Dagblaðið - 03.07.1976, Page 11

Dagblaðið - 03.07.1976, Page 11
DAGBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 3. JULÍ 1976. 11 \ þróun hergagnaframleiöslunn- ar. Margir viðurkenna, að það kynni að verða hagstætt fyrir þróun innanríkismála á ttalíu, að kommúnistar færu í ríkis- stjórn. En valdamönnum í NATO stendur stuggur af þeim möguleika. Þeir óttast, að Ítalía brenni upp í rauðum loga. En fyrst og fremst óttast þeir, — einnig jafnaðarmennirnir í ríkisstjórn Vestur-Þýzkalands, — að varnarkerfi NATO og jafnvægið milli risaveldanna í Evrópu sé í hættu. Uggur þeirra minnkar ekki, ef vinstri menn halda áfram sókninni í Frakklandi. Berlinguer, foringi italskra kommúnista. — Hvað gerðu þeir ef Sovétmenn seildust til vaida í Júgóslavíu? Frelsisskerðing Margir borgarar lifa í stöðugum ótta um að félags- málafulltrúar og/eða lögregla skipti sér af þeim og loki þá inni. Þessum og öðrum til fróð- leiks ætla ég að leitast við að gera grein fyrir frelsis- skerðingarheimildum hins op- inbera. Frelsisskerðing er það, þegar borgaranum er gert að lúta vilja annars aðila, oftast hand- hafa opinbers valds, um för sina og dvalarstað, með eða án harðræða. Frelsisskerðingu er beitt í stjórnsýslu og í meðferð opinberra mála. Upphaf frelsis skerðingar er handtaka. Hún á að vera skammtíma ástand og leiða til annars varanlegra. Við- tökuástandið nefnist ýmsum nöfnum eftir því hvert tilefni frelsisskerðingarinnar er. I stjórnsýslu er talað um hælis- og sjúkravist*(börn, drykkju- og geðsjúkir), en í meðferð opinbers máls m.a. um hald og gæsluvarðhald. Þá, sem sæta frelsisskerð- ingu í stjórnsýslu, má flokka í fjóra hópa, sjúklinga, börn, framfærsluþega og framfær- endur. Borgarar sæta ekki þess- ari frelsisskerðingu, nema þá bagj annmarki, sem kemur í veg fyrir, að þeir geti annast sig sjálfir, eða þeir uppfylla ekki skyldur, sem þjóðfélagið leggur þeim á herðar. Hér verður ein- ungis drepið stuttlega á frelsis- skerðingu barna, drykkju- sjúkra og geðsjúkra. Tilgangur frelsisskerðingar í stjórnsýslú er a.m.k. þríþættur, hjálpar- öryggis- og agatilgang- ur. Frelsisskerðingunni má al- mennt ekki beita fyrirvara- laust. Áður verður að leita eftir sjálfræðissviptingarúrskurði um hlutaðeigandi. Það eru dómstólar, sem kveða á um sjálfræðissviptingu og eru ástæður hennar þessar skv. lög- ræðislögum nr. 95/ 1947, 5. gr.: 1. Borgari er ekki fær um að ráða persónulegum högum sínum eða fé vegna andlegs vanþroska, ellisljóleika, geð- veiki eða annarrar sturlunar. 2. Borgari stofnar efnahag sínum eða vandamanna sinna i hættu með óhæfilegri eyðslusemi, annarri ráðlausri breytni eða hirðuleysi um eignir, sem eru í umráðum hans. 3. Borgari er ekki fær um að ráða persónu- legum högum sínum vegna of- drykkju, notkunar deyfilyfja eða annarra lasta, verður öðrum til byrði, vanrækir fram- færsluskyldur eða raskar þrá- faldlega opinberum hagsmun- um. 4. Þegar nauðsynlegt er að vista borgara án samþykkis hans í sjúkrahús eða hæli vegna fyrirmæla í heilbrigðis- löggjöfinni. Kröfu um sjálfræðissvipt- ingu á að bera upp i sakadómi á heimilis-eða dvalarvarnarþingi þess, sem kröfunni er beint gegn. Krafan á að vera skrifleg og studd gögnum um ástand borgarans, en hann er nefndur varnaraðili. Málið er rannsakað að hætti opinberra mála, borg- aranum skipaður talsmaður og síðan kveðinn upp úrskurður um það, hvort hann haldi sjálf- ræði sínu eða ekki. Úrskurðinn á að birta borgaranum eða