Dagblaðið - 22.07.1976, Side 10

Dagblaðið - 22.07.1976, Side 10
10 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. JÚLl 1976. MLMABW frfálst, úháð dagblað Utuefanrii DaKblaðiðhf. Framkvænulastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritsjjóri: Jónas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjórnarfulitrúi: Haukur Hel^ason. Aðstoðarfrétta- stjóri: Atli Steinarsson. Iþróttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrit Asurímur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson. BerKlind Ásííeirsdóttir. Braiii Siuurðsson. Krna V. In^ólfsrióttir. Gissur Sigurðssön, Hallur Hailsson. Helui Pétursson. Jóhanna Bir«is- clóttir. Kat'rin Pálsdóttir. Kristín Lýðsdóttir. Olafur Jönsson. Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Árni Páll Jöhannsson. Bjarnleifur Bjarnlcifsson. Björgvin Pálsson, Raynar Th. Siuurðsson (Ijaldkeri: hráinn Þorleifsson. Dreifiní»arstjóri: MárÉ.M. Halldórsson. Askriftarnjald 1000 kr. á mánuði innanlands. 1 lausasölu 50 kr. eintakið. Ritstjórn Síðumúla 12. simi 83222. auKlýsimiar. áskriftir o« afnreiðsla Þverholti 2. sími 27022. Sotninu ok umbrot: Da^blaðið hf. og Steindórsprent hf.. Ármúla 5. Mynda- (>u plölUKerð: Ilílmir hf.. Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf.. Skeifunni 19. Hver„ó" bankastjóra? Á þessum tímum lánsfjár- kreppunnar græða bankarnir hvað mest. Jafnt og þétt hafa síðustu mánuði birzt fréttir um stórgróða bankanna hvers af öðrum. Tekjuafgangur hefur orðið miklu meiri en áður. Það kann að koma mörgum þeim, sem bankastjórar kalla gjarnan „litlu mennina,“ á óvart, hve viðgangur bankanna er mikill. „Litli maðurinn“ hefur verið settur hjá. Þegar hann knýr á dyr bankastjórans og biður um lán til húsbygginga, eru honum gjarnan skammtaðar einar hundrað eða hundrað og fimmtíu þúsund krónur, ef víxillinn er talinn vel tryggður, annars ekkert. Mönnum finnst oft sem bankastjórarnir lifi ekki í takt við tímann, þeim sé ekki ljóst, að hundrað þúsund krónur eru ekki nema um það bil mánaðarkaup manns. Láglaunakonur sögðu á fundi sínum í vor, að öll laun væru ,,láglaun“, sem ekki næðu eitt hundrað þúsund krónum á mánuði. Hvers konar þjónusta er það við hinn almenna borgara, sem bankakerfið á fyrst og fremst að þjóna, að bjóða honum ekki nema þessa lús, þótt borgarinn bjóði örugga tryggingu? Slíku kerfi er í meira lagi ábótavant. Þó segja bankastjórar gjarna, að bankarnir tapi síður en svo á viðskiptum við „litla manninn.“ Slík lán séu meóal hinna traustustu. Miklu hættulegra er bankanum að lána stórlán fáum fésýslumönnum, sem kunna að fara á höfuðið, þegar minnst varir. Alþýðubankinn var að vísu í sérstöðu, að því leyti að svo mikill hluti heildarútlána rann til fárra aðila. En hið sama viðgengst víða í öðrum bönkum, þótt um tiltölulega minni hluta heildarútlána sé að ræða. Nokkrir svokallaðir fjármálamenn eiga greiðan aðgang að lánum. Þeir ganga þar í sjóði og sækja sér hnefa Þessir fjármálamenn hafa persónulegan eða pólitískan aðgang að bankakerfinu. Alkunna er, að stjórnmáalflokkarnir telja sig ,,eiga“ sumar bankastjórana með húð og hári. Banka- stjórar eru oftast valdir eftir pólitísk hrossa- kaup. Flokksapparatið stendur á bak við skipun þeirra, og það vill ekki sleppa'af þeim hendinni eftir það. Flokksapparatið sendir því gjarnan stuðningsmenn sína með uppáskrift til banka- stjórans. Þeir eiga með blessun flokksins að eiga vís lán hjá viðkomandi bankastjóra. Vissu- lega ber aö viðurkenna, að sumir banka- stjóranna gera sitt bezta til að skekja af sér þetta farg. Þeir vilja láta sjónarmið eðlilegra viðskiptahátta ráða ferðinni. Allur almenningur nýtur þess ekki að hafa