Dagblaðið - 29.07.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 29.07.1976, Blaðsíða 7
DAC.IÍI.ADH) l’ l M MTl' DACil' K 29. .1 UI.l 197«. . 7 beltin eni ti fyrir alia f|öl$kylduna Sendum í póstkröfu GÍSLI J JOHNSEN HF Vvsturgata 45 Rcvkjav ik. Simi 27477. n i Austur-Tímor: Portúgalskir stríðsfangar fá frelsið föngunum, er þeir sátu í haldi á A-Tímor. Hundruö grátandi ættingja og vina komu á flugvöllinn í Lissabon í gærkvöld til að taka á móti 23 portúgölskum her- mönnum, sem hafa setið í fangabúðum á Indónesíu síðan í ágúst síðastliðnum eða tæpt ár. Þeir voru allir handteknir er borgarastyrjöld brauzt út í nýlendu Portúgala, Austur- Tímor. Morais da Silva hershöfðingi fékk hermennina látna lausa fyrir skömmu. Hann fór til Bankok til viðræðna við indónesísk yfirvöld. Hann sagði við komuna til Lissabon, að engin skilyrði hefðu fylgt náðun fanganna 23. Spánn og Vatíkanið semja Spánn og Vatíkanið undir- rituðu í gær samvinnusáttmála sín á milíi sem meðal annars kveður á um að spænsk yfir- völd hafi ekki lengur rétt til að skipa biskupa né draga presta fyrir borgaralega dómstóla. Þessi sáttmáli hefur verið í undirbúningi um nokkurt skeið og hefur verið endur- skoðaður að stórum hluta. Spænski utanríkisráðherr- ann. Marcelino Oreja, sagði í gær. að sáttmálinn markaði tímamót i samskiptum Spáns og Vatíkansins. 70 manns fórust í fíugslysi Flugvél í eigu tékknesks flugfélags hrapaði skammt frá borginni Bratislava i gær. 76 manns voru í vélinni, sem er af gerðinni Ilyushin 18, og munu aðeins sex þeirra hafa komizt lífs af. P’lugvélin var á venjulegri leið milli Prag og Bratislava, er hún fórst. Einhver bilun virðist hafa komið fram, því að flugvélin þurfti að nauðlenda. Það tókst ekki betur til en svo að í lendingunni skall hún á byggingu og rann þaðan út í tjörn. Stóri gimsteinninn þinn — sagði Amin eftir að Bretar slitu stjórnmálasambandi við Uganda í gœr Bretar slitu í gær stjórnmála- sambandi við Uganda. Þetta er í f.vrsta skipti í þrjátíu ár, að Bretar slíta sjálfir stjórnmála- sambandi við annað ríki og í f.vrsta skipti frá upphafi, sem stjórnmálasambandi er slitið við samveldisríki. Idi Amin forseti Uganda, sagðist i gærkvöld vera að kynna sér hugsanlegar afleiðingar þess- ara aðgerða — og notaði tæki- færið til að gera bitra og harðorða árás á Jomo Kenyatta forseta Kenva. Amin er með því talinn hafa endanlega komið í veg fyrir að hægt verði að miðla málum í deilum Uganda og Kenya, en þær deilur ógna nú friði í Afríku. í fréttasendingum Uganda- útvarpsins. sem heyrðust í Nairobi i Kenya, sagði í morgun að Amin forseti hefði sagt her- mönnum i „sérstökum þjálfunar- búðum sjálfsmorðshermanna” að „með tilliti til nýlegrar innrásar israelsmanna á Entebbe-flugvöll er meirihluti núverandi valdhafa í Ken.va — þar á meðal Kenyatta gamli — ekki Afríkumenn." Talið er að Amin geti ekki gengið öllu lengra í níði sínu um Kenyatta en að gefa í skyn að Kenyatta leiflir þegna sína. hann sé ekki Afríkumaður, því hann hafi allt sitt líf barizt fyrir sjálfstæði Kenya frá Bretum. Tugþ úsundir biðu bana í jarðskjálftunum í gœr Jarðskjálftarnir i Kma: — er hald manna í Peking Jarðskjálftarnir í norð- austurhluta Kína í gær ollu miklu tjóni á eignum manna og urðu fjölda manns að bana, að því er sagði í tilkynningu mið- stjórnar kinverska kommúnistaflokksins í morgun. Sagði þar einnig, að tjónið hefði orðið mest í borg- inni Tangshan, sem nú er að mestu leyti jöfnuð við jörðu. Fréttastofan Nýja Kína birti tilkynningu miðstjórnarinnar í morgun. Þar er almenningur og herinn hvattur til að sýna nú sannan byltingaranda og hefja mikið og ákveðið starf af óbrjótandi vilja og þrótti. Öll þjóðin stendur að baki björgunarmönnunum, sagði í tilkynningunni. Kínverjar hafa það ekki fyrir sið að greina frá fjölda látinna í jarðskjálftum, en í Peking er ekki talið ólíklegt að tug- þúsundir manna hafi látizt i jarðskjálftunum í og umhverfis Tangshan. Að sögn franskra ferða- manna er Tangshan i rústum,. en íbúafjöldi þar var ein milljón. Jarðskjálftarnir áttu upptök sín nærri borginni, sem var mikilvæg miðstöð kola- iðnaðarins í landinu. Mao Tse-tung, formaður kín- verska kommúnistaflokksins, hefur látið í ljös umhyggju sína fyrir þeim milljónum manna, sem búa á jarðskjálftasvæðun- um. Einu staðfestu fregnirnar af áhrifum jarðskjálftanna hafa komið frá Frökkunum, sem getið var. Þeir segja að Tangs- han sé „gjörsamlega í rústum, eitt hundrað prósent.“ Frönsk stúlka lét lífið en tuttugu og tveir aðrir sluppu naumlega þegar hótel þeirra hrundi skyndilega. Erlendar fréttir varðvertistvelíþessu 3r##ax bflsœtí — 09 uHir koma heim ísólskinsskapi úr velheppncðu sveitoferðabgi uritax „KENYATTA GAMLIER EKKIAFRÍKUMAÐUR"

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.