vandamönnum hans. Þegar borgarinn hefur verið sviptur sjálfræði á yfirlögráðandi, sem er borgar- bæjarfógeti eða sýslumaður, að skipa honum lögráðamann. í lögræðislögum 31. gr. 2. mgr. er gert ráð fyrir því, að unnt sé að skerða frelsi borgar- ans til bráðabirgða, ef nauðsyn krefur, og er hann vistaður á sjúkrahús eða sambærilegan stað til læknisrannsóknar eða einangrunar vegna farsóttar, næmrar sóttar, geðveiki, eitur- lyfjaofnotkunar eða ölvunar, sem olli því, að hann var tekinn i umsjá íögreglu. Heimilt er að skerða frelsi borgara á þessum forsendum í tvo sólarhringa. Börn Lagaheimild fyrir töku barna af heimilum þeirra er í fram- færslulögum og barnaverndar- lögum. Borgari innan 16 ára aldurs er barn. Til ofan- greindra ráðstafana er einungis gripið til verndar barni, þ.e. þegar talið er að framhaldandi dvöl á heimili þess kunni að verða því til tjóns. Barna- verndarnefnd tekur ákvörðun um flutning barns af heimili þess og kemur því fyrir um stundarsakir eða til langdvalar annars staðar, á einkaheimili eða stofnun. Hér er um að ræða frelsisskerðingu barnsins, en einnig má segja, að foreldra- valdið sé skert. Yfirráð persónulegra haga barnsins hverfa til barnaverndarnefnd- ar heimilissveitar foreldra eða þess, sem hafði lögráðin. Foreldrar, sem telja hagsmuni sína fyrir borð borna, geta skotið ákvörðunum barna- verndarnefndar undir fulln- aðarúrskurð barnaverndarráðs. Stjórnsýsla/ dómssýsla Drykkjusjúkir I lögunum um meðferð ölvaðra manna og drykkju- sjúkra nr. 39/1964 er gert ráð fyrir því, að lögreglan taki ölvaða borgara fasta. Þegar ölvaður borgari hefur verið handtekinn má fara að með tvennum hætti. I fyrsta lagi má hafa hann í haldi þar til af honum er runnið. Á þessu stigi getur lögreglustjóri tekið til at- hugunar, hvort borgarinn þjáist af drykkjusýki eða ekki. Telji lögreglustjóri borgarann ósýktan, er hann látinn laus, þegar ölvunareinkennin eru horfin. I öðru lagi má hafa borgarann I haldi í allt að tvo sólarhringa. Þá er tilskilið, að læknir skoði borgarann. Læknirinn á að komast að bráðabirgða niðurstöðu um heilbrigðisástand borgarans. Sé það álit læknisins, að áfengis- sjúkdómur sé yfirvofandi eða fyrir hendi, tilkynnir hann lögreglustjóra, borgaranum og aðstandendum hans það. Geðsjúkir Geðsjúkdómar hafa þau á- hrif á borgarann, að hann getur siður en geðheilbrigðir séð sér farborða. Hann gerir sér yfirleitt ekki grein fyrir þvi, hvaða læknisráð koma honum að haldi. Borgarinn getur einnig verið hættulegur sjálfum sér og umhverfi sínu. Frelsisskerðing geðsjúkra er þannig í lækningar- framfærslu- og öryggisskyni. Lög um geðveikrahæli eða geðveikralög hafa ekki verið sett hér á landi. Meðferð geðsjúkra virðist þvi fara eftir viðurkenndum læknisaðferðum, venjum sem myndast hafa á sjúkrahúsum og ákvörðunum ráðuneyta. Auk forsendunnar, geðsjúkdómslik- indi borgarans, þarf öðru hvoru eftirtalinna skilyrða að vera fullnægt til þess að hann verði fluttur í geðsjúkrahús gegn vilja sinum. 