Dagblaðið - 03.07.1976, Page 22

Dagblaðið - 03.07.1976, Page 22
Ilrufiihilriiit' (iiiriiminrisriótlir Útvarp kl. 16,25 á morgun: Alltaf á Maj Britt Ib H'essman Sigrún Harðardóttir sunnudögum Stóru hljómsveitirnar fá einníg að vera með Eitthvað virðist Púll Heiðar hugsi á þessari mvnd. Hann er iíklega að hugsa um atburði vikunnar sem er að líða. V Fréttamaður vikunnar verður Gunnar Eyþórsson," sagði Páll Heiðar. í hverjum þætti kemur fram fréttamaður með „frétt vikunnar“ og eru það frétta- mennirnir Margrét Bjarnason, Jón Örn Marinósson og Kári Jónasson, auk Gunnars, sem tekið hafa að sér þetta hlut- verk. ,,Nú er Kári lagztur í víking," sagði Páll Heiðar, „en hann á að vera fréttamaður vikunnar næsta sunnudag. Vonandi tekst okkur að.leysa það vandamál á einhvern hátt." -A. Bj. Útvarpið íkvöld kl. 20,45: Framhaldsleikrit BÚMANNSRAUNIR Ymislegt sem er á dagskrá útvarpsins á morgun er á einhvern hátt tengt 200 ára afmæli Bandaríkjanna en þjóðhátíðardagur þeirra er á morgun, 4.júlí. Svavar Gests er á sínum stað í dagskránni kl. 16.25 með þáttinn Alltaf á sunnudögum. Hann ætlar að segja okkur frá ýmsum frægum bandarískum jazzhljómsveitum sem eru frá þeim sama tíma og Benny Goodman var sem frægastur. Má þar nefna Glenn Miller. Tommy Dorsey og Artie Shaw. „Þetta er þvi eins konar framhald af þættinum sem var 12. júni en sá þáttur var helgaður Benny Goodman. Benny var annars alls ekki hrifinn af Artie Shaw," sagði Svavar. „Shaw gerði honum þann grikk árið 1939 að hann var kosinn bezti klarinettu- leikari Bandaríkjanna en Benny Goodman var „aðeins" í öðru sæti!" — Ætlarðu ekki að leika In the Mood? „Ætli það ekki. Annars finnst mér hann Jón vinur minn Gunnlaugsson vera búinn að jaska þvi góða lagi dálitið mikið út." sagði Svavar Gests. Vonandi leikur hann þetta skemmtilega og sígilda lag Glenn Millers. Búmannsraunir heitir nýtt íslenzkt framhaldsleikrit i fjórum þáttum. Byrjar fyrsti flutningur þess í dag. í leikritinu segir frá Geirmundi heildsala .í Reykjavík sem flýr innheimtu- menn og aðra „óáran" og sezt að uppi í sveit ásamt konu sinni, Jósefínu, syninum Badda og Sísí skrifstofustúlku. Margt drífur á daga þeirra, enda lífs- baráttan á annan veg en í höf- uðstaðnum. Skrifstofustúlkan reynist hafa ráð undir rifi hverju, og það kemur sér líka betur eins og allt er i pottinn búið. Þetta er gamansamt verk sem ekki má taka of bókstaf- lega þótt margt eigi sér þar sjálfsagt hliðstæður i veru- leikanum. Sigurður Róbertsson er fæddur að Hallgilsstöðum i Fnjóskadal árið 1909. F.vrsta bók hans, smásögusafnið Lagt upp í langa ferð, kom út árið 1938. En hann hefur lika skrifað allmargar skáldsögur og leikrit. Af skáldsögum hans má nefna Augu mannanna (1946). Veg allra vega (1949) og Arfleifð frumskógarins (1972). Fyrsta leikrit hans var Maðurinn og húsið (1952) .en siðan hafa fleiri bætzt við. Þjóðleikhúsið sýndt Dimmu- borgir 1963 og útvarpið hel'ur flutt