Dagblaðið - 03.07.1976, Side 10

Dagblaðið - 03.07.1976, Side 10
10 DAGBLAÐJÐ — LAUGARDAGUR 3. JULÍ 1976. MSBIAÐW fifálst, úháð datfblad Utgcfanili Da^blaðið hf. Framkvæmdastjóri: Svcinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur HelKason. Aðstoðarfrétta- stjóri: Atli Steinarsson. Iþróttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrit Asnrímur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason. Ásgeir Tómasson, Berglind Ásgeirsdóttir. Bragi Sigurðsson. Erna V. Ingólfsdóttir, Gissur Sigurðsson, Hallur Hallsson. Helgi Pétursson, Jóhanna Birgis- dóttir. Katrín Pálsdóttir, Kristín Lýðsdóttir, Ólafur Jónsson. Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Arni Páll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjarnleifsson. Björgvin Pálsson, Ragnar Th. Sigurðsson Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: MJr É.M. Halldórsson. Askriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakið. Ritstjórn'Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2. sími 27022. Setning og umbrot: Dagblaðið hf. og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf.. Sfðumúla 12. Prentun: Árvakur hf.. Skeifunni 19. Rökleysa Oft er sagt, að við megum ekki verða háð tekjum af varnar- liðinu. Þetta er notað sem rök gegn hugmyndum um að taka leigu af Bandaríkjamönnum fyrir þá aðstöðu sem þeir hafa hér eða láta þá að minnsta kosti leggja fram að marki fé til vega- og flugvalla- gerðar. í þessu orðalagi felst venjulega sú staðhæfing, að við séum nú ékki ,,háð“ tekjum af varnarliðinu og höfum ekki verið það. En í rauninni hafa tekjur af varnarliðinu á ýmsum tímum verið svo miklar, að verulegu hefur skipt fyrir hag manna í landinu. Þessar tekjur eru nú í lágmarki. Hreinar gjaldeyristekjur af varnarliðs- viðskiptum komust upp í 19,91 af hundraði allra viðskiptatekna okkar í gjaldeyri árið 1953. Þær námu á árabilinu 1952 til 1956 aldrei minna en 10,25 af hundraði viðskiptatekna. Viðskiptatekjurnar eru réttasti mælikvarðinn, en þar er átt við gjald- eyristekjur af útfluttum vörum og þjónustu. Þeim hefur síðustu ár fækkað mjög hlutfalls- lega,er starfafyrir varnarliðið. Aðeins rúmlega eitt prósent af heildarmannaflanum, fjölda vinnandi fólks, mun starfa fyrir varnarliðið, en árið 1953 störfuðu 4,1 af hundraði fyrir varnar- liðið. Það ár komst tala þeirra, sem störfuðu hjá varnarliðinu, verktökum þess og þjónustufyrir- tækjum, yfir þrjú þúsund, þegar flest var. Er unnt að halda því fram með rökum, að tekjur af varnarliðinu hafi ekki ráðið miklu um lífskjörin í landinu, með^n hátt í tuttugu prósent af viðskiptatekjunum komu þaðan og yfir fjórir af hundraði mannaflans voru þar beinlínis í vinnu? Tvímælalaust ekki. Þær tekjur.sem frá varnarliðinu runnu, komu í vasa flestra landsmanna, þegar þær streymdu um ,,kerfið“ Með kenningunni um að verða ,,háður“ tekjum af varnarliði er átt við, að tekjurnar verði svo miklar, að fari að skipta miklu, og mönnum þætti sárt að verða ai' þeim. Á þeim árum, sem umsvif varnarliðsins voru mest, átti vera þess hér mikinn þátt í að draga úr atvinnuleysi á erfiðum tímum. Svo er enn ótalinn sá þáttur, sem margir fullyrða, að sé tengdur varnarsamstarfinu, aðstaða íslenzkra flugvéla og útflutningsfyrir- tækja í Bandaríkjunum. Þar er sennilegt, þótt það hafi ekki fengizt staðfest af opinberum aðilum, að tengsl séu á milli. Kenningunni um, að við megum ekki verða háð tekjum af varnarliðinu, halda þeir helzt á lofti, sem til þessa höföu