1. að hann sé hættulegur, 2. að hann sé svipt- ur sjálfræði. Fyrra skilyrðið leiðir oft til uppfyllingar hins síðara. Ekki er á annarra færi en lækna að skera úr því, hvort borgari sé haldinn geðsjúk- dómi. Tilgangur frumaðgerða gegn borgára, sem talinn er geðsjúkur, er því að fá álit sér- fróðra aðila um geðheilbrigði hans. Þegar borgari er talinn hættulegur á almannafæri má lögreglustjóri láta rannsaka geðheilbrigði hans. Til að ráð- rúm gefist til rannsóknarinnar getur lögreglustjóri haft borgarann I haldi allt að tveimur sólarhringum, en ekki lengur. Þótt ekki verði sagt um borgara, að hann sé hættu- legur, kann háttsemi hans að vera þannig að ætla megi, að hann sé ekki heill á geði. Frum- kvæði frelsisskerðingar er því iðulega hjá ættingjum eða framfærendum borgarans, og koma þeir honum, — með sjyn- þykki dómsmálaráðuneytisins, áður en sjálfræðissviptingarúr- skurðurinn er kveðinn upp eða að honum uppkveðnum, — á sjúkrahús með aðstoð lögreglu, ef nauðsyn krefur. Sé ástæða til að vista barn á geðsjúkrahúsi- en ættingjar þess vilja ekki stuðla að því, fellur í hlut barnaverndarnefndar að fjarlægja barnið frá heimili þegs og flytja á geðsjúkrahús í samráði við lækni og með tilstuðlan lögreglu. Björn Baidursson SfDASTA BARÁTTUMÁLIÐ um afstöðu sína gagnvart Norð- mönnum, sem við annars erum oftast tilbúnir að bera okkur saman við. Sýnir þetta einkar vel, hve heilsteyptar og rök- vísar skoðanir þeirra manna eru, sem hæst hrópa um „leigu eða til sölu á landi“. Ekki er heldur hátt flíkað þeirri staðreynd, að gagn- kvæmir varnar- og viðskipta- samningar við Bandaríkin eru hugmynd, sem ekki er ný af nálinni. Hún var fyrst reifuð af einum helzta forystumanni Framsóknarflokksins, Jónasi Jónssyni, en um það kunna þeir tveir ráðherrar, sem andvígir eru vörnum landsins i gagn- kvæmu formi að þegja, enda annar þeirra einn helzti forvígismaður um brott- rekstur varnarliðsins. Og meira að segja stjórn Sambands ungra sjálfstæðis- manna gerir samþykkt um málið á svo klaufalegan og barnalegan hátt, að með ein- dæmum er, — og talar enn um hugmyndir, sem skotið hafi upp kollinum að undanförnu um, að bandaríska varnarliðið „verði látið borga með sér“! Qg í lok samþykktar stjórnar SUS segir, að stjórnin (þ.e. SUS) leggi áherzlu á, að þjóðin haldi þannig á málum, að hún verði sjálfráð gerða sinna, þegar sú slund rennur upp, að vera er- lends varnarliðs sé öryggi landsins ekki lengur nauð- synleg! Spyrja mætti þessa stjórn SUS að því, hvenær hún haldi, að sú stund renni upp, að vera erlends varnarliðs (eða inn- lends) verði ekki öryggi lands- ins nauðsynleg! í núverandi heimsmynd er ekkert sem rétt- lætir það, að landið verði nokkru sinni skilið eftir varnar- laust, þannig að fullkomið vega- kerfi, flugvellir, sjúkrahús og annað, sem gagnkvæmir samn- ingar næðust um að reist yrði hér, vegna daglegs lífs í land- inu og til góða fyrir þjóðarbúið í heild, er fyllilega til umræðu og íhugunar, — jafnvel þótt svo skipaðist að varnir teldust ekki lengur nauðsyn. Gagnkvæmir samningar og hagstaeðir eru Islendingum nauðsyn á öllum sviðum og við ættum aldrei að setja okkur úr færi á að gera slíka samninga um hvaðeina, sem getur orðið þjóðinni til framfæris. Við gerum samninga um veiði- réttindi erlendra þjóða að því marki sem við teijum skynsam- Iegt, gegn því að fá hagstæð kjör á erlendum markaði. Við r^ðgerum samninga við erlend stórfyrirtæki um olíuleit á yfir- ráðasvæði íslands og ekki hefur almenningur séð neina samþykkt stjórnmálafélaga eða annarra um að beita sér gegn því, og á þó að hafa upp úr slíkri leyfisveitingu stórfé. Eða hvað er svona sérstætt við samninga um varnir lands uinfram aðra samninga? Auðvitað þjónar varnarliðið í landinu öryggishagsmunum islands, en ekki síður öðrum þeim löndum, sem eru í varnar- bandalagi með okkur, á sama hátt og bandarískt varnarlið í öðrum löndum þjónar öryggis- hagsmunum