Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 03.07.1976, Qupperneq 5

Dagblaðið - 03.07.1976, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 3. JULÍ 1976. 5 r .......... “N Reikni- stofa bankanna: „Það sparast ákaflega mikill tími með þessum vinnubrögðum, sérstaklega eftir að skjalaskiptin voru tekin upp,“ sagði Einar Páls- son, forstöðumaður Reiknistofu bankanna. Sú stofnun er til húsa í Útvegs- bankahúsinu í Kópavogi og starfa þar 24 á vöktum. Mest er þar unnið á kvöldin og á næturnar, eftir að bankarnir loka. Reiknistofan tók til starfa af fullum krafti í marz 1975 en fyrir 3 vikum var skjala- skiptunum bætt inn í starf- semina. Eru þau fólgin í því að bankar senda ávísanir frá öðrum bönkum með sínum eigin og eru þær flokkaðar í reiknistofunni og sendaraftur í eigin banka. Áður skipti hvéT banki sér ekkert af ávísunum frá öðrum bönkum og setti í einn bunka, þær voru síðan sendar i ávísanaeftirlitið í Seðlabankanum sem flokkaði þær. Stofnun þessari var komið á fót til að vinna að sameiginlegum verkefnum fyrir bankana. Allir stóru bankarnir tóku þátt í starf- seminni frá upphafi. Utibú þeirra á Suðurnesjum og á Akranesi njóta einnig góðs af starfseminni. Bankarnir fjármagna þetta fyrirtæki í samræmi við notkun sína. Þetta er afar kostnaðarsamt og kostar leigan á tölvunni og vélunum, sem henni fylgja, 4 milljónir króna á mánuði. t reiknistofunni fer fram VEIT ALLT UM HUNDRAÐ ÞÚSUND BANKAREIKNINGA athugun og flokkun á ávísunum. Þegar gjaldkerarnir í hinftm einstöku bönkun hafa safnað saman þeim tékkum, sem borizt hafa inn yfir daginn, eru þeir sendir í áritunardeild. Þar er upphæð ávísananna skráð. Þetta gerir sam- lagningarskekjur svo til óhugsandi og leysir marga af hólmi sem unnið hafa í bönkunum. Avísunum er síðan skellt í flokkunarvél sem skráir um leið niður þau númer sem neðst eru á öllum ávísunum. Númerið ó ávísanareikn- ingnum skiptir ekki máli Vélin kannar ekkert númer ávísanareiknings. Hún styðst eingöngu við nafn þess sem keypt hefur heftið. Einar var spurður að því hvort þetta ýtti ekki undir menn að stela ávísanaheftum, þar sem þeir þyrftu ekki að vita númer ávísanareikningsins. Hann taldi það ekki vera þar sem nú væri miklu fyrr hægt að stöðva ávísanir. Sá sem verður þess var að heftið hans er horfið þarf því að hafa strax samband við bankann og verður þá unnt að stöðva allar ávísanir um kvöldið. Á meðan aðaleftirlitið var fólgið í skyndikönnunum gat þetta dregizt afar lengi. Könnunin var oft ekki gerð nema 3-4 sinnum á ári. Yfirdráttur á reikningi uppgötvast einnig samdægurs þar sem að tölvan hefur upp- lýsingar um reikninga allra þeirra sem eiga viðskipti við fyrrgreinda banka. Um leið og lesin eru númerin á tékkunum færast upplýsingarnar, sem koma fram á ávísuninni, inn á segulband. Þá er þetta fært inn á reikning viðkomandi. Allt gerist þetta kvöldið og nóttina eftir að tékkarnir komu í bankann. Á morgnana fá svo bankarnir niðurstöður athugunarinnar í sinar hendur. Þessa dagana er verið að koma fyrir kælikerfi i þeim sal þar sem tölvuvinnslan fer fram. Er þörf á að kæla loftið þar sem hinar hraðvirku vélar hita andrúmsi ítið mikið. Hitinn, sem kemur frá þeim, myndi nægja til að kynda 5 stigahús. Fleiri útibú og sparisjóðir Vélarnar hafa mikla afkastagetu og er því fyrirhugað að reyna að fá sem flest útibú og sparisjóði inn í þetta kerfi. t ágúst er fyrirhugað að Landsbankinn á Húsavík fari að notfæra sér þessa þjónustu. Þar sem of tímafrekt yrði að senda allt suður verður hann afgreiddur í gegnum síma. Gjaldkerinn í þeim banka les inn á næfurþunna plötu upplýsingar um ávísanir.Þá tekur tölvan til við að vinna úr þessum upp- lýsingum og færa þær inn á reikning. Á að vera hægt að sendaútskriftúr reiknistofunni norður á Húsavík strax um nóttina eða morguninn eftir. Vélarnar eru geysihraðvirkar. Sú sem skrifar út og sést hér fremst á myndinni ritar 2000 línur minútu og 132 orð i línu. Stórstúku- menn segja: „Árið 1970 má segja að þátta- skil verði í heiminum gagnvart áfengi en þá varð ljóst að um þjóðfélagslegt mein var að ræða,“ sagði Ólafur Þ. Kristjánssón stórtemplari. Þá sýndu rannsóknir, sem fóru fram í Bandaríkjunum og víðar, hvílíkur skaðvaldur áfengið var. Stórstúka Islands hefur um 90 ára skeið barizt gegn áfengisneyzlu og jafn- framt reynt að vinna að heil- brigðu menningar- og