annarra?

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.