íslands um leið. En það er hinn mesti misskiln- ingur og raunar hreinn barna- skapur að álykta, að hér sé varnarlið til þess að gæta íslendinga einna. Það vita allir, nema þá hinir allra fáfróðustu, að Island er ákjósanlegur stökkpallur til á- rásar á Norður-Ameríku og æskilegur staður fyrir þá, sem vilja einangra Evrópu frá Bandaríkjunum. En því kusum við íslendingar að hafa sam- stöðu með vestrænu varnar- bandalagi en ekki austrænu, að við þurfum á greiðum sam- göngum og viðskiptum að halda við Bandaríkin jafnt og Vestur- Evrópu, en á því byggist sjálf- stæði þjóðarinnar ekki sfzt. Hitt má svo til sanns vegar færa, að við íslendingar með stjórn- málamenn í fararbroddi höfum lengi leikið tveim skjöldum í utanríkispólitík, en fyrír það höfum við líka uppskorið tjón og það svo, að óséð er, hvernig það verður bætt eða hvort við komumst frá því án mikilla áfalla og er þar skemmst að minnast skuldar þeirrar við Sovétmenn, sem enn fer sí- vaxandi. Hvað sem liður ummælum stjórnmálamanna um að batn- andi efnahagsástand sé í öllum nálægum löndum og fiskverð hafi hækkað í Bandaríkjunum, breytir það í engu þeirri stað- reynd, að hér á landi ríkir efna- hagsleg kreppa og fyrirsjáan- legt það ástand, að litlar líkur eru á að stjórnmálaflokkarnir, hverjir sem eru við völd, muni verða þess umkomnir að leysa, allra sízt með núverandi fyrir- komulagi á markaðsmálum. tslendingar eru vinnusöm þjóð og fáar aðrar vinna lengri vinnudag, þótt opinberlega sé vinnuvika komin í 40 stundir, þvf margir eru þeir, sem leggja ótaldar vinnustundir við sinn venjulega vinnutíma eins og J<unnugt er. Það er því heldur kaldhæðnislegt, þegar for- vígismenn Framsóknarflokks- ins láta þau boð út ganga að lausn íslendinga á efnahags- vanda sínum sé að „bretta upp ermarnar og vinna sig út úr erfiðleikunum!“ En enginn skyldi taka alvar- lega gamanmál þeirra fram- sóknarmanna, sem eru oft sett fram þann veg, að taka verður sem öfugmæli. Er skemmst að minnast nýliðins aðalfundar Sambands ísl. samvinnufélaga, sem varaði sterklega við verð- bólgunni í Iandinu, meðan ritari Framsóknarflokksins, sem hélt leiðarþing flokksins á Vestfjörðum, lofaði guð fyrir verðbólguna og þátt hennar í uppbyggingu landsmanna! Það eru heldur engin rök innifalin í þeim ummælum þeirra þingmanna, sem eru á móti gagnkvæjnum samningum við Bandaríkjamenn vegna varnarmálanna, þegar þeir segja, að vanda ríkissjóðs um að finna leiðir til fjáröflunar verði að leysa með „öðrumhætti", án þess að minnast á með hvaða hætti, og loka "ugunum fyrir staðreyndum sem þeim, að ef við viljum halda áfram þeirri uppbyggingu, sem hingað til hefur verið stefnt að, þá verður annað að koma til en skatt- lagning á skattlagningu ofan. Það eru takmörk fyrir því hve fast er hægt að herða ólina í þeim efnum. Tilbúin hugmyndafræði um „leigu á landi“ eða samþykkt ungra sjálfstæðismanna breytir í engu þeirri staðreynd, tH flestir gera sér nú grein fyrir því, að hér er varnarliðs þörf og varnir mun þurfa að hafa uppi, hvernig sem málin skipast. Það er því tími til kominn, að í alvöru verði hugað að því, hvernig það tvennt fer saman, öryggishagsmunirnir og lffs- afkoma þjóðarinnar. Fyrir þessu er vilji meðal þjóðarinnar og á hann á að hlusta. Þeir sem eru því mótfallnir hljóta að lokast inni í hugmyndaheimi sínum með þá vissu, að síðasta baráttumál kommúnista sé eftir allt einhvers virði. -/V

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.