Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 15.07.1976, Qupperneq 13

Dagblaðið - 15.07.1976, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ — FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1976. 13 tEj nikið afrek mikils íþrottamanns. Nákvæmlega þremur og hálfum metra lengra 1950. DB-mynd Bjarnleifur Bjarnleifsson og það bregzt ekki hjá Bjarnleifi. Hann crf 20 metrum KR, varpaði kúlunni tvívegis yfir 20 metra i gœr Hreinn byrjaði rólega i vor — en síðan komst heldur betur skriður á pilt. Fyrst Islandsmet á móti í Bratis- lava 19.53 metrar, sem hann síðan bætti í 19.97 metra á Laugardalsvelli. í gær tvíbætti hann þann árangur. Strax í byrjun náði hann 19.66 metr- um — eða sex sentimetrum lengra en krafizt er til að komast í úrslitakeppn- ina í Montreal. Keppendur þurfa að varpa þar 19.60 í forkeppninni og ef að likum lætur verður það ekki erfitt fyrir Hrein. í annarri tilraun sipni i gær varpaði hann 19.60 metra, síðan kom ógilt kast. Í fjórðu tilraun var 20 metra múrinn rofinn, 20.01 metrarog gleði mikn. Fimmta tilraun ógild — en í lokatilrauninni var heldur betur skriður á Hreini og kúlan flaug vel yfir 20 metra strikið — 20.24 metra. Hugsið ykkur, þremur og hálfum ínetra tengra en Gunnar Huseby, sá mikli afreksmaður, tvivegis Evrópu- meistari og Evrópumethafi, varpaði lengst Slakur leikur hjd okkur í Helsinki — sagði Jens Sumarliðason, fararstjóri íslenzka kmdsliðsins í knattspyrnu eftir tap gegn Finnum í gœrkvöld „tsland getur ieikið mun betur en gerðist í gærkvöld. Það brá fyrir þokkalegu spili á köflum en síðan datt ailt niður. tsland átti því slæman dag í gær — slíkt getur alltaf gerzt. Einhvern veginn náðu strákarnir ekki a6 útfæra þá leikaðferð sem fyrir var lögð — leikaðferð sem gefizt hefur tslandi svo vel undanfarin ár,“ sagði Jens Sumarliðason, for- maður landsliðsnefndar KSÍ eftir leikinn i Helsinki í gærkvöld þar sem tsland tapði fyrir Finnum 1 landsleik í knattspyrnu 0-1. Já, tslendingar áttu slakan dag í Helsinki í gær og máttu sín lítils gegn Finnum. Illa tókst að öyggja upp sóknir, vörnin óörugg og ólík sjálfri sér og fram- línumennirnir Teitur Þórðarson og Guðmundur Þorbjörnsson máttu sín lítils gegn sterkri vörn Finnanna. Finnar náðu þegar undirtökun- um í leiknum og markið kom á 12. mínútu fyrri hálfleiks — Esa Heiskanen átti gott skot af 20 metra færi sem Arni Stefánsson átti ekki möguleika á að verja. íslenzka liðið náði sér aldrei á strik. Helzt skapaðist hætta þegar hornspyrnur og innköst voru tek- in — þegar hinir sterku varnar- menn íslands fóru upp. Þannig átti Jóhannes Eðvaldsson góðan' skalla í fyrri hálfleik en Finnar björguðu naumlega. Ösigur þvl staðreynd í landsleik, sem ekki verður lengi í minnum hafður. „Eftir leikinn fórum við heim á hótel,“ sagði Jens ennfremur, ,,og ræddum um leikinn. Að sjálf- sögðu var reynt að finna hvað fór úrskeiðis. Ekki tókst að útfæra leikkerfi það sem fyrir var lagt. Eins munaði, að sjálfsögðu, geysilega að Ásgeir Sigurvinsson lék ekki með. Þar var skarð fyrir skildi. Annars er það um Finnana að segja, að ég bjóst við þeim betri. Þeir spiluðu rólega eins og þeir væru f vafa hvað myndi gerast. Leikmenn liðsins eru lfkamlega sterkir, sérstaklega varnarmenn- irnir. Sóknarleikmenn liðsins eru liprir og liðið náði á köflum ágæt- lega saman. Þannig skapaði finnska liðið sér ágæt tækifæri, sem ekki nýttust. Það sem þó kom mér mest á óvart var hversu Finnarnir byrjuðu snemma að tefja leikinn. Eins og þeir væru mjög ánægðir með 1-0. en sigur er alltaf sigur.“ h.halls Þrjótíu íslendingar á Montreal-leikana Inq olf/ \0)/U q r/zonq r Hólagarður Breiðholti S. 75020 HESTAMENN Öryggishjdlmar, hanzkar og margt fleira íslenzku olympíufararnir halda utan til Montreal í dag klukkan 5. islenzka sundfólkið er þegar farið til Montreal. Síðbúin breyting var gerð á liðinu í gaer. Eftir að olympíunefndin hafði fengið jákvætt svar um þátttöku Elíasar Sveinssonar, var hann valinn í stað Stefáns Hallgríms- sonar, sem er meiddur og getur ekki farið. Islenzku keppendurnir á leikunum verða 13 talsins. Þeir eru: Frjálsíþróttafólk: Elías Sveinsson, Hreinn Halldórsson, Ágúst Asgeirsson, Bjarni Stefáns- son, Þórdís Gísladóttir, Lilja Guð- mundsdóttir, Oskar Jakobsson. Júdómenn: Viðai Guðjohnsen og Gísli Þorsteinsson. Sundfólk: Þórunn Alfreðs- dóttir, Vilborg Sverrisdóttir og Sigurður Ólafsson. Lyftingamaður: Guðmundur Sigurðsson. ' Flokksstjóri frjálsíþrótta- manna er Örn Eiðsson og þjálfari Guðmundur Þórarinsson. Brynjar Gunnarsson er flokksstjóri lyftingamanns og situr þing Heimssambands lyftingamanna. Guðmundur Harðarsson er þjálfari sundmanna. Torfi Tómasson mun sitja þing Alþjóða- sundsambandsins. Þjálfari judó- manna er Japaninn Murata. Eysteinn Þorvaldsson situr Alþjóðaþing júdómanna. Aðalfararstjóri ■ liðsins er Sveinn Björnsson, varaforseti ÍSÍ. Glsli Halldórsson forseti ÍSÍ mun sitja þing Alþjóðaolympíu- nefndarinnar. Þeir Ellert Schram og Friðjón Friðjónsson munu sitja þing Alþjóða- knattspyrnusambandsins. Auk þessara 27 munu þrír fréttamenn verða á Olympíu- leikunum. Jón Asgeirsson frá ríkisútvarpinu, Ágúst I. Jónssou frá Morgunblaðinu og loks Sigurður Magnússoh ffá íþrótta- blaðinu. Þannig litur æfingabúningur íslenzka íþróttatolksins út. Hrelnn Iialldórsson og Lilja Guðmundsdóttir á Laugardalsvelll í gær — og skömmu síðar vann Hreinn afrekin miklu í kúluvarpinu. DB-mvnd Bjarnleltur I

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.