Dagblaðið - 25.06.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 25.06.1976, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ — FÖSTUDAGUR 25. JUNl 1976. 3 Hvoð verður um ondar- ungana á Tjörninni? Vildirðu eiga hjólhýsi? — þeir f aro í svartbakinn Björn Jóhannesson skrifar: „Ég fékk mér göngutúr í mið- bænum i góðu veðri um daginn. Leiðin lá m.a. niður að Tjörn. Við fyrstu sýn virtist lífið ganga sinn vanagang þar. En ef staldrað er við þarna um stund verður maður. þess áskynja hvers kyns er. Þarna er mjög mikið af svartbak og það var ömurleg sjón að sjá hvernig hann renndi sér niður að vatns- borðinu og tók litlu andar- ungana og át. A þeim stutta tíma sem ég staldraði við þarna við Tjörnina, lentu margir ungar í svartbaknum. Ef ekkert verður gert til að stemma stigu við þessari hörmung hlýtur að fara svo að lokum að engir ungar komist upp í sumar. Einnig eru nokkrir æðar- fuglar í hólmanum og ekki get ég ímyndað mér að þeir fái nokkurt æti, vegna þess að þeir þora ekki að hreyfa sig fyrir vargfugli. Er virkilega ekki starfandi dýraverndunarfélag hér í höfuðborginni? Eitt er víst að það verður að láta hendur standa fram úr ermum og gera eitthvað i þessu máli. Mér var að detta í hug hvort ekki væri reynandi að setja net með stórum möskvum í tjörn- ina og hafa það lóðrétt. Ég er viss um að svartbakurinn verður ekki eins ágengur, þegar hann sér netið. Það er mikið um æðarfugl við Viðey og Engey. Þar þjóta um hraðbátar og ef svo heldur sem horfir eyðileggst varpið á þessum stöðum. Það verður að hafa eftirlit með þessu og leyfa ekki svona yfirgang." Það verður að koma í veg fyrir þá hörmung að ungarnir á Tjörninni fari allir í svart- bakinn. DB-mynd Ragnar Th. ATVINNUREKENDUR EIGA EKKI AÐ KOMAST UPP MED SLÍKT — umsóknareyðubloðið allt of persónulegt Erla skrifar: ,,Eg er ein af fjölmörgum at- vinnulausum nýstúdentum og er því auðvitað í atvinnuleit. Ég fylgist náið með auglýsinga- dálkum blaðanna í von um að eitthvað reki á fjörur. Ég þótt- ist sjá hér um daginn nokkuð sem mér leizt á. I auglýsing- unni stóð að eyðublöð lægju frammi á skrifstofunni. Ég fór auðvitað á stúfana og sótti mér eitt eintak. Þegar ég kom heim brá mér heldur en ekki í brún, yfir allri þeirri lesningu sem var á umsóknareyðublaðinu. Þar voru alls kyns spurningar, sem að ég get ekki séð að at- vinnurekanda komi neitt við. Sem dæmi má taka áhuga á trúmálum, sem ég hélt að væri einkamál hvers og eins. Það fór því svo að ég sótti ekki um þá atvinnu sem hér um ræðir. Eg kæri mig hreint ekki að vera að dreifa út um bæ alls kyns persónulegum upplýsing- um á þessij stigi máls. Svo þegar maður er búin að fylla allt sómasamlega út og gefa alls konar persónulegar upplýs- ingar fær maður kannski ekkert svar. Fólk getur svo notað þetta að vild. Þegar helztu upplýsingar eru fyrir hendi, held ég að atvinnurek- andi geti nokkurn veginn séð hvort viðkomandi hæfir aug- lýstu starfi. Með viðtali getur hann svo athugað málið betur." Erla sendi okkur umsóknareyðublaðið með bréfi sinu, hér eru nokkur sýnishorn úr því. Óskar Elfasson netamaður: Það gæti verið skemmtilegt. Ég mundi hafa það hér á Suðurlandi ein- hvers staðar. Róbert Arni Hreiðarsson cand jur: Nei, alls ekki. Þar kaupa menn köttinn i sekknum. Það er hörmung að sjá breiðurnar af hjólhýsum á Laugarvatni og Þing- völlum. Þetta er ein kös, mætti ég frekar biója um gott tjald og njóta náttúrunnar. Erlendur Magnússon nemi: Ef ég mætti velja um tjald og hjólhýsi, þá tæki ég frekar tjaldið. Það er ómögulegt að hafa þetta hér á landi. Gunnar Pétursson, vinnur hjá Fiugfélaginu: Nei, alls ekki. Það er fáránlegt að hafa þetta hér á landi. Það er ferlegt að sjá þetta á Laugarvatni og Þingvöllum. Þetta er allt í einni kös. Fólk heldur kannski að þetta sé fínt, en ég er hræddur um að það misskilji þetta eitthvað. Már Jónsson, vinnur á vélaverk- stæði: Nei, ég held að ég vildi nú vera laus við kösina á Laugar- vatni og víðar. Það er ekki hægt að anda þarna án þess að trufla fólkið við hliðina. Mér finnst þetta hálf broslegt, fólk heldur að það sé fínt að eiga hjólhýsi. Arni Arnason rekstrarhag- fræðingur: Nei, ég mundi nú heldur vilja sumarbústað og vera i ró og næði.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.