Dagblaðið - 25.06.1976, Page 15

Dagblaðið - 25.06.1976, Page 15
DAGBLAÐIÐ — FÖSTUDAGUR 25. JUNÍ 1976. 15 omo í bœinn „Fyrsta skemmtunin verður í Glæsibæ 4. júlí,“ sagði Baldvin ennfremur. „Síðan ætlum við að vera á ferðinni alla þá viku, byrja á Akranesi, þaðan til Stykkishólms, þá til ísafjarðar, til Akureyrar, halda dansleik eftir skemmtun hennar i Árnesi og enda í Glæsibæ á ný, sunnudaginn 11. júlí.“ Með í ferðinni verður hljóm- sveitin Galdrakarlar, „sem er eina hljómsveitin af léttara taginu sem getur lesið nótur og á því auðvelt með að starfa með hljómsveitarstjóranum," eins og Baldvin komst að orði. Þeir munu einnig koma fram með sjálfstætt prógramm en þessi sjö manna hljómsveit hefur vakið athygli fyrir fjölbreytni f tónlist og sviðsframkomu og er eina hljómsveitin sem er 1 rauninni þrjár hljómsveitir, en frá þvi munum við segja síðar. Miðaverði er stillt í hóf, 1500 krónur, og má gera ráð fyrir því að fólk láti ekki þessa frábæru söngkonu fram hjá sér fara. -HP. Wilma Reading er áströlsk, en aö hálfu frá Polynesíu. Aö undanfömu hefur vegur hennar farið mjög vaxandi erlendis, sórstak- lega I Englandi, þar sem hún hefur komið fram í fjölda sjónvarpsþátta og á helztu skemmtistööum. Galdrakariar aðstoða Wilmu Raading: Þatta ar Smári Haraldsson. Sumarstemmning BG og Ingibjörg: Sólskinsdag- ur. Utgefandi: Steinar hf. 1976. Upptaka: Hljóðriti hf. Upp- tökumaður: Jónas R. Jónsson. Stjórn upptöku: Magnús Kjart- ansson. Það er sumarbragð að þessari plötu BG og Ingibjargar. Nafnið Sólskinsdagur kann að valda þvf. Lagavalið veldur þessu þó einnig. Sungið er um baldursbrá, börn að leik og karlinn oní kjallara, sem er kominn út að viðra frúna. Yfirleitt er lítið hægt að finna að hljóðfæraleik á Sól- skinsdegi. Hann er ekki sér- staklega tilþrifamikill, en þó vel nothæfur. Áberandi er þó hve trommuleikur er miklu betri í þeim lögum sem Ragnar Sigurjónsson Mexíkani leikur með en þeim sem Rúnar Vil- bergsson trommar i. Mikill kostur er að textar fylgja allir á albúmi plötunnar. Það gerir eigendum auðveldara að fylgjst með hvað verið er að syngja um. Textar eru ærið misjafnir. Sá bezti er við titil- lagið, Sólskinsdag, og sá lang- versti nefnist Hesta-Jói, við annars gott lag hljómsveitar-, stjórans, Baldurs Geirmunds- sonar. Eins og vénjulega stendur Jónas Friðrik með pálmann í höndunum hvað ljóðagerð suertir. Hann á fimm texta á Sólskinsdegi, hvern öðrum betri. Fyrst Dagblaðsmenn eru farnir að taka ofan fyrir góðum plötum er full ástæða til að lyfta hattinum að minnsta kosti fyrir Sólskinsdegi BG og Ingi- bjargar. —AT — SKORDÝRA- PLÁGAN HEIMA 0G ERLENDIS — og miðnœturbardagi í Marokkó ÞORÐUR HÆTTUR í MEXICO Þórður Arnason: með Stuðmönn- um í Englandi. Þórður Arnason gítarleikari er hættur í hljómsveitinni Mexico. Hann er nú kominn til Englands ásamt Stuðmönnum og hyggst dveljast þar næstu vikur eða mánuði að sögn Bjarka Tryggva- sonar bassaleikara Mexico. „Við spilum fjórir núna, verðum til dæmis á Súgandafirði um helgina," sagði Bjarki við poppsíðuna. „Annars er allt í ihugun, eins og maður segir, og ekkert víst hvort við verðum fjórir áfram eða bætum fimmta manni við. Það skýrist fljótlega." Bjarki sagðist skilja Þórð vel, að hann hefði viljað hætta og breyta til um tíma. „Þessi bisness hér er dálítið lúinn," sagði Bjarki. — ÓV. Kóngulær, sem eru á stærð við barnshnefa, svartar stórar og ljótar eru sem betur fer ekki meðal þess sem við eigum von á hér á landi þegar við tökum skó út úr skáp eða veltum við steini. Því síður höfum við hér vespur eða geitunga — verstu kvikindin af þessu tagi sem við getum rekist á eru randaflugur og jötunuxar, sem mér er sagt að geti stungið svo bólgni undan, þótt ég sé svo lukku- kögglarnir á vlsifingri manns — ef morgunmaturinn minn hefur ekki verið borinn burtu eftir skjóta brottför mlna stendur hann þar enn á borðinu. Ég man eftir geitungs- skratta, sem stakk mig í stórutána 1 Svíþjóð — en það var líklega af því að ég sópaði honum upp 1 sandalaskóna mína og hann hefur orðið svona hræddur greyið, enda galt hann fyrir með lífi sínu. Eg man líka eftir firna ljótu, kúptu kvikindi með einar sextán lappir að ég held, sem ég fann þar sem það var að veltast í sjólokunum austur við Svarta- haf. Það var steindautt og hafði beðið drukknunardauða, en þótt