Dagblaðið - 15.07.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 15.07.1976, Blaðsíða 14
„Jú, frjósemin er mikil," segir Valgerður Magnúsdóttir á Blikastöðum urn leið og hún heldur áfrm að þvo eggin í þar til gerðri þvottavél. Við Árni Páll erum í heimsókn á Blikastöðum, þar sem Skarp- héðinn Össurarson Dýr- firðingur og búfræðingur með meiru er að koma sér upp hænsnabúi. Eitt af stærstu kúabúum. Suðurlands, sem rúmaði 80—100 nautgripi, er óðum að taka stakkaskiptum og mun rúma 10—20 þúsund hænsni þegar allt verður tilbúið, vonandi að ári. ,,Ég get nú raunar litið sagt ykkur,“ heldur Valgerður áfram máli sínu. „Þið ættuð að bíða eftir honum Skarphéðni hann skrapp aðeins frá." Það kemur í ljós að Vaigerður lumar á ýmiss konar vizku um hænsni og hænsabú sem hún miðlar okkur af á meðan við bíðum eftir Skarphéðni, sem raunar kom aldrei. „Það er enga spennandi unga að sjá núna. Við ætlum að fara að setja í útungunarvélina. • Það tekur 18 daga, síðan eru ungarnir settir í þriggja daga klekjun þar sem þeir eru svo k.vngreindir. Það er hún Ingi- björg Tonsberg, sem það gerir f.vrir okkur. Hún er ákaflega glögg. Oftast eru það ekki nerna 5% sem hún er í óvissu um. Hanaungarnir eru aflífaðir strax," segir Valgerður. Við Árni Páll förum nú inn i hænsastíurnar og ekki er laust við að okkur slái fyrir brjóst af hinni sterku ammóníaklykt sem er af hænsnaskítnum, ..Maður venst þessu," segir Valgerður. „Ég hélt nú raunar að múrar- arnir og rafvirkjarnir sem byrjuðu að vinna hérna ætluðu strax7 að yfirgefa staðinn, en þeir hafa matarást á mér, segja að ég sé hinn bezti kokkur," segir Valgerður kímin og bætir við að hún viti raunar ekki hvað þeir eigi við. Við Árni Páll erum hins vegar búin að raða í okkur heimabökuðum kökum sem Valgerður hefur með sér í kassa og drekka úrvals kaffi með. Við þykjumst skilja ýmis- legt. Yfir sig hrifinn af einni „sköllóttri" En meira um hænsnastíurn- ar. Árni Páll verður yfir sig hrifinr. af hænu sem er að fara úr fiðrinu og er því sem næst „sköllótt" (með fiðurlausan háls). Hann eltir hana um allt, en þvi miöur — það er eins og hænan skilji að hún eigi að myndast fyrir dagblað, því að alltaf setur hún hausinn undir sig þegar Árni Páll kemst í færi við hana Hin hænsnin eru ekkert hrifin af tilburðunum og flögra urn með miklu fjaðra- foki og gaggi og ein hænan verpir eggi þar sem hún er stödd. af öllunt þessum látum. Við gefumst upp i þessari hænsnastíunni og komum í þá na'stu þar sem hálfvaxnir ungar búa. Hjá þeim eru stórir skermar sem við fáunt að vita að séu „fóstrur" og hafa að geyma hitaperur. Þangað skríða ungarnir þegar kólnar. Sjálfvirk fóðurílát eru hér og þar og ungarnir éta gráðugt og drekka. Þeir eru að flýta sér að verða stórir. ekki til þess að komast á borð hjá matgoggum, heldur til þess að fceljast sem varphænur viðs vegar um land- ið. Stofnin heitir „hvitir italir." Hœnurnar alls ekki allar eins Valgerður, sem er Reykvík- ingur í húð og hár(segir okkur að i hennar augum séu hæn- urnar ailar eins (okkur finnst það lika að undantekinni þessari sköllóttu hans Arna i’áls). í augum Skarphéðins eru hænurnar ólíkar. „Það kemur fyrir þegar ég er að pakka hænum sem eiga að fara út á landj' segir Valgerður, ,,að hann segir við mig: „Æ, láttu þessa vinkonu mína ekki fara." Það þýðir ekkert að sinna því, en maður verður að vera mann- legur og sumar hænurnar eru spakarþgæfari en aðrar. Skarp- héðinn leyfir þeim stundum að liggja á. Krakkarnir okkar hafa stundum á orði að hann sé mikið betri við hænsnin en hann hafi nokkurn tíma verið við þau." Dagurinn byrjar snemma á hænsnabúinu. Valgerður fer á fætur klukkan sex á morgnana. Hún hefur margan manninn í mat, því auk heimilisfólksins eru stundum múrarar, raf- virkjar og hjálparpiltur, auk mágs hennar sem kemur og hjálpar til í aukavinnu. Hún hespar samt heimilisstörfin af og er komin hið fyrsta út í hænsnabú. Slíkt fvrirtæki er dýrt þótt Valgerður geti ekki slegið neinni tölu á það. Þau hjónin eiga mörg búr i pöntun og þegar þau eru komin verða hænsnastíurnar lagðar niður og öll umhirða verður auðvjíldari. Þaö er líka eins gott. því að hvernig ættu þau hjónin annars að geta séö um upp undir luttugu þúsund hænsni að mestu hjálparlaust eins og þau ætla sér? s- ' EVI DB-myndir Árni Póll Dómstóliinn dœmir verknaðinn. Afleiðingin. Það gerist alltaf eitthvað íþessari Viku: Viðtal við Örn Guðmundsson danskennara — Spjallað við spókonu ó Grímsstaðaholtinu, sem Svolítil hugarfarskönnun fyrir karlmenn í minninau kvennaórs — Bee Gees í poppfrœði fyrsta sinn — Hjólparstarf í Guatemala — Annar hluti hinnar spennandi sögu Helen Mac DÁtíBEADID — EIMMTUDAHUR 15. JULÍ 1976. Mér finnst þetta nú einum of mikið. Líf og fjör íhœnsnastíum Hún Valgerður Magnúsdóttir konan hans Skarphéðins Össurar- sonar á Blikastöðum hefur í mörg horn að iíta. DB-myndir Arni Páll.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.