Dagblaðið - 29.07.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 29.07.1976, Blaðsíða 3
3 DACBLAÐlf). FIMMTUDAGUR 29. JTJLl 1976. Ekki okur heldur góðgerðarstarf semi Dúdú skrifar: Vegna greinarinnar um húsaleiguokur í DB 22. sl. Þegar talað er um húsaleiguokur þá gleymir fólk því alltaf að til er nokkuð sem heitri vextir. Einfalt dæmi: Þú kaupir tveggja herbergja íbúð fyrir 6-7 milljónir sem er verð, sem nokkrir fasteignabrask- arar og andlega vanskapaðir fasteignasalar hafa fundið upp. Þó flestir viti að slíkar íbúðir kosta ekki nema ea 3 milljónir væru þær byggðar af ein- hverjum „sanngjörnum okrurum." Þú leigir sem sagt tveggja herbergja íbúð fyrir 360 þúsund kr. á ári. Tökum nú upphæðina 6 milljónir kr, leggjum hana inn í banka, sem greiðir okkur 16% vexti á ári. Hvernig sem það er hægt þá færð þú í vexti 960 þúsund kr„ sem sagt hér er mismunur 600 þús kr„ sem þú færð auka og þarft engar áhyggjur að hafa af viðhaldi fasteignarinnar. Svona til gamans þá er til annað patent sem sjeníin hafa fundið upp, þeir ótrúlegu vextir sem eru 24% á ári (heimsmet) sem Gjaldheimtan tekur. Þá horfir dæmið öðruvísi við. Vextir af 6 millj. er 1440 þúsund á ári og ef 360 þúsund sru dregin frá þeirri upphæð verður hreinn gróði 1080 þúsund. Þú þarf ekkert að vinna. og allt skattfrjálst. Hér er því ekkert okur á ferðinni heldur góðgerðarstarf- semi. Mcð kærri kveðju. « Við nánari eftirgrennslan kemur í ljós að það sem kallað er húsaleiguokur er nánast gjöf en ekki gjald ‘ Hvað veiztu skemmtilegra en þjóðhátíð í Vestmanna- eyjum? Vilhjálmur Vilhjálmsson flug- maður, bilstjóri og söngvari: Það er nú ekki gott að segja. Ég held satt að segja að ég hafi ekki fengið betri skemmtun, en þegar ég var á þjóðhátíðinni í fyrra. Björgvln Björgvinsson bæjar- starfsmaður í Eyjum: Ég veit ekkert skemmtilegra. Mér finnst þjóðhátíðirnar vera frábærar að öllu leyti. Ég var þar reyndar.ekki í fyrra, en ætla alveg örugglega núna. G ísleifur Bergsteinsson skrifar: Til Önnu Kæra Anna mín. Ég get nú ekki orða bundizt eftir að hafa lesið svar þitt til „Lilla her- stöðvarandstæðings". Hafði þó reyndar vænzt þess að sá herra- maður mundi svara fyrir sig, eða einhver annar, er væri á höttunum eftir ungri konu. Ég geng út frá því sem vísu að þú sért ein slík. Anna, það hljóta að vera mjög slæm dæmi íslenzkra karlmanna, sem þú kynnist og umgengst, úr því að þeir eru engir „sjentilmenn11 (það vil ég útleggja sem prúð- menni)ilítt spennandi (hvað er nú það), óhreinlegir og drekka mikið brennivín, úfnir og ruddalegar fyllibyttur. Nú ætla ég að segja þér smá sögu, vinan. Sunnudaginn 18/7 ’76 varð ég vitni að því er þessir spennandi „sjentilmenn” þínir héldu útisamkomu á milli tveggja húsasamstæða á Vellinum. Þar hafði verið komið fyrir miklu magni hljómtækja, og vissi ég til, að þetta hafði staðið frá því um kl. 14.00 en ég kom þar um kl. 17.00. í 35 mínútur varð ég vitni að því mesta sukki, rudda- mennsku, óþrifnaði í klæða- burði og kjaftæði, sem ég um dagana hef heyrt og séð. I gegnum hástillt hljómtækin komu alls konar setningar, eins og shit, fuck, shut up og annað » Ætli það hafi verið þessir „verndarar" sem bréfritari sá í sukki á útisamkomu á Vellinum? Konur virðast margar hrífast af útlendum mönnum þótt þeir séu ruddalegir, skítugir og útúrfullir og viðhafi sóðalegt orðbragð. Með kærri kveðju. mun verra sem ég vil ekki nefna hér. Verndarar þínir æptu því hærra, sem óþverrinn, sem sagður var, var meiri. Allir útbíaðir og blautir, sumir hverjir frá hvirfli til ilja af bjór, kóki og víni, æpandi, skrækjandi, gólandi og hrínandi. Þessi hópur var þó nokkuð stór, ca 300-400 manns, þar á meðal þó nokkrar konur, en flest virtist þetta fólk á aldrinum 19-36 ára. Nei vina mín, á Islandi er í flestum íbúðum bað eða sturta og þar að auki eigum við fjölda sundhalla og lauga. Þrifnaður íslenzkra karlmanna er vissulega misjafn, en margar kynsystur þínar hef ég heyrt á undanförnum árum segja þessa setningu; „Eg skammast mín bara fyrir mínar kynsystur,þær eru fyllri, skítugri og kjaft- f-orari og verr klæddar orðnar en þið karlmennirnir auk þess þvoið þið hár ykkar betur en við.“ Anna mín, ég ætla að slá botn í þessar línur með þeirri ósk til þín að þú þurfir ekki að leita langt yfir skammt eftir prúðum, snyrtilegum, sæmilega bindindissömum og vel böðuðum íslenzkum strák. Fyrir alla muni ef þú umgengst hið gagnstæða, láttu þá heyra álit þitt. Vilja fó loðnu til Skagastrandar 6^40—1564 á Skagaströnd skrifar: Þegar ég hlustaði á loðnu- fréttirnar í útvarpinu í morgun, um að skipin þyrftu að sigla með aflann til Suðvesturl. vaknaði sú spurning í huga mér til hvers síldarverksmiðjan á Skagaströnd væri. Er hún bara okkur Skagstrendingum til „augnayndis,” með hálfhrunda lýsisgeyma og óhrjáleg á allan máta? Mætti ekki hressa svolít- ið upp á hana og taka á móti einhýerju magni af loðnu, minnsta kosti svo að fólk þyrfti ekki að leita burtu úr byggðar- laginu eftir atvinnu eða ganga með hendur t vösum að öðrum kosti? ✓ Gunnar Hreinsson bæjarstarfs- maður í Eyjum: Mér finnst mjög gaman að ferðast uppi á landi, en það skemmtilegasta í Vestmanna- eyjum er þjóðhátíðin. Blrgir Viðar Halldórsson hótel- stjóri: Þetta er nú mikil persónu- spurning. Þó held ég að af inn- lendum viðburðum komist enginn i hálfkvisti við þjóðhátíðina 1 Eyjum. Berglind Valdimarsdóttir upp- vaskari á hótelinu í Eyjum: Það veit ég ekki. Ég hef einu sinni verið á þjóðhátíð hér i Eyjum, — árið 1974. Mér fannst alveg ofsa- lega gaman þá. Halla B. Jónsdóttir Vestmaiui- eyingur: Það er alltaf fjör í Eyj- um, en þó langbezt þegar þjóð- hátíðin stendur yfir. Ég veit ekkert skemmtilegra en að vera þar með.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.