Dagblaðið - 25.06.1976, Side 18
DAGBLAÐIÐ — FÖSTUDAGUR 25. JUNl 1976.
OLAFSFIRÐINGAR
Á
FESTIVALI
Leiklist
Leikfélag Reykjavíkur hefur
nokkur undanfarin ár efnt til
gestaleikja utan af landi í
endað leikár sitt í Iðnó:
leikvika landsbyggðarinnar
nefnast þessar sýningar.
Nafnið gefur óneitanlega til
kynna að hér búi undir hug-
mynd um einhvers konar árlegt
,,festival“ áhuga-leikfélaganna.
Og að sögn Vigdísar Finnboga-
dóttur leikhússtjóra í Iðnó á
mánudaginn var það frá upp-
hafi ætlunin að á leikviku land-
byggðarinnar kæmu árlega
nokkrir leikflokkar viðs vegar
að af landinu. A þann hátt
mundi á þessari viku veitast
nokkur hugmynd, eins konar
yfirlit ár cftir ár um viðfangs-
efni og verðleika leikfélaganna
úti um land. Þetta gæti verið á
margan hátt fróðlegt fyrir
áhugafólk um leikhúsmál: al-
mennur áhugi og iðkun leik-
listar er víslega sá jarðvegur
sem okkar „æðri leikmennt“ er
sprottin úr og þrffst á. Og ekki
þarf að efa að fornir sveitungar
leikfélaganna í Reykjavík
tækju slíkum heimsóknum
þakksamlega og nytu sýning-
anna vel.
Nú hefur þessi hugmynd
ekki komist í kring, aldrei
komið nema eitt leikfélag í
heimsókn í senn. Vigdís
leikhússtjóri sagði líka á
mánudag að nú yrði að taka hug
myndina upp til endurmats,
hvort unnt væri að gera hana
að veruleika, ef til vill þá á
öðrum árstíma en um hávorið.
Eiginlega væri æskilegt að það
tækist. Slíkt áhuga-festival,
með þátttöku kannski 5—6 leik-
félaga hverju sinni væri sjálf-
sagt skemmtilegra og lærdóms-
rikara en dreifðar heimsóknir
leikfélaga utan af landi leikárið
um kring, eins og i nokkrum
mæli eru farnar að tíðkast und-
anfarin ár. Væntanlega er þetta
einkum spursmál um skipulag
og fé sem til kostnaðar þarf,
áhugi er sjálfsagt nógur hjá
leikfélögunum sjálfum, gest-
gjöfum þeirra og tilætluðum
áhorfendum í Reykjavík.
Leikfélagið á Ólafsfirði trúi
ég að sé mjög vel frambærilegt
áhugamannafélag, búi að áhuga
og starfskröftum í líkingu við
það sem annarstaðar gerist þar
sem vel lætur, og nýtist þessir
kraftar sínir vel. Líka er að sjá
að félagið búi að dugandi for-
ustu. Kristinn Jóhannsson
skólastjóri á Ólafsfirði hefur að
sögn leikskrár lengi verið aðal-
leikstjóri félagsins og einatt
gert leikmyndir fyrir sýningar
þessar, en Kristinn er mynd-
listarmaður að mennt. Sviðsetn-
ing hans á Tobacco Road virðist
mér líka að sé vel unnið verk,
vendilega samið að getu félags-
manna, opnu auga fyrir raun-
verulegum verðleikum þeirra.
Leikmynd Kristins, sniðin eft-
ir sviðsetningu Leikfélags
Reykjavíkur, að ég hygg, leik-
mynd Steinþórs Sigurðssonar,
var líka einföld og ásjáleg. Ef
maður vill má að vísu finna að
því hve hreinlegur húshjallur
og snyrtimannleg öll umgengni
var hjá Lester-fólkinu,
annarri eins örbirgð og
leikurinn lýsir. Og hér
sló engum skáldlegum blæ eða
bjarma á lýsingu fátæktar-
bælisins eins og muna má úr
sýningunni í Iðnó.
Þetta á líka við um leikinn.
Þótt Leikfélag Ólafsfjarðar eigi
ýmsum dugandi leikurum á að
skipa var það varla vonlegt að
þeim auðnaðist að höndla og
túlka skáldlega úrkosti mann-
lýsinganna í leiknum, hinn ör-
birga draum um frjótt og far-
sælt líf bóndans sem þrátt fyrir
allt er kjarni í lýsingu Jeeter
Lesters og hyskis hans. En at-
burðarás og persónur leiksins
tókst í meginatriðum að leiða
ljóst og léttilega fyrir sjónir.
