Dagblaðið - 15.07.1976, Side 2

Dagblaðið - 15.07.1976, Side 2
I>A<;HI,AUI« — KIMMTUUAÍiUK 15. JÚLÍ 1976. 2 BYSSUMYNDIR ER ÞAÐ SEM BÖRNUM ER BOÐIÐ UPP Á Háskóli íslands cr stundum kallaður æðsta menntastofnun þjóðarinnar. Þeir sem við hann starfa bera virðuleg embættis- heiti. t.d. prófessor. doktor. o.s.frv. Að sjálfsögðu er þessari stofnun ekkert mannlegt óvið- komandi, allra sízt barna- uppeldi. Auglýsing i blöðunum segir til um hvers konar kvik- m.vndir börnunum er boðið upp á i Háskólabíói. Það er enginn eftirbátur hinna kvikmynda- húsanna í því að sýna alls kyns byssumyndir. Ekki er þess getið í auglýsingunni að íslenzkur texti sé með myndinni. Það mundi hvort sem er trufla blessuð börnin við það að horfa á myndina. Trufla þau við að horfa á aðal- atriðin: b.vssurnar og morðin. Sölunefnd varnarliðseigna hefur það hlutverk að hirða af sorphaugunt hersins það sem hún telur nýtilegt og selja það landsmönnum. KvikmynJahús æðstu menntastofnunar þjóóar- innar ásamt Ríkisútvarpinu. sjónvarpi, virðist þjóna svipuðu hlutverki. Þessar stofnanir hirða af sorphaugum amerískr- ar kvikmyndagerðar takmarka- laust og bjóða börnum og full- orðnum. Árangurinn er þegar kominn í ljós!!! Bill.v C.raham bendir á það i einni af ræðum sínum að bandarískur táningur hafi að meðaltali séð 15.000 morð í kvikmvndahúsum og sjónvarpi. Ekki er mér kunnugt um hver þessi tala er hér á landi. en augljóst er að yíirmenn við- komandi stofnana ætla ekki að liggja á iiði sínu svo að 'svipuðum árangri verði náð hér á landi. — árangurinn er þegar kominn í Ijós Bandarískur táningur hefur séð 15.000 morð. Erum við að feta í fótspor þeirra hér á landi? „ut og suður" bara ágœtur Guðrún Stefánsdóttir hringdi: Talsvert hefur verið rætt um útvarpsþáttinn Út og suður í fjölmiðlum upp á siðkastið. Eins og gengur þá hefur hverjum sýnzt sitt. Stór orð hafa heyrzt, flest þættinum til lasts. Alveg blöskruðu mér ummæli Magnúsar Jónssonar þar sem hann gaf þá yfirlýsingu að almenn skoðun hlustenda væri að þátturinn væri fyrir neðan allar hellur! Hver er þessi maður sem getur fullyrt slíka endaleysu? Nei, öðru nær, þátturinn er fjölbreyttur og þar er boðið upp á ýmislegt fróðlegt og skemmti- legt efni. Þar veit ég að margir eru mér sammála. Hitt er svo annað mál að til eru menn sem virðast eingöngu hlusta á það sem rniður fer en ekki hitt sem vel er gert. Síðan er hlaupið í blöðin. Af hverju skyldi slíkt stafa? Minnimáttarkennd? Þökk sé umsjónarmönnum Út og suður — þáttur þeirra á hrós skilið. Hríngið í síma úmsjónarmenn þáttarins Út og suöur. Asta JóhannesdóHir og ll.jalti .1. Svoinsson. mlfll kl. 13 og 15 IIIIIUIIIUIIIUIUIIIUIIIIIIUIIIIIIIUIIIIIIIIIUIIIIIIUIIIIIIUIIIUIIIIIII 83322 Póslþjónuslun við Bolungarvík með miklum ógœtum Elías H. Guðmundsson, stöðvar- stjóri Pósts og síma, Bolungar- vík, hringdi: Þann 8. júfí birtist lesenda- bréf í Dagblaðinu undir fyrir- sögninni ..Þjónusta við lands- byggðina ti! skammar". Þar rekur ágætur sjómaður raunir sínar. Illa hafði gengið að fá varahluti í bátinn og hann þvi stöðvazt. Ég samhr.vggist manninum — að sjálfsögðu. Það er ekkert gamanmál þegar atvinnutæki manna stöðvast. En það var ekki það. sem ég vildi benda á — heldur setning er hljóðaði svo — „Hvers vegna berst ekki póstur til Bolungar- víkur". Virðist maðurinn halda að orsök drátta á varahlutum í bátinn stafi af lélegri póstþjón- ustu en það er á miklurn mis- skilningi byggt. Og ekki.í fyrsta sinn. Fólk virðist iðulega rugla santan póstþjónustu og flug- frakt Flugleiða. Þaðer allt ann- ar hlutur. Varahlutur sjó- mannsins átti að berast með flugl'rakt — ekki pösti. Knda alls ekki hægt að kvarta undan lélegri póstþjónustu Itingað til Bplungarvikur. Ilingað berst póstur sjii sinnúm i viku og er það með því betra sem gerist hér á landi. segir stöð varstjóri Póst og síma þar og vill leiðrétta misskilning um að póstþjónustan við staðinn sé slök Raddir lesenda

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.