Dagblaðið - 22.07.1976, Síða 15
DAC.BLAÐIÐ. FIMMTUDAC.UR 22. JULÍ 1976.
15
I
íþróttir
iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
I
Stefán Halldórsson í góðu færi innan vítateigs Breiðabliks en skot hans fór yfir. DB-mynd Bjarnleifur.
Breiðablik batt endi á
meistaravonir Víkings!
— Blikarnir sigruðu Víking 3-1 í 1. deild íslandsmótsins íknattspyrnu í gœrkvöldi
Víkingur hefur endanlega
misst af möguleikanum á íslands-
meistaratign í ár eftir tap í gær-
kvöld fyrir Breiðablik á Kópa-
vogsvelli 3-1. Breiðablik lék einn
sinn bezta leik í sumar á meðan
Víkingum tókst ekki að ná upp
þeirri baráttu, sem þarf til sigurs.
Eins er, að í undanförnum
leikjum Víkings hafa nokkrir
leikmenn liðsins leikið langt
undir getu — því hafa þrír leikir
í röð tapast.
Já, Víkingar eru alveg heillum
horfnir í 1. deild. Þeir byrjuðu
svo sem nógu vel og voru mun
frískari framan af en Blikarnir.
Myndaðist þá oft þvaga í vítateig
Blikanna án þess að opin tækifæri
sæjust. Hins vegar skoruðu Blik-
arnir á 20. mínútu — sannkallað
glæsimark.
Knötturinn var gefinn fram á
hinn leikna Gísla Sigurðsson, sem
vippaði knettinum skemmtilega
með hælunum inn í vítateig Vík-
ings og skaut síðan þrumuskoti —
óverjandi fyrir Diðrik Ölafsson
markvörð Víkings.
Víkingar áttu einnig sín tæki-
færi — þannig átti Óskar Tómas-
son skalla í þverslá eftir góða
sendingu frá félaga sínum,
Stefáni Halldórssyni.
En Blikarnir komust aftur á
biað þegar Vignir Baldursson
skaut meinleysislegu skoti af 20
metra færi — knötturinn fór í
varnarmann og breytti um stefnu
og þrátt fvrir heiðarlega tilraun
Diðriks markvarðar tókst honum
Staðan í 1. deild eftir
UBKgegn Víkingi 3-1:
sigur
Valur 11 7 4
Fram 11 6 2
Akranes 10 5 3
Víkingur 11 6 1
Breiðablik 10 4 2
KR 11 2 5
Keflavík 11 4 1
FH 10 1 4
Þróttur 11 0 2
Næsti leikur í 1. deild verður á
föstudag — þá leika í Kaplakrika
hotnlióin i 1. deild, FH og
Þróttur.
ekki að ná til knattarins, 2-0.
Víkingar sóttu í sig veðrið það
sem eftir var hálfleiksins og
sköpuðu sér nokkur góó mark-
tækifæri, Oskar Tómas-
son komst tvívegis upp að
endamörkum og gaf góðar send-
ingar fyrir — annað skiptið fór
knötturinn framhjá bæði sóknar-
og varnarmönnum. t hitt skiptið
skaut Stefán í hliðarnetið af
stuttu færi. Stefán komst i gott,
færi inn 1 vítateig en skaut yfir og
loks bjargaði Ólafur Hákonarson
vel skoti frá Gunnlaugi Krist-
finnssyni af 30 metra færi, 2-0 í
hálfleik.
Víkingar byrjuðu síðari hálfleik
af krafti, Blikarnir gáfu eftir.
Enda fór svo, að Stefán Halldórs-
son skgllaði laglega í mark Blik-
anna eftir góða sendingu frá Har-
aldi Haraldssym á 12. mínútu.
En illa gekk að skapa fleiri
tækifæri — Blikarnir skoruðu
siðan á 45. mínútu — Hinrik Þór-
hallsson skoraði af stuttu færi
eftir að Einar Þórhallsson hafði
skallað knöttinn fyrir markið úr
hornspyrnu, 3-1.
Þegar á heildina er litið er
sigur Blikanna sanngjarn. Liðið
gerði sér mun gleggri hugmyndir
en Víkingar hvernig á að sækja —
skemmtilega ýtfærðar skyndi-
sóknir komu Vikingum oft í vand-
ræði. Blikunum hefur farið mikið
fram frá byrjun móts þegar liðið
virkaði nánast sem meðal 2.
deildarlið. Beztu menn Blikanna
voru þeir bræður Einar Þórhalls-
son og Hinrik, sem með leikni
sinni og hraða gerði oft usla í
vörn Víkings. Eins kom Gísli
Sigurðsson vel frá leiknum, 'mjög
leikinn og skemmtilegur leik-
maður. Já; ég held ég megi full-
yrða að Blikarnir hafi átt sinn
bezta leik í sumar.
Lið Víkings hefur farið
hrakandi með hverjum leik,
kemur þar bæði til minnkandi
geta ýmissa leikmanna og svo
minni barátta. Liðið er ákafloga
þungt — breytt hefur verið í 4-4-2
taktík — þeim Stefáni og Öskari
ætlað að brjóta niður vörn and-
stæðinganna. Ég held ég megý
fullyrða að þessi breyting úr 4-3-3
er ekki til batnaðar — og liðið er
alls ekki eins skemmtilegt. Meira
lagt upp úr vörriinni — stingur í
stúf við yfirlýsingar um sóknar-
knattspyrnu.