strandvörðurinn Hippókrates sannfærði mig um það á tveimur tungumálum, sem ég skildi og tveimur sem ég skildi ekki (því hann var grísk- búlgarskur), að þetta væri sauðmeinlaust grey og fáséð þar á ofan, gekk ég upp frá þessu með hálfum huga um ströndina og fór ekki nema upp að hné út í sjóinn. Versta pödduvftið sem ég hef samt lent í um dagana var suður í Marokkó, nánar tiltekið í borginni Fez — sem er út af fyrir sig ákaflega falleg borg. Þar var ég á hóteli sem einhvern tíma hafði verið soldánshöll og var út af fyrir sig firnafallegur arkitektúr bæði utan húss og innan, allt 1 keramíki, postulíni, pelli og gyllingum. Þarna fer öll sú árans hersing kvikinda af stað, þegar dimmir, sem hugsast getur á jarðríki. Eðlur hvers konar voru svo algengar, að maður var hættur að taka eftir þeim, enda eru þær heldur þokkaleg kvikindi og virðast kappkosta að halda vinsamleg samskipti við mannfólkið. En þarna eru ljótar flugur, sem sækja f ljós er dimmir, þær eru á fjórða sentimetra á lengd skrokkurinn og yddar eins og ör að framan, heldur óskemmtilegar í augum fslendings, sem hefur and- styggð á skorkvikindum yfirleitt. Nema hvað eitt kvöldið gleymdi ég að loka glugganum og slökkva ljósið í baðher- berginu inn af svefnherbergi mínu, er ég fór út að snæða með fylgdarmeyjum mínum, sem voru tvær íslenskar, og þarlendum leiðsögumanni, einum þeim kynvilltasta, sem ég hef fyrir hitt, og eftir þvf leiðinlegum. Ég var þvf f heldur örgu skapi, þegar ég kom aftur á herbergið, og hugði nú gott til að láta líðanotalega úr mér og lesa góða bók undir svefninn. En þá gat að líta: Hvarvetna skrlðandi þessar heljar helvítis fluguhlussur, óvígur her móti einum fslendingi. Ég sá f anda hvar ófögnuðurinn myndi sækja á mig í bólinu um nóttina, og nú voru góð ráð dýr. Vegna viðkvæmra tauga lesenda og dýraverndunar- sjónarmiða ætla ég ekki að skýra nákvæmlega frá hvernig ég fór að, en hálftíma og tveimur rúllum af klósett- pappfr sfðar grannskoðaði ég rúmið mitt og sannfærðist um, að ég væri einn í herberginu, háttaði og skreið upp í — með hjartslátt. Og viti menn — haldiði ekki að þá hafi liðsauki borist — undir dyrnar, sem vitaskuld voru ekki með þröskuldi fremur en aðrar dyr á þessum slóðum. Og nú mátti ég halda áfram bardaganum á brókinni og orðinn uppiskroppa með kló- settpappír. Þessu lauk þannig, að ég varð aftur einn og handklæði troðið undir hurðina, en svefnsamt varð mér ekki þessa nótt og gat áuk heldur lítt fest hugann við bóklestur. Og hvað hótelfólkið hefur haldið um skyndilega klósettpappírsþurrð á herbergi mfnu kemur mér ekki við — ég held einmitt að það hafi verið þarna, sem við fengum þránaða úlfaldakjötið f kvöldmatinn. Að minnsta kosti fékk ég aldrei aukareikning fyrir pappírnum, og gerðu þó marokkanarnir reikning fyrir flestu. En eftir þessi kynni af útlendum pöddum er ég miklu sáttari við íslenskar kóngulær, húsakrabba, jötunuxa, járn- smiði og grápöddur, þótt ég sé stöðugur viðskiptavinur Shelltox spfrala, spjalda og úðabrúsa, og kalli óðara hástöfum á konuna, ef eitthvað sést af fyrrgreindum ófétum. legur að hafa sloppið undan þvf hingað til — syv ni tretten. Allt um það liggur það einhvern veginn f eðli okkar fslendinganna að vera illa við þessi kvikindi, sem ýmist fljúga um eða skríða og eiga það helst sameiginlegt að vera með skoróttan skrokk og furðu marga fætur. Enda eru til dæmis helvítis húsakrabbarnir allt annað en frýnilegir, þar sem þeir þjóta um með kvart- mflu spyrnuhraða, svo déskoti stórir og ótútlegir sem þeir geta orðið. Né heldur eru jötunuxarnir glæsilegir, þar sem þeir bretta sinn stóra búk á alla vegu og yggla sig framan f mann. Þó er sennilega grápaddan það ljótasta,' sem ég hef séð hérlendis af þessu kyni — þó er hún vfst sauðmeinlaus. Sums staðar þar sem maður fer utan lands verður ekki hjá þvf komist að hitta fyrir sér ókennileg kvikindi sem maður hefur ekki hugmynd um, hvort eru eitruð eða meinlaus, hvort þau hyggja á illt eða hvort þau eru jafnvel ennþá hræddari en maður sjálfur. Ég man eftir ótrúlega ljótu og ófrýnilegu flykki, sem ég sá á vertshúsi f Kanada; það var kafloðið með tvö mitti, einar sex lappir og stóra fálmara, sem það bretti á alla vegu, álíka stórt á skrokkinn eins og tveir fremstu - Háaioftið

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.