persónulegan eða pólitískan aðgang að banka- kerfinu. Hann hefur orðið að sætta sig við þá mola, sem eftir virðast vera, þegar hinir hafa fengið sitt. Ríkisstjórn og Seðlabanki hafa sett bönkunum fyrirmæli um að halda útlána- aukningu innan ákveðinna marka. Þetta á að hamla gegn verðbólgunni. En innan þessara marka hefur spillingin haldiö áfram. Takmörkunin bitnar ekki á hinum ,,útvöldu,“ heldur á „litla manninum“ sem burðast við að koma þaki yfir höfuðið. Höfuðverkefni bankakerfisins á að vera að þjóna almenningi. Ef einhver „á“ bankastjóra á þaó að vera hinn almenni borgari. Þegar orlofslögin voru sett á sínum tíma, blandaðist fáum hugur um, að þar væri borið fram til sigurs eitt mesta mann- úðar- og menningarmál í sögu íslenskrar verkalýðshreyf- ingar. Upphaflegur tilgangur þeirra manna, sem að þessari iagasetningu stóðu, var að sjálf- sögðu sá að trýggja sem allra flestum nokkurra daga árlega hvíld frá sífelldu brauðstriti, og þá einkum lögð áhersla á að fólki gæfist tækifæri til að njóta að nokkru hins stutta íslenska sumars. Ýmis félags- samtök hófust þegar handa að koma upp smáhúsum á frið- sælum og fögrum stöðum víðs- vegar um landið, i því skyni að búa meðlimum sínum þægilega stundardvöl á viðráðanlegu verði. Orlofshugmyndin var síst af öllu tengd neinu peninga- bruðli, heldur þvert á móti sniðin og miðuð við það, að hver og einn gæti notið hvíldar án þess að efnahag eins eða neins væri stofnað í tvísýnu. En það er gömul og ný saga, að vegurinn til glötunar er tíðast varðaður góðum áformum. Eins og gefur að skilja varð orlofsfé landsmanna brátt all gildur sjóður, þegar til heildar- innar kom, þótt hlutur hvers og eins væri ekki stór. Fjárplógs- menn eru alls staðar nálægir, og þeim brást auðvitað ekki nasvisin fremur en oftast, enda óvenju feitt á stykkinu. Ferða- skrifstofur ruku upp og börðust eins og kölski um sálina. Freist- ingarnar upphófust, tryllings- legt kapphlaup um mannflutn- inga tií suðrænna baðstranda, með forgyltum fyrirheitum um ódýrt bílífi á lúxushótelum. Árangurinn er sá að í dag rennur drjúgur hluti alls or- lofsfjár íslenskra launþega í vasa útlendra flækingsmála- spekulanta. En þess munu ófá dæmi, aðferðalangurinndragist til baka, aðframkominn á sál og líkama, með ógoldinn banka- víxil á samvizkunni. Og það sem meirá^er, margir stofna sér í þessa mannraun ár eftir ár, án þess svo. mikið sem að skipta um gistihús, hvað þá land. Þegar svo er komið, ætti flestum að vera ljóst, að ekki er lengur um neina venjulega ferðamennsku að rséða, heldur. fáránlegan tískuflæking. Til hvers var barist, ef þessi hryll- ingsmynd af orlofi er orðin að staðreynd? Mest öll upp- lýsingarstarfsemi ferðaskrif- stofanna einkennist af þeim sölumennskuglamor í kók- menningarstíl, sem hélt innreið sína með sjónvarpinu og einkum höfðar til kynhvatar- innar'. Suðurlandaferðir eru kynntar með þrotlausum grísa- veislum, og endalausri röð af brókarlausum auglýsingamell- um, að ógleymdum öllum þeim kynkirtlamælingum sem nefn- ast fegurðarsamkeppni. Það er fyrir neðan allar hellur að byggja upp islenska þjónustustarfsemi með slíkum og þvílíkum vinnubrögðum, hvað sem sem kann að hafa verið gert annárs staðar. Engum heilvita manni dylst, að hinn síbyljandi áróður kostar morð fjár. Orlofsafætan kemur víða við. íslendingum hafa vægast sagt verið birtar harla óglæsi- legar tölur um gjaldeyrisstöðu þjóðarinnar að undanförnu. