Dagblaðið - 25.06.1976, Side 9
DACiBLAÐlÐ — FOSTUDAGUR 25. JUNÍ 1976.
9
„Castro varð
fyrri til en
Kennedy"
— er nú haft eftir Lyndon
Johnson eftirmanni JFK
í forsetaembœtti
Þekktur bandarískur
sjónvarpsfréttamaður og frétta-
skýrandi sagði frá þvi í
gærkvöld, að Lyndon B.
Johnson, fyrrum Bandaríkja-
forseti, hefði sagt sér að Fidel
C *ro, forsætisráðherra Kúbu,
ht. -i átt einhvern þátt i
■ torðinu á John F. Kennedy.
Fréttamaðurinn, Howard
Smith, segir Johnson heitinn
hafa sagt við sig í einkasamtali:
,,Ég skal segja þér dálítið, sem
hristir upp í þér. Kennedy var
að reyna að losna við Castro, en
Castro varð fyrri til.“
Smith segir að þótt samtalið
hafi verið í trúnaði, þá teldi
hann ekki annað fært en að
greina frá þessu nú, þar sem
málið hefði verið tekið upp að
nýju af rannsóknarnefndum
þingsins.
Leyniþjónustunefnd þings-
ins, sem nú hefur ver-
ið lögð niður (en raunar
önnur sett á laggirnar í
staðinn), sendi frá sér skýrslu í
fyrradag, þar sem kom fram
hörð gagnrýni á CIA og FBI
fyrir slælega frammistöðu í
rannsókninni á morði
Kennedys forseta. Er látið að
þvi liggja í skýrslunni, að
embættismenn hafi ef til vill
viljandi Ieynt mikilvægum
upplýsingum, þar á meðal
upplýsingum um mann
nokkurn, sem flúði frá Banda-
ríkjunum til Mexico City með
flugvél-á leið til Kúbu skömmu
eftir að morðið var framið.
Howard Smith segist hafa
grátbeðið Johnson forseta um
að útskýra nánar hvað hann
ætti við, en hann hefði neitað
V a.r Oswald þá handbendi kúbanskra samsærismanna eftir allt
saman? Johnson, fyrrum forseti, á nú að hafa sagt að Castro hafi
orðið fyrri til, þótt Kennedy hafi verið á höttunum eftir lífi hans.
Þessi uppljóstrun kemur í kjölfar þingskýrslu þar sem CIA og FBI
verða fyrir harðri gagnrýni vegna slæiegrar frammistöðu við rann-
sókn málsins.
og sagt að þetta kæmi allt í ljós 0
einhvern daginn.
Smith minnist þess einnig, að
á leið til Miami I Florida fjórum
mánuðum eftir morðið á
Kennedy, þá hafi ferðaáætlun
Johnsons skyndilega verið
breytt samkvæmt fyrirmælum
FBt. í stað þess að lenda í
Miami, var flugvél forsetans
snúið til afskekkts flugvallar
langt í burtu. Þaðan fór Lyndon
Johnson með þyrlu.
„Sögusagnir sögðu að
kúbanskri sprengjuvörpu hefði
verið komið fyrir á flug-
vellinum,“ sagði Smith. „Þegar
við spurðum Pierre Salinger,
blaðfulltrúa, um málið, þá sagði
hann: „Kannski get ég sagt þér
þetta eftir tvö ár, eða fimm ár,
en ekki núna.“
Á þessum tíma voru menn
mjög trúaðir á, að kúbanskar
morðáætlanir væru I gangi,“
sagði Smith ennfremur. „John-
son forseti talaði oft i gátum og
það sem hann sagði mér, getur
hafa verið þannig. En það er
samt aðeins til að auka á
nauðsyn nýrrar og nákvæmrar
rannsóknar á morði Kennedys
forseta."
Erlendar
fréttir
REUTER
Umfangsmikið vegakerfi
— „Höfvm ekki hvgmynd vm hvað þetta er,"
segja bandarískv geimvísindamennirnir
Þvert og endilagt um alla
reikistjörnuna Mars virðast
vera „vegir,“ að sögn vísinda-
manna í Pasadena í Kaliforníu,
sem rannsakað hafa nýjustu
Ijósmyndirnar frá plánetunni
rauðu í gegnum geimfarið
Víking I.
„Þetta er mjög undarlegt,"
sagði Harold Masursky, vis-
indamaðurinn sem ber ábyrgð á
undirbúningi lendingar Vík-
ings I. á Mars 4. júlí í leit að lífi
þar.
„Við sjáum oft ýmislegt á
þessum myndum, sem minnir
okkur á eitt og annað, er við
höfum séð hér á jörðinni,"
sagði hann. „Þetta lítur út eins
og eitt og annað sem við höfum
séð á loftmyndum, raunar eins
og vegir. Sannleikurinn er sá,
að við höfum ekki minnstu hug-
mynd um hvað þetta getur
verið.
Ljósmyndirnar, sem
Masursky talaði um, voru
á Mars?
teknar I 940 kílómetra fjarlægð
frá Mars. Þær sýna, svo ekki
verður um villzt, að yfirborð
plánetunnar er alsett glgum af
ýmsum stærðum og gerðum.
Vísindamenn hafa ekki sér-
stakar áhyggjur af þvi, að erfitt
verði að láta Víking I. lenda á
Mars annan sunnudag, aðstæð-
ur voru svipaðar á tunglinu.
Tvö heppileg lendingarsvæði
hafa þegar fundizt, en ekki
verður valið á milli þeirra fyrr
en á föstudaginn I næstu viku.
k
50-70%
HlíómarogfálkímiciugÍýs^^^
afsláttur
Mesti morkaður á íslenzkum hljómplötum
og kassettum fyrr og síðar
VENDIÐ YKKUR í