Dagblaðið - 15.07.1976, Page 8

Dagblaðið - 15.07.1976, Page 8
DAGBI.AÐIO — KIMMTUDAGUK 15. JULl 1976. ...... .. ---——> Bandaríkja- menn vilja meiri fisk: TEKST OKKUR AÐ SEUA ÞEIM KARFA? úr því ekki er hœgt að anna eftirspurninni eftir „þeim gula" ..Við erum afskaplega ánægðir með hversu góður markaðurinn er i dag og eftir- spurnin mikil," sagði Guðjón B. Ólafsson framkvæmdastjóri Iceland Products Inc. i Banda- ríkjunum, er DB spurðist fyrir um sölu á fiskafurðunum frá íslandi. ..Verðið á þorskblokkinni er nú komið upp í 80 cent og fer hækkandi. Við getum engán veginn annað eftirspurninni, því okkur vantar alltaf fisk frá Islandi. íslenzki þorskurinn er mjög eftirsóttur hér, enda lang- bezta framleiðslan sem er á markaðnum. Þó að framleiðsl- an hafi aukizt það sem af er árinu, þá höfum við næga möguleika á að koma henni í sölu. Við ætlum að reyna nýja sölumöguleika á karfa núna, en að svo komnu, er ekki unnt að segja til um árangurinn. Kanadamenn hafa svo til ein- okað karfamarkaðinn I Banda- ríkjunum, en þeir eru með mun smærri karfa en við svo ómögu- legt er að segja um hvernig móttökur okkar framleiðsla fær. En þetta er samt stefnan hjá okkur að beina karfafram- leiðslunni inn á Bandaríkja- markað og í því sambandi erum við að þreifa fyrir okkur með meiri flokkun á honum og nýjar leiðir I pakkningu. Helztu möguleikarnir, að mínu mati, eru að beina þessari fram- leiðslu til þeirra sem ekki fá nægan þorsk og ýsu, eða annan fisk. En við erum mjög bjartsýnir á framtlðina og bíðum bara eftir meiri afurðum að heiman,“ sagði Guðjón að lok- um. DB náði einnig sambandi við Óttar Hansson sölustjóra hjá Coldwater Seafood Co., en hann vildi sem minnst um málið segja. Hann kváðst þó vera fullur bjartsýni og vonast til að tilraunir með karfann gæfu góðan árangur ef meðhöndlun yrði skv. þeirra fyrirmælum. Öttar tók einnig undir það að markaðurinn í dag væri mjög hagstæður íslenzkri fram- leiðslu og engin ástæða til ann- ars en bjartsýni með framtíð- ina. JB HÆSTÁNÆGÐIR MED r — vonanditeknarí notkun í lok september sem heilsugœzlustöð ..Það kom aldrei til í raun og veru að fl.vtja embættið í Hafnar- búðir úr Heilsuverndarstöðinni," sagði Skúli Johnsen borgar- læknir, en skrifstofur borgar- læknis eru staðsettar i Heilsu- verndarstöðinni við Barónsstíg. Skúli sagði ennfremur að að- eins væri aðstaða fyrir 12-14 sjúklinga á Heilsuverndarstöð- inni en 28 í Hafnarbúðum, auk þess sem um betri aðstöðu væri að ræða þar. Það hefur og verið stefnan að Heilsuverndarstöðin starfaði sem heilsugæzlustöð ,en ekki sem sjúkrahús. Gerðar hafa verið hávaða- mælingar við Hafnarbúðir bæði úti og inni og hefur hávaði þar ekki re.vnzt truflandi. Þess ber einnig að geta að fæstar sjúkra- stofurnar vísa út að götunni, þar sem umferðin er. 1 göngum Heilsuverndarstöðvarinnar Barónsstígsmegin, hefur mælzt meiri hávaði. Skúli gat þess að menn væru hæstánægðir með Ilafnarbúðir. „Það hefur satt að segja gengið hægar en við vonuðum að koma Hafnarbúðum í lag,“ sagði Skúli og bætti við að það væri vegna seinkunar á tækjabúnaði erlendis frá, eins og til dæmis lyftu. í stað þess að opna fyrir sumarfrí er vonazt til að allt verði tilbúið í lok september. „Við erum bjartsýnir á að það takist að fá nóg hjúkrunarfólk," sagði Skúli. en alls munu 32 starfa við Hafnarbúðir. Sjúkra- liðum hefur fjölgað og fleiri hjúkrunarkonur hafa útskrifazt. Nýlega er búið að taka 1 notkun barnaheimili fyrir hjúkrunar- konur við Borgarspítalann. Skúli sagðist ekki hafa orðið var við það nú, eins og á undanförnum árum, að loka þyrfti heilu sjúkra- stofunum vegna skorts á hjúkrunarfólki. EVI Brautryðjendur lækkaðs vöruveros tilkynna: KÖNNUN VERÐLAGSSTJÓRA SÝNIR GREINILEGA AÐ MATVÖRUVERÐ OKK- AR ER HVAÐ LÆGST Á LANDINU ÖLLU. OPIÐ FÖSTUDAGSKVÖLD TIL 10. LOKAÐ LAUGARDAGA Í SUMAR. Tvíverknaðurinn er þá