Langbezti maður Víkings í gær-
kvöld var Óskar Tómasson, sí-
vinnandi og leikinn. Stefán Hall-
dórsson var ávallt hættulegur.
Vörnin er alls ekki eins örugg og í
fyrri umferð mótsins. — Kemur
þar til að fyrrum Breiðabliks-
maðurinn, Helgi Helgason hefur
ekki sýnt sama öryggið í leikjum
undanfarið og í fyrri umferð.
Leikinn í gærkvöld dæmdi
Grétar Norðfjörð og gerði hann
hlutverki sínu góð skil.
h halls.
Þór tryggir
Þór frá Akureyri vann
mikilvægan sigur í 2. deild í
Kaplakrika gegn Haukum i
gærkvöld, 2-1. Þessi sigur Þórs
svo gott sem gulltryggir þeim
annað sætið í 2. deild og er nú
Þór eina liðið sem getur veitt
ÍBV keppni um fyrsta sætið.
Hafni Þór í öðru sæti ieikur
liðið við neðsta liðið i 1. deild
um rétt til þátttöku í 1. deild
næsta sumar.
Nú, en leikurinn í Kapla-
krika var jafn — góð mark-
tækifæri á báða bóga. Sérstak-
lega var fyrri hálfleikur líf-
legur og á köflum vel leikinn
af báðum liðum, enda öll mörk
leiksins skoruð þá.
Þór náði forystu þegar á 7.,
mínútu þegar Sigurður Lárus-
son skaut góðu skoti af rúm-
lega 20 metra færi og knöttur-
inn hafnaði í netmöskvunum,
laglegt mark.
Fn svo fór að Haukar
jöfnuðu enda atkvæðameiri.
Það var á 30. mínútu að Ólafur
Jóhannesson sendi knöttinn i
netið, 1-1.
Fn aðeins tvær mínútur liðu
— þá voru Þórsarar aftur yfir,
— Jón Lárusson skoraði eftir
að hafa komizt inn fyrir vörn
Haukanna, 1-2. Fleiri mörk
voru ekki skoruð og Þórsarar
héldu norður með dýrmæt stig
upp á vasann.
Þrenna Hreins
Völsungur frá Húsavík
er heldur en ekki kominn
á skrið í 2. deild tslands-
mótsins í knattspyrnu. 1
gærkvöld fóru Húsvíkingar
vestur yfir Vaðlaheiði og léku'
við KA á Akureyri. Þeir gerðu
sér lítið fyrir og sigruðu 4-1
Með þessum sigri sínum hafa
Völsungar hlotið 7 stig úr
síðustu fjórum leikjum sinum
en fóru illa af stað í mótinu.
Þrátt fyrir óskabyrjun KÁ
tókst liðinu ekki að nýta sér
það. Þegar á 5. mínútu skoraðí
Sigurbjörn Gunnarsson fyrir
KA af stuttu færi, 1-0. Þannig
var staðan í hálfleik.
Völsungar jöfnuðu síðan á
20. mínútu síðari hálfleiks
eftir vel útfærða skyndisókn
— Hermann Jónasson var þá
að verki og jafnaði 1-1.
Húsvíkingar voru ekki á þeim
buxunum að láta þar við sitja.
— Aðeins tveimur mínútum
síðar náði Hreinn Elliðason
forystu með góðu skallamarki,
1-2.
A 27. minútu var Hreinn
aftur á ferð og aftur skallaði
þessi markheppni leikmaður
knöttinn í mark KA, 1-3.
Hreinn fullkomnaði síðan
þrennu sína á 44. minútu
þegar hann skaut góðu skoti
frá vítateig, 1-4. Sanngjarn
sigur Húsvíkinga en ef þeir
aðeins hefðu farið af stað fyrr
þá...
Sigur Selfoss
Selfoss vann þýðingar-
mikinn sigur í botnbaráttunni
í 2. deild á Árskógsströnd í
gærkvöld. Selfyssingar sigr-
uðu Reyni 2-1 og skildu þvi
heimamenn eina eftir á botni
2. deildar með 4 stig — Selfoss
hefur 6 stig.
Leikurinn á Árskógsströnd
var slakur knattspyrnulega
séð en mikil barátta í báðum
liðum. Revnismenn höfðu
frumkvæðið lengst af í
leiknum og voru óheppnir að
tapa en slík er knattspyrnan,
tækifærin verður að nýta.
Sumariiði Guðbjartsson
skoraði f.vrsta mark leiksins á
43. mínútu fyrri hálfleiks, og’
var staðan í hálfleik því 0-1.
A 25. mínútu síðari hálf-
lciks var Sumarliða brugðið
innan vítateigs. Halldórs Sig-
urðsson skoraði úr vítinu.
Á 30. mínútu minnkuðu
heimamenn muninn í 1-2
þegar Selfyssingar skoruðu
sjálfsmark en ekki tókst þeim
að knýja fram annað mark
þrátt f.vrir að þungt hafi legið
á Self.vssingum.