ekki séð neitt athuga- vert við áhrif varnarliðstekna á hag lands- manna. Þeir beita þessari rökleysu jafnvel gegn hugmyndum um framlög Bandaríkja- manna til endurbóta í samgöngumálum, sem gætu aldrei orðið annað en tiltölulega lítil miðað við þá miklu hagsmuni, sem í húfi eru ; yrir þá. Ekki fer á milli mála, að efnahag okkar veitti ízt af góðri innspýtingu tekna, jafnvel um kamman tíma. Það er alger firra að halda því >^am, aó það mundi draga mátt úr at- nnuvegunum. Þvert á móti. NATO gœli breytzti Þaö, sem er gott fyrir ítaliu, kann að vera vont fyrir NATO. NATO hefur breytzt að undan- förnu. Það er ekki samt og áður. Bandarikjamenn hafa orðið að sætta sig við banda- menn með dálítið breyttu útliti. Enn gæti orðið mikil breyting á bandalaginu, við það að kommúnistar kæmust í rikis- stjðrr. á Italíu. Kommúnistar á Ítalíu eygja enn möguleika á að smokra sér í ríkisstjórn, þótt kosningasigur þeirra yrði minni en þeir höfðu vænzt. Bandaríkjamenn höfðu orðið að sætta sig við eina rifrildis- gjarna ,,dóttur“ í Atlantshafs- bandalaginu, Frakkland og uppreisnargirni þess, í þeirri trú, að hvort sem gaullistar eða aðrir yrðu við völd þar, mætti reiða sig á Frakka, þegar á hólminn kæmi. Nú virðist vinstri flokkunum vaxa ásmegin í Frakklandi. Farið er að ræða um, að gaullisminn kunni að vera að falli kominn og næst taki hugsanlega við „alþýðufylking" jafnaðar- manna og kommúnista. Við það mundi NATO enn breytast. þátttaka kommúnista í stjórn valda NATO erfiðleikum. Kommúnistar mundu vafalaust vilja draga úr fram- lögum til hervarna og auka framlög til félagsmála. Þetta mynöt draga úr styrk banda- lagsnis. Hvað gerðist í Júgóslavíu? Hætta gæti fyrst og fremst skapazt, þegar Tító, Júgóslavíu- forseti, sem nú er 85 ára, fellur frá. Þá mundi verða röskun á stöðu Júgóslavíu, sem hangir í jafnvægi, bæði innanlands milli margra þjóða, og í utan- ríkismálum milli stórvelda- blokkanna. Sovétmenn kynnu að freistast til að seilast til aukinna áhrifa í Júgóslavíu eða þeim kynni að standa stuggur af þeim breytingum, sem yrðu við fráfall Títós. Ef til slíks kæmi, telja NATO-menn sig þarfnast Ítalíu og mikilsverðra herstöðva þar til að draga kjark úr Sovétmönnum. Einmitt við slíkar aðstæður, á háskatímum, þætti líklegt, að kommúnistar á Ítalíu legðu áherzlu á þjóðernisstefnu sína og jafnvel neituðu Bandaríkja- mönnum um afnot her- stöðvanna. Kommúnistar, undir forystu Berlinguersileggjameira upp úr viðbrögðum ungmenna á Ítalíu en spurningum um, hver verði Þjóðernisstefna og sósíalismi Bandaríkjamenn hafa í vaxandi mæli orðið að una við þjóðernisstefnu og sósíalisma meðal bandamannanna í NATO. Portúgal hafði áður verið þæg „dóttir" en nokkuð á eftir tímanum, meðan þar réðu fasistar. Nú verða forráðamenn í Washington að læra að hafa samvinnu við — þótt þeim þyki það nokkuð miður — jafnaðar- manninn Mario Soares. En ráðamönnum í Washing- ton mun þykja skjóta skökku við, ef kommúnistar komast í ríkisstjórn stórra bandalags- ríkja. NATO er fyrst og fremst beint gegn kommúnisma. ítalski kommúnisminn er að visu kominn talsvert á lýð- ræðisbraut, samanborið .við það, sem áður var. En hversu þolanleg sem stefna ítalska kommúnista gæti talizt og hversu spilltir sem kristilegir demókratar, sem Bandaríkja- menn hafa hengt hatt sinn á þar í landi, hafa reynzt, þá mun Kissinger gengur iila að sætta sig við nýtt andlit á bandamönnunum, o Bresnjev klappar. Fullvíst má telja að fá mál hafi valdið jafnmiklu