bara hagrœðing — graf ið, fyllt upp í, graf ið síðan enn á ný Hafnarfjarðarbær hefur staðið fyrir mikluin gatnagerðarfram- kvæmdum í Hafnarfirði að undanförnu. Skipt hefur verið um jarðveg og lagnir í nokkrum götum. Það hefur vakið furðu íbúa við sumar þessar götur að sjá verktaka á vegum bæjarins koma og leggja vatns- og skólplagnir, ganga síðan frá götunni, moka yfir allt og gera hana akfæra aftur, því síðan koma verktakar á vegum hitaveitunnar og grafa upp sömu götu fyrir hitaveitu- lagnir Læðzt hefur sá grunur að mörgum að hér sé um tvíverknað að ræða og peningasóun. „Það vill bregða við að grafið sé í tvígang í sömu götu,“ sagði Halldór ' Hannesson verk- fræðingur hjá Hafnarfjarðarbæ. „Við erum með verktaka á okkar snærum sem sjá um að grafa fyrir vatns- og skólplögnum, og hitaveitan er með sina verk- taka. Oft er aðstaðan svo þröng að 3rfitt er fyrir fleiri en einn vinnu- flokk í einu að athafna sig með góðu móti. Svo kemur það einnig til að hitaveitulagnirnar liggja yfirleitt grynnra. eða 60-80 cm niðri í jörðinni, en lagnir á okkar vegum 120-150 cm og þyrfti þá að koma til uppfyllingar. Tiltölulega lítið mál er að grafa fyrirhitaveitulögnum.Ef skurðirn- ir væru mokaðir upp með hand- afli þá lægi málið öðruvísi við, en með nútima tækni, fljótvirkum gröfuvélum, þá tekur það aðeins einn til tvo daga að grafa skurð eftir 100-200 metra götu. Rafveitan og síminn grafa ekki fyrir sínum strengjum, þeirfá að læða þeim niður með lögnunum. Fólki þ.vkir þessi framkvæmd kannski svolítið spaugileg en þetta er yfirleitt gert svona hér um slóðir og við værum ekki að þessu ef ekki væri einhver hag- ræðing í því. —KL Boejarróð íKópavogi: Bara ánœgt með framtak þeirra ungu Á fundi bæjarráðs Kópavogs á þriðjudag var samþykkt bókun um vinnuskólann í Kópavogi, sem minnihlutinn vísaði síðan til bæjarstjórnar. í bókuninni kemur fram að unglingarnir skuli fá 10% kaup- hækkun með tilvísun til almennra kauphækkana sem þá tóku gildi. Ennfremur skulu unglingarnir fá fríar ferðir með SVK til og frá vinnustað. Fundurinn lýsti yfir ánægju sinni með framtak unglinganna og ákveðið var að fela sérstakri stjórn endurskoðun á þessum málum fyrir næsta starfstímabil. Fundur verður í bæjarstjórn á föstudag og ef málið verður sam- þykkt þar, eru unglingar i vinnu- skólanum í Kópavogi komnir með 10% hærri laun en nágrannar þeirra, unglingarnir í Reykjavík og Garðabæ. jb Fenixballettinn í Norrœna húsinu íkvöld Líkt og undanfarin sumur verður Norræna húsið í Reykja- vik með sérstök k.vnningarkvöld f.vrir erlenda — og þá sérstaklega norræna — ferðamenn á fimmtu- dagskvöldum það sem eftir er sumars. Dagskráin verður með svipuðu sniði og áður: Fengnir verða rit- höfundar og fræðimenn til að fjalla um land og þjóð. bók- menntir. tónlist. myndlist og byggingarlist að fornu og nýju á Islandi Auk þess verða sýndar kvikmyndir tengdar því efni sem flutt er hverjtt sinni. Þessi kvöld verður svonefnt opið hús. þ.e. bókasafn. sýningarsalir og kaffi- stofa verður opin almenningi til kl. 23.00. I kjallara Norra'tta hússins verður „Sumarsýning" frá 24. júli lil 15. ágúst. þar sein listmálar- arnir Hjörleifur Sigurðsson. Ragnheiður Jónsdóttir Ream og Snorri Sveinn Friðriksson sýna verk sin og er þetta i tengslum við ívrrnefnda kynningarstarfsemi. í kvöld verður sérstök sýning á ballett Unnar Guðjónsdóttur um islenzkt og norrænt söguefni. Unnur sýnir þar ásamt Fenixball- ettinum tvo þa'tti. Iiinn fyrri um þjóðtrú á Norður- löndum en hinn siðari um Gunnar a Hliðarenda. Untiur hefur dvalizt i Svíþjóð um árabil og stofnaði þar Fenixballettinn. en i honum eru auk hennar fjórir sa'itskir dansarar. Þau hafa að undanförnu verið i sýningarferð um Island. Sýningin i kvtild hefst kl. 20.30 og verða aðgöngumiðar seldir við innganginn. JK

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.