Þar munaði mest, að mér
fannst, um Jón Ólafsson í hlut-
verki Lesters bónda: mann-
lýsing hans var að vísu nokkuð
fábreytt, einhæf þegar leið á
sýninguna, en - prýðilega sam-
kvæm sér, mátulega spaugvís
án þess að ganga of langt til
farsaláta. Var það misskiln-
ingur að í lýsingu hins blá-
snauða suðurríkja-bónda mætti
í og með greina keim af ís-
lenskum bóndamanni úr sveit
og sögu, — það fór þá vel ef rétt
var tekið eftir. Asamt Jóni
fannst mér Guðbjörn Arn-
grímsson: Duddi Lester og
Sigurður Björnsson: Lov
Bensey ágætlega hæfir
leikendur og nýtast vel í hlut-
verkum sínum. Hlín Haralds-
dóttir: Ada Lester og Hanna
Maronsdóttir: systir Bessie
voru óstyrkari, lauslegri tökin á
kröfuharðari hlutverkum
þeirra, en komu einnig allvel
fyrir í leiknum. Og það má
sjálfsagt heita vel af sér vikið
að koma þetta fólksfrekri
sýningu, kröfuharðri um sam-
felldan stíl og hugblæ svo ásjá-
lega fram sem Leikfélagi Olafs-
fjarðar tókst.
Það var gaman að sjá sýningu
þeirra.Enn fróðlegri væri hún
þó í samhengi fleiri sýninga á
„leikviku“ sem þeirri sem fyrir-
huguð hefur verið í Iðnó. Víst
væri æskilegt að slíkt „festival"
kæmist í kring.
Leikfólag Ólafsfjarðar:
TOBACCO ROAD
Sjónleikur í þremur þáttum eftir Jack Kirk-
land, saminn eftir skáldsögu Erskine Cald-
well.
Leikstjóri og leikmynd: Kristinn G. Jóhanns-
son.
ÞýAandi: Jökull Jakobsson.
Gostaloikur ó leikviku landsbyggðarinnar i
Iðnó.
Þeir á Fróða frá Stokkseyri eru á humarveiðum og gera það gou.
Handagangur í öskjunni
I HUMRIOG
FISKIÁ
STOKKSEYRI
Humarinn er slitinn um borð og ekkert kemur á iand nema
halinn. Það eru fimm á bátnum og þarna eru við verk
Guðmundar Jósepsson stýrimaður, Eínar Sighvatsson, 2. vél-
stjóri ogkokkurinn Ingunn Fanney Eyjólfsdóttir.
DB-myndir Geir Valgeirsson
|
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
Reynið nýja gistiheimilið að Gíslabœ, Snœf ellsnesi, í hinni
ósnortnu nóttóru undir Jökli. (Sími um Arnarstapa)
„Það hefur verið óhemju
mikið að gera. Héðan eru gerðir
út tíu bátar, þar af sex á humar-
vertíð," sagði Páll Bjarnason í
frystihúsinu á Stokkseyri.
Hann fræddi okkur á því að
krakkar úr plássinu allt frá
fermingu væru önnum kafnir í
fiski og humri. Auk þess eru í
vinnu á Stokkseyri einir
tuttugu unglingar frá Selfossi.
Miklu fleiri sóttu um, en ekki
komust fleiri að.
Helzt er það ótíð, sem hægt
er að kvarta yfir, en humarbát-
arnir hafa verið að veiðum
undan Surtsey. Afli hefur verið
góður. Til dæmis kom Fróði
fyrir stuttu úr rúmlega þriggjá
sólarhringa róðri með um tonn
af humri og tíu tonn af fiski.
Humarinn er að verðmæti um
800 þúsund en fiskurinn 400
þúsund kr. Ekki slæmur hlutur ,
það. Fróði er eini humarbátur-
inn sem leggur upp í Þorláks-
höfn, en aflinn er síðan ,
keyrður til Stokkseyrar. Svo er
einnig með fiskinn úr þeim
bátum sem gerðir eru út frá :
Stokkseyri, en landa í Þorláks-
höfn. Stærri en 60—70 tonna
bátar komast ekki inn í höfnina
á Stokkseyri.
I vetur var keyptur þangað
frá Flateyri báturinn Sóley,
um 200 tonn að stærð. Hann er
á spærlingi.
—EVI
FERÐA§KRIF$TOFA
vS/RfKISINS
Stundum er sprautað á fleira
en humarinn og fiskinn.