Dagblaðið - 22.07.1976, Qupperneq 23
DACiBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1976.
23
Útvarp kl. 19,35: Nasasjón:
„Gunnar
Reynir hress
í viðrœðu"
„Við munum spjalla við
Gunnar Reyni Sveinsson, tón-
skáld í þættinum I kvöld,“ sagði
Árni Þórarinsson, sem mun
ásamt Birni Vigni Sigurpáls-
syni veita útvarpshlustendum
nasasjón af tónskáldinu.
„Gunnar Reynir á að baki
æði litríkan feril i músíkinni.
Hann er I hópi kunnustu tón-
skálda Islands. Á sínum ung-
dómsárum var hann mjög
virkur i ball-lífinu hér á landi,
spilaði á trommur og víbrafón.
Meðal annars spilaði hann með
hinum fræga KK-sextett, og var
með okkar beztu jassistum. 26
ára að aldri kúvendir hann og
hættir allri spilamennsku og
snýr sér algjörlega að tón-
smíðum."
„Gunnar Reynir hefur upp-
lifað margt og er mjög hress I
viðræðu," sagði Árni.“ Við
munum reyna að kynnast við-
horfum hans til tónlistar, og
reyna að fá nasasjón af ferli
hans. Einnig verður leikið af
segulbandi nokkur af tónverk-
um hans, og við munum eiga
stutt símtal við Ólaf Stephen-
sen, sem kynntist Gunnari
Reyni þegar hann var I jass-
bransanum og Ölafur mun I
stuttu máli segja hvað ein-
kenndi hann sem spilara.
Gunnar hefur aðallega samið
nútímatónlist, en er nú alltaf
meir og meir að fara út I að
semja jass- og popplög."
— KL
Hér mundar Gunnar Reynir
kjuðana og leikur Bach á
víbrafón.
✓
Útvarp kl. 20,35: Leikrit vikunnar:
Súlkönnun getur veríð hœttuleg
Það getur verið varasamt að
hætta sér of langt út á braut
sálkönnunar. Að þeirri niður-
stöðu kemst Henrietta, frúin i
leikritinu sem flutt verður I
útvarpinu kl. 20.35 I kvftld.
Leikritið heitir „Bældar
hvatir" eftir bandarfska rit-
höfundinn Susan Glaspell.
Þýðingin er eftir Þorstein O.
Stephensen og leikstjóri er
Helga Bachman. Með hlut-
verkin fara Bríet Héðinsdóttir,
Borgar Garðarsson og Kristín
Anna Þórarinsdóttir.
Fjallar leikritið um
Finnbjörn húsameistara og
konuna hans Henríettu sem
eins og áður segir kemst að
raun um að sálarlífskannanir
geta verið varasamar.
Frúin er mjög hrifin af öllu
sem viðkemur sálarlífinu og
undirmeðvitundinni.
Uppgötvar frúin hina ótrú-
legustu hluti hjá manni sínum
á því sviði. Ekki sízt eftir að
systir hennar María kemur I
heimsókn.
Leikritið var frumsýnt árið
1914, en höfundurinn Susan
Glaspell er fædd I Iowaríki árið
1882. Var hún við háskóianám I
Chicago en skrifaði jafnframt
bæði leikrit og skáldsögur.
Eiginmaður Susan Glaspéll og
rithöfundurinn George Cram
Cook tók ásamt henni þátt I
stofnun leikflokksins „Pro-
vinchetown Players“ árið 1915
og skrifuðu þau mörg leikrit
fyrir hann, aðallega einþátt-
unga.
Susan fékk Pulitzer-
verðlaunin árið 1931 fyrir
leikrit sitt Alison’ s House.”
Önnur leikrit Susan eru m.a.
„Trifles," „Tickless Time,“ og
„The Outside."
Susan Glaspell lézt árið 1948.
—A.Bj'
Borgar Garðarsson Kristín Anna Þórarinsdóttir.
Útvarp
Fimmtudagur
22. júlí
12.00 Da«skráin. Tónteikar. Tilkynning-
ar.
12.25 VeðurfreKnir og fréttir. Frá
Ólympíuleikunum í Montreal: Jón
ÁSKeirsson sejíir frá. Tilkynniní>ar. Á
frívaktinni. MarKiét Guðmundsdóttir
kynnir óskalöK sjómanna.
14.30 MiAdegissagan: „Römm er sú taug"
eftir Sterling North. Þórir Friðseirsson
þýddi. Knútur R. MaKnússon les (10).
15.00 Miðdegistónleikar.
16.00 Fréttir. Tilk.vnningar. (16.15
VeðurfreKnir). Tónleikar.
16.40 Utli barnatíminn. FinnborK Schev-
inK stjórnar.
17.00 Tónleikar.
17.30 Spjall frá Noregi. Ingólfur
MaiKeirsson talar um norska verka-
lýðsskáldið Rudolf Nielsen. Siðari
þáttur.
1S.00 Tónleikar. TilkynninKar.
18.45 VeðurfreKnir. DaKskrá kvöldsins.
19.00 Fróttir. Fróttaauki. TilkynninKar.
19.35 Nasasjón. Árni Þórarinsson ok
Björn VÍKnir SÍKurpálsson ra‘ða við
Gunnar Revni Sveinsson tónskáld.
20.10 Gestir í útvarpssal. Bernhard
Wilkinsson leikur á flautu ok Lára
Rafnsdóttir á pianó. a. Sónata i K-moll
eftir Johann Sebastian Bach. b. Són-
ata í D-dúr eftir Carl Philipp Emanuel
Bach.
20.35 Leikrit: „Bœldar hvatir" eftir Susen,
Glaspell. Þ.vðandi Þorsteinn ö. Step-
hensen. Leikstjóri: Helga Bach-
mann. Persónur og leikendur:
Henrietta-Bríet Héðinsdóttir, Finn-
björn-BorKar Garðarsson, Marla-
Kristín Anna Þórarinsdóttir.
21.10 Holbergsvíta op. 40 eftir Edvard
Grieg. Walter Klien leikur á pianó.
22.00 Fréttir.
22.15 VeðurfreKnir. Kvöldsagan: „Utli
dyrlingurinn" eftir Georges Simenon.
Ásmundur Jónsson þýddi. Kristinn
Reyr les (15).
22.40 Á sumarkvöldi. Guðmundur Jóns-
son kynnir tónlist varðandi ýmsar
starfsKreinar.
23.30 Fréttir. DaKskrárlok.
Föstudagur
23. júlí
7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl.
7.00. 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30. 8.15
(og forustugr. dagbl.). 9.00 og 10.00.
Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund
barnanna kl. 8.45: Hallfreður örn
Eiríksson byrjar lestur þýðingar
sinnar á tékkneskum ævintýrum. Til-
kynningar kl. 9.30. Létt lög milli
atriða. SpjallaA viA bændur kl. 10.05.
Tónleikar kl. 10.25. Morguntónleikar kl.
11.00: János Starkér og György Sebök
12.00 Dagskráin. Tómeikar. Tilkynning-
ar.
Dagblað
án ríkisstyrks
Leikstjórinn Helga Bachman.
Þýðandinn Þorsteinn O. Step-
hensen.
Bi ícl Iléðinsúúttir
v__—