Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 29.07.1976, Qupperneq 2

Dagblaðið - 29.07.1976, Qupperneq 2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. JÚLt 1976. ■ Fyrirspurn til Ferðafélogs íslands og Nóttú ruverndarráðs: Raddir lesenda Um innheimtu tjaldgjalda í Landmannalaugum o. fl. Ferðalangur og félagi í Fl skrifar: I sumar var ég ásamt fleirum staddur inni í Landmannalaug- um. Eftir þessa ferð langar mig eindregið til þess að fá svör og skýringar á nokkrum spurning- um, sem komu upp í huga minn eftir áðurnefnda ferð. Langar mig til þess að visa þessum spurningum til þeirra aðila er hafa umsjón með fyrrgreindum stað, og tel ég að það eigi við Ferðafélag íslands og Náttúru- verndarráð. Vil ég taka það skýrt fram að allt sem kemur hér fram í formi spurninga eða annars er með fullri virðingu fyrir þeim aðilum er eiga hlut að máli og á bak við þessa forvitni hvílir eindregin vinsemd i garð allra er kæra sig um. Sökum þess vona ég að þessar spurningar fái hljómgrunn á réttum stöðum og bréfi þessu verði sýnd sú virðing að því verði svarað skýrt og skorinort af fyrrnefndum aðilum, og það sem fyrst. 1. Er leyfi fyrir innheimtu tjaldgjalda • í Landmanna- laugum, og ef svo er, hvar er það innheimtusvæði nákvæm- lega og hver hefur veitt umboð til innheimtu tjaldgjalda þar? 2. Hvaða staðir I Landmanna- laugum teljast friðlýstir og I hverju felst sú friðun? 3. Hvaða aðilar hafa einkaleyfi á því að rukka almenning fyrir notkun á almenningseign, það er að segja tjaldgjöldum, t.d. I Landmannalaugum? 4. Hvert er löggilt tjaldgjald fyrir eina nótt og hvaða þjónustu ber umráðanda að veita gegn gjaldtökunni? 5. Telja yfirmenn Ferða- félagsins það heppilegt að fararstjórarnir frá þeim, t.d. I Landmannalaugum, þurfi að leita upplýsinga um staði sem þeir eru sendir á, þegar á staðinn er komið, hjá gjörsam- lega óviðkomandi fólki með því að spyrja: „hvar er heppilegast að ganga um með hópinn?“, „hvað tekur við þarna handan við hrygginn?“, eða „í hvaða átt ætli norður sé?“. 6. Hvaða megin skilyrði þurfa skálaverðir félagsins að uppfylla? Er ekki æskilegra að þeir hafi ökutæki til umráða? 7. Hvers vegna eru hjónin sem voru í Landmannalaugum í fyrrasumar ekki þar nú? Er það regla hjá F.í. að skipta um hús- verði einu sinni á ári? 8. Er það algengt hjá F.í. að fararstjórar félagsins þurfi að verða sér úti um túlk ef ensk eða dönsk persóna slysast með í einhverja ferðina? Virðingarfyllst, Ferðalangur og félagi í F.I. Hvoð heitir fyrrverandi lögreglu- maðurinn byssuglaði? X-9 sktifar: Það virðast gilda eitthvað einkennilegar reglur í sam- bandi við nafnabirtingar þeirra manna sem hnepptir eru í varð- hald fyrir hinar ýmsu sakir. Um daginn stóð ekki á því að nafn rannsóknarlögreglu- mannsins,sem staðinn var að ávísanafalsi, væri birt. Síðan kemur upp mál, þar sem fyrr- verandi lögreglumaður er nærri orðinn drykkjufélaga sínum að bana með skamm- byssuskoti. Nafn þess manns er hins vegar ekki birt. Hvers vegna ekki? V LAXVEIÐAR ERU EKKIFYRIR r Vernd- ararmr í sukki á Vellinum — íslenzkir karlmenn beraaf KVENFOLK, EDA HVAD? 3808—2671 hringdi: Hvers vegna er verið að segja frá frétt eins og birtist í blaðinu þann 20. 7. Þar er um að ræða konu, sem er að stelast í að veiða lax. Hún var sögð staðin að verki fyrir neðan Félagsheimili Rafveitunnar við Elliðaár. Það var tekið fram að konan hefði ekki verið undir áhrifum áfengis. Henni var svo sleppt, vegna þess að enginn lax var í kvísl þeirri sem hún var að dorga I. Hvað kom áfengi þessari frétt við, fyrst konan var ekki undir áhrifum? Ætli konur þori ekki að fara bak við lögin án þess að hafa áfengi í för- inni? Eða er kannski verið að gera grín að kvenfólki? Af þessari sögu mætti ætla að þæi hefðu ekki vit á laxveiðum fyrir fimm aura. Hvers vegna verið er að segja frá þessu, það skil ég ekki. Svar: Auðvitað geta konur haft vit á laxveiðum eins og karlar, en þá ættu þær einnig að hafa vit á því að vera ekki að stelast I laxveiðar um hánótt, Hvað áfengi hafi komið þessari frétt við? Fólk gerir oft ýmsa hluti undir áhrifum áfengis, og er það þá talin skýring á undar- legu hátterni og framferði. Sú staðreynd að umrædd kona var ekki undir áhrifum áfengis gerir konuna sjálfa enn tor- tryggilegri. Hún hefði þá átt að hafa ótruflaða dómgreind og geta gert sér ljóst að „maður á ekki að fara á bak við lögin,“ hvort sem maður er karl eða kona. Svar við því hvers vegna var verið að segja frá þessu: Ætli þetta hafi ekki verið talin frétt að mati fréttamannsins (sem er kvenkyns) og kannski svolítil tilbreyting frá fréttum af „ófrægðarverkum" drukkinna karlmanna. Það má vel vera að konur „þori að fara á bak við lögin án þess að hafa áfengi I förinni," en mér finnst það síður en svo vera eitthvað til þess að hæla mæt útfiutningsvara. I hverju skyldi það felast? Jú, með þvl að nota íslenzkar húsmæður sem örgustu vinnudýr eins og tíðkast I svörtustu Afríku. Þeim er gefinn kostur á að hand- prjóna lopapeysur og fá fyrir það svona 40 kr. i timakaup. Svo fa þær taugagigt I herðarnar. Þurfa að fá nudd með meiru, sem bæði hús- móðirin og sjúkrasamlagið (það erum við skattgreiðendur) borgum fyr'.r. Þvílík hringavitleysa. Islenzkar handprjónaðar lopa- peysur þykja hin mesta gersemí hvar sem er I heiminum — Guðrún hringdi: Kuðvitað mega konur veiða lax hvar sem er í heiminum rétt eins og karlar, en þær verða líka að kaupa sér veiðileyfi rétt eins og hver annar. I)B-mynd: Arni Páll. Það var talað um veizlu fyrir útlendinga á íslenzku lambakjöti I lesendadálki Dag- blaðsins. Ég tek undir með bréfritara og hvet til þess að við fáum sjálfir að borða veizlu- matinn fyrir þetta sama lága verð og útlendingum er boðið upp á. Eða að hætt sé að fram- leiða svona mikið kjöt. En það er líka alveg rétt. Þetta er víst ekki alveg svona auðvelt. Nú hafa bændur fengið hækkun á ullina sína. Hún er orðin verð- Hverjir fá 40 kr. í tímakaup? Þœr sem prjóna lopapeysur

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.