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fyrir liggja, samsvarar skuldasúpan við útlendinga um það bil tveimur milljónum króna að meðaltali á hverja fimm manna fiölskyldu á land- Kjallarinn Rögnvaldur Sigurðsson inu. Það er engin furða þótt ýmsum þyki borið í bakkafull- an lækinn, þegar svona skulda- klifberar láta sig ekki muna um að punga ofan á allt saman ein- um og hálfum milljarði króna i ríkissjóð til að greiða niður búvöru fyrir erlenda neyt- endur. Enda hefur sú ráðstöfun sannarlega ekki legið í láginni. En hins vegar virðist það hafið yfir gagnrýni þótt íslenskir ríkisborgarar sói þeirri upphæð tvöfaldri í lúxusflakk út og suður um allar trissur. Og er þó síðarnefnda bruðlið sínu verra að því leyti að þar er um bein- harðan gjaldeyri að ræða. Vissulega heyrir það ekki til stórtíðinda nú til dags, að banki verði af með nokkrar milljónir i glatkistuna, en það er óneitan- lega tímanna tákn að ein yngsta peningastofnu* landsins, kennd við alþýðu skyldi nýlega klúðra þrjátíu milljónum króna í þann forarpytt sem raun ber vitni og allir kannast við. Margur hefði nú haldið að eitt- hvað annað og þarfara væri við aurana að gera á þeim bæ. En því er á þetta minnst, að dæmið er hrópandi vitnisburður um þá þjóðfélagsmeinsemd sem er hér á ferðinni. Vergangur og flakk var hvort tveggja í senn lands- plága, og síðasta úrræði ís- lands, öld fram af öld. Allur sá umrenningur ólítill var þó hreinasta smáræði á við þann stríða straum af flækingsmúg sem byltist út og inn af landinu nú til dags, þótt knúinn sé af öðru afli. Og er satt að segja vandséð, hvor plágan er argari. Eins og sakir standa og að er farið væri sennilega öllum fyrir bestu að orlofsgreiðslur í nú- verandi. formi væru afnumdar um sinn. A maður að trúa þvi, að þjóð sem riðar á barmi gjald- þrots geti leyft sér þann munað öllu lengur, að sólunda milljörðum og aftur millj- örðum, dýrmætum gjaldeýri, í innantóman flæking. Ef svo er hlýtur þessu landi að vera stjórnað af mönnum, sem vantar meira og minna af skiln- ingarvitum. Að vísu eru til flækingsmálabraskarar sem halda því fram, að hagnaður íslendinga af erlendum flökk- urum geri snöggt um betur en að jafna metin. Það dæmi er ugglaust hægt að reikna á fleiri en einn veg. Margt er metfé, og enn annað verður ekki metið til fjár. Krónuhliðin á þeim við- skiptum er sennilega mjög vafasöm ef allt er tekið með í reikninginn, en menningarsam- skiptin munu þó enn vafasam- ari. Flest gistihús landsins eru orðin að útlendingabúllum, þar sem íslendingum er gjörsam- lega ofaukið, að undanskildum lélegustu manngerð sérhverrar þjóðar, gleðikonum. Útlend- ingaflaumurinn er að gera ís- lendinga útlæga af Islandi sem ferðamenn. Margar fegurstu gróðurvinjar landsins, sem þjóðin hefur umgengist sem helgidóma, kynslóð fram af kynslóð, eru að breytast í svört flög. Sá gróður, sem stóðst ágang nauta, stóðhrossa og sauða um aldir, lætur nú hratt undan síga fyrir traðki út- lendra túrista. En hvað varðar menningarfrömuði nútimans um slíka smámuni.Sumir segja reyndar að margir þessara út- lendinga séu dregnir nauðugir viljugir upp um fjöll og fyrn- indi til þess eins að horfa sljó- um augum á örfoka land, lang- andi að hverfa sem allra fyrst til þess einasta staðar sem var takmark ferðarinnar. Sú saga gengur nefnilega staflaust um allar jarðir að íslensku útlend- ingabúllurnar séu að verða ein- hver eftirsóttustu pútnahús í heimi. Og væri ekkert auðveld- ara en að tilfæra útlend og inn- lend blaðaskrif því til stuðn- ings. Nú skyldi einhver halda að undirritaður vildi gera hvort tveggja í senn, að leggja átt- hagafjötra á íslenska menn, og þó umfram allt að fyrirbjóða útlendingum að stíga ^islenska grund. Hvorugu er til áð dreifa. Nauðsyn þjóðarinnar er ein- faldlega sú að gera skilmun á ferðamennsku og flækingi, menningu og siðleysi. Rögnvaldur Sigurðsson trésmiður

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.