félags- lífi. Stórstúkan var stofnuð í Alþingishúsinu 24. júní 1886 og í gær var stórstúkuþing sett i því sama húsi. Er 90 ára afmælisins minnzt um þessar mundir. Þegar stórstúkan var stofnuð var drykkjuskapur mikill en það voru svo til eingöngu karl- menn sem drukku. Tíðindum þótti sæta ef kvenfólk sást með vini. Þetta var þó öllu afmarkaðri neyzla en hún er i dag og helzt bundin við kaup- staðarferðir. Þá var fólkið sem drakk áfengi eldra en það byrjar í dag. Staupasala var á þessum tima algeng yfir búðar- borðið í hvaða verzlun sem var. Jón Ólafsson ritstjóri beitti sér fyrir afnámi þess. Samþykkti Alþingi að banna staupasöluna 1887. Fyrsti stórtemplari var Björn Pálsson ljósmyndari, sem síðar fór til Skotlands. Björn Jóns- son, faðir Sveins Björnssonar, tók þá við. Hann stóð að þjóðar- atkvæðagreiðslunni 1908 um áfengisbannið. Félagsskapur þessi var sérstæður um margt. Konur voru þar jafngildir meðlimir og karlar. Var þetta fyrsta félagið á landinu sem veitti þeim þessi réttindi. Yfirbyggingin var ákaflega skipuleg. Byggðist stúkuskipu- lagið á stúkum, yfir þeim þing- stúkur, þá eru 4 umdærnis- Tíu til tólf þúsund ofdrykkjumenn ú landinu stúkur fyrir alla landsfjórð- unga. Loks kemur Stórstúkan yfir allar umdæmisstúkurnar. Mörg félög hafa tekið upp þetta skipulag og má sem dæmi nefna Alþýðusamband Islands, sem býr við alveg sama fyrir- komulag. Stórstúkan á aðild að al- heimssamtökum sem beita sér gegn áfengisneyzlu og eru haldin þing á 4ra ára fresti, síðast í Finnlandi 1974. Ungtemplarareglan var stofnuð á árinu 1958, hún heyrir ekki undir Stórstúkuna en hins vegar er ágætis samvinna þeirra á milli. „Það starfa um 3 þúsund börn í stúkum og eru þau mjög áhugasöm,“ sagði Hilmar Jóns- son stórgæzlumaður unglinga- starfs. Þau fá þjálfun eins og unglingar á undanförnum ára- tugum i að læra fundarsköp og að vinna í samvinnu. A síðustu 2 árum hefur verið tekið upp sumarstarf. Það var norskur skósmiður á Akureyri sem vakti fyrst athygli á þessari hreyfingu sem hafði byrjað í Bandaríkjunum um 1850. Var síðan fyrsta stúk- an stofnuð á Akureyri 10. jan. 1884, hét hún ísafold. Fyrsta stúkan i Reykjavík nefndist Verðandi og var hún stofnuð 3. júlí 1885. Á fyrstu 25 árum stórstúk- unnar sóttist starfið mjög vel og samþykkti þjóðin 1908 að hún vildi ekki áfengi í landinu. 1935 var það leyft á nýjan leik en þá var búið að flytja Spánar- vín inn i 13 ár. Það var viðskiptasamningur við Spán- verja þar sem þeir lofuðu að kaupa saltfisk ef keypt væuu létt vín i staðinn. Vegna aukinnar i'íkniefna- neyzlu hefur barátta gegn neyzlu þeirra verið tekin upp við hlið áfengis. Þeim sem neyta tóbaks er heimilt að ganga í stuku, svo framarlega sem þau eru bindindismenn á áfenga drykki og aðra vímugjafa. Stórtemplarinn vitnaði í skýrslu Tómasar Helgasonar þar sem hann reiknar með að tíundi hver piltur, sem nú eist upp, komi til með að eiga við drykkjuvandamál að stríða. Neyzla áfengis er í samræmi við þær skemmdir sem hún veldur. Sjúkdómseinkenni hjá þeim, sem stunda drykkju dag- lega, eru að þeir geta öðlazt skorpulifur 20 árum fyrir timann. Túradrykkja, eins og margir kalla drykkjumáta Islendinga, — mikið og sjaldan — veldur fremur heila- skemmdum. Blóðið þykknar við áfengisneyzlu og framkallar það súrefnisskort. Að lokum bentu stórtemplari og aðrir fyrirsvarsmenn Stór- stúkunnar á þá staðreynd að tugir manna ynnu á vegum Sameinuðu þjóðanna við að berjast gegn fíkniefnum. Á sama tíma væri enginn að fjalla um þetta gífurlega þjóðfélags- vandamál. Inntökuskilyrði Stúkurnar innan Stórs'úk- unnar eru opnar hverjum sem vill án tillits til trúarskoðana eða stjórnmálaskoðana ef hann aðeins tjáir sig hlynntan friði í heiminum og bræðralagi manna. Það er að sjálfsögðu skilyrði að viðkomandi sé bindindismaður á áfengi og aðra vímugjafa. —BÁ Bensín- flóðá Háaleitis braut Bensínið flóði um gatnamót Háaleitisbrautar og Miklu- brautar laust eftir hádegið i gær. Þar varð það óvenjulega slys að eitthvert járnstykki rakst upp undir fólksbifreið er þar átti leið um. Reif járnið gat á bensínleiðslu frá tanki bifreiðarinnar. Rann mestur hluti eða allt bensínið af bílnum við óhappið. Slökkviliðið kom á vettvang og var gatan rækilega þvegin til að sporna við eldhættu af bensínlekanum. —ASt. DB-mynd R.Th.Sig.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.