eftir hann el'tirlalin leikrit Mold 1965. Slorminn 1972. Ilans hágiifgi. (fram- haidsleikrit) 1974 og llöfuð- bólið og hjáleigun;i 1975. atik Haukur Hafstað. þess sem Dimmuborgir var einnig flutt þar. Sigurður hefur iengstum stundað verzlunar- og skrif- stofustörf en ferðazt talsvert og kynnt ér leikhús og leiklist í ýmsum löndum. Hann sækir efnivið sinn jöfnum höndum í heilaga ritningu og íslenzkt þjóðlíf. Ekki hvað sízt hefur sveitabúskapurinn og bænda- menningin orðið yrkisefni hans. Leikstjórn annast Klemens Jónsson en með helztu hlut- verkin fara Rúrik Haraldsson. Sigríður Hagalín. Hrafnhildur Guðmundsdóttir og Sigríður Þorvaldsdóttir. —EVI Kleinens .lónsson leikstjóri. hljómsveit Glenn Millers lék. V ........ Rúrik Haraldsson. Sigríóur Þorvaldsdóttir. DAGBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 3. JULl 1976. Utvarpiðídag kl. 13,30—17,30: Ut og suður „Gestur þáttarins verður Maj Britt Imnander forstjóri Nor- ræna hússins. eða réttara sagt f.vrrverandi forstjóri. þvi að hún er nú á förum heirn til Sviþjóðar." sagði Hjalti Jón Sveinsson sem stjórnar þættinum Ut og suður ásamt Astu R. Jóhannesdóttur. Þá verður spjallað við Hauk Hafstað hjá Landvernd unt náttúruvernd og sóðaskap landans. Ib Wessman. yfirmat- sveinn Naustsins. segir okkur hlustendum hvernig við eigum Hvernig eigum við að grilla? að fara að því að grilla. Það er nefnilega alls ekki sama hvernig það er gert. Sigrún Harðardóttir. söngkona og bóndi í Barðastrandarsýslu. segir frá galdrabrennum á Vestfjörðum. Hún er einnig lagasntiður i tómstundum og þar að auki skáld. Nýlega kom út eftir hana 12-laga plata og syngur hún einnig lögin. Við hlustum auðvitað á hana og ýmsa aðra músik við allra hæfi. 1 vikunni „brilleruðu" Cleo Laine og maður hennar. John Dankworth, i Laugardals höllinni. Við fáum að heyra i þeim. Þættinum er að mestu leyti útvarpað beint. Þau Hjalti Jón Sveinsson og Asta R. Jóhannesdóttir sjá um þáttinn Ut og suður og fá til sín marga góða gesti: Maj Britt Imnander, fyrrverandi for- stjóra Norræna hússins.Sigrúnu Harðardóttur söngkonu, laga- smið og bónda, Hauk Hafstað hjá Landvernd og Ib Wessman, yfirmatsvein Naustsins. Utvarp kl. 15,00 á morgun: Hvermg var vikan? YFIRVINNUBANNK) KEMUR f VEG FYRIR UPPTÖKUÞÁTTARINS ÚTIÁ LANDI „Ein af afleiðingum yfirvinnubanns starfsmanna- félags ríkisútvarpsins er sú að fyrirhugaðar ferðir með þáttinn út á land verða að bíða þar til lausn er fengin í málinu," sagði Páll Heiðar Jónsson þegar við spurðum hann um þáttinn Hvernig var vikan, sem er á dagskránni á sunnudaginn kl. 15.00. „Það stóð til að fara til Hafnar í Hornafirði, Egilsstaða og Akureyrar, en það getur vonandi orðið úr þvi síðar. Gestir þáttarins að þessu sinni verða Guðrún Hallgríms- dóttir verkfræðingur, Davið Oddsson borgarfulltrúi og Finnur Torfi Stefánsson lögmaður og spjalla þau um aburði vikunnar.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.