fjaðra- foki og ringulreið meðal stjórn- málamanna allra flokka hér á landi og það mál, sem verið hefur í brennidepli umræðna síðustu tvær vikur, þ.e. hugmyndin um það að gera gagnkvæma samninga milli Bandaríkjanna og Íslands um veru varnarliðs í landinu, með tilliti til framkvæmda í landinu og sem mætti líta á sem sam- eiginlega hagsmuni beggja aðila í eflingu varnarmáttar, sem einnig myndi nýtast þjóð- inni allri í daglegu lífi. Óþarfi er að eyða frekar en gert hefur verið orðum að því á hvern hátt eða í hvaða formi slíkir gagnkvæmir samningar yrðu fólgnir, því þeir aðilar sem stutt hafa þessa stefnu, létu strax uppi ákveðnar hug- myndir þar að lútandi. Full- komið vegakerfi, flugvellir og sjúkrahús og jafnvel enn önnur mikilvæg mannvirki, sem brýn þörf er fyrir, hafa verið nefnd sem dæmi um þau atriði, sem gagnkvæma og þjóðhagslega eflandi samninga ætti að byggja á. Slíka samninga er engan veginn hægt að túlka sem „leigu á landi“ eða annað þaðan af verra, eins og nokkrir þing- menn, sem eru sorglega einangraðir frá þeim tíma, sem þeir lifa á, hafa gjarnan notað um þessa hugmynd. Það varð enginn felm'tri sleginn, þótt einstaka raddir heyrðúst úr röðum kommúnista um að nú stæði til að „leigja land“ eða taka við „ölmusufé" frá Bandaríkjamönnum fyrir aðstöðu í landinu. Hitt er sönnu nær, að sumir leiðtogar kommúnista, einkum í Alþýðu- bandalaginu urðu mjög miður sín og sáu sitt óvænna, er svo ljóslega og ,,harkalega“ er vegið að því eina baráttumáli, sem þessi stjórnmálaflokkur þykist enn hafa á stefnuskrá sinni, að koma varnarliðinu úr landi og skilja það eftir opið til Kjallarinn Geir R. Andersen inngöngu fyrir það stórveldi, sem margsinnis hefur verið gert bert að því að hlusta eftir æðaslögum þjóðarinnar, jafnvel neðansjávar þegar ekki tekst betur til. Það er því ekkert annað en samhljómur við stefnu kommúnista og þá alþýðu- bandalagsmenn, sem enn klifa á því að gera landið varnar- laust, þegar alþingismaður úr Sjálfstæðisflokknum ríður á vaðið með ritsmíð eina, sem hann kallar „Á að leigja landið?“, en talar um það 1 miðri grein sinni, að „sem betur fer hefur enginn stjórn- málamaður léð máls á því að taka leigugjald fyrir varnarliðs- stöðina,“ — sem og er hárétt, á það hefur enginn minnzt, og því ástæðulaust að rita grein um „landleigu"! í þessari grein, sem hér er vitnað til og birtist í Mbl. þ. 27. f.m. talar alþingismaðurinn um það, að greiddu Bandaríkja- menn fyrir mannvirkjagerð á íslandi, þá yrðu slík framlög ekki talin í tugum eða hundruð- um heldur í þúsundum milljóna, en endar grein sína á því að segja, að sjálfsvirðing þjóðarinnar og sjálfstæðisbar- átta sé meiri og merkilegri en svo, að hún séi föl fyrir nokkra silfurpeninga. Slíkur er nú töl- fræðilegur vísdómur þeirra manna sumra, sem við eigum á Alþingi! Ekki tekst betur til hjá þeim unga manni, sem ritar um málið í Alþýðublaðið sl. laugar- dag og kallar grein sína „Tilboð oskast“ með millifyrirsognun- um „Vonleysi rökþrota manna“, — og „Alfonsar allra landa, sameinizt". Hvort hér er átt við „alfons- ana" Norðmenn eða aðrar þjóðir, sem hafa gert gagn- kvæma og hagstæða samninga fyrir hönd sinna landa um leið og þær gengu til samstarfs um varnarbandalag, skal ósagt látið, en í þessari grein og öðrum ummælum, sem birzt hafa gegn þeirri hugmynd, að íslendingar eigi að gera gagn- kvæma samninga, svipaða þeim sem Noromenn hafa gert er enginn sem